Þjóðviljinn - 12.03.1967, Qupperneq 12
Skákmenn ná merkum áfanga
Skáksamhundii og
TR kaupa húsnæ ði
Þann 23. febrúar s.l. festi Xafl-
félag Reykjavíkur kaup á 240
ferm. hæð að Grensásve.gi 26 hér
I borg. Meðeigandi Taflfélagsins
að húsnæðinu er Skáksamband
íslands, sem á V3 hluta. • Ekki
hefur endanlega verið gengið frá
teikningum af innréttingu hæð-
arinnar, en þar 'eru nú tvcir sal-
ir, sem sameina má með lítilli
fyrirhöfn þannig, að úr verði 140
fermetra salur mjög hentugur
fyrir hvers konar skákkeppnir.
rúmgóð herbergi, sem nota má
til skrifstofuhalds og minni
háttar skákæfinga.
Áminnztur samkomusalur mun
Ragnar
Alþýðu-
bandalagið
í Kópavogi
Félagsfundur verður í Fé-
lagsheimlli Kópavogs n.k.
þriðjudagskvöld og hefst kl.
9.
DAGSKRA:
1. Skýrt frá framboði Al-
þýðubandalagsins í Reykja-
neskjördæmi. Gils Guð-
mundsson, alþingismaður
flytur ávarp.
2. Lýðræði í atvinnulífinu.
Ragnar Arnalds alþingis-
maður flýtur erindi.
— STJÓRNIN.
BlaSskák TR:TA
SVART: TA:
Jón Björgvinsson
Þorgeir Steingrímsson.
abcdet gh
4 9 4 •» $
. i
abedefgh
HVÍTT: TR:
Arinbjörn Guðmundsson
Guðjón Jóhannsson
13 Be:3 —
rúma vel öll hin árlegu skák-
mót Taflfélags Reykjavíkur, en
þau eru ágústmót, haustmót, bik-
arkeppni, skákþing Reykjavíkur,
skákkeþpni skólanna á« vegum
Æskulýðsráðs Reykjavíkur og
T.R. og hraðskákkeppni. Einmg
mun salurinn nægilega stór fyrir
skákþing íslands, en á undan-
förnum árum hefur fjöldi þátt-
takenda í skákþingi Reykjavíkur
og skákþingi íslands verið svip-
aður.
Húsnæðiskaup þessi bæta úr
mjög brýnni þörf Taflfélags
Reykjavíkur, sem hefur verið í
hinu mesta húsnæðishraki allt
frá byrjun síðustu heimsstyrj-
aldar. Hinar nýju aðstæður gera
félaginu kleift að endurskipu-
Ieggja alla starfsemi sína og er
það von félagsins,. að það geti
í náinni framtíð séð fyrir hús-
næðisþörfum hinna ýmsu hópa
skákmanna, sem greinast bæði
eftir aldurs- og skákstyrkleika-
flokkum.
Aðdragandi þessa átaks í skák-
málum borgarinnar var sá, að á
sl. sumri ákvað stjóm Taflfélags
Reykjavíkur að vinna að fjár-
öflun til kaupa á húsnæði fyr-
ir starf.semi félagsins, en félag-
ið hefur haft húsnæðiskaup á
stefnuskrá sinni það sem af er
þessari öld eða frá stofnun þess
í október árið 1900. Fjáröflun
féfagsins gekk það vel, að í des-
embermánuði sl. sá stjóm T. R.
fram á, að kleift yrði að festa
kaup á hæð eða húsi fyrir fé-
lagið Dg bauð þá Skáksambandi
Islands að eiga hlut að húsnæð-
iskaupunum. Skáksambandið hef-
ur þörf fyrir um 30 ferm. hús-
næði til starfsemi sinnar, sem í
stómm dráttum er önnur en
starfsemi T. R. og ekki bundin
félagssvæði T. R. öðmm frem-
ur- Má segja, að skáksambandið
hafi þannig hlaupið undir bagga
með Taflfélaginu um leið og það
tryggði sér skrifstofúhúsnæði til
frambúðar.
Andri Heiðberg og Grétar Bergmann í þyrlunni.
Ný varahlutaþjóii'
usta í Kópavogi
Þyrla notuð tit að koma varahlutum út í skip
F5 og Loftleiðir opnuðu í gær:
Sameiginiega wöruaf-
gréiisiu, Flugfrakt
í dag verður opnuð sameig-1 leyti lagt á það áherzlu að
inleg vöruafgreiðsla Flugfé- greiðsla tolla gæti einnig verið
Þessa dagana er að hefjast
varahlutaþjónusta hjá Bílaprýði
hf. að Kársnesbraut 1. Verða
pöntuð tæki og varahlutir frá
Hamos Co. í New York og má
búast við að innflutningur vara-
hlutanna taki skemmri tima en
hingað til hefur verið hægt að
bjóða upp á þegar þeir hafa
verið keyptir frá umboðunum-
Eigandi Bílaprý'ði er Grétar
Bergmann og hefur hann fengið
til samstarfs við sig Andra ö.
Heiðberg, vélsmíðameistara, kaf-
Sýning á Marat/Sade
fyrir verklýðsfélög
Næstkomandi ' miðvikudags-
kvöld verður haldin sýning í
Þjóðleikhúsinu á Marat/Sade
fyrir félaga innan vébanda verk-
lýðsfélaganna í Reykjavík. —
Nánar auglýst í blaðinú eftir
helgina.
Almennur umræðufundúr SHÍ
um fjármuluspillingu
Annað kvöld. mánudag, verð-
ur haldinn almennur umræðu-
Flytur erindi um
íslenzka kven-
búninga
N.k. þriðjudagskvöld flytur
frú Elsa E. Guðjónsson magist-
er síðara erindi sitt á vegum
Stúdentafélags Háskólans, og
fjallar það um íslenzka kven-
búninga. í fyrra erindi sínu,
sem var mjög fjölsótt, talaði
frú Elsa um fornan vefnað og
útsaum. — Erindið verður flutt
í 1. kennslustofu Háskólans og
hefst kl. 20.30. — Öllum er
heimill aðgangur.
Merkjasala barna-
heimilissjóðs
Hafnarfjarðar
í dag, 12.- marz, er fjáröflun-
ardagur barnaheimilissjóðs Hafn-
arfjarðar. Á vegum sjóðsins er
rekið sumardvalarheimili fyrir
hafnfirzk börn sem er Glaum-
bær í landi Óttarsstaða. Þar
hafa dvalizt á hverju sumri
milli 50—70 börn á aldrinum
6 til 8 ára. Að barnaheimilis-
sjóði standa Barnavinafél. Hafn-
arfjarðar, Hafnarfjarðardeild
RKÍ, Kvenfélagið Hringurinn í
Hafnarfirði og BarnaVerndar-
nefnd Hafnarfjarðar. f dag verða
seld mejki til ágóða fyrir sjóð-
inn og era Hafnfirðingar beðn-
ir að bregðast vel við og karrpa
merki.
fundui á vegum Stúdentafélags
Háskóía íslands á Hótel Borg
og hefst fundurinn kl. 20.30.
Fundarefni: Fjármálaspilling,
félagsleg upplausn og réttVísin
á íslandi. •
■Frummælendur á fundinum
verða: Einar Ágústsson, banka-
stjóri, Sigurjón Björnsson, sáb
fræðingur og Haraldur Henrýs-
son, dómarafulltrúi.
Að loknum framsöguræðum
verða almennar umræður. Öll-
um er heimill aðgangur.
Góukaffi SVFÍ á
Hótel Sögu
1 dag sunnudag 12. þ.m. verð-
ur hið árlega og velkynnta Góu-
kaffi Kvennadeildar Slysavama-
félags Islands í Reykjavík i
Súlnasal Hótel Sögu og hefst
klukkan hálf þrjú s.d.
Hlaöþorð með kræsingum
miklum, kökym og smurðu
brauði verður á boðstólum, að
venju. Nú verður sú nýbreytni
tekin upp að ýmsir skemmti-
kraftar koma fram meðan setið
er undir borðum. Tvöfaldur
kvartett syngur, Karl Einarsson
skemmtir með gamanþætti dfe
þrír ungir piltar úr Kópavogi
syngja og leika á hljóðfæri.
Allur ágóði af kaffisölunni
renpur nú sem fyrr til hinnar
margháttuðu starfsemi Slysa-
varnafélgs Islands og treysta
konurnar nú sem endranær á
góðar undirtektir borgarbúa um
leið og þær þakka þeirra ágæba
stuðning á liðnum árum.
ara og flugmann með meiru,
sem mun fara á þyrlu, sem hann
keypti í haust, til skipa á hafi
úti og jafnvel aðstoða við ísetn-
ingu varahluta ef þess er óskað.
Þeir félagár kölluðu blaða-
menn á sinn fund nýlega og
sögðu frá fyrirhuguðu samstarfi
sínu. Til að byrja með verður
annaðhv. hringt út til Hamos Co.
eða sent skeyti þegar panta þarf
varahluti í bíla, skip o.fl. en þeir
hyggjast fá lánaðan telex hjá
Loftleiðum þár til Landsíminn
kemur með telex sem verður á
næstunni. Telex er mikið notað
ur af fyrirtækjum erlendis og er
hér um síma að ræða en ekki er
talað í hann heldur vélritað.
Hamos Co. í N. Y. afgreiðir
varahlutina á 24-48 klukku-
stundum frá því að skeyti eða
símahringing kemur til þeirra.
Má gera ráð fyrir að útvegs-
menn taki þessari þjónustu feg-
ins hendi því að oft. kemur það
fyrir að bátar þurfa að liggja
bundnir í lengri eða skemmri
tíma vegna þess að varahluti
vantar.
Umræðufundur
um heilbrigðismál
Stúdentafélag Háskólans og
Stúdentafélag Reykjavíkur efna
til almenns umræðufundar n.k.
fimmtudag kl. 20,15 í Sigtúni.
Umræðuefnið verður heilbrigðis
mál — stjórnsýsla, framkvæmd-
ir og þróun Framsögumenn
verða Árni Björnsson, læknir,
Ásmundur Brekkan, læknir og
Jóhann Hafstein. heilbrigðis-
málaráðherra.
Að framsöguræðum loknum
verð^ almennar umræður og er
öllum heimill aðgangur að fund-
inum.
Sunnudagur 12. marz 1967 — 32. árgangur —' 60. tölublað.
lags íslands og Loftleiða, a
vörum sem flugvélar . félag-
anna flytja til landsins og
nefnist hún Flugfrakt. Verð-
ur afgreiðslan í húsinu á
horni Sölvhólsgötu og Ingólfs-
strætis, þar sem Grænmetis-
verzlun ríkisins var áður.
Með tilkomu nýju vöruaf-
greiðslunnar stórbatnar að-
staða viðskiptamanna félag-
anna og um leið kemur til
framkvæmda auglýst lækkun
flutningsgjalds í tollverði
vöru sem flutt er með flug-
vélum og nemur lækkunin
50% frá raunverulegu flutn-
ingsgjaldi
Aðdragandi þessara fram-
kvæmda er sá að í fyrra kom
tollgæzlustjóri. Ólafur Jónsson
f.h. tollstjóra, að máli við bæði
flugfélögin vegna þess að hann
taldi að tollgæzlan hefði ekki
lengur aðstöðu til að afgreiða
erlenda flugfrakt og kæmi þar
hvort tveggja til, húsnæðipskort-
ur og mannfæð. að ógleymdu
því að magn þessara flutninga
væri nú sívaxandi.
í þessum viðræðum kom í
ljós að tollgæzlan hafði ráð á
húsnæði sem henta þótti fyrir
eina sameiginlega afgreiðslu fé-
laganna og varð það úr að bæði
flugfélögin tóku það á leigu.
Hafa Einar Helgason af hálfu
FÍ og Ólafur P. Erlendsson af
hálfu Loftleiða undirbúið málið
og var samið um að félögin
hefðu sérstakt húsnæði fyrir
eigið skrifstofufólk, en að vöru-
afgreiðslumenn yrðu ráðnir sam-
eiginlega,
Húsnæði þetta er á tveimur
hæðum. Er það mjög rúmgott
og hentugt í alla staði. Á fyrstu
hæð verða skrifstofur starfs-
manna félaganna, skrifstofa
snyrtiherb. og rúmgóð geymsla
fyrir. minni vörusendingar. Þar
verður einnig veitt móttaka öll-
um þeim vörum, er koma er-
lendis frá með flugvélum. Á
jarðhæð eru um 440 fermetra
vörugeymslur. — Á húsnæðinu
hafa undanfarið verið gerðar
gagngerar breytingar sem skipu-
Iagðar voru af Skúla Norðdahl
arkitekt.
Flugfélögin s hafa fyrir sitt
innt af hendi í húsnæði þessu
og er það nú til athugunar hjá
tollayfirvöldunum.
Undanfarin ár hafa flugfélög-
in óskað þess að heimild sú sem
er i tollskrárlögum um lækk-
un flutningsgjalds með flugvél-
um í tollverði vöru yrði not-
uð og hefur fjármálaráðuneytið
nú ákveðið að nota þessa heim-
ild og var af þess hálfu birt
um það auglýsing hinn 27. febr.
síðastliðinn.
i
Svetlana
5
Sfalín er
í Sviss
i
i
GENF 11/3. Dóttir Jósefs |
Stalíns, Svetlana, kom í i
morgun til Genf með einka- j
flugvél frá Rómaborg. Er j
það haft eftir heimildum ■
sem taldar eru áreiðanleg- i
ar að hún muni fá hæli !
sem pólitískur flóttamaður j
í Sviss.
Svo rnikið er vitaö, að ■
dómsmálaráðuneytið í Sviss :
hefur staðfest, að Svetlana j
Stalín hafi fengið dvalar- j
leyfi í Iandinu „til bráða- ■
birgða.“
Talið er að Bandaríkja- :
menn, sem komu Svetlönu j
frá Indlandi eru taldir hafa j
beitt sér fyrir því að hún j
settist að í Sviss þar eð i
þeir óttast að það kunni að i
spilla sambúð Sovétrikj- j
anna og Bandaríkjanna ef ■
hún færi vestur um haf, ■
eins og fyrst var ætlað.
Skákþing Kópavogs
Taflfél. Kópavogs var stofnað
á sl. hausti og hafa farið fram
reglulegar æfingar á mánudags-
kvöldum í vetur. Nú er ætlunin
að-efna til Skákþings Kópavogs
á sunnudaginn í Gagnfræðaskól-
anum og hefst skákin kl. tvöum
daginn. Tefldar verða tvær um-
ferðir.
UTSALA
O
karlmannaskóm
Geysifjölbreytt úrval
Verð frá kr. 398
SKÓBÚf) AUSTURBÆJAR
Laugavegi 100. >