Þjóðviljinn - 04.02.1968, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 04.02.1968, Blaðsíða 10
f lð SlOA —r ÞíFÓÐVTLíJINBÍ — Sarvn.tidagiH' A, fietopáar 1968. dofcaði andartak -við á stigapall- iman, þar sem baöherbergið var, og áfcvað að hætta að hafa á- hyggjur af föður sírmm og fara í heitt bað. I rauninni bórðaði Culworthfólk- íð aldrei miðdegisverð. Kvöld- verð snæddi það um sjöleytið og hann var oft tilviljanakennd- ur. Frú Culworth matbjó ekki atf neinni alúð. Alan og faðir hans átu hvað sem var án þess að gera • sér grillur út af því, og þótt Maggie vissi betur og fcynni að meta góðan mat — og Hugh Shire hafði farið með hana á mörg góð veitingahús í West End þessi þrjú ár sem hún hafði verið ástmær hans — þá gerði afstaða hinna þriggja allar tilraunir hennar hlægileg- ar. Kvöldverðurinn þetta mánu- dagskvöld var makaroniostur og baunir, ávaxtasalat og eggja- mjólk og eins og móðir hennar og bróðir mataðist hún næstum vélrænt. En gagnstætt þeim hafði hún stöðugar áhyggjur af fjarveru föðurins. Hún hafði ekki vænzt þess að Alan hefði sams konar áhyggjur. Hún vissi að þær gátu verið ástæðulausar, en Alan var hins vegar dæma- laust raunsær — enda leit hann aldrei á fólk sem fólk, og hafði ekki áhuga á neinu nema töl- um og rafeindum og flugum og hlutum. En móðir hennar var hins veg- ar nöldurgefin kona, uppfull af gremju og eftirsjá eftir fortíð, sem hún hafði í rauninni aldrei átt; gerði úlfalda úr mýflug- unni. Hún átti það til að nöldra eða vera með ólund heila mál- tíð vegna þess eins að maður HITTO JAPÖNSKU NIHO HJÓLBARDARNIR f ffMtum itmrium fyrírlissiandi I ToUvönigaynulu. FUÓT AFCREIDSLA. DRANGAFELL H.F. Skiphoiti 35 -Sími 30 360 Smurt brauð Snittur VIÐ ÓÐINSTORG Símj 20-4-90 Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtlstols Steinu og Dódó Laagav 18. III- hæð flyftai Síml 24-6-16 PERMA Hárgreiðsiu- og snyrtlstofs Garðsenda 21 SlMl 33-968 J. B. PRIESTLEY Lœknir r ■ a förum hennar hafði komið fimm mín- útum of seint.. En nú, þegar þau höfðu enga hugmynd um hvar hann var, þá datt henni ekki í hug að láta í ljós á- hyggjur, sennilega af eintómxi þrjózku. — Ég skili ekki hvers vegna þú ert að þusa yfir þessu, Maggie, hafði hún sagt. — Hann er áreiðanlega að stússa í ein- hverju, sem ekkert okkar hefur minnsta gagn af. Engar áhyggj- ur hefur Alan. Hann veit hvern- ig hann pabbi þinn er. Maggie langaði mest að segja, að Alan vissi ekki hvernig neinn væri, en hún hélt aftur af sér. Hún gæti reiðzt; hún fann að það var hættulegt að hafa- engan til að taka þátt í áhyggjunum og ræða við um þær. Og ef upphæfist rifrildi, þá myndi Alan stika upp í ruslakompuna sína án þess að gefa henni tækifæri til að út- skýra, hvers vegna hún hefði áhyggjur aldrei þessu vant þótt hún skildi það raunar ekki sjálf. Alan var þrjátíu og þriggj a ára og fjórum árum eldri en hún. En vegna þess að hann hafði tekið próf í Birmingham og hafði síðan aðeins dvalizt nokkur ár i Newcastle áður en hann kom aftur heim, en hún hafði hins vegar dvalizt fimm ár í London' og átt i þessu stór- kostlega, en reyndar óhrjálega ástarævintýri, sem leiddi hana á ótal spennandi staði, sem hann hafði aldrei augum litið, þá fannst henni alltaf sem hún væri miklu eldri en hann. Á margan hátt var hann ekki ann- að en ofvaxinn skölastrákur. Hann gekk hörmulega til fara og gerði ekkert til að betrum- bæta útlit sitt, sem var synd og skömm, því að hann var eig- inlega myndarlegur, hávaxinn, fölleitur og dökkhærður af Abraham Lincoln manngerðinni. Móðir hans dáði hann — hún var líka dökkhærð, þótt hún væri ekki hávaxin — og talaði um hann éins og nýjan Ein- stein, Alan til sárar gremju, því að hann var ósköp hógvær maður. Hún gerði minna af því að státa af hæfileikum eigin- mannsins eða dótturinnar. En þau voru reyndar ekki annað en Culworthar, hálfgildings mis- tök sem henni höfðu orðið á, þegar hún hefði átt að gera bet- ur, og þau voru svipuð í út- liti, fremur lágvaxin og þrek- leg, með snubbaralegt nef og grá augu. Stundum fannst Maggie hún sjálf vera býsna aðlaðandi, en oft og tíðum, og æ oftar i seinni tíð, var hún næstum sannfærð um að hun væri ekki annað en feitlagin leiðindaskjóða. Þegar þau höfðu lokið við ávaxtasalatið og eftir nokkra þögn, gat Maggie ekki setið á sér lengur. — Gallinn á þessari fjölskyldu, sagði hún, — er að við erum alltof þurr. — >að er lögg 'af sherry