Þjóðviljinn - 04.02.1968, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 04.02.1968, Blaðsíða 9
Sunnudagur 4. febrúar 1968 — ÞJÖÐVILJINN — SlÐA 0 AÐ GEFNSJ TILEFNI Framh. af 7. síðu. arlega á baugi, að ég ekki segi „efst á baugi“, mál hinna rúss- nesku rithöfunda, sem málssókn og dóm hafa orðið að bola í landi sínu, og hefur þelta. or- sakag mikil hróp og gífurlega háreysti í öllum hinum kapit- aliska heimi. Margur er sá sem nú ber sér á brjóst og kallar hátt í nafni frjálsrar hugsunar. Nú er það sannast að maður getur varla vænzt þess að fá í hendur allan' sannleikann um þessi mál, í þeim áróðri sem yfir mann dynur, og er í þessu tilfelli og öðrum slíkum flestra bragða neytt, til þess að gera hlut Sovét-Rússlands sem verst. an. Það liggur í augum uppi að það er harmsaga út af fyrir sig, að þetta fólk hefur orðið að þola dóm og frelsisskerðingu fyrir verk sín. En hér er mprgu í málin blandað, þó kallas sé á samúð okkar því til handa og krafizt fordæmingar á þessu at- hæfi rússneskra dómstóla. Rússland er enn í varnarstö'éu, og á sér svo volduga óvini, sem vilja koma því á kné með öllu móti. Og hafi þessir rithöfundar ætlað verk sín til útflutnings fyrst og fremst, eins og þeir voru sakaðir um, þá kemur fram ein sú hlið á málinu sem vissulega er nokkurrar athygli verð. Það er víst að hvert það ó- frægingarrit sem rússneskur höfundur setur saman um Sov- étríkin, hvort sem það er sann- leikur eða lýgi, er dýru verði keypt af fjendum sósíalismans, ef það kemst á markaðinn, og gefið út með allri prakt og bá- súnublæstri. En holdið er veikt og mannlegt eðli hvorki full- komið né heilagt. Ef það færi nú að reynast auðveldur gróða- vegur fyrir rússneska rithöf- unda að setja saman og flytja úr landi sem mest af níði um land sitt og þjóð, þá mætti svo fara að það yrði mörgum miðl- ungsmanni of stór freisting, og þó mest fyrir þann sem ekki , finnst hann njóta verðskuld- aðrar viðurkenningar í sínu umhverfi að leita þangag sem hann veit sér tekið opnum örm- um og slá tvær flugur í einu höggi: drá'ga til sín athyglina og hefna sín um leið. En svo virðist sem í stórveld- um kapítalismans sé hver hönd á lofti til að ná í slíka fram- leiðslu, enda ekki að efa að fé- lagsskapur landflótta Rússa, sem hefur verið virkur allt frá byltingarárunum, og eins fé- sterk stofnun og CIA, reyna með allri natni að komast í færi við slíka höfunda og hvetja þá til dáða. Ég veit ekki betur en einn slíkur hafi verið hátíðlega boð- inn til þessa lands, til þess að láta Ijós sitt skína og bera vitni, sjálfum sér til ágætis og sann- leikanum til dýrðaf. Ég efa heldur ekki að þeir frómu menn sem hingað buðu Valerie Tarsis, telji sig eiga ekki svo litla hönk upp í bakið á þjóð sinni fyrir^, svo menningarlegt framtak. Vafalaust hefur þeim litizt vel á manninn og þótt hann reynast vel. Það er ein hlið málsins, en önnur sú, að Sovét-Rússland mun sennilega ekkert kæra sig um að kappkosta að koma sér upp sem stærstum hópi lista- manna á borð við Valerie Tarsis og ég er efins um að nokkur þjóð kæri sig um slíkt. — En þessi ágæti rithöfundur hlaut sem betur fór verðuga umbun fyrir verk sín. Þegar hann fór frá sínu heimalandi gat hann horfið að þeim miljónum sem biðu hans og slappað af. Víst er það illt að Sovét- Rússland skuli ekki enn sjá sér fært að gefa þeim slakan taum, þessum rithöfundum sínurri', sem eru von og eftirlæti hins kapitaliska heims. Við skulum biðja að sá dagur renni sem fyrst. En lái mér hver sem vill þó mér heyrist dálítið falskur tónninn í börkum þeirra sem nú hrópa hæst um skelfilega kúg- ,un í Rússlandi. Ég er ekki viss um að þeir píni sig svona hátt