Þjóðviljinn - 26.05.1967, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 26.05.1967, Blaðsíða 5
Föstudagur 26. maí 1967 — ÞJÓÐVTLJINN — SÍÐA g Jafntefíi, 3:3, milli Skota og Suð- Vesturlands-úrvals ■ Þriðja og síðasta leik Hearts að þessu sinni lauk með jafntefli, 3:3, við úrval af Suðvestur- landi. Þessi úrslit gáfu ekki rétta' mynd af leikn- um og kunnáttu liðanna, sem við áttust, en það er eins og svo oft í knattspyrnu að annað liðið er óheppið en hitt heppið og í þetta sinn var það íslenzka liðið sem var heppið en það skozka ó- heppið. Hitt var svo aftur á móti skemmtilegt að sjá baráttuvilja úrvalsins, og töluverðan kraft, og sa'tt að segja gerir þessi leikur og fraimmistaða liðsins menn bjartsýnni með leikinn við Spán nú á næstunni. Þegar í upphafi mátti sjá að í liði þessu var mun meiri baráttuvilji en í hinum tveim liðum sem léku fyrr við þessa skozku gesti, og það köm fram þegár að tilraunir voru gerðar til að leika saman, þótt oft væru þær heldur veikt-ullegar og lítt hugsaðar. . Gekk á ýmsu fyrstu mínúturnar, en á 9. mínútu gerði úrvalið áhlaup fram miðjan .völlinn og fékk Ingvar knöttinn síðast, nokkuð fyrir utan vítateig, og skaut þaðan á markið. Markmaður- inn var kominn nokkuð útí teginn á móti knettinum, en tekur þá uppá því að kasta sér á knöttinn sem var rétt hjá honum og rennur knötturinn undir hann og heldur rólega áfram í mannlaust markið. Þetta mark átti markmaður Skota að verja." Þetta örvar úrva-lið, og litlu síðar er Ingvar enn kominn hættulega nærri marki Skota svolítið til hliðar, en skotið ---------------------------------- Sveinameist- aramótið hóð 1. gúní n. k. Sveinameistaramót Reykja- víkur í frjálsíþróttum fer fram á Melavellinum fimmtudaginn 1. júní. Keppt verður í eftir- farandi greinum: 60 m H., 300 m hl., 600 in. hl., hástökki, langstökki, stang- árstökki, kúluvarpi, kringlu- kasti, sleggjukasti, 4x100 m boðHaupi. Þátttaka er heimil ölllumpilt- um, fæddum árið 1951 og síðar. Þátttakendur m-seti til sk-ráning- ar klukkan 7 keppnisdaginn. — FlRR. fer í vamarmann og þaðan í horn. Á 18. mínútu fær úrval- ið innvarp og kastar Jóhannes Atlason langt fram til Elmars s-em einleikur upp að enda- mörkum og kemst þar innfyrir bakvörðinn. Markið er þar að mestu lokað, og virðist sem Elmar ætli að gefa fyrir, .en hvað skeður: Knötturinn fer bak við markmann og í þetta hálflokaða mark, vel gert ef það hefur verið meiningin, 2:0, óvænt fyrir Suð-Vesturland. Á þessu tímabili höfðu Skot- ar gert mörg áhlaup og sum lagleg, með miklum yfirburð- um i knatttaekni og leik, en þeim tókst samt ekki að skapa sér gullin tækifæri sem ógnuðu marki Islendinganna. Á 35. mín skorar Hermann mjög laglega, en markið er dæmt af vegna þess að Elmar var af seinn að gera sig rétt- stæðan, og hafði þó nægan tíma til þess, en hann var rangstæður, þegar Hermann skoraði. Fimm mfn- síðar er Hermann í góðu færi, en vandar sig ekki nóg og fór skotið í mark- mann, að vísu fékk Hermann knöttinn aftur en var þá of lengi að athafna sig og missti knöttinn. Skotar sækja hvað eftir ann- að, en allt strandar á vörn úr- valsins, en á 41. min. ætlar Jóhannes að hreinsa frá mark- inu en spyman mistekst og fer til mótherjans Ford sem notar sér tækifærið og skorar og þannig endaði fyrri hálf- leikur, 2:1 fyrir úrvalið. Gáfu heldur eftir í síðari hálfleik. Fyrstu 30 m-ínútur síðari hálfleiks voru Skotar yfirleitt meira í sókn þótt þeim tækist ekki að skapa sér hin gullnu tækifæri við markið; þeir