í skápnum. Þetta var Alan líkt að snúa útúr fyrir henni. — Láttu ekki eins og kjáni. Þú veizt hvað ég á við. — Ég veit það að minnsta kosti ekki. Móðir hennar var reiðileg á svipinn og röddin reiðileg líka. — Og ég efast um að þú vitir það. — Við erum of þurr. Það er eins og allan safa vanti í okk- ur. Þess vegna gerist aldrei neitt. Alan leit framan í hana, lyfti síðan hægri augnabrún og lét þá vinstri síga, en þetta hafði Maggie margsinnis reynt að stæla á bernskuárunum. — "Ég skil þig ekki, Magga litla. Fyrst reynirðu að gera ökkur hrædd jrfir því að pabbi sé stunginn af. Svo kvartarðu yfir því að ekkert gerist. Gerist þá of mik- ið eða of lítið? — Hvort tveggja, svaraði hún um hæl, enda alvön að svara rökvísum spumingum bróður- ins. — Ef eitthvað gerist, þá er það eitthvað öfugsnúið. Eins og til að mynda það, að ég skuli sitja uppi með ótal óárit- aðar ávísanir, vegna þess að pabbi er allt í einu horfinn. En það gerist ekkert sem við vilj- um að gerist. Og ef til vill er það vegna þess að við erum svo þurr — — Það hentar mér vel. Flestir þeir sem ég er að reyna að troða í, eru alltof blautir — Þið látið bæði eins og kjánar, sagði móðir þeirra. — Og i sambandi við hann föður ykk- ar — Hún hikaði. Maggie gat ekki setíð á sér. — Mér finnst að Alan ætti að fara til lögreglunnar. — Lögreglunnar? Þú ert ekki með réttu ráði. Magga. Þeir myndu tryllast, af hlátri á stöð- inni. Hættu þessari vitleysu. Hvað gengur eiginlega að þér í kvöld. Rödd hans var stríðnisleg, en augnaráðið ekki. Hún hristi höfuðið. — Fyrir- gefðu. Ég skil ekki af hverju ég sfcakk upp á þessu. Ég við- urkenni að það er óskynsam- legt. Gleymdu því. Móðir þeirra var að fara frá borðinu. — 'Ég ætla að skreppa upp og líta í kringum mig. Þið takið fram af borðinu og byrj- ið að þvo upp. Og hún lét þau um það. Þegar þau voru að bera fram af borðinu, urðu þau sammála um að fá sér kaffi, en þeim kom ekki saman um hvort þeirra ætti að búa' það til. Alan sagði alltaf, að hennar kaffi væri of þunnt; henni fannst hans kaffi of sterkt. Meðan þau þvoðu upp endurtóku þau kaffideilumar í hundraðasta skipti, en það var enginn kraftur í deilunum. Þau v<jru eins og leikarar að bíða eflir mikilvægu atriði sem dróst á langinn. Þá birtist móðir þeirra í dyr- unum. Hún var sigrihrósandi fremur en gröm — Nú veit ég hvernig í öllu liggur — að faðir ykkar skuli hverfa svona. Annaðhvort ykkar verður að . hringja í hana Mary frænku ykkar. Frú Culworth tneysti sér aldrei til að tala í landsímann. — Ég er viss um að það er út af þessari eiginmannsnefnu hennar, eitthvert klandur sem pabbi ykkar á að bjarga hon- um úr. — Hvernig veiztu það? spurði Alan. Maggie benti á það sem móð- ir hennar v-ar með í höndunum. — Er þetta bréf sem hann skildi eftir handa þér? — Ef svo er, þá á ég það, er það ekki? Og þú byrjaðir að þusa áður en þú gerðir svo mikið sem líta í kringum þig — — Ég leita ekki i svefn- herbergjum annars fólks, ef þú átt við það, byrjaðí Maggie reiðilega. ■ — Stilltu þig, Magga. Jæja — mamma? Og Alan brosti til hennar. — Þakka þér fyrir, Alan minn. Jæja, strax og ég kom upp, þá sá ég að hann hafði tekið litlu töskuna og ýmislegt smávegis til næturgistingar. Það sá ég. Og svo tók ég eftir þess- um miða, sem stóð út úr litla kassanum, sem við geymum í ögn af peningum til að grípa til ef á liggur. Og þar stendur: Tók tíu pund. Snögglega boðað- ur burt. Útskýri það seinna. Hún Umboðssala Tökum í umboðssölu notaðan kven- og herrafatnað. Verzlun GUÐNÝJAR, Grettisgötu 45. KOMMÓÐUR — teals og eik Húsgagnaverzlun Axels Eyjólfssonar SKOTTA fc) King Featurea Syndicate. Ine.. 1965. Vv’oríJ Tuerved. 1 Þessi bíldrusla kemst aldrei nema Svona fimm metra í einu, þá bilar hún! ÚTSALA - ÚTSALA Stórfelld verðlækkun á öllum vörum verzlunar- innar. — Notið t>etta einstaka tækifæri og gerið góð kaup. ALLT Á AÐ SELJAST! VERZLUN GUÐNÝJAR Gr-ettisgötu 45. Him.1:1.iíiTO BiLLINN Gerið við bífa ykkor sjálf Við sköpum aðstöðuna. — Bílaleiga. bílaþjon ust a n Auðbrekku 53. Kópavogi — Sími 40145 Látið sfiila bílinn Önnumst hjóla-. Ijósa- og mótorstillingu Skiptum um kerti. platínur. Ijósasamlokur — örugg þjónusta. BlLASKOÐUN OG STILLING Skúlagötu 32. sími 13100 Hemlaviðgerðir • Rennun; bremsuskálar. • Slípum bremsudælur • Límum á bremsuborða. Hemlastilling hf. Súðarvogi 14 Sími 30135 i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.