Þjóðviljinn - 04.02.1968, Side 7

Þjóðviljinn - 04.02.1968, Side 7
I Sunmrdagur 4. febi-úar 3068 — MÓBVILJrN-N SÍÐA Guðmundur Böðvarsson: Að gefnu Þegar maður hugleiðir tak- markanir þær á „mannlegu frelsi“, sem stjórnarvöld hinna ýmsu ríkja setja þegnunum, þá verður það Ijóst ag flestar eru sameiginlegar, — óg þlátt á- frarrf sjálfar undirstöður sið- menntaðs þjóðfélags hvarvsem er í heiminum. Aðrar takmark- anir geta verið álitnar nauð- synlegri í einu landi en öðru, af þeim er þar skulu málum ráða, og eru þetta svo þekktir hlutir að ekki ætti að þurfa upp að rifja. Þó mætti veita því athygli að hin síðartöldu höft eru í einu landinu sett af valdhöfum, sem eru í sóknarhug til útþenslu og ávinnings, og svo aftur á móti í öðru til varnar fyrst og fremst. Að þylja öll þau dæmi, þar sem þetta kemur í ljós, yrði oflangt mál, enda auðveldast að horfa til þeirra ríkja tveggja, sém nú eru talin hvað voldugust á Jörð. í þeirri heimsálfu sem Kol- umbus opnaði hinum hvíta manni, kom það fljótt í Ijós, að þegar búið var að hrifsa af frumbyggjunum það gull sem ' ofan á lá, þá reyndist sá hluti hermar, þar sem nú heita Bandaríki Ameríku, að öllu gagnauðugastur og hinum gráð- ugu og dugmiklu landnemum auðveldastur tií hagsællar bú- setu. Hinir aðkomnu menn runnu tiltölulega fljótt og vel saman í öfluga þjóðarheild, sem nýttu með ofurkappi hin ótæm- andi auðæfi landsins, bæði með eigin atorku og þrælahaldi. Þeir ráku rösklega af höndum sér á- sókn brezka heimsveldisins, og hafa aldrei síðan þurft að heyja orustu við útlendan her í landi sínu. Ríki þeirra ræður nú yfir miklum meiri hluta allra auðæfa Jarðar og er nú það höfuðvirki stórkapítalism- ans, sem enn býst til áfram- haldandi sóknar í krafti auðs síns og hernaðartækni. Þetta ríki hefur lagt, og leggur enn, hömlur á tjáningarfrelsi þegna sinna, eftir ýmsum leiðum, ef því þykir sem slíkt- frelsi geti orðið til hindrunar áformum þess um enn meira olnbogarúm á sviði auðs og valda. Það ríki sem reis upp til mót- vægis við stór-kapítalismann, er Rússland nútímans, Sovét- Rússland. Þetta geysi-víðlenda ríki lá um aldir sem í álögum, undir 'hörmulegu stjórnarfari keisara sinna og yfirstétta, og var löngum kallað Hinn aflvana risi. Miljónir réttlausra þegna, þrautpíndir, snauðir og varnað allra möguleika til þroska og menntunar, möluðu gull til handa þeim drottnum og léns- herrum, sem af allri alúð hirtu afraksturinn af þrældómi þeirra og' sóuðu honum, í munúð og glæsilegu óhófslífi. Það var þessi „kúgaða stétt“ sem reis upp að lokum og hrinti af sér því oki sem henni hafði lengi verið sagt að bera möglunar- laust í nafni drottins. Þau átök sem þá urðu, eru öllum heimi kunn. Fylkingar öreiganna og herir keisárans hröktust um landið fram og aftur í sókn og vörn. Bsrst k-eíB- arahernum hjálp og liðstyrkur af öðrum löndum, enda sáu margir drottnarar hinna g&nlu ríkja sína sæng upp reidda, ef skillitlum mönnum ætti að haldast uppi ag seilast til þess valds er kóngar og jarlar höfðu þegið að ofan. Þegar öreigaher- inn hafði að lokum rýmt burtu öllum sínum f jendum var land- ið ein blóðug rúst. Upp