Þjóðviljinn - 12.03.1967, Side 9

Þjóðviljinn - 12.03.1967, Side 9
Sunnudagur 12. marz 1967 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA J Ástand heilbrigðismála Framhald af 5. sídu um örlar hvergi á heildarstióm, er hafi frumkvaeði og forsögu um þarfir og geri samraemdar áætlanir um framkvæmdir. Það er rétt að taka það fram og raunar liggur það í hlutar- ins eðli, að engin ein ríkis- stjórn verður sökuð um allt, sem aflaga fer í stjórn heil- brigðismála. Áhugaleysið er þeim öllum sameiginlegt og enginn þeirra hefur getað kom- ið auga á eða skilið vandamál- ið, sem þó vex jafnt og þétt. Þannig ber ríkisstjómin, er nú ' situr, ábyrgðina aðeins að sín- um hluta og mun í þvi tilliti almennt talað hvorki verri né betri en fyrri ríkisstjómir. Þó tel ég, að núverandi -ríkisstjórn hafi nokkra sérstöðu,'* sérstöðu sem leggur henni á herðar aukna ábyrgð. Vandi heilbrigðismálanna hefur aldrei orðið meiri en hann er nú og yaldhöfum hef- ur aldrei verið jafn rækilega bent á þennan vanda sem nú. Sú stétt, sem bezt þekkir til mála hefur risið upp, gagn- rýnt og krafizt endurbóta. Fyrri rikisstjómir fengu að sofa á heilbrigðismálunum meira eða minna í friði, en núverandi rikr isstjóm fær ekki frið til þess. Þetta er sérstaða hennar, hvernig sem hún kann nú að bregðast við. Hún getur að sjálfsögðu tek- ið þann kost að berjast til þrautar fyrir óbreyttu ástandi, eða valið þá leið að fylgja ho'llum ábendingum um nýskip- an þjóðinni til gagns og sjálfri sér til vegsauka. Hún á tveggja kosta völ, en hvorn ætlar hún að taka? Ég verð að segja, þótt mér þyki það leitt, að byrjun- in lofar því miður ekki góðu. Ríkisstjórnin rfs öndverð gegn læknastéttinni, þegar hún krefst aukinnar og endurbættrar heil- brigðisþjónustu. Hún úthrópar lækna meðal almennings, beit- ir þá þvingun með lagaboði og nærri tryllist, ef læknar fá einhverju framgengt, samanber áðurnefnda ræðu fjármálaráð- herra. • Slík hafa nú viðbrögð ríkis- stjómarinnar verið til þessa og þó er ótalið síðasta afrekið, þegar hópur laekna var sviptur málfrelsi. Það gerðist hinn marz 1967 fyrir tilverknað dóms-, kirkju- og heilbrigðis- málaráðherra landsins. Er at- burðurinn að mínu áliti sann- arlega þess verður, að þing- sagan geymi hann. Stjórnandi útvarpsþáttar, er nefnist Þjóðlíf, hafði gert sér ferð í Slysavarðstofuna í Rvík og átt þar tal við þrjá lækna. Síðan hafði hann talað við tvo lækna Landsspítalans, en sjötti maðurinn í samtalsþættinum var fulltrúi í Stjómarráðinu, Gunnlaugur Þórðarson dr. jur- is. Þátturinn var hljóðritaður og skyldi fluttur í ríkisútvarp- inu að kvöldi hins 2. marz, en það fór á aðra leið. Dómsmála- ráðherra skarst í leikinn og fékk því til vegar komið, að meiri híúti útvarpsráðs lagði blátt bann við flutningi þátt- arins. Ástæðan til þessa einkenni- lega uppátækis ráðherrans virðist vera röng hugmynd hans um viðræðuefnið, og er það von mín sannarlega að annað verra hafi ekki legið að baki. Samkvæmt greinargerð ráð- herrans í Morgunblaðinu t. marz. frétti hann á skotspón- um, að ræða ætti í útvarpinu ■um kjaramál lækna. Og hann bætir við orðrétt: „Ég var strax þeirrar skoðunar að kjaramál lækna væru við- kvæmari erí svo, að þau eettu að ræðast í slíkum útvarps- þáttum.