upp í tónstigann vegna þess að þeim sé svo annt um andlegt frelsi yfirleitt, heldur ekki vegna þess að þeim gangi svo til hjarta örlög þessara fáu manna, sem hljóta nú nokkurra ára frelsisskerðingu og verða vonandi náðaðir fyrr en seinna. Og tæplega er það af því að þeir óski þess svo innilega að andlegt frelsi í Sovét-Rússlandi verði dáð og viðurkennt um all- an heim, sósíalismanum til lofs og dýrðar. Mig grunar meira að segja að hróp þeirra og loftköst séu af allt öðrum ástæðum. Þó iUt sé til þess að vita að valdbeiting, slík sem þessi er hér hefur verið rædd, skuli þurfa að eiga sér stað, þá fæ ég með engu móti varizt því ad mér verður ríkari í hug önnur valdbeiting, svo miskunnarlaus að mannleg réttlætiskennd er lostin ógn og hryllingi, og eng- inn veit hvar verður látin nema staðar, þar sem konur og börn eru særð og drepin og fangar. píndir til sagna, þar sem engu er þyrmt lifandi eða dauðu og knýja skal fámenna þjóð og fá- tæka til fullkominnar uppgjaf- ar, — fyrir það eitt að hún vill. ráða sér sjálf. Og ég spyr án allrar feimni hvern sem vera skal: Hvor valdbeitingin lízt þér grimmilegri? ÞÓRARINN BJÖRNSSON skólameistaxi, sem andaðist 28. janúar, verður jarðsettur á Akureyri þriðjudaginn 6. febrúar. Athöfnin hefst í Akureyrarkirkju kl. 1.30. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á minningarsjóð um hann, sem stofnaður hefur verið í Menntaskólanum á Akureyri. Margrét Eiríksdóttir, Guðrún Þórarinsdóttir, Björn Þórarinsson. Eiginkona mín móðir og dóttir SÓLVEIG HJALTADÓTTIR sem andaðist í Landsspítalanum þann 28. f.m. verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 5. febrúar , klukkan 1.30. Skúli Helgason, Elísabet Skúladóttir, Hjalti Einarsson. LFUNDUR Alþýðubandalagsins á Suðurnesjum verð- ur haldinn 1 Aðalveri í dag, sunnudaginn 4. febrúar kl. 3. STJÓENIN. SPOCK Framh. af 3. síðu. eigum“, segir hann, „að forðast orð eins og „heimssamsæri um að tortíma okkur“, sem fæða af sér ótta og hatur. Við skul- um láta böm okkar skilja að kapítalistalönd hafa einnig inn- limað nágranna sína. Viðhjálp- um börmim okkar til að verða raunsæir kjósendur og upp- lýstir stjómendur ef við skýr- um fyrir þeim að séu Sovét- ríkin eöa Kína herská, þá á það sumpart rætur í djúpstæð- um ótta sem skapast af lang- vinnum fjandskap af hálfu kapítalískra rfkja....“. MARK TWAIN Framh. srf 6. síðu- í svo hneykslanlegu samhengi. Þrjú löng ár vom liðin síðan ég hafði sfðast dmkkið bjór, að maður ekki tali um eitthvað sterkara. (0 (Það sýnir hve steirkur mátt- ur vanans er, að ég varðhreint ekki hissa, þegar ég sá talað um mig sem Delerium-Twain í næsta töflublaði og ég vissi að svo mundi ég verða kall- aður þar til yfir lyki). Um þetta leyti fékk égmik- ið af nafnlausum þréfum. Þau vom venjulega í þessum dúr: Kvemin var það meðgömlu konuna sem þér spurkuðuð neður tröppunar þegar hún kom að bettla? — Pol. Pry. Það er eit sem þjer havið gert og bara jeg veit um. Þjer ættuð heldur að púnga út með peninga til undirritaðs annars gjetið þjer heirt frá mér í blöð- unuffl. — Handy Aaitdy. Tónninn var á þessa leið. Ég gæti birt hér eins mörg bréf í þessum dúr og hver vildi. Og skömmu síðar „sann- færði“ málgagn repúbllíkana mig um að ég hefði þegið mút- ur og stærsta blað demókrata stóð mig að fjárkúgun. Um þessar . mundir' fékk ,ég svo margar- áskoranir um að svara öllum þeim andstyggi- legu ásökunum sem ég hafði orðið fyrir að ritstjórar og foringjar míns flokks lýstu því yfir að það jafngilti pólitfskum endajokum mínum, ef ég héldi áfram að þegja. Og eins og til að leggja áherzlu á áskorun þeirra kom svofelld grein næsta dag i einu andstæðinga- blaðanna: Eins og sjá má Frambjóðandi óháðra þegir þunnu hljóði sem fyrr. Hvers vegna? Einfaldlega vegna þess að hann þorir ekki að tala AUar ásakanir í hans garð hafa nefnilega verið sannaðar meira en nógu vel og þögn hans hefur staðfest þær enn betur, svo að hann mun hér eftir og til eilifðarnóns mark- aður sannur glæpamaðu.r. Lít- ið nú bara á frambjóðanda ykkar, óháðir kjósendur. Lítið á meinsærismanninn, Mont- anaþjófinn, nábítinn. Þennan deliríumframbjóðanda, þennan vesæla mútugjafa og rógbera. Kynnið ykkur hann innviirðu- lega og takið síðan til athug- unar hvort þið ætlið að kjósa þessa skepnu sem hefur áunn- ið sér langa röð viðumefna fyrir marga andstyggilega gilæþi og þorir ekki að opna munninn til að hera á móti. E” g gat ekki iengur látið kyrrt liggja. Dapur i bragði settist ég niður. til að svara þessum lágkúrulegu ásökunum og fullyrðingum. En ég lauk aldrei því verkefni, því begar næsta morgun kom blað eitt með nýja svívirðilega árásog sakaði rrjig í fullri alvöiru um að hafa kveikt í geðveikra- spítala og brennt inni alla sjúkilingana af því að húsið VAUXHALL BEDFORD UMBQÐIÐ ÁRMÚLA 3 SÍMI 38900 Kaupið Minningarkort Slysavamafélags íslands spillti útsýni úr gluggummín- um. Ég var skelfingu gripinn þegar þetta kom. Síðan varég sakaður um að hafa notað gamla tannlausa ættingja til að búa til matinn á munað- arleysingjahæli sem ég veitti forstöðu. Ég var að ganga af vitinu. Og til að fullkomna þær ofsókni.r sem ég varð fyr- ir skriðu níu tötrum klædd smóbörn af öllum litarháttum upp á ræðupallinn á einum þeirra opinberu funda sem ég hélt og gripu um fætur mína um leið og bau hrópuðu: Pabbi! Þá var mér nóg boðið. Ég dró niður fána xninn og gafst upp. Ég játaði að ég byggi ekki yfir þeim hæfileikum sem til þarf til að standa í kosn- ingabaráttu um ríkisstjóra- stöðu í New York. Ég dró framboð mitt til baka ogsendi tilkynningu um það til kjós- enda <og skrifaði undir með beizkum huga: Bandamaður ykkar, Maxk Twain, sem einu sinni var heiðarlegur maður... OSKATÆKI Fjölskyldunnar Sambyggt útvarp-sjónvarp Sængurfatnaður HVÍTUR OG MISLITUR - * - ÆÐARDÚNSSÆNGUR GÆSADÚNSSÆNGUR DRALONSÆNGUR — * — SÆNGURVER LÖK KODDAVER imðin Skólavörðustíg 21. úr og skartgripir KORNBÍUS JðNSSON skólavördustig 8 SERVÍETTU- PRENTUN , SÍMI 32-101. GRAND FESTIVAL 23” eða 25” KRISTALTÆR MYND OG HLJÓMUR • Me5 innbyggðri skúftu fyrir plötuspilara • Plötugeymsla • Ákaflega vandað verk, — byggt með ianga notkun fyrir augum. • Stórt útvarpstæki með 5 bylgjum, þar á meðal FM og bátabyigju. • Allir stillár fyrlr útvarþ og sjónvarp f læstri veltihurð • -ATHUGIÐ, með einu handtaki má kippa verkinu innan úr tækinu og senda á viðkomandi verkstæði — ekkert hnjask með kassann, iengri og betri ending. ÁRS ÁBYRGÐ Fást víða um landL AðalumboS: EINAR FARESTVEIT & CO Vesturgötu 2. □ SMURT BRAUÐ □ SNITTUR □ BRAUÐTERTUR BRAUÐHUSIÐ éíMACK BAR Laugavegi 126 Sími 24631. Sigurjón Björnsson sálfræðingur Viðtöl samkvæmt umtali Simatími virka ,.aga kl. 9—10 f.h. Dragavegi 7 — SimJ 81964 — SIGURÐUR BALDURSSON hæstaréttarlögmaður LAUGAVEGl 18. 3. hæð. Simar 21520 og 21620. S Æ N G U R Endumýjum gömlu sæng- umar, eigum dún- og fið- urheld ver og gæsadúns- sængur og kodda af ýms- um stærðum. Dún- og* fiðurhreinsun Vatnsstig 3. Simi 18740. (örfá skref frá Laugavegi) Laugavegi 38 Skólavörðustíg 13 * UTSALAN ER HAFIN # ALDREI MEIRA VÖRUVAL * ALDREI MEIRI AFSLÁTTUR ÖNNUMST ALLA HJÚLBARÐAl’JÖNUSTU, FLJBTT BG VEL, MEÐ NÝTIZKU T/EKJUM NT NÆG BÍLASTÆÐI OPID ALLA DAGA FRA kl. 7.30-24.00 HJOLBflRDflVIÐGERÐ KOPflVOGS Kársnesbraut 1 - Simi 40093

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.