úr allri eyðileggingunni, upp úr hungri og vöntun flestra lífsgæða, reis það Rússland sem sem nú þekkjum við. Leið þess til þeirrar stöðu sem það nú hefur, var ekki rósum stráð. Samúðar í fullri einlægni átti það aðeins hjá þeim ag mæta sem minnst máttu sín, og það, að því yfirleitt skyldi takast að koma undir sig fófum, má að nokkru leyti þakka strefi hinna gömlu ríkja sín í milli, en fyrst og fremst hinni sasmstilltu ein- beitingu til átaka hjá fólki óg leiðtogum. En örðugleikarnir sem það átti við að stríða voru margir og komu bæði utan að og innan frá. Það er vafalaust að í svo harðri baráttu eru mörg mistök gerð. En auðvitað hlaut höfuðáherzlan að leggjast á það, að láta ekki brjóta niður þetta nýja þjóðfélagsform sem hér var verið að skapa og átti sér óvini á næsta leiti, hvért sem litið var. Varnarstaðan er sú staða sem Sovét-Rússland hefur alla tíð orðið að treysta sem bezt, enda var það á þess- um kletti sem öldur nazismans brotnuðu á sínum tíma. Það gefur auga leið að stór- kapftaKsminn, þessí stefna sem skammtar stórt hinum ríka, en smátt og af illri nauðsyn aðeins þeim sem ekkert á, hefur hvorki gleymt hlutverki sínu, né nokkru sinni unað vel viðgdngi hins sósíalska þjóðfélags í Rússlandi. Og úr því svo er komið að ekki er lengur fýsi- legt að taka með áhlaupi þetta öfluga varnarvígi sósíalismans í heiminum, þá þarf ag leita annara leiða, ef hægt væri eftir þeim að vinna því tjón, grafa grundvöll þess sundur innan frá ef tækifæri byðist, koma í bikar þess því eitri er það bæri sjálft að vörum sínum. Að bera fé í dóminn, er gam- alt orðtak, og veit hver íslend- ingur hvaða hugtak er þar að baki. Sjálfsagt liggja oft og tíð- um dulin öfl þeirrár ættar, á bak við þá atburði, sem hafa gerzt og eru að gerast í heims- sögunni. Voldugt ríki með full- ar hendur fjár, þarf ekki alltaf að beita vopnum sjálft til þess að snúa atburðarásinni sér í vil. En illt þykir ef upp kemst. Það var til dæmis áfall fyrir stór- veldið og menningarríkið Bandaríki Norður-Ameríku, þegar nokkrar af starfsgreinunt og starfsaðferðum CIA urðu lýðum. Ijósar, — og ekki geðs- legri en það, að sumir beztu pienn þess lands frábáðu sér að vera við þær bendlaðir á nokk- urn hátt. Það er tiltölulega auðvelt að sjá, þegár svipazt er um meðal ríkja Suður-Ameríku, hvaðan sumum einræðisherrum og harðstjórum kemur sá bakfisk- Guðmundur Böðvarsson ur sem til þess þarf að halda niðri menntun og umbótavilja allrar alþýðu, en viðhalda kúg- un og arðráni; og sé litið til hliðar á hinar tíðu herforingja- byltingar víðsvegar í heimin- um, þar sem ríkisstjómum hlynntum sósíalisma er steypt af stóli, stunduni með hryllilegu blóðbaði, eins og í Indónesíu, eða ríkisstjórnum, sem reyna að halda í lýðræðislegt skipulag, (Grikkland td.), já, þá kemur manni jnargt í hug. Það er víða hægt að kaupa sér lepp og gera síðan við hann samninga, og standa svo „við allar sínar skuldbindingar“ með vopna- valdi ef með þarf. Nú hefur um skexð verið of- Framhald á 9. síðu. Guðrún Helgadóttir: Kaldir stormar næða SKOTLANDS- PISTILL Stormasamt hefur verið á Bretlandi á nýja árinu jafnt