skutu hvað eftir annað, en það sem ekki fór framhjá varði Guð- mundur í markinu með mikilli prýði, auk þess sem .hin sterka, aftasta vöm hindraði margt áhlaupið þegar uppað vítateign- um kom. Var oft sem manni fyndist að jöfnunarmark Skot- anna væri á „næstu grösum“, því að oft skall hurð nærri hælum. Á 30. mínútu bjargar Sigurður Albertsson á línu ef-tir að Guðmundur hafði hlaupið út, í eina skiptið í leiknum, og bjargaði naumlega í hom. Á næstu mínútu jafna Skotar eftir mjög fallegt og vel skipulagt áhlaup, þar sem Fraynor skor- ar með fallegu skoti sem ó- verjandi var fyrir Guðmund. Enn sækja Skotar og vilja að sjálfsög-ðu taka forustuna, og á 35. mínútu skallar annar inn- herjinn laglega í mark, 3:2. Enn helzt baráttan, og er stundum nokkur harka í leiknum, og sækja Skotar sem fastast, en úrvalið á allt af inní milli á- hlaup, án þess þó að vera ógnandi. Skotar eiga góðan s-kalla í þverslá, og skot fram- hjá. Á 43. mín. dæmir Magnús Pétursson vítaspymu á Skota, sem úr áhorfendastúku var erfitt að átta sig á, hvernig var til kominn, og skoraði Högni örugglega, 3:3- Eftir leikinn gaf Magnús þá skýr- ingu að Birni Lárussyni hefði verið. haldið og brugðið um leið, og fyrir það er aðeins víti, sagði Magnús. Og þannig laul: þessari viðureign, sem var nokkur upplyfting fyrir hina á- ' hugasömu áhorfendur, þrátt fyrir ailt. Gestirnir betra liðið. Því verður ekki neitað að gestirnir voru mjög áberandi betra liðið í þessum leik, og kemur þar -til allt það er lýtur að leikni knattspymunnar, hvort sem er að ræða knatt- meðferð eða staðsetningar þegar þeir eru ekki með knöttinn. Hraði þeirra var og mun meiri, og öryggi í spyrnum. Með skálla voru þeir mörgum flokk- um betri, munurinn í sköllum þeirra og okkar manna er sá að þeir skalla en íslenzkir knattspyrnumenn yfirleitt stanga knöttinn, en á því er mikill munur. Þessi úrslit segja því ekki rétt til um getu liðanna, eins og fyrr segir, og er nauðsynlegt fyrir okk-ar menn að hafa það í huga þegar þeir velta fyrir sér úrslitunum. Beztu menn Skotanna voru Miller, Fraynor, Holt og Fprd, annars eru þeir nokkuð jafnir, <*>- nema hvað markmaðurinn virtist heldur óöruggur. Islenzka liðið barðist. Það má segja íslenzka lið- inu til hróss að það barðist allan tímann og fékk þar með truflað leik gestanna og brot- ið niður, áður en 'þeim tækist að skapa sér tækifærin. Kom þar til sterk a-ftasta vörn með Guðmund í markinu sem bezta mann, og svo Árna Njálsson og Sigurð Albertsson sem bezta hinna fjögurra öftustu, en Högni og Jóhannes sluppu, þol- anlega. Magnús Torfason var nokkuð misjafn, og virðist ekki enn kominn í fulla þjálfun, en hann var annar tengiliðurinn milli framlínu og varnar. Hinn var Eyleifur sem einnig var misjafn, og er enn ekki kom- inn í þjálfun, og kom það bezt fram í þeirri hörku sem hann sýndi í leiknum og það svo að hann fékk „bókun“. En hann vann mikið, en sendingar hans voru ónákrvæmar, og notaðist því ekki nógu vel sem „tengi- liður.“ í framlínunni var Ingvar sá sem ógnaði Skotum mest með ákafa»sínum og aðgangssemi, og Hermann gerði ýmislegt laglega, en hann lék að þessu sinni . innherja, eða kannski réttara sagt annan miðherja. Elmar sýndi mun meiri tilþrif en í leiknum móti Keflavík, og var oft friskur, en þessi frísk- lei-ki mundi notast mun betur, ef hann réði betur við knött- inn, en hann missti hann tíð- úfn, þégar mikið lá við. Björn Lárusson, útherjinn hægra megin. var oft hart leikinn af mótherjunum, og sluppu þeir heldur vel í þeim samskiptum, hefði mátt dæma meira á það, Björn gerði sitthvað laglega. Midað við þann efnivið, sem lands-liðsnefnd á úr að velja, má segja að þ-etta'lið hafi ekki fallið sem verst saman. Hins- vegar er ekki ótrúlegt að úr- valið sé það mikið að hægt væri að setja saman lið sem hefði alveg eins mikla mögu- leika og þetta lið, því að sann- leikurinn er sá, að við eigum stóran hóp a-f réttum meðal-. mönnum en örfáa sem hægt ér ag segja að séu nokkuð veru- lega þar yfir. Það er því ekki líklegt að á þessu liði verði miikil breyting í leiknum við Spán, þó það komi að sjálfsögðu til greina á 3—4 stöðum. Dómari var Magnús Péturs- son og slapp sæmilega. Af hverju sækja áhorfenflur ekki leikina betur? Það hefur vakið mikla at- hygli forustumanna knatt- spyrnunnar hve illa þessir leikir hafa verið sóttir. Hér er þó um að ræða á-gætt og mjög vel þekkt skozkt lið, sem sýndi í öllum leikjunum góð tilþrif og góða knattspyrnu. Frá sjón- armiði forustum. knattspyrn- unar er þetta alvarlegt. í þessu sambandi vakna margar spurn- ingar: Er það hið kalda vor sem heldur áhorfendum frá? (Mánudagskvöldið hefði þó ekki átt að hræða). Dregur sjónvarpið svona frá, en alla þessa daga voru sjónvarps- kvölld? Er fólkið óánægt með frammistöðu ókkar manna og forðast að sjá þá í leik við góð lið? Eru áhorfendur famir að spara við sig vegna 'dýrtíðar- innar og annars í því sam- bandi? Er hér um mikið alvörumál 20. MAÍ-4.JÚNÍ ÍÞRÓTTA- OG SÝNINGARHðLLIN IIVVORUSYNING LAUGARDAL OPIÐ PRÁ KLUKKAN 14-22 ALLA DAGA í DAG opið klukkan 14 til 22. Stórt vöruúrval frá fimm löndum. Vinnuvélar sýndar í gangi. BÍLASÝNING. 16 Fimm kvikmyndasýningar: Kl. 15 17 — 19 — 20. TVÆR FATASÝNINGAR: Kl. 18 og 20.30, með pólskum sýningadömum og herrum. VEITINGASALUR OPINN. KATTPSTFiFNAN pólland tékkóslóvakía 1XV 7; . , SOVÉTRÍKIN UNGVERJALAND iREYKJAVIK1967 þýzka alþýðulýðveldiðI að ræða, ef til þess þyrfti að koma, að félögin hættu að taka hingað heim lið vegna hættu á að tapa á heimsókninni; það væri líka skaði skeður hvað snertir knattspymuna og framgang henriar. En hvað um það, hér er mál á ferðinni sem knattspyrnuforustan verður að taka til meðferðar, rannsaka og leita að réttum svörum. ’Frímánn. (Hvernig væri að auglýsa leikina í dagblöðunum? Ekki hlusta allir á úfcvarp fyrir kl. 7.30 á kvöldin. __ Ég man heldur ekki eftir því fyrr, að leikir erlendra knattspyrnuliða hafi ekki verið auglýstir og hef ég þó fylgzt með knatt- spyrnu og sótt völlinn að stað- aldri sl. 35 ár. — Setjari). I Alveg ný skriftækni Við hugsuðum sean svo: Þar sem kúlupennar eru mest notaðir allra skriffæra í heiminum, er þá ekki hægt að smíða kúlupenna, sem er fallegri í lögun og þægilegri í hendi, nákvæmlega smíðaður — með öðrum orðum hið fullkomna skriffæri. , Svo var hugmyndin undir smásjánni árum saman. — Síðan kom árangurinn. 6-æða blekkúlan, sem tryggir jafna blekgjöf svo lengi sem penninn endist. Og til viðbótar hin demants-harða Wolfram-kúla í umgerð úr ryðfríu stáli. Ekki má þó gleyma blekhylkinu, sem endist til að skrifa »" 10.000 metra langa línu. Að þessu loknu var rannsakað á vísindalegan hátt hvaða penna-lag væri höndinni hentugast. Þá var fundið upp Epoea-lagið. Ennþá hefur ekkert pennalag tekið því frarn. REYNIÐ BALLOGRAF-EPOCA OG ÞÉR HAFIÐ TILEINKAÐ YÐUR ALVEG NÝJA SKRIFTÆKNI. &JMIOGXAJF epoca .Sænsk gæðavara, sem ryður sér til rúms um víða veröld. Umboð: Þ0RÐUR SVEINSSON & CO. HF \

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.