Þjóðviljinn - 12.03.1967, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.03.1967, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Sunmidagur 12. marz 1967. BLAÐÁDREIFING Blaðburðarböm óskast í eftirtalin hverfi: Laufásveg — Skipholt — Hverfisgötu II. Tjarnargötu — Vesturgötu — Höfðahverfi. NÝ SENDING Fermingarkápur í glæsilegum iitum. — Einnig hollenzkir RÚSKINNSJAKKAR og KÁPUR í tízkulitum. Kápu- og dömubúðin Laugavegi 46. Kommóður — teak og eik Húsgagnaverzl. Axels Eyjólfssonar Skipholti 7 — Sími 10117. Aða/fundur Málarafélags Reykjavíkur verður haldinn í félagsheimili rafvirkja og múrara Freyju- götu 27 sunnudaginn 19. marz kl. 2 síð- degis. — STJÓRNIN. ATHUGIB Getum bætt við okkur klæðningum og við- gerðum á bólstruðum húsgögnum. — Gtóðir- og vanir fagmenn. Húsgagnav. Þorsteins Sigurðss. Grettisgötu 13. — Sími 14-0-99. Maðurinn minn og faðir' okkar JÓHANNES GUÐBJARTUR JÓHANNESSON Kársnesbraut 50, Kópavogi, lézt að Sólvangi þann 10. marz. Þorbjörg Eliseusdóttir. Jóhanna Jóhannesdóttir. Kristján Jóhannesson. ! Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför föður okkar, fósturföður, tengdaföður, afa og langafa. BERGS PÁUSSONAR, skipstjóra. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Zóphanías Jónsson er sjötugur í dag „Það hefnir sín að týna niður félagshyggju" ' Margir leggía ieið sina á I'J Skattstofu Reykjavíkur til þess að hitta Zóphanías Jóns- son að máli. Ætli það sé ekki út af skattinum. i Hversu margir ganga ekki inn í þetta hús alþýðunnar við Hverfisgötu með blendnar tilfinningar í ætt við refskap. Sumum er þetta eiginlegt. Þeir hafa slípazt í einkafram- takinu. Það er mörg smugan fyrir þá f skattbákninu. Þess- ir menn tala ekki við. Zóp- hanías Jónsson. Það er öðru vísi fólk. . Það eru margir launþegarnir. Svoleiðis fólk svíkur ékki undan skatti af því að það er ekki hægt. Allt er miskunnar- laust talið fram enda ber þetta fólk hitann og þungann af þjóðfélagsbákninu og hefur einkaframtakið í atvinnu- rekstri á framfæri sfnu. Engir þegnar f heimi greiða eins stóran hluta af nauð- þurftartekjum sfnum f opin- ber gjöld eins og þetta fólk. Þessvegna er stundum mik- ið í húfi fyrir aldraða verka- menn, — er ganga innf þetta hús alþýðunnar til þess að fjalla um skattinn sinn. Allir spyrja þeir eftir Zóphaníasi i Jónssyni. Stundum er Zóphanías hvefsinn og hann lemur með puttanum ótt og títt á sílfur- dósir og tekur f nefið undir raunarollu launþegans. Allt eru það snarleg handtök og ó- deig, — einkennilega klárt og kvitt. Enginn efast þó um góðan dreng undir skrápnum og mörgum verkamanni hefur hann reynzt ráðhollur um dag- ana út úr völundarhúsi hins íslenzka skattkerfis. ^óphanías Jónsson er sjötug- mJ ur í dag og kveðst hann vera fæddur að Bakka i Svarfaðardal. Þar bjuggu bá foreldrar mínir. Þeir hétu Jón Zóphaníasson frá Bakka og Svanhildur Biömsdóttir frá Syðra Garðshomi í sömu sveit. Báðir afar mínir voru hákarlaformenn við Eyjafjörð og drukknaði annar þeirra í róðri. Það var nafni minn og föð- urafi Zóphanías Jónsson er fórst í róðri með átta skip- verjum á hákarlaskipinu Hreggviði árið 1875. Þá var faðir minn tíu ára gamall og heimilið þungt að Bakka. Ekki hef ég hugmynd um hvemig Zóphaníasamafnið barst inn í ætt mína. Það ar líklega kennt við sóffistana gömlu í Grikklandi og tekið úr biflíunni á sínum tíma. Það er sama Zóphaníasar- nafnið eins og á frændum mínum Pétri Zóphaníassyni, ættfræðingi og Páli Zóphan- íassyni, búnaðarmálastjóra og alþingismanni um langt skeið. Þegar ég var sjÖ ára gam- alf, — þá fluttu foreldrar mínir að Ási í Hjaltadal í Skagafirði og þar ólst ég upp í föðurgarði. Ég fór í Gagnfræðaskólann á Akureyri veturinn 1915 og útskrifaðist sem gagnfræðing- ur veturinn 1918 og var það mín skólaganga. Þetta var á fyrri heims- styrjaldarárunum. Þá var ekki pólitíkin komin til skjalanna og skiptust skólapiltar í Eng- lendingasinna og Þjóðverja- sinna og deildu stundum ó- vægilega. Þannig man ég eftir bekkj- arbræðrum eins og Stefáni Pjeturssyni, þjóðskjalaverði, Sigurði Jónssyni, forstjóra í Slippnum, Guðjóni Ben. múr- ara, Jóni Nikulássyni, lækni og Torfa Bjarnasyni, lækni frá Ásgarði í Dölum og þann- ig mætti telja. Stefán Pjetursson var hörku- námsmaður og var ætíð hæst- ur af okkur námssveinum þangað til piltur einn kom utanskóla til þess að taka gagnfræðaprófið og veitti honum harða keppni. Það var Ríkharður Beck, prófessor. Víða hafa leiðir legið um landið, og margskonar lífi fengu ungir menn að kynnast til þess að hafa ofan af fyrir sér. Eitt ár starfaði ég sem verzlunarmaður hjá Sarpein- uðum á Hofsós og leiddist mér verzlunarstarfið og hætti. Þaðan lá ieiðin til Akur- eyrar og gerðist ég þar sjó- maðu'r á bátum um árabil með fortíð afa míns í huga. Þá vann ég á Eyrarbaicka og Vestmannaeyjum um skeið og á þessum árum gekk ég í Alþýðuflokkinn. Árið 1931 flutti ég til Rvík- ur og hóf verkamannavinnu hér í bænum og varð Dags- brúnarmaður og Héðinsmaður í pólitík. Þá var kreppan í algleym- ingi hér í borginni og bar- áttan hörð og tvísýn á köfl- um. Ég varð starfsmaður hjá Vinnumiðlunarskrifstofu rik- isins, þegar hún var stofnuð árið 1935 um veturinn og þar starfaði ég í seytján ár þang- að til hún var lögð niður ár- ið 1950. Það var stundum mikil’ raun að starfa við þessa stofnun á fyrstu árum hennar og skammta vinnuna milli at- vinnulausra verkamanna, — var þá algengt að útdeila hverjum verkamanni hálfum mánuði í einu við atvinnu- bótavinnu, — þó var stundum klipið af þeim tíma eftir að- stæðum viðk'omandi verka- manna, — var þar tekið mið af stórum bamafjölskyldum og hversu marga munna þurfti að seðja. Þessi atvinnubótavinna var aðallega þríþætt, — gatnagerð hér í bænum, vegagerð um landið og skurðgröftur í Fló- anum. Sú vinna gekk undir nafninu síberíuvinna og er kaldur hljómur í þeirri nafn- gift. Þegar ég Jít aftur til þess- ara ára, þá er eitt ofarlega í huga mér, hvað fólkið tók þessu ’með miklu jafnaðar- geði Það er þó mikil raun að horfa upp á fólk sitt líða skort og kannski hefur þetta verið sljóleiki skortsins. En þetta fólk uppgötvaði mátt samtakanna og mat fé- lagshyggjuna ólíkt meira held- ur en það gerir í dag. Þessi langi vinnutími núna og hvemig fólk sættir sig við hann er ef til vill bakslagið frá þessum árum. Nú er þetta oyðið ofþrælkun og verka- mannakaupið er lang-lægst hér af Norðurlöndunum. Það hefnir sín að týna niður yit- undinni um samtakamáttinn og kannski ræður nú ríkjum sljóleiki ofþrælkunar. Allt breyttist þetta á einni nóttu með hemámi landsins og allt í einu rann sú tíð upp, að við gátum naumast annað eftirspum eftir vinpuafli fyr- ir brezka herinn og síðan bandaríska herinn. Voru það mikil viðbrigði og sýnist hafa eridáð í andstæðu sinni. Arið 1942 var Zóphanías . L kjörinn sem fulltrúi Sósí- / alistaflokksins í Niðurjöfnun- J arnefnd síðar Framtalsnefnd. s Þetta er tuttugasta árið, 4 sem ég sit i þessari nefnd, — l hef þó ekki starfað samfleytt ; vegna annarra starfa- 1 Þá hef ég starfað 'sem bók- 4 ari hér á Skattstofu Reykja- / víkur um tíu ára skeið og er ; nú að færast yfir sjötugsald- 1 urinn. 