Þjóðviljinn - 04.02.1968, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.02.1968, Blaðsíða 6
/ £ SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Sunnwdagur 4. febrúar 1968. Varla er sú tegund afbrota til, stórra eða smárra, að ekki hafi verið beitt í kosningabaráttu á ýmsum tímum til þess að klekkja á ' and- stæðingnum eða tryggja sér at- kvæði — eru um þetta margar bæk- ur og ýmsar merkar. Hér kemur lýsing, sem sögð er furðu raunsæ, á , hrakförum fra»mbjóðanda í banda- rískri kosningabaráttu á ofanverðri öldinni sem leið eftir Mark Twain, s þann þekkta háðfugl. Innan tíðar fer af stað enn ein kosningabarátta í Bandaríkjunum — en það er ekki í því sambandi að frásögnin er birt, við getum sagt það sé af tilviljun. Kosningabardtta Eftir MARK TWAIN P rlr nokkrum mánuðum var ég boðinn ifram við ríkisstjórakjör í New York ríki af lista óiháðra. Mótfram- bjóðendur mfnir voru þeir John T. Smith og Blank J. Blank. Mér fannst ég endilega hafa eitt fram yfir bessa herra- menn: nefnilega nokkumveg- ínn óflékkað mannorð. Það kom greinilega fram i blöðum. að hafi þessir heiðursmenn nokkru sinni vitað, hvað það var að eiga sér gott mannorð þá var sá tími löngu liðinn. Það fór ekki á milli mála, að á síðustu árum höfu þeir tengzt við allar tegundir lágkúrulegra afbrota. Þó var það eitt sem kom í veg fyrir, að ég gæti notið þeirra yfirburða sem ég hafði yfir þá hina. Það sitr- aði eins og fúill lækur um hið bjarta dýpi hamingju minnar: það var hugsunin um að nú yrði nafn mitt hrópað út um allar þorpagrundir ásamt með nöfnum hinna tveggja. Mér gazt æ verr að þessari hugsun og að lokum skrifaði égömmu minni um þetta. Svar hennar kom skjótlega or var mjög skýrt: — Þú hefur aldrei gert neitt það sem þú þarft að skammast þín fyrir. En taktu blöðin og lestu og gerðu þér grein fyrir hvers konar náung- ar þessir herrpr, Smith og Blank, eru. Sxðan getur þú gert það upp við þig hvort þúvilj- ir leggja í þann hórdóm að taka þátt í opinberri kosninga- baráttu ásamt með þeim“. Það var einmitt þetta sem ég hafði verið að hugsa um. Mér kom ekki dúr á auga þá nótt. En þegar öliu var á botninn hvolft, var svo langt komið að ég gat ekki lengur , snúið við. Ég varð að ganga á leiðarenda. Þegar ég fletti bdöðunum lauslega við morg- Mark Twain ásamt þjóni síhum. unverðarborðið rakst ég á eft- irfarandi athugasemd, og ég verð að játa að ég hef áldrei orðið jafn hissa: ekki aðeins skyldugur til að varpa Ijósi yfir þetta mal vegna sjálfs sin heldur , og vegna þeirra kjósenda sem hann nú biðlar til. Ætlarhann að gjöra það ...? Ég var næstum spnjnginn í loft upp af undrun. Var hægt að ímynda sér viðbjóðslegri á- sökun? Og ég sem hafði ekki einu sinni séð Cochin China. Aldrei heyrt minnzt á Waka- wak. Ég þekkti ekki banana frá kengúra. Hvað átti ég að gera? Ég var fokillur en unl leið gat ég ekkert tekið til bragðs. Ég lét daginn líða án þess að takast nokkuð fyrir hendur. Næsta dag kom sama blað með svofeBda klaxjsu: Athyglisvert Við biðjum lesendur aðtaka eftir hinni sérkennilegu þögn sem hr. Mark Twain kýs að viðhafa um meinsæri sitt í Cochin China málinxj. (Það sem eftir var kosningabarátt- unnair talaði þetta blað um mig aöeins sem „hinn alræmda meinsærismarm Mark Twain“). Næsta blað sem lagði eitt- hvað til raiála var Gaz- ette. Það skrifaði: Spurning Meinsæri Kannski vill hr. Mark Twa- in nú, er hann hefur boðiðsig fram til ríkisstjóraembættis, láta svo lítið og útskýra það. hverjir málavextiir vora, er 34 vitni afhjúpuðu hann sem meinsærismann í Wakawak í Cochin China. Þar sór hann falskan eið í því skyni að hafa af fátækri ekkju innfæddri og hjálpai-vana fjölskyldu hennar smáskika af banana- landi. Þetta var þar að auki það eina, sem þau höfðu til að lifa af. Hr. Mark Twain er Gæti hinn nýi framhjóðandi til ríkisstjóraembættis ekki látið svo lítið að skýra það út fyrir samborgurum sínum (þeim sem eru nógu miklir fá- ráðlingar til að villja kjósa han.n), hvernig á því stóð' að nökkrir tjaldfélagar hans i Montána söknuðu á sínum tíma nokkurra verðmætra gripa úr fórum sínum. Sagt er að þessir gripir hafi alltaf fundizt í „kafforti” (gömlu dag- blaði sem hann geymdi ítusk- ur si'nair) hans, Marks Twains. Að lokum voru félagar hans neyddir til að gefa honum smá- áminningu með því að dýía honum í tjöru og velta hon- um upp úr fiðri, og síðan bára þeir hann um tjaldbúðimar á stöng áður en þeir mæltusttil þess við hann að pláss hans í búðunum stæði autt framveg- ' is. — Viltl hr. Mark Twain ekki gefa einhverjár upplýsingar um þetta mál? Gat nú verið hægt að finna upp á einhverju sem iníð- ingslegra var en þetta? Ég hafði aldrei á minni lx'fs- fæddri ævi komið til Montana. (Upp frá þessum degi kallaði þetta blað mig venjulega Mont- anaþjófinn Twain). Ég tók að finna til óstyrks gagnvart blöðunum, ég þorði varla að taka þau upp, rétt eins og maður hefði gran um að það lægi gleraugnaslanga % Mark Twain undir teppi sem maður þarf að nota. Dag nokkum rakst ég á eft- irfarandi pistill: Afhjúpaður lygari Michael O’Flanagan Esq. frá Five Points og hr. Snub Raff- erty ásamt með hr. Catty Malligan frá Water Street, hafa nú staðfest með eiði, að hin vesælmenuskulegu um- mæli hr. Marks Twains ' um að afi heiðraós frambjóðanda vors, .hr. Blank J. Blanks, hg.fi verið hengdur fyrir landráð, enj helber uppspuni og lýgi frá upphafi til enda. Það er heiðvirðu fólki mikill hanns- auki að sjá mann beita svo auvirðuílegri hegðun sér til pólitísks frama. Menn ata hina dauðu auri í gröf þeirra og reyna með þeim þokkalega hætti að svqrta nafn þeirra. Þegar menn hugsa til þeirrar sorgar sem slíkur rógburður bakar afkomendum saklausra manna látinna, f,reistast mað- ur til að hvetja það fólk, sem þannig er hætt og svívirt, að leita réttar síns án tillits til lagabókstafs — en þó: við lát- um hinn seka einan með sam- vizkukvölum hans. (Gerist það nú samt, að ástríðurnar taki völdin af fóllki, svo það í blindri heift valdi rógberan- um líkamsmeiðingum þá leið- iir það af sjálfu sér að enginn dómstóHl mun < dæma það fyrir). Hin magnaða lokasetning varð til þess að ég var fljótur að forða mér úr ból- inu það kvöldið. Ég hljóp nið- ur tröppumar bakdyramegin, meðan „hæddir og svívirtir" menn brutust ' inn um aðal- dymar og brutu húsgögn og rúður í réttlátri reiðd, um leið og þeir höfðu á brott með sér alllt lausafé, Og þó þori ég að sverja að ég hef aldrei sagt illt orð um afa hr. Blanks, já ég hef yfirleitt ekki haft grun um að slíkur maður væri tiL Næsta grein sem vakti at- hygli mína hljóðaði svo: Þokkalegur frambjóðandi Hr. Mark Twain, sem átti samkvæmt áætlun að halda hvassyrta ræðu á fjöldaíundi óháðra í gær, kom alls ekki til fúndarins. I símskeyti frá lækni hans var gefið til kynna, að tveir fælnir hestar hefðu hlaupið yfir hann, að honum , liði mjög illa o.s.frv. — Igngt mál með þvættingi í þessum dúr, Flokkshræður hans reyndu eftiir beztu getu að kingjaþess- um vesælu undanbrögðum óg láta sem þeir vissu ekki, hver var hin raunverulega ástæða fyrir því, að þessi maður, sem þeir hafa kjörið fulltrúa sinn, kom ekki á fundinn. I gær- kvöldi mátti sjá dauðadrukk- inn mann ráfa inn á hótel hr. Twains. Óháðir geta ekki skot- izt undan þeirri skyldu að sanna að þessi skepna hafi ekki verið hr. Twain sjálfur. Nú höfum við þá loksins í bóndabeygju, og þeim skal ekiki takast að komast undan. Rödd fólksins spyr meðþrumu- raust: Hver var þessi maður? Stutta stxind gat ég ómögu- lega áttað mig á því, að einmitt mitt nafn væri nefnt Framhald af 6. siðu. Idöpru ljósi hins síðasta bókmenntahneykslis, sem öllum mun í fersku minni (þetta með hann Guðberg og hestinn) vil ég nota tækifær- ið til að mótmæla öðru bók- menntahneyksli, sem er að vísu miklu eldra, en engu að síður þýðingarmikið. Ég á við Egils sögu Skal'iagríms- sonar og allt það oflof sem borið hefur verið á þá bók af voldugum menningarvit- um um margar aldir. Varla hefur að mínurh dómi nokkur einstakur mað- ur bakað íslenzkri menningu og íslenzkri þjóð annað eins tjón og einmitt höfundur Eglu. Því hvað var það, ef vel .er að gáð, sem hélt lífi í Islendingum um aldir? Það var hin forna drengskapar- og hetjuhugsjón Islendinga- sagna. Eins Og mörgum er kunnugt ornuðu beir sér við þessa hugsjón á iöngum út- mánuðum kúgunaraldanna, þegar skreiