Þjóðviljinn - 26.05.1967, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.05.1967, Blaðsíða 4
4 SÖ*A —ÞiíÓÐViELJENN — Bö&buxiagur 26. mad 1063. 7 OtgeEanii: Sameiningarflóldcur alþýdu -f Sósialistallokfc- urinn. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurðoir Guðmundsson. j’réttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Sigurðux T. Sigurðsson. Framkvstj.; Eiður Bergmann. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skólavðrðust 19. Simi 17500 (5 linur) — Askriftarverð kr. 105,00 á mánuði. — Lausasöluverð fcr. 7.00. Staða Alþýðufíokksins "yarla er von að Alþýðuflokkurinn vilji við það kannast að framtak og forysta í húsnæðismál- um hafi undanfarin ár fyrst og fremst verið í höndum verkalýðshreyfingarinnar, sem með mætti samtaka sinna hefur m.a. knúið fram umbætur i lánamálum íbúðabyggjenda. Skrifað er í Alþýðu- blaðið 1 gær af mikilli vanþekkingu um þau mál eða vísvitandi til blekkingar, þegar því er haldið fram að ríkisstjórn íhaldsins og Alþýðuflokksins hafi haft framtak og forystu í húsnæðismálum. Það er verkalýðshreyfingin sem knúið hefur á með úrbæ'tur í þeim efnum og þurft að beita afli tifað herja út úr ríkisstjórninni nokkrar breyting- ar á húsnæðislánum og framkvæmdir á félags- legum grundvelli, íbúðabyggingar ætlaðar lág- launafólki. Ríkisstjómin má þó eiga heiðurinn af einu frumkvæði í þessum málum. Það var ófrá- víkjanleg krafa ríkisstjómar íhaldsins og Alþýðu- flokksins að þær lagfæringar sem fengust fyrir frumkvæði verkalýðsfélaganna á húsnæðislánum skyldu bundnar því skilyrði að lán húsnæðismála- stjómar yrðu, ein allra lána á landinu, vísitölu- bundin. Þá viðbótarbagga sem íbúðabyggjendur hljóta af þeim sökum mega þeir réttilega þakka „frumkvæði og framtaki“ ráðherra íhaldsins og Al- þýðuflokksins. |jað er fróðlegt að fram skuli koma afstaða Al- þýðuflokksins til þeirrar tillögu þriggja þing- manna Alþýðubandalagsins að menn í verkalýðs- félögum skuli hafa aðgang að nokkru viðbótar- láni til íbúðabygginga úr Atvinnuleysistrygginga- sjóði, sjóði sem verkalýðsfélögin eiga sjálf; reyndar væru eðlilegar cmiklu méiri lánveitingar úr At- vinnuleysistryggingasjóði til íbúðabygginga fólks- ins í verkalýðsfélögunum, og engin mótmæli hafa fram verið flutt gegn tillögunni, enda þótt hún fengist ekki afgreidd á Alþingi. Nú bregður hins vegar svo við að Alþýðublaðið á ekki nógu hæðileg orð um þessa tillögu, sem er tvímælalaust baráttumál verkalýðshreyfingarinnar, og ber sjálf- sagt að skilja það sem túlkun á afstöðu Alþýðu- flokksins. Hvað sem þeirri afstöðu líður mun verkalýðshreyfingin bera fram til sigurs kröf- una um notkun Atvinnuleysistryggingasjóðs beint í þágu fólksins í verkalýðsfélögunum, og sennilega stærri kröfur en fluttar voru í 'frumvarpi Alþýðu- bandalagsþingmanna'nna. J kosningunum í suimar hefur Alþýðuflokkurinn þá eina stöðu að vera sama íhaldshækjan og undanfarin átta ár. Þeir sem kjósa Alþýðuflokkinn eru að kjósa yfir sig framhald íhaldsstjómarinnar sem verið hefur. Bjami Ben. hefur lýst yfir að unn- ið sé leynt og ljóst að undirbúningi á framhald- andi samvinnu íhalds og Alþýðuflokksins. Þeir sem vilja að breytf verði um stjórnarstefnu, að meirihluti myndist á Alþingi sem tekur marx á kröfum verkalýðshreyfingarinnar í húsnæðis- málum sem öðrum análum, geta ekki varið atkvæði sínu betur en kjósa Alþýðubandalagið, kjósa G-listann. — s. Frá og með mánudegmum er „öld kormnganna“ liöin undir lok. Hún stóð i fjóra tungl- mánuði rétta, eða því sem næst og verður ekiki annað ráðið af samræðum við fólk, en að því léttí nokkuð fyrir brjósti aJl- flestu. Shakespeare var að vísu helviti