í eiginlegri og óeigin- legri merkingu þess orðs. Eins og ' mönnum mun kunnugt, geisaði iárviðri um landið um miðjan mánuðinn og varð 22 mönnum að bana. Veðurfræð- ingar höfðu varað við óveðr- inu, svo að sjóskaðar urðu litlir. Þeim mun þyngri urðu búsif jar á landi. Hús og. hús- hlutar hrundu og tré rifnuðu upp með rótum, enda mun veðurhæðin hafa komizt upp f 18—20 vindstig, þegar verst lét. Glasgow varð harðast úti, þar sem húsakynni manna eru þar með versta móti, eins og ég hef áður minnzt á í þess- um pistlum. Sagði útvarpið, að aðkoman þar hefði helzt líkzt borg eftir sprengjuárás. Um 1000 fjölskyldur misstú heimili sín, og ugg hefur sett að mönnum vegna húsanna, sem eftir standa. Hafa þau tæpl'ega orðið traustari við hamfarirnar. Tjónið er laus- lega metið á 10 miljónir sterlingspunda. Ameðan stormurinn næddi um feysknar undirstöður Glasgowborgar, riðaði brezka ríkisstjórnin til falls. Wilson lagði fram tillögur sínar um það, hvernig þjóðin gætispar- að, svo að gengisfellingin yrði að gagni. Hafði ríkisstjórnin komizt að þeirri niðurstöðu, að spara mætti 300 mffljón sterlingspund á þessu ári, sem mun vera um 5% af fjárlög- um Breta, en. 1 prósent þjóð- artekna. Umdeildustu atriði á- ætlanja þessara voru á sviði vamarmála og heilsuverndar, og þótti imörgum stjórnin leggjast lágt að ráðast að því síðamefnda. Brezka sjúkra- samlagið (National Health Service), sem Attlee-stjórnin kom á, hefur lengi verið stolt Breta, enda mjög fullkomið. öll lækn isþjónusta hefur ver- ið ókeypis, og það er ekld lítil hjálp brezkum fátækling- um. Nú skal hins vegar taka upp greiðslu fyrir lyf, 2 shill- inga og 6 pence fyrir hvert, og átti það að gilda um öll lyf, en menningarmálaráðherra stjómarinnar Miss Jepnie Lee, hótaði að segja af sér, svo að tillögunni var breytt þannig, að börn, gamalmenni, vanfær- ar konur og langlegusjúkling- ar þurfa ekki að greiða gjald- ið. Það olli mér undrun að ungfrú Lee skyldi ganga að þessum skilmálum, þvi eð maður hennar, Aneurin Bev- an, sem var heilbrigðismála- ráðherra Attlee-stjórnarinnar, átti sterkastan þátt í lögun- um um Natonal Health Ser- vice og þau hjón fómuðu þessu máli heilsu og kröftum um árabifl. Annað ágreiningsmál af þessu tagi var sú ákvörðun, að , unglingum í framhalds- skólum skuli ekki lengur gef- inn hálfpottur af mjólk ádag, sem öll böm fá hér á landi frá fæðingu, þar til skóla- skyldu lýkur. íslendingum kann að þykja þétta lítilfjör- jegt ágreiningsefni, en menn skyldu athuga, að miljónir Breta lifa á barmi vannær- ingar, og því er þetta spum- ing um heilsufar þjóðarinnar. Þegar Bretar þurftu að nota þegna sfna til þess að berjast fyrir „Brezka heimsveldið“. uppgötvuðu þeir, að hinar ungu' stríðshetjur voru tæpnst nothæfar fyrir sakir bein- kramar og annarrá vannær- ingarsjúkdóma og þannig varð mjólkurgjöfin til. Þessi til- laga fór þó óbreytt í gegnum bingið. Og sú stund kom, að Bret- um varð ljóst, að ævin- týrið austan Súez er pfðibn of þungur baggi, hvað sem vinurinn Johnson segir. Árið 1971 er því ætlunin, aðbrezk- ar hersveitir fari burt af því svæði, og gamlar stríðshetjur