“ Ráðherrann tekur það m.ö.o. þegar gilt, sem hann fréttir á s’iotspónum, óstaðfest lausafregn nægir honum til að vama mönnum máls á opinber- um vettvangi. Ekki sýnist það bera vott um mikla virðingu fyrir málfrelsi né ást á lýðræð- inu. Nú er skemmst af því að segja að kjaramál, þ.e.a.s. launamál, voru ekki á dagskrá þessa þáttar nema hvað lög- fræðidoktorinn, fulltrúinn úr stjórnarráðinu spurðist fyrir um laun lækna og fékk þau CIA og stúdentarnir en 1.826.000 dollurum. 1 raun og veru verður ISC máttvana sem alþjóðleg samtök ef fyrir tekur stuðning FYSA, og þau hafa ekki. getað fundið neinn annan gullkálf sem um mun- aði. Framhald af 6. síðu um og ekki óskar eftir neinni auglýsingu, Jafnlengi og menn muna hef- ur mestur hluti starfsemi NSA eriendis verið kostaður af Æskulýðs- og stjómmálastofn- un New Yorkborgar. Það skilur á milli hennar (skammst. FY SA) og Independencesjóðsins og San Jacintostofnunarinnar, að hún hefur raunverulegar bæki- stöðvar, fastráðið starfslið og stjóm sem i sitja mjög virð- ingarverðir menn. Á síðari árum hefur FYSA dælt hundruðum þúsunda doll- ara inn á reikninga NSA. Sam- anlagður nam þessi styrkur frá október 1965 til október 1966 292.753 dollurum. Stofnunin hefur látið árlega í té 120 þús. dollara styrk til reksturs stúd- entasamtakanna og hún hefur kostað tímarit NSA „The Am- erican Student", auk þess boð tií erlendra stúdenta til að taka þátt i ráðstefnu NSA. FYSA hefur og greitt gjöld NSA fyr- ir aðild að a]J)jóðlegu stúdenta- samtökunum, ISC. NSA gat alltaf reitt sig á að FYSA mundi greiða hugsanlegan halla á fjárhagsáætlun samtakanna og FYSA hefur einnig greitt „námsstyrki" til fyrrvei-andi starfsmanna NSA til náms í út-' löndum. FYSA hefur og verið helzti milliliður fyrir bandarískar greiðslur til þeirra érlendra ’ landssamtaka stúdenta sem NSA hefur mætur á. Og FYSA hefur í reynd verið eini er- lendi styrkveitandi ISC. — ef hin dularfuila San Jacinto- stofnun er undanskilin. Á ár- unum 1962-64 kostuðu þessar tvær stofnanir um 90 prósent af starfsemi ISC, samkvæmt skýrslu ISC og FYSA þá mest- an part. Og þessar upphæðir nema hvorki moira né minna Framkvæmdastjóri ‘FYSA er Harry Lunn, langur náungi og sköllóttur, nálægt fertugu. Hann var áður forseti NSA og er sem sagt nú formaður þeirr- ar stofnunar sem hann áður sendi beiðni um styrkveitingar til. Lunn neitar harðlega að stofnun hans kunni að vera leppur CIA, en hann vill ekki gera grein fyrir fjárhag stofn- unarinnar. Lunn var forseti NSA árin 1953—54 og ferðaðist síðan til Suðaustur-Asíu sem fulltrúi ISC. Eftir stutta herþjónustu fékk hann stöðu við rannsókn- arstörf í varnarmálaráðuneyt- inu. Hann klifraði áfram upp þjóðfélagsstigann um pólitíska stöðu við bandaríska sendiráðið í París og síðar til Alþjóð- legu þróunarmálaskrifstofunn- ar, en þar fékkst hann einkum við svonefnt „Framfarabanda- lag“ (Alliance for Progress). Úr þeirri stöðu kom hann árið 1965 til FYSA. Lunn lagði einnig sitt af mörkum til hinnar um- deildu Frjálsu rannsóknarstofn- unar í sambandi við æskulýðs- mótið í Vín 1959, en þá var hann en í tengslum við vamar- málaráðuneylið. , Starfsferill Lunns er gott dæmi um hið nána . samband milli bandarísku stúdentasam- takanna, alþjóðlegrar stúdenta- pólitískur og kalda stríðsins. Hann er raunveruleg fram- kvæmd á slagorði sem lesa má á vegg í gömlu bækistöðvum NSA í Fíladelfíu: „Stúdentaleiðtogar í dag eru þjóðarleiðtogar á morgun“ .... svör, að launin væm nú viðun- anleg. Ekkert annað um þau mál. I gær, 7. marz, birtist í dag- blöðunum yfirlýsing vegna stöðvunar þáttarins Þjóðlífs 2. marz, undirrituð af læknunum 5, þeim Árna Björrtssyni, Frosta Sigurjónssyni, Helga Þ. Valdi- marssyni, Snorra P. Snorra- syní og Sverri Bergmann ásamt stjórnarráðsfulltrúanum, Gunn- laugi Þórðarsyni. Vil ég nú með leyfi hæstv. forséta lesa stutta kafla úr þessari yfirlýsingu til skýring- ar málstað læknanna, sem múl- bpndnir vom, svo og til stuðn- ings máli mínu í heild. Læknar segja álit sitt I þessari yfirlýsingu segir svo m.a. „1 þættinum lýstum við á hlutlausan hátt því á- standi, sem nú ríkir í heilbrigð- ismálum þjóðarinnar. Hvaða hættum það býður heim, hversu áríðandi er, að úr verði bætt tafarlaust og með hverj- um hætti þáð skuli gert, Við teljum okkur hafa nokkra raunsanna þekkingu á þessum málum, og ef staðreyndir þess- ara mála em árásir á þá aðila, sem áður em upp taldir, em heiibrigðismál' þióðarinnar greinilega og því miður í enn alvarlegra ástandi en við höfð- um þó haldið. Við lýstum við- horfurri ungra lækna. Okkur er legið á hálsi fyrir vanrækslu og vanbakklæti gagnvart eigin þjóð. Við lýstum á faglegan hátt og með áróðurslausum rökum þeim raunvemlegu á- stæðum, er til þess liggja, að ijngir læknar fást ekki heim, vilja ekki fara út í héruð o.s. frv’. Hér er ekki um óleýsan- iegt vandamál að ræða og við beritum. á lausn þess, sem byggðist á aðstöðu lækna til að nýta þekkingu sína og fylgi- ast með hinum öm framfömm á sviði læknisfræðinnar. Þetta varðar alla þjóðina og er hvcrki harkaleg gagnrýni né árás. Andsvör yrðu væntanlega fá af hálfu leikmanna, enda óþörf og yrðu af vanþekkingu einni framsett. Við fómm vitan- lega ekki dult með það, að ein- hver hlyti að vera ábyrgur fyr- ir því vandræðaástandi, sem skapazt hefur. Við viljum ekki líta svo á, að þjóðinni sé svo vanstjórnað að enginn sé á- byrgur. Við viljum vekja at' hygli á því, að allir þeir aðilar, sem við erum taldir gagnrýna svo harkalega, hafa haft að- stöðu til þess að koma sjónar- miðum sínum í þessum málum á framfæri á opinbemm vett- vangi, og hafa gert það, og hreint ekki hirt um, þó enginn væri til andsvara af hálfu lækna. Læknar hafa svo sann arlega mátt þola óvægilegar yf- irlýsingar og túlkanir af hálfu þessara aðila og nægir þar nð benda á síðustu fjárlagaræðu fjármálaráðherra. Fullyrðingar misstórra spá- manna Um heilbrigðismál á opinberum vettvangi em orðn ar æði margar og sumar hæpn- ar. Það er vanrækslusynd læknanna að hafa ekki sjálfir fyrir löngu tekið af skarið og sagt frá hlutunum, eins og þeir em, en þegar það gerðist er skrúfað fyrir þá“. Þetta segir í þessari yfirlýs- ingu og — yfirlýsingu þeirra sexmenninganna — og í henni er einnig að vissu marki, farið viðurkenningarorðum um núver- andi heilbrigðismálaráðherra og undir þau ummæli vildi ég taka, þó að ég lesi þau ekki upp héj*. En yfirlýsingunni lýk- ur með þegsum orðum. En þau orð vil ég um leið gera að mínum lokaorðum að þessu sinni. Yfiriýsingunni lýkur þannig: „Við emm ekki þeirrar skoðun- ar, að alger þögn um heilbrigð- ismálin, aðstöðu og viðhorf muni hjálpa ráðamönnum bezt. Miklu fremur mætti ætla, að umræður þeirra, sem gerst þekkja af eigin raun, yrði þeim vopn í baráttunni. Við teljum því, að frestun þáttarins, vegna þess að enginn var til andsvara, sé misskilinn greiái við þá, sem verja átti og heilbrigðismálum þjóðarinnar sízt til gagns.“ S Æ N G D R Endurnýjum gömiu sæng- urnar, eigum dún- og fið- urheld ver og gæsadúns- sængur og kodda aí ýms- um stærðum Dún- og fiðurhreinsun Vatnsstig 3. Sími 18740. (örfá skref frá Laugavegi) Kaupið Minningarkort Slysavarnafélags íslands HÖGNI JÓNSSON Logfræði- og fasteignastofa Skólavörðustíg 16. Simi 13036. heima 17739 m SMURST.ÖÐIN Kópavogshálsi Sími 41991 Opin frá kl. 8—18. A föstudögum kl. 8—20. ☆ ☆ ☆ HEFUR ALLAR algengustu smurolíuteg- undir fyrir diesel- og benzfnvélar. Jón Finnsson hæstaréttarlögmaður Splvhólsgötu 4. (Sambandshúsinu III. hæð) símar 23338 og 12343 Skólavör&ustíg 36 sími 23970. INNHglMTA LÖGFXÆVt'STðOrr Viðgerðir á skinn- og rúskinnsfatnaði. lóð þjónusta. Leðurverkstæði Úlfars Atlasonar. Bröttugötu 3 B Simi 24-6-78. Hamborgarar Franskar kartóflur Bacon og egg Smurt hrauð og snittur SMÁRAKAFFI Laugavegi 178. Sími 34780. Griilsteikfir KJÚKUNGAR SMARAKAFFI Laugavegi 178. Sími 34780. Gerið við bílana ykkar sjálf - Við sköpum aðstöðuna Bílaþjónustan Auðbrek'- 53. Sími 40145. (Cópavogi. SERVIETTU- PRENTUN SÍMl 32-101. TRU'LOFUNAP ' HRINGI Halldór Kristinsson gullsmiður, Óðinsgötu 4 Sími 16979- StMASTÓLL Fallegur - vandaður Húsgagnaverzlun AXELS EYJÓLFSSONAR Skipholti 7 Sim: 10117 Auglýsið í Þjóðviijanum Sængurfatnaður — Hvítur og mislitur — ÆÐARDÚNSSÆNGUR GÆSADÚNSSÆNGUR DRALONSÆNGUR + , SÆNGURVER LÖK . KODDAVER biðim Skólavörðustig 21. Laugavegi 38. Skólavörðustíg 13 Snorrabraut 38. Þýzku kven- og unglingabuxurnar marg eftirspurðu eru komnar. Stærðir 36—44 * Mjög vönduð og falleg vara. BRIDGESTONE' HJÓLBARÐAR Síaukin sala sannar-gæðin. BRI DGESTONE veitir aukið öryggi í akstfi. BRI DGESTONE ávallt fyrirliggiandi. GÓÐ ÞJÓNUSTÁ Verzlun og viðgerðir Gúmmbarðinn h.f. Brautarholti 8 Sími 17-9-84 FRAMLEIÐUM ÁKLÆÐI a allar tegundir bfla. OTUR Hringbraut 12L Sími 10659. VB

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.