4 Enginn vafi er á því, að / einstaklingar er fást við svo- 1 nefndan einkarekstur sleppa 1 með hluta af tekjum sínum i fram hjá framtali og er þetta / raunar opinbert leyndannál,, 1 sem fáir draga í efa. 1 Þetta er í svo stórum stil i miðað við heildina, að laun- / þegar bera stórum þyngri J íiyrðar en ella við rekstur \ þjóðarskútunnar. Enginn þegn 4 í heimi lætur af hendi eins / stóran hluta af nauðþurftar- tekjum sínum í opinber gjöld eins og íslenzkir launþegar, — verður þetta til dæmis stórfellt hagsmunaatriði fyrir verkamannafjölskyldur, hver útkoma verður við hverja á- lagningu. Sérstaklega verður þetta á- berandi við útsvarsálagningu. Þetta framkallar svo óæski- lega viðlöitni hjá launþegum sjálfum til þess að hagræða fyrir sér framtöl og eru sumir engir englar í þeim efn- pn, en þessi óæskilega við- leitni stafar ekki sízt af þeirri mismunun, — er fólk- ið verður vart við í álagn- ingu opinberra gjalda. Spill- ingin heldur áfram að grafa ) um sig á þessum grunni. \ Þetta lagast aldrei nema 4 tekið sé mannlega á þessum í efnum og myndi stórum 1 stuðla að heilbrigðara and- \ rúmslofti í þjóðfélaginu. Þetta 4 er líka svo óskaplegt basl á / einstaklingsrekstrinum. Það ;r ; samkvæmt mínum plöggum. \ Ræða Gils Framhald af 1. síðu. Frumvarp það, sem hér er á ferðinni, markar því miður enga stefnubreytingu. Það er aðeins fátækleg bót á gamalt og slitið fat. Eigi okkur íslendingum að takast að halda hér uppi góðum lífskjörum og búa við atvinnu- öryggi á komandi tímum, verður að taka upp algerlega nýja stefnu gagnvart undirstöðuat- vinnuvegum þjóðarinnar og þá alveg sérstaklega sjávarútvegi og fiskiðnaði. Með skipulegu á- taki verður að endurnýja fiski- skipaflotann. Stóraukin hráefn- isöflun er eina varanlega lausn- in á vanda hraðfrystiiðnaðarins. Meðan engu öðru og hald- betra er til að tjalda en þeim ráðstöfunum. sem lagt er til að gerðar verði með þessu frum- varpi, teljum við Alþýðubanda- lagsmenn ekki rétt að standa gegn þeim. En við leggjum á- herzlu á, að þetta eru einung- is bráðabirgðaúrræði, sem hrökkva ákaflega skammt. Að því er varðar tekjuöflun- arleiðir frumvarpsins, lýsum við því yfir að við teljum fráleitt aðv skerða hið nauma ríkisfrgm- lag til verklegra framkvæmda hins opinbera, jafnt- ríkis sem sveitarfélaga. Það er staðreynd, að hlutur opinberra aðila í heild- arfjárfestingu hefur farið hlut- fállslega minnkandi á undan- förnum árum. Aukin fjárfesting í landinu hefur fyrst og fremst verið á vegum einkaaðila. Með- an slík fjárfesting er algerlega ótakmörkuð og skipulagslaus, virðist ekkert réttlæta það, að bráðnauðsynlegar opinberar framkvæmdir séu látnar sitja á hakanum. Vitað er, að ríkistekjurnar ár- ið 1966 hafa farið um það bil 800 milj. kr. fram úr áætlun fjárhag'slega Enda þótt útgjöld hafi orðið fullum 300 milj-, kr. hærri en fjá^lög gerðu ráð fyrir, ætti greiðsluafgangur að vera milli 400 og 500 milj. kr. Þessa fjárhæð má því segja að ríkið hafi tekið til sín umfram brýn-' ar þarfir, og er bróðurhlutinn beint og óbeint frá sjávarútvegi og fiskiðnaði kominn. Við leggj- um þess vegna til, að í stað niðurskurðar verklegra fram- kvæmda um 65 milj. kr. á þessu ári og 20 milj. kr. skerðingar á framlagi til jöfnunarsjóðs sveitárfélaga, verði það fé, sem þar um ræðir, tekið af greiðslu- afgangi. ríkissjóðs árið 1966. í samræmi við þessa afstöðu flyt- ur undirritaður breytingartillöga við 2. grein frumvarpsins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.