barma sér og kveina og segja, að nú sé brezka Ijónið dautt. De Gaulle er kátui', en John- son ósköp leiður. Og Lee, for- sætisráðherra Singapoi'e, kom og grátbað stjómina að fara ekki með her sinn burt frá Singapore, svo að Mao og kommar hans réðust ekki inn í landið. Það eru fleiri en Johnson, sem óttast kornmún- ismann í Asíu! Itilefni alls þessa hefur ris- ið hér upp fui'ðulegt fyr- irbæri, sem nefnist „Backing Britain". Hópar fólks hafa tekið upp hjá sjálfu sér að vinna % tíma á dag án end- urgjalds til þess áð styðja viö bakið á Bretlandi. Aðallega er hér um.að ræða skrifstofu- fólk, en erfiðisvínnumenn láta sér fátt um finnast. Menn hafa talað, kaldhæðnislega umþessi samtök, og 500.000 atvinnu- leysingjar hafa boðizt til að koma hálfum tíma fyrr á at- vinnuleysisskráningarskrifstof- urnar! Jafnvel er skorað á menn að slíta ekki hjónabönd- um sínutn á þessu ári til þess að spara kostnað við allt það lagaþras, sem því fylgir! For- svarsmenn verklýðsfélaga yppta öxlum. Eins og fileiri sjá þeir ekki, hvað verka- menn geta látið í té meira en þeir hafa gert. Það eru ekki þeir, sem hafa komið Stóra- Bi'etlandi á hausinn. Ofan á allt þetta varð svo erlend frétt til þess, áð hroll setti að brezkum þegn- um, sem sé fréttin um, að bandarísk flugvél af gerðinni B-52 hefði nauðlent á Thule og glutrað niður kjamorku- sprengjum. Dagblöð, útvai-pog sjónvarp stóðu á öndinni, og kjarnorkufræðirigar sögðu fóiki frá þeirri alvöru, sem hér var á ferð. Líkast var því, að mrfnn hefðu ekki áttað sig á, að Bandaríkjamenn filjúga um þetta svæði daglega með kjarnoi’kusprengjur innan borðs og hafa að engu, hvort þeir hætta lífi og limum milj- óna manna. Þeir halda sig ut- ah Bandaríkjanna. Danska stjórnín var harðlega gagn- rýnd fyrir að skella skolla- eyrum við síéndurteknum brot- um á samningi við Banda- ríkjamenn um, að ekki skuli flogið með kjaxnorkuvopn yf- ir dönsku landi. Og yiðheyrð- um, að danskur „götulýður", eins og höfundur Reykjavíkur- bréfs Morgunblaðsins kallar danskan ailmenning, hefði mótmælt. Menn höfðu á- hyggjur af stöðu íslands á þessu svæði. Sagði íslenzkur ,,götulýður“ nokkuð f tilefni dagsins? Bandariskur stjómmála- fréttaritari, Joseph Alsh- op, gerði ágæta grein fyrir ut- am-íkisstefnu Bandaríkja- manna í Observer s.l. spnixu- dag. Hann sagði, að Banda- ríkjamenn hlytu og yrðu að standa með jámskó sína á Asíu og öðrum vanjiróuðum heimsálfum ti,l þess að hindna, að þær yrðu of öflugar. Það væri skilyrði fyrir eðlilegu jafrivöegi í heiminum, þ.e.a.s. að Bandaríkin væru og yrðu öflugasta her- og heimsveldi jarðkr. Hér enx menn armað- hvort með þessu eða móti, en engipn gengur að því grufl- andi, að þetta er þeirra stefna Ekki nokkur lifandi sála tæki þvætting þann, sem Morgun- blaðið dælir yfir lesendur sfna, alvarlega. Menn vxta, að Rúss- ar hafa hreint ekki í hyggju að ráðast inn í Bandaríkin, enda væru þeir sennilega bún- ir að því, ef þeir gætu, og þaðan af síður hefur Mao á- huga. Allir vita, að umrætt kjamorkusprengjuflug, svo voðalegt sem það er, varð +il í tíð Rússagrýlunnar og þjónar engum tilgangi. En apparatið var