Þjóðviljinn - 04.02.1968, Side 5

Þjóðviljinn - 04.02.1968, Side 5
SuMíMídagMr 4. febráar 1968 — I=>,íOÐVTLJrí>J-N — SfBA g ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ: Islandsklukkan eftir HALLDÓR LAXNESS Leikstjóri: Baldvin Halldórsson Það var á vígsludögum Þjóð- leikhússins í apríl árið 1950 að „íslandsklukkan“ var flutt á sviði í fyrsta sinn, en sá at- burður var flestum öðrum merkilegri og ógleymanlegri í sögu íslenzkrar leiklistar. Ég skal fúslega játa að ég var í hópi þeirra sem trúðu ekki að~ rmnt væri að sýna hina stór- fenglegu skáldsögu á sviði svo vel færi, en hlaut að hrífast af hinni snjöllu sýningu sem reyndist langt framar mínum vonum, og við sem á hlýddum spáðum ,íslandsklukkunni‘ mik- illa heilla og langra lífdaga, gengum úr leikhúsinu glaðir og reifir. Og spá okkar rættist: „íslandsklukka“ Halldórs Lax- ness varð ástsælust aillra sjón- leika á landi hér; En átján ár eru ærinn tími, og mér. fyllilega ljóst að ég get ekki tekið nýja sýningu hinnar margfrægú skáldsögu með eins hrifnæmum og opn- um augum sem fyrrum, enda mála sannast sem Grímur Thomsen mælir í frægu kvæði að endurminningin bregði blæ blikandi fjarlægðar yfir hið liðna, laugi það í skíru fíulli. Sú nýlunda er upp tekin að skáldið flytur endrum og eins stutta kafla úr sögunni á milli atriða, litt fróðum áheyrendum eflaust til skýringar og glöggv- unar, en um það úrræði má 'deilá;' það gerir enn Ijósar én' áður að sjónleikurinn er öðru framar lei.kfærð brot hinnar heimsfrægu skáldsögu, en eins og kunnugt er hefur skáldið vart hnikað til orði eða at- búrðum, og valið helzt þá kafla þar sem orðræður eru fyUstar' og flestar. í annan stað flyt- ur skáldið orð sín með þjóð- kunnum.ágætum, og enn má á það benda að Laxness tekst ótrúlega vel að birta aðal og meginhugsun sögunnar í leik- ritinu — stórbrotnar og ó- gleymanlegar söguhetjur smáar og stórar, iðandi líf löngu lið- inna hörmungatíma, leiftrandi orðsvör og þann boðskap sem skáldið flutti þjóð sinni á ör- lagatímum — stund sem raun- ar er hvergi nærri ennþá hjá liðin. Því betur og oftar sem maður kynnist hinu stórbrotna listaverki, því sterkar hlýtur það að orka á hugann, hrífa mann og gleðja. Sýningin nýja er slétt og felld, samræmd vonum framar, en ekki eins fjörleg, hressileg og stórbrotin og hin fyrri að mínu viti, en enn hlýt ég að minna á þann varnagla sem áður er sleginn. Þess má og geta að á vígsludögum Þjóð- leikhússins var Leikfélag Reykjavíkur ekki til, flestall- ir hæfustu leikendur landsins sem þá störfuðu tóku þátt í sýningunni. Baldvin Halldórs- son er smekkvís og vandvirk- ur leikstjóri eins og fjölmörg dæmi sanna, en mannfæð leik- hússins reynist. honum um megn eins og fleirum, veru- lega mikilhæfa leikendur skort- ir í sum hlutverkanna. Sviðs- myndir Gunnars Bjarnasonar eru fallega unnar, einfaldar og sóma vel hverju atriði; mynd- ir þær sem varpað er á bak- Snæfríður íslandssól (Sigríður Þorvaldsdóttir) og Arnas Arnæus (Rúrik Haraldsson). Jón,Hreggviðsson (Róbert Arnfinnsson) og Arnas Arnæus (Rúr- Snæfríður íslandssól (Sigríður Þorvaldsdóttir) og Eydalín lög- ik Haraldsson). maður (Valur Gíslason). sviðið öðru hvoru og sýna um- hverfi Skálholts, Þingvalla og Kaupinhafnar ættu þó að vera öðruvísi að mínum dómi, en