Þjóðviljinn - 23.12.1966, Page 4

Þjóðviljinn - 23.12.1966, Page 4
^ SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 23. desember 1966. Otgeíandi: Sameiningarfloktoui alþ.Ýðu — Sósíalistaflokk- urinn. Ritstjórar: Ivax H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Siguróur Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýeingastj.: Þorvaldur Jóhannesson. Sími 17-500 (5 línur). Askriftarverð kr. 105.00 á mánuði. tiausa- aöluverð kr. 7.00. AB þakka fyrír sig gíldveiðunum 1966 má heita lokið, einu kortéri fyrir jól, eins og sjómennirnir segja ef þeir eru spurðir hvenær eigi að hætta. Ný stórkostíeg afla- met hafa enn verið sett, Morgunblaðið telur að gjáldeyrisverðmæti síldaraflans þetta árið nemi tveimur miljörðum króna. Við tilhugsun um þessa tvo miljarða fer Morgunblaðið að tala vel um sjómenn. Og það væri líka til of mikils mælzt að blaðið fari að rifja upp viðskipti núverandi ríkis- stjómar við síldveiðisjómennina. Skyldu þeir ekki vera búnir að'gleyma glaðningunni sem hún rétti þeim fyrir f jómm árum, þegar útgerðarmenn voru að gefast upp með kjaraskerðingarkröfur en ríkis- stjóm íhaldsins og Alþýðuflokksins hljóp undir bagga og setti gerðardómslög sem höfð voru til þess og til þess ætluð að gera hlut sjómanna í afla minni. Líklega muna sjómenn þó enn hver fram- kvæmdi verkið, en það var reyndar enginn lakari en formaður Alþýðuflokksins, Emil Jónsson. Og hvað skyldi Morgunblaðið vera að rifja það upp að eitt sinn þurfti síldveiðiflotinn allur að halda í höfn á miðri vertíð til að sýna ríkisstjóm íhalds- ins og Alþýðuflokksins í tvo heimana? JJitt er nær og ólíklegt að sjómenn gleymi því strax að fyrir tilstilli stjórnarvalda og embætt- ismanna hefur kaup síldvpiðisjómanna tvívegis verið lækkað verulega á síðustu mánuðum þessa árs, 1966 — áður en farið var að tala um ,,stöðvun- arstefnu". Og bágt eiga síldveiðisjómenn með að gleyma einum stærsta þjófnaði á íslandi, þeim sem uppvís varð þegar tekið var að vigta síld í1 stað þess að mæla hana. Þeir muna þá staðreynd að eitt sumarið græddu síldarverksmiðjurnar um eina miljón á viðskiptum við hvern síldarbát að meðal- tali, að því er lá fyrir opinberlega. Og vel er þeim kunnugt um bruðlið og handarbaksrekstur vissra síldarverksmiðja, sem miðað er við þegar síldar- verð er ákveðið, — og þeir ætlast til að hin nýju samtök síldveiðisjómanna taki þessi mál og miklu fleiri hagsmunamál og réttindamál sjómanna til meðferðar á annan hátt en gert hefur verið. Uitt þeirra er aðbúnaður síldveiðisjómanna aust- anlands þegar komið er í höfn. Sjómannafund- urinn á Reyðarfirði samþykkti áskorun um úrbót í því efni og nefndi til fyrirmyndar sjómannastof- una í Neskaupstað. Alþingi svaraði þeirri áskorun á sérstæðan hátt nú fyrir þinghlé. Hver einasti þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokks- ins felldi þá tilögu Lúðvíks Jósepssonar um einn- ar miljón króna framlag til að koma upp sjómanna- stofum á Austurlandi. Það má kallast sérkennileg þökk ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna tjl sjómanna, sem hafa með óstjórnlegu erfiði og harð- fengi aflað á sjö mánuðum verðmæta sem nema tveimur miljörðum, fyrir þjóðina alla. Þingmenn íhaldsins og Albvðuflokksins kunna að þakka fyr- ir sig. Hver veit nema síldveiðisjómenn og vanda- menn þeirra kunni það líka. — s. VINUR OKKAR - Kristján frá Djúpalæk Cg cr Breti, dagsins djarfi dáti, suöur í Palestínu, en er kvöldar klökkur, einn, kútur lítill, mömmusveinn. Mín synd er stór. Ö, systir mín. Svarið get ég, feilskot var þaö. Eins og hnífur hjartaö skarbaö, hjarta mitt. ó, systir mín, fyrirgefffu, fyrirgefðu, anginn litli, anginn minn. Ég ætlaði að skjóta hann pabba þlnn. Þetta er lát.laust kvæði. En bö er bað áhrifarik og sterk á- deila gegn vopnavaldi og grimmd hermennsktmnar. I fs- lenzkum bókmenntum mun vandleitáð að ljóöi, er við b®tta jafnist á sínu sviði. og kannski yrði bað vandfundið annars staðar. Þannig yrkir Kristján stórvel, begar honum tekst upp. Og bað er oft. — í bessum dúr yrkir hann mörg beinskeytt á- deilukvæði, svo sem Pundið. Gilitrutt, Tilbrigði sjö, númer brjú, Gestrisni. — En baðeru margskonar önnur blæbrigði á ljóðum hans. Jafntefli við guð er mannlegt og fagurt ljóðum reisn mannsandans, en jafn- framt tvíleikur. Uggur er stór- fagurt kvœði og innilegt, í senn milt og máttugt, hað er heit bæn fyrir landinu og börnum bess á beim válegu tímum, beg- ar hrammur hersins með gull- baug á hverri kló seilist að hjartarótum bjóðarinnar. Það er eins og dulúðug völva mæli betta fram, eitt máttugasta I víngarðinum heitir nýtt kvæðasafn eftir Kristján frá Djúpalæk, en fyrr á þessu ári sendi hann frá sér ljóðabókina: Sjö sinnum sjö tilbrigði við hugsanir, og var það áttunda bók hans. Svona heldur Kristj- án upp á fimmtugsafmæli sitt: sendir þjóð sinni djásn og dýr- indis gjafir, bendir henni yfir takmörk allra landamæra, hast- ar á úlfúðina manna milli, sezt í lyngbrekku og syngur með hinni 9 vökuilu .æsku, deilir kristilega á grimmdina, heimsk- una og vansæmd manna og þjóða, ber anganblóm í Ijóði að vitum samtíðarmanna sinna. Kristjáni skáldi frá Djúpa- læk er gefið mikið. Gáfur hans eru djúpar. Og eins og öll meiri háttar skáld er hann maður á- deilunnar. En hann er ekki stórorður, ekki hrjúfur eða nál- hvass, þó svíður í kvikuna undan orðum hans, þegar hann deilir á vansæmd mannsins. Ég ætla í þessu sambandi að nefna kvæðið: Slysaskot í Palestínu. ' . : .... í. ■.( J.ítil stúlka. Lítil stúlka. Lítil svarteyg, dökkhærð stúlka liggur skotin. Dimmrautt bióð í hrokknu hári. Höfuðkúpan brotin. þjóðernisljóð, sem við höfum eignazt, og stendur eitt sér, án samanburðar. — Og það er tregi, sárljúfur söngvatregi yfir mörgum kvæðanna. Ég vil þar til nefne: í þagnarskóg, Súld, Blika þú, stjarna, Þú sefur. Kristján hefur hafið til vegs ljóð á vængjum Iéttra tóna, hin svokölluðu dægurljóð. Þar er hann hinn Ijúfi og hýri sóngvari, ýmist barn í sumar- skógi, fagnandi sól og ilitum og jarðarilmi, eða særokið karl- menni á freyðandi úthafi ís- landsmiða. Hver gleymir yln- um og ástinni í kvædinu: -Það gefur á bátinn við Grænland? Eða hinu unaðstæra Ijóði: Nótt í Atlavík? Þá hefur Kristján ort af sinni hlýju einlægni, djúpa skiln- ingi og karlmannslund um nokkur skáld, sem vel mætti nefna útigangsskáld sinnar tíð- ar. I kvæðinu um Dag Austan segir hann: i Skáldið er ríkt. í>ú hyggur það snautt, sem heldur aö hamingjan komizt fyrir í pyng.iu þinni. Rænið það hverri f.iöður og fyrirlítið. Flæmið það út á gaddinn, lokið hað inni. ÁeimiÆ i*V • OPAL hf. Sœlgœtisqerð Skipholti 29 - Sími 24466 i Skáldið á sjóð, sem eykst þegar af er tekið, auð til að 'brenna skóginn en hirða sprekið. Um Steindór Sigurðsson: Að eiga draum í dagsins tryllta gný og djúpa þrá til söngs í hljóðum skóg, að eiga sýn til sólar gegnum ský, og sorg í hjarta, — það er skáldi nóg. Og í 1 jóðinu um Vilhjálm frá Skáholti segir hann um skáldin: Þau skópu sér veröld handan vjð hatur dagsins og hungur andvökunátta, heimkynni ungs og glitrandi fagurs gróðurs, sem garða sunnan við fjöll. 4> Og þess vegna bitu þau trauðlega vanans vopn, að verjan, blekking dugði þeim fiestú betur. Þau kunnu þá Iist að fagna vori um vetur og rækta rósir-. í mjöli- Bjami frá Hofteigi hefur yal- ið kvæðin í samráði við höf- und, í þetta kvæðasafn. Ég vil ekki strika neitt kvæðanna út. Kristján frá Djúpalæk Öðru nær. Þau eru öll góð og mörg þeirra sniMarverk. . En Kristján er ekki allur séður af þessu ljóðasafni. Ég veit ekki, hvort það er rétt að kalla hann vaxandi skáld. Hann er fyrir löngu orðinn mikið skáld: ljóð- rænn og hagmælskur, býr yfir mannviti, andlegri víðsýni og .mannlífsskilningi, og hefur hæfileika til þeirrar tjáningar, sem hæfir hugsuninni hverju sinni. Hann skal því leiddur til sætis: á inn'sta' bekk meðal skálda samtíðarinnar, meðorð- unum: hafðu þar sess og sæti. G. M. M. AAunið Happ- drætt Þjóð- viljans 1966 Dregið í kvöld Til Jólagjafa Baðsalt Baðpúður Freyðibað Ingólfs Apótek Rafmagnshita- pokar Ingólfs Apótek Herraskor fyrir yngri herra Mjög fallegir og sérkennilegir. Skoðið úrvalið. SKÖVERZLVN Laugavegi 17 — Framnesvegi 2.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.