dýrt og verður að ganga, a-nnars fer efnahagskerfi Bandarík.janna í rúst, og óger- legt er að setja fyrir sigmögu- leika á þvf, að sllys korni fyi'ir. Og mönnum hér er Ijóst, að meginhluti þeirrar gagnrýni, sem komið hefur fram á Vf- etnam-stx-íðinu innan Banda- ríkjanna sjálfra, er ekki á- hyggjur^ af þjóðarmorðinu í Harold Wiison M. Muggeridgc Vietnam, heldur því, að menn óttast, að Bandaríkjamenn tapi styrjöldinni og þar með orðstír sínum sem herveldi. Kaldir stoi'mar næða því um brezká og bandaríska ríkis- stjórn, þessa dagana, og þær virQast ætla að-standa allt af sér. En gustur, sem næddi ufn ganga Ediniborgarháskóla á dögunum, nægði til þess að fella rektor skólans úr sæti. Embætti hans er dálítið kostu- legt. Hann er kosinn til þriggja ára í senn, og stúdentum er frjálst að kjósa hvern sem er. Starfsskyldu hefur hann ekki aðra en þá, að hann á sæti í Háskólaráði og er þar millilið- ur milli ráðsins og stúdenta- ráðs. Jafnan eru kosnir til þessa embættis þjóðkunair menn á einhverju sviði, og t.d. var' leikarinn Sir James Ro- bertsson Justice rektor í þrjú kjörtímabil, þar til hann baðst undan endurkosningu og blaða- maðurinn og rithöftmdurmn Malcolm Múggeridge var kjöi-inn. Muggeridge hafði verið rektor í eitt og hálft ár, þegar stúdentaráð fór þess á leit við hann, að hann flytti háskóla- ráði það álit stúdentaráðs, að stúdínum yrði gert kleift að fá getnaðai'vamapilluna víð- frægu ókeypis 1 heilsuvemdar- stöð stúdenta. Student Health Service er einkastofnun Há- skólans og mjög fullkomm þjónusta í hvívetna. Einungis giítar stúdínur geta fengið pilluna í stofnuninni eins og önnur lyf, en þó gegxi sérstöku gjaldi. Ógiftar stúdínur geta alls ekki fengið hana þar. Ég hef grun um, að stúdentaréð hafi hreyft þessu máli til þess að mótmaéla slíkri firru frem- ur en að þörf stúdína fyrir umrædda, pillu hafi veriðsvo ákaflega aðkallandi. Enda hef- ur því sannarlega verið hreyft. Muggeridge- gat ekki hugsað sér að bera háskólai'áði svo ósiðleg skilaboð og hélt mikla fyrirlestra um hrakandi sið- ferði og taldi, að allar stúdfn- ur hlypu til hjásvæfis, ef bmr fengju pfflluna í hendur. Risu upp imiklar deilur í málgagni stúdenta. STUDENT, og end- uðu með því, að Muggeridge sagði af sér,- Inn í þessar deil- ur blönduðust ýmis önnur mál, svo sem hvort rektor Væri fulltrúi . stúdenta sem heildar eða einstaklinga, hvort embættið gegndi einhverjum tilgangi yfirleitt o.s.frv. Stúd- entar skiptust i tvo hópa, en þó fór svo, að ritstjóri blaðs- ins, Ann Coote, hlaut meiri- hlutafylgi. Hafa þessar deilur oft veriö brosflegar, t.d. ^agði framkvæmdastjóri (princinal) Háskólans í sjónvarpsviðtali að illt væri tjj þess að vita, hvað orðstír stofnunarinnar hefði beðið mikinn hnekki, en huggaði sig við, að hann væri viss um, að stúdínur í Edin- borg svæfu sízt meira hjé en aðrar stúdínur! Og begar mál- flutningur var kominn á þet.ta stig í- stofnun, sem kennir ungu fóiki vísindalegan þanka- gang, hættu menn áð hafa á- huga, og næsta verkefnibeirra er að kjósa nýjan rektor. 24.1 1968 G.H. t 4

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.