hér verður ekki frekar farið út í þá sálma. Buningana teiknaði Lárus Ingólfsson eins og fyrrum, þar er sízt yfir neinu. að kvarta. Að. beitingu ljósanna ætla ég ekki að finna, en þó er of bjart í dýflissunni á Bessastöðum. Nýir leikeridur fara með langflest hlutverkanna, og hlýt- ur það eitt að vekja forvitni > þjóðarinnar. Þó er Valur Gísla- son enn Eydalín lögmaður, sannur og eftirminnilegur og birtir ágæta vel skapgerð hins myndarlega, ættstóra og eig- ingjarna lögmanns. Og það er öllum sönn ánægja.að fá aftur að sjiá Valdimar Helgason í örlitlu hlutverki Jóns úr Kjós- inni — hlutverki sem enginn gæti túlkað betur en hann, Valdimar er „sine exemplo" svo vitnað sé í orð leiksins. Lárus Ingólfsson er énn Jón Þeófílusson, hinn aumkvunar- verði og fáráði galdramaður og heldur vel á sínum hlut.. Leikarana ætla ég ekki að lasta, en ýmsir þeirra standa þó í skugga fyrirrennara sinna og raunar að vonum. Mest hljótum við að sakna Lárusar Pálssonar sem var bæði leik- stjóri og trúr aðstoðarmaður skáldsins, en frámar öllu Jón úr Grindavík, eitt snjallasta afrek á íslenzku sviði í manna minnum; skarð haris er autt. Og ég get ekki heldur gleymt Brynjólfi Jóhannessyni sem átti áreiðanlega ómetanlegan þátt í vinsældum leiksins með einstæðri kímni sinni, sérstæð- um þrótti og margvíslegri snilli; ' Þorsteinn Ö. Stephen- sen og ýmsir fleiri eru okkur líka í föstu minni. Tveir leikarar halda öðrum framar uppi orðstír Þjóðleik- hússins um þessar mundir, Bó- bert Arnfinnsson og Rúrik Haraldsson, og sýningin nýja hvílir fyrst og fremst' á þeirra herðum. Jóni Hreggviðssyni er vel bQrgið í traustum höndum Róberts, hann er sannur og ör- uggur í hverri raun og fatast hvergi; hann er þreklegur og sterklegur eins og ætlazt er til, hann er sá ódrepandi harði og þrjózki alþýðumaður sem hann á að vera. tákn þeirra örfátæku manna sem lifðu af allar hörmungar ís- lendinga: eldgos og ísa, áþján og kúgun, manna sem trúðu á mátt sinn og megin og beygðu aldrei kné sín fýrir néinum. Túlkun Róberts er gagnhugsuð og mjög jafngóð, en hann á þrátt fyrir allt .ekki leiftrandi kímni Bryrijólfs, enda forðast að stæla hann í neinu, fer jafnan sínar eigin leiðir. Rúrik Haraldsson er glæsilegur og fyrirmannlegur Amas Arnæus, valdsmaður og kvennagull fremur en ástríðufullur bóka- safnari og vísindamaður, og birtir vonlausa ást hans á því Ijósa mani skýrt ög fallega; og það sópar að honum hvar sem hann fer, raunir hans hljóta að ganga okkur nærri hjarta. Snæfríður Islandssól, álf- konan fagra og hið ljósa man er ímynd hins glæsilegasta og bezta í fari þjóðarinnar, og mynd hennar vafin þeimtöfra- ljóma sem torvelt mun reyn- ast að birta á sviði; og Þjóð- leikhúsið á enga Snæfríðisem stendur, þvi miður. Hið mikila hlutverk er falið Sigríði Þor- valdsdóttur, ungri leikkonu sem varla má telja að hafi getið sér mikinn orðstír til þessa, en lék stórum betur mínum vonum. Hún er fríð og grönn, ber sig vel og tigin- mannlega, og oftlega er furðu-<g> mikill þróttur í orðurri hennar þótt út af bregði, og túlkunin verði nokkuð litlaus á stund- um. Sigríður leikur af sannri vandvirkni, atlúð og einlægni, . gliman við hið stórbrotna hlut- verk hefur eflt þroska hennar og krafta, og eftir þetta verða stærri kröfur til hennar gerðar en