glúrinn og góður kall, en nokkuð stremibinn hvunn- dags. 1 síðustu viku ’gerðist. fát.t eitt markvert á ‘ sjónvarps- skerminum annað en leifclþáttur Matthíasar Johannesens og lát- bragðsleikur þeirra Marcel Mar- ceau og Zizi Jeanmarie. Leik- þáttur Matthíasar var bráð- skemmtilegur framanaf, en und- ir lokin hafði maður á tilfinn- ingunni að leikarar bg höftmd- ur vaaru orðnir hálfþreyttír á sjálfoím sér, einkum þó höfund- urinn. Um látbragðsleikinn he£ ég engin orð. ★ Þáttur Magnúsar Bjamfreðs- sonar um hægri handar umferð á miðvikudaginn var hrein einstefna. Viðmælendur hans höfðu aillir nokkuð gott að segja um hægri umferðina, enda tengdir framkvæmd hennar á einn eða annan hátt, en þó lá fréttamanninum ekki minnst á hjarta sjálfum þar sem hann hélt etundarlangan fyrirlestur um ágæti breytingarinnar frá eigin brjósti og verður það að teljast vafasamt af manni í<s> hans stöðu hjá opinberlega hlutlausu ríkisfyrirtæki. Svissarar virðast hafa mikið gaman a£ að snúa kvikmynda- vélum á alla enda og kanta og framleiða með því skrítnar galdrakúnstir. Ég get ómögulega verið að liggja mönnum á hálsi fyrir þetta saklausa dudd, en fæ heldur ekki séð að árangur- inn eigi nokkurt erindi út fyr- ir landamæri 'þeirra. Á föstudagskvöldið efndi Gunnar G. Sohram til kapp- ræðna um „ferðamannalandið Island“. Þar leiddu saman hesta sína þeir Bjöm Th. Bjömsson og Geir Zoega. Undirrituðum þótti þáttur Bjöms og málstað- ur, en hann er eindregið á móti því að við leggjum neitt sér- staklega að okkur til að hæna hingað ferðamenn, mun betri. Þó skal það tekið fram að ,ég á erfitt með að lita á þetta mál með heiðríkju hlutleysisins. Það er skemmst að segja að allir skemmtiþættir með inn- lendu efni, sem fitjað hefur verið upp á 1 sjónvarpinu hafa mistekizt herfilega. Steindór Hjörleifsson dagskrárstjóri tók einn slíkan upp á sína arma á föstudaginn og verður ekki annað séð en að heldur hafi sigið þar í áttina til þolanlegs gamans. Framtíðin verður svo að skera úr um langlífi þáttar- ins „A rauðu ljósd“. ★ Ég get ekki stillt mig um að minnast á einn erlendu iþátt- anna, „Harðjaxlinn“. Þar er á ferðimni brezb uppsuða á banda- rísku formúlunni um kjama- karlinn sem getur allt nema orðið fullur og setur af sér heilmikið af skemmtilegu kvennafari til þess að drepa útspekúleraða spíóna einhvers skuggaveldis, sem sjaldnast er nefnt á nafn. Þetta er sem sé hundleiðinlegur þáttur. Mætti ég þá heldur biðja um ;,Bragða- refina“ á hverjum mánudegi. Þar eru á ferðinni karlar sem eiga sér bæði líf og lit og erú prýðilega mennskir — og breyskir. Eftir mínum reikningi hafði erlent efni vinninginn yfir það innttenda í síðusitu viku um klsc. og 15 mínútur. Þetta hlut- fall þyrfti að breytast innlenda efninu í vil og gerir það sjálf- sagt þegar stofnunin er búin að slíta bamsskónum og hefur fengið rýmri fjárráð. — GO. ið í síðustu viku Frá upptöku einþáttungs Matthíasar i sjónvarpssal. Höfundur situr í körfustól, en að baki honum standa leikendur og leikstjóri, frá vinstri: Gísli Alfreðsson, Benedikt Ámason, Lárus Pálsson og Valur Gíslason- Kveðja Jens Kristjáisso bóndi, Vonarlandi Við hjónin eigum að sjálf- sögðu mikið að þakka heimilinu á Vonarlandi. Því siðar varð húsmóðirin tengdamóðir mín, Sigriður var ekki aðeins góð amma bömum okkar, sem dvöldu þar í mörg sujnur, heldur og engu síður kom henn- ar meðfædda gestrisni og um- hyggja fnam við okkur hin, sem fullorðnir vorum. Ög saima var að segja um Jens, hanri var okkur æta'ð mjög vinsam- legur. — Það var i ágúst að áliðnum slætti, sem ég sá hann fyrst. Síðan eru liðin nærfellt inittugu og tvö ár. Mér kom hann þá fyrir sjónir sem mikið prúð- menni, fremur hlédrægur og vingjamlegur maður. — Og þannig fannst mér hamn ávadlt síðan þau sumur, sem ég kom og dvaldi á hans ágæta heim- ili. — Nú þegar hann er allur, hugsa ég með hlýjum huga til þess- ara sunmaj-stunda á Vonarlandi. Jens Kristjánsson lézt £ . Sjúkrahúsi Isafjárðar 3. maí s.l. eftir stutta legu þar. En hann átti við vanheilsu að strfða síð- ustu árin. Jens var jarðsettur að Mei- graseyri, sem næst í sa'nu heimalandi, en á þessum slóð- ura ól hann að mestu aldur sinn. Jens var fæddur 30. nóvem- ber árið 1899 á Skarði á Snæ- fjallaströnd, sonur Kristjáns Halldórssonar, bónda þar, og konu hans Hallfríðar Jensdótt- ur. Frá ætt hans kann ég ekki að greina, að öðru leyti. En ugglaust hefur hann verið kom- inn af góðu fyrirmyndar bænda- fólki, eins og flestír aðrir, sem um er getið, ekki efa ég það. Jens átti fjögur systkini, tvær systur hans eru nú látnar, en^ tvö systkini hans eru búsett norður £ Eyjafjarðarsýslu. Og heima hjá foréldrum sín- um er hann fram yfir ferming- araldur. En fer þá til stuttrar dvalar að Laugalandi £ Naut- eyrarhrepþi. Siðan liggur leið hans að Melgraseyri, næsta bæ, til Jóns bónda Fjalldal, þess mæta manns og sveitar- höfðingja. Og þó er hann orð- inn- sautján ára,- eða fullorðinn maður. Hjá Jóni vtnnur svo Jens — og vinnur honum vel — allt til þess hann reisti sér nýbýlið Vonarland. En það er byggt í landí Melgraseyrar, og stendur litlu ofar, urrdir fögru felli, og þaðan er útsýni gott út yfir hið unduríagra Isafjarð- ardjúp. Að Vonarlandi flýzt svo Jens árið 1935, þar sem hann bjó æ sa'ðan. Litlu siðar en Jens kom að Melgnaseyri fer hann í skólann að Núpi í Dýrafirði og er þar i tvo vetur. Þangað mun hann hafa farið að áeggjan Jóns Fjalldal, sem skildi manna bezt hvers virði merintun er. Á þeim árum þótti það góður undir- búningur undir lífssitarfið, að nema í slíkum skóla. Og minnt- ist Jens með þakklátum huga kennara sinna þar og skólafé- laga. Strax og Jens er fluttur að Vonarlandi, kemur til hans, sem ráðskona Sigríður Samúelsdótt- ir, þá ung ekkja, með yngsta bam sitt af fimm. En hin böm hennar voru þá stálpuð og far- in að vinna fyrir sér að meira eða minna leyti. Auk þess tóku þau Jens og Sigriður í fóstur þrju böm, sem þau reyndust sem beztu foreldrar. Sigríöur, sem verið hefur hjá Jens öll hans búskaparár á Vonarlandi, hefur annazt heimilið af frá- bærum dugnaði og skyldurækni, eins og um hennar eigið væri að ræða. — Búskapur Jens á Vonarilandi var að vísu aldrei stór í snið- um, enda jörðin ekki viðlend. En hitt er víst að hann átti mjög arðsaman bústofn, sem honum var umhugað um að fóðra vel, og hann átti afburða fallegt fé. Og aldrei sá ég Jens glaðari en að haustnóttum, þegar hlöðumar voru þéttfullar af ilmandi heyi, og að auki reisulegt hey uppsett ogvelvar- ið. Það vakti sérstaka athygli manns, þegar komið var heim að Vonaríandi, hve umgengnl öll og snyrtimennska var til mikillar fyrirmyndar. því það er gömul saga og ný, að um- gengni, á annars myndarlegum sveitebýlum, er víða áfátt, að ekki sé meira sagt. Nágranna átti heimilið á Vonarlandi góða, sem reyndust oft hjálplegir, og þá bezt þegar mest á reyndi í veikindum Jens síðustu ári. Ég veit hann mat það mikils, þó honum væri ekki eiginlegt að hafa þar um mörg orð. Og að leiðarlokum er efst i huga þakkiæti mitt og fjöl- skyldu minnar fyrir liönar stundir á Vonarlandi. Gísli Guðmundsson. ATHUSID Getum bætt við okkur klæðningum og við- gerðum á bólstruðum húsgögnum. — Góðir og vanir fagmenn. Husgagnav. Þorsteins Sigurðss. Grettisgötu 13. — Sími 14-0-99.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.