Þjóðviljinn - 26.05.1967, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.05.1967, Blaðsíða 6
g SÍDA — ÞJÖÐVrLJTNN — Föstudagur 2«. maí 1961. Vona að viðskipti Tékkóslóvakíu og fslands eigi enn eftir að aukast — segir Viktor Horánek, forstöðumaður tékkóslóvakísku vörusýningarinnar Stærsta deildin á vöru- sýningunni miklu í Laug- ardalshöllirini er sýningar- deild Tékkóslóvakíu og sú deildin jafnframt sem býð- ur upp á mesta fjölbreytni í vamingi og vörum. Tékkneskir útflytjendur leggja bersýnilega mikla áherzlu á kynningu varn- ings síns í viðskiptalönd- unum um heim allan, eins og reyndar kom fram í stuttu viðtali sem frétta- maður Þjóðviljans átti við Viktor Horánek, sem veitir sýningu Tékkóslóvakíu hér í Laugardalnum forstöðu, og Milan Hlinomaz blaða- fulltrúa. Þeir sögðu með- al annars að Tékkóslóvak- ar mjmdu árlega taka þátt í. að meira eða minna leyti um 200 vörusýning- um víðsvegar um heim, þar af væru þeir að jafn- aði með meiriháttar sýn- ingardeildir á um það bil 40 alþjóðlegum kaupstefn- um og vörusýningum á ári hverju.- Annars vildu þeir félagax helzt ræða um ' möguleika á auknum viðskiptum íslendinga og TékkósQóvakíu í náinni fram- tiö og kváðust- vona að vöru- sýningin í Laugardalshöllinni stuðlaði að vexti viðskiptanna báðum l>jóðum til hagsbóta. Viktor Horánek starfar í viðskiptamálaráðuneyti Tékkó- slóvakiu. Hann hefur áðurkom- /ið nokkrum sinnum til íslands, en Milan tilinomaz er hér nú í f.yrsta skipti. Viktor kom hing- að m.a. þegar Tékkar höfðu deildir á vörusýningum Kaup- stefnunnar í Reykjavák fyrir 12 og 10 árum, og fyrir tveim eða þremur árum var hann hér á ferðinni, þegar unnið var að gerð rammasamnings um við- skipti Islands og Tékkóslóvakíu. Um viðskipti Tékkóslóvakíu og Islands hafði Viktor Horán- ek þetta að segja m.a.: Viðskipti Islands og Tékkó- slóvakíu eiga sér alllanga sögu. Árið 1924 gerðu löndin með sér fyrsta verzlunarsamninginn. Eft- ir styrjöldina varð Island einna fyrst landa til þess að endur- nýja verzilun við Tékkóslóvakíu. Allar samningagerðir hafa far- ið fram í anda vináttu og skiln- ings af beggja hállfu. Árið 1966 var í Bmo undirritaður verzl- unar- og greiðslusamningur til langs tíma. Skyldi hann vera í gildi frá 1966 til 1970, og skyldu viðskipti samkvæmt honum fara fram á grundvelli jatfnrétt- is og gagnkvæmra hagsmuna og án atllrar mismununar annars aðiljans af hálfu hins. Þetta meginsjónarmið hefur að vísu verið f gilldi al'lt frá upphai'i, en árið 1966 var þvi fengin staðfesting í samningsgerð. Við- skiptaskilyrðum er af begg.ia hálfu hagað. fyllilega við hæfi, og hlýtur frekari þróun á þessu sviði að vera komin undir þeim skilmálum, er bjóðast af hálfu aðilja, hvors um siig. Vöruverð og greiftsluskilmálar, afgreiðslu- tími, úrval og gæði vöru, eru nú. þau atriði, sem einkum munu ráða því, hversu víðtæk þessi vöruskipti geta orðið. Þess- um hlutum hlýtur einnig aft verða sérstaikur gaumur gefinn, þegar um er að ræða afnám jafnyirðisviðskipta vor á með- ' ail og upptöku greiðslna í frjáls- um gjaldeyri, svo og breytingu þá, sem nú er smám saman verið aft gera á stióm utan- ríkisverzlunar Tékkóslóvakíu. Ték'knesk fyrirtæki munu eins og hin fslenzku því aðeins verða fær um aö reka verzlun með góðum árangri, að þau reynist samkeppnishaef. Þetta virðist sjálfsagður hlutur. Áður fyrr leiddi jafnkeypiskerfið til ýmis- konar vandamála um vöruverð, en úr þeim vandamálum mun verða leyst á næstu tíð. Fyrirtækjum í Tékkóslóvak- íu er það raunverulegt áhuga- mál að auka verzlun við Is- land. Sala vöru á ísllenzkum markaði er að sjálfsögðu háð þeim skilyrðum, sem þar eiga sér stað. Má búast við því, aft tékkneskum fyrirtækjum muni takast, er frá h'ður, að auka útflutning sinn hingað, þó- að nokkur lækkun viðskipta hafi orðið nú um sinn. Á sama hátt eru ríkjandi á markaði Tékkó- slóvakíu sérstök skilyrði, sem íslenzkir útflytjendur verða að táka til greina, ef þeim á að vegna vel í samkeppninnd, en þar kemur einkum til greina keppni við önnur Norður- lönd um útflutning á fiski og fiskafurðum, þvi að lönd þessi hafa að jafnaði fyrr greinda vöru frammi á tékkóslóvakísk- um markaði við aðigengiíegum skilmálum sölu bg afgreiðslu. Téfekóslóvakískum fyrirtæik.i- um er ánægja að fá þetta tæki- færi til að taika þátt í sjáif- stæðum vörusýningum nokk- urra sósíalistískra landa hér í Reykjavfk í því slkyni að sanna áhuga sinn á íslenzkum vöru- markaði og kynna íslenzkum kaupsýslumönnum og öllum al- menningi enn betur en orðið er ýmsa framleiðslu Téklkóslóv- afefu. Tifl. glöggvunar sku'lu hér nefndar tölur um gagnikvæm vöruskipti landanna á árunum 1963 — 1966 (verð í miljónum ísl. króna, talið frftt til landa- mæra söluríkisins): Kristal-vörumar tékknesku eru víðfrægar. 1963 1964 1965 1966 Utflutningur Tékkóslóvakáu . „.. .... 94,5 112,7 111,4 92.5 Innflutningur Tékkóslóvakíu 4... .... 84,4 120,2 125,2 77,0 Velta .... 178,9 232,9 236,6 169,5 Viðskiptajafnvægi .... 10,1 -i-7,5 -í-13,8 . 15,5 Vöruiteguhdir þær, sem um fiskfiök og sild. Tékkóslóvakía selur Islandi, eru Mér er ánægja að lýsa yfir t)r sýningardeild Tékkóslóvakíu í Lgugardalshöllinni. aðallega þessar: farþegabifreið- ir, skrifstctfuvéllar, saumavélar, steypustyrktarjám, postulíns- og glermunir, trjávara, vefnað- arvara, sikófatnaftur einfeum úr togleftri, malt og sykur. Af ís- landi kaupir Tékkóslóvakía ein- göngu fisk og fiskafurðir, eink- þeirri sannfæringu minni, að, þrátt fyrir nokkrar bráðabirgða- sveiflur muni yiðskipti land-. anna eiga eftir að aukast til muna og verða til þess að efla eigi aðeins efnahagstengsl þeirra, heldur einnig hefðfesta vináttu þjóðanna, er þau byggja. Sérfræðingur Alþjóðabankam í óætlunargerð væntan/egur Mr. Albert Woterston, aðai- scrfræðingur Alþjóðabankans f áætlunargerð, er væntanlegur hlngað til lands á vegum Efna- hagsstofnunarinnar á sunnu- dag. Mun hann halda fyrir- lestur um áætlunargerð í Há- skóla Islands, þriðjudaginn 30. maí kl. 17.15 I boði víðskipta- deildar Háskólans og Hagfræð- ingafélags Islands. Þá mun Efnahagsstofnunin efna til tveggja stuttra ráðstefna með þátttöku Mr. Waterston. Mun önnur þeirra, er haildin verður föstudaginn 2. júni, fjafla, um áætlunargerð á sviði opinberra framkvæmda. I þeiri’i ráðstefnu munu taka þátt full- trúár þeirra ráðuneyta og stofn- ana, sem um opinberar fram- kvæmdir fjalla. Hin ráðstefnan verður haildin þriðjudaginn 6. júni, og mun hún fjalla um á- ætlunargerð á sviðd atvinnuyeg- anna. Tii hennar hefur venð boðið fulltrúum frá opihberum stofnunum, sem um málefni at- vinnuveganna fjailla. Þá er einnig ætlunin, eft Mr. Water- son sitji fiund, er Samband ísl. sveitarfélaiga efnir til miðviku- daginn 7. júní, þar sem rædd verður ásetlunargerð sveitarié- laga. Þann sama dag mun Mr. Watersfon einnig koma á fund Haigráðs og ræfta um ýms vandamáil áastlunargerðar. Mr. Albert Waterstcm hefur starfað við Alþjððabankann í Washington, D. C., um tuttugu ára skeáð. Hann er Bandaríkja- maður, hagfræðingur að mennt- un. Á undanförnum árum hefur hann verið ráðunautur bankans vai-ðandi áætlunargerð. 1 því samlbandi hefur hann heimsótt Framhald á 9. síðu. Hcvikmynclir KVIKM YNDAHÁ TlÐIN í MOSKVU Moskvu, 19/5 1967. Fimmta Alþjóðakvikmynda- hátíðin í Moskvu verður haldin dagana 5.-20. júlí. Setningarat- höfnin fer fram í þinghöllinni 1 Kreml miðvikudaginn 5. júlí. TÖI-f fyrstu dagana verfta sýnd- ar þær myndir, sem eru í keppninni. Langar myndirverða sýndar í þinglhöllinni 2svar hvern dag, klukkan 2.30 og 7.30. Stuttar myndir verða sýnd- ar í Dcm Kino, en sýning bamamynda fer fram í Æsku- lýðshöllinni á Lem'nhæðum. Tuttugu og fjórar myndir verða í aðalkeppninni, en utan keppn- innar sýndar aðrar kvikmynd- ir, sem sendar verða á hátíð- ina- Blaftamannafundir verða haldn- ir daglega meðan keppnin stendur yfir, pg verftur rætt um þær myndir, sem sýndar hafa verið daginn áður. Fimmtudaginn 6. júlí hefst sýning á kvikmyndaflokki /sem nefnist „50 ár í sovézkri kvik- myndalist", og í tíu daga verða sýndar beztu sovézkar kvik- myndir, sem gerðar hafa verið sl. 50 ár. Má nefn; myndirnar Orustuskipið Potjomkin (1925, Eisenstein), Móðirin (1926, V. Pudovkin), Október (1927, V. enstein), Bernska Maxims (1934, Kozintsev og Trauberg). Bamakvikmyndir verða sýnd- ar í Æskulýðshöllinni og þar munu einnig fara fram um- ræður um vandamál tengd kvikmyndum fyrir börn. , 1 dómnefnd á kvikmyndahá- tíðinni verða þekktir kvik- myndastjórar, framleiðendur og leikarar frá ýmsum löndum. Formaftur dómnefpdar er sov- ézki kvikmyndastjórinn Sergei Jútkevitsj. Sergei Jútkevilsj fæddist árið 1904. Hann er þjóðllista- maður Sovétríkjann'a, doktor í listum, prófessor við Kvik- myndahásikóla ríkisins og höf- undur fjölmargra bóka um kvikmyndalist. Hann hefur átt sæti í dómnefnd á mörgum al- þjóðlegum kvikmypdahátíðum. Meðal mynda hans má nefna „Sigurvegaramir" og „3. Mesj- hanskaja stræti", sem hann gerði í s^mvinnu með A. Romm, Árið 1929 gerði hann myndina Svört segl, Gullnar hæðir (1931), Jakov Sverdlov (1940), Nýju ævintýri Sweiks (1934), Halló Moskva (1945), Othello (1955) og síðustu mynd hans Lenin í Pól- landi er verið að sýna um þessar mundir, og hann fékk m. a. verðlaun á Kvikmyndahá- tíðinni í Cannes árið 1966- 1 dómnefnd á einnig sæti sovézki leikstjórinn Kozinte- ev, þjóðlistamaður Sovétrikj- anna. Meðal mynda hans má nefna Hamlet (1964), sem hlotið hefur mörg alþjóðleg verðlaun. Kvikmyndaleikstjórinn Roman Karmen, þekktasti heimildar- kvikmyndari Sovétríkjanna, á sæti í dómnefnd heimildarkvik- mynda. Hann gerði meðal ann- ars mynd um réttarhöldin í Numberg, um Vx'etnam og mynd sem nefnist Morgunn Ind- lands. Karmen kvikmyndaði á vígstöðvunum 1941-1945. Arið 1959 hlaut hann Lenínverðlaun fyrir myndirnar Sögur af olíu- mönnunum við Kaspíahaf og Sigurvegarar heimsins. Hann er þjóðlistamaður Sovótríkjanna. 34 lönd hafa þegar tilkynnt þátttöku sína í Alþjóðakvik- myndahátiðinni. Frá Póllandi er von á Ieikstjóranum Jerzy Kowalerowicz, leifckonunni B. Tyszkewicz, og í dómnefnd verður pólska leikkonan Lucina Winnicka. Frá Frakklandi kem- ur Jean-Luc Godard, sem hef- ur hug á að sýna mynd sx'na „Made in USA“ í Moskvu, Claude Lelouch o. fl. Frá Ítalíu er von á Giuseppe de Santis, Carlo Lizzani, Claudia Cardin- ale, Raf Vallone o. fl. Frá Eng- landi er búizt við Alec Guinn- ess. Farið verður daglega í kynn- ingar- og skemmtiferðir með gesti á kvikmyndahátíð'inni. Forn minnismerki verða skoftuð, vopnasafnið í Kreml, hið heims- fræga Tretjakovskí-Iistasafn, Púsjkín-safnið, sumarhús Leo Tölstojs, sumarbúðir fyrir böm Dg unglinga í nágrenni Moskvu og ennfremur verður Mosfilm- kvikmyndaverið, sem er eitt hið stærsta í heimi skoðað. 15. júlí verður hinn hefftbundni • 10. kvikmyndadagur haldinn hátíð- legur í Gorkígarðinum. Þar mun koma fram sovézkt óg er- lent kvikmyndafólk. Hátíðinni lýkur fimmtudaginn 20. júli með athöfn í þinghöll- inni í Kreml. Að henni loki-nni mun gestum gefinn kostur á að ferðast til Tblísí í Grúsíu, Kíev, Minsk, Volgograd og Sotsjí við Svartahaf. Gnðrún Kristjánsd,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.