áður. Gísla Alfreðsscn skortir að sjálfsögðu aldur, lífsreynslu og guðfræðilega' þekkingu til að gera vandasömu hlutverki Sig- urðar dómkirkjuprests fullgild skil, en' hann er jafnan maður ástfanginn eins og vera bet, túlkunin geðfelld og bezt þeg- ar á líður. Erlingur Gíslason er eflaust rétti maðurinn sem júngkærinn í Bræðratungu og birtir vel glæsimennsku hans, drykkjuæði og volæði, og þó ekki á eins sannfærandi hátt og Gestur Pálsson forðum. Leikurinn berst til Kaupin- hafnar, og þar hittum viðmeð- al annarra konu Amæusar, flagðið með krúnginn. Guð- björg Þorbjamardóttir fer á- gætlega með hið forkunnlega hlutverk, en er allt of lík Reg- ínu Þórðardóttur bæði í útliti og orðum, en frábær túlkun hennar l'íður engum úr‘ minni; hér er u-m misskilnhjg leik- stjórans að ræða. I annan stað er Gunnar Eyjólfsson gerólík- ur undanfara sínum Haraldi heitnum Björnssyni, lymskuleg- ur og ógeðfelldur og búinn prýðilegu gervi, talar látlaust og eðlilega, en tæpast nógu kröftuglega. Bessi Bjarnason er sléttur og felldur sem von Hff- elen, en gerir ekki verulega mikið úr hlutverkinu. Ævar Kvaran er hið prýðilegasta et- atsráð, ósvikinn ■giktveikur hirðsnákur og lýsir skýrt og kímilega skapgerð þessa hádanska valdsmanns. Loks er ungum og efnilegum leikara Jóni Júlíussyni falið það vonlausa hlutskipti aðfeta í fótspor Lárusar Pálssonar og fær ekki við neitt ráðið þrátt fyrir vandvirkni og góðan vilja; Jón Grindvíkingur má muna sinn fffil fegri. Fáeinna hinna smæstu hlut- verka skal aðeins getið, en úr, þeim flestum má mikið gera. Anna Guðmundsdóttir er lát- laus og eðlileg sem hin þraut- sliga móðir Jóns Hreggviðs- sonar, og Auður Guðmundsdótt- ir sómir sér vel í sporum hinn- ar fáráðu konu hans. Jón S. Gunnarsson er greinargóður sem séra Þorsteinn og Jónína H. Jónsdóttir sköruleg ogskýr- mælt staðarkona. í fyrsta at- riði leiksins fáum við eðlilega að kynnast þeim Áma Tryggva- syni, gamla manninum á Þingvöllum og böðlinum Flosa Ólafssyni; báðir .halda prýði- lega á sínum hlut. Enn má nefna ValdimarLárussori, saka- manninn í dýflissunni á Bessa- stöðum, og sumir hinna yngstu leikenda ávaxta líka vel sín litlu pund, þótt hér verði ekki nefndir. Mér er óhægt um vik að dæma um þessa nýju sýningu „íslandsklukkunnar“ af þeim ástæðum sem að framan grein- ir, og ég hefði heldur kosið að sjá einhverja aðra af skáld- sögum Halldórs Laxness á sviði, „Atómstöðina“ eða „Ljós- víkinginn" svo dæmi séu nefnd, en þar hlýtur skáldið að sjálf- sögðu að ráða. Þó að einhverjir hafi vafalaust orðið fyrir nokkrum vonbrigðum var leikn- um vel tekið á frumsýningu, og leikendur og leikstjóri ein- læglega hylltir að lokum; og stórskáldinu og snillingnum Halldóri Laxness mikið og innilega þakkað með háværu og langvinnu lófataki. — Á.Hj. SAS óskar eftir húsnæði \ i miðbænum Scandinavian Airlines System óskar eftir að taka strax á leigu a.m.k. 40 fermetra húsnæði í miðbænum. Helzt byrfti hús- næðið að vera á götuhæð. Til álita kæmi að taka annað húsnæði á leigu en á götu- hæð, ef það væri að öllu leyti hentugt fyr- ir þá starfsemi, sem fyrirhuguð er í hús- næðinu. Tilboð óskast send sem fyrst til Birgis Þór- hallssonar Hofteigi 21 — (símar 12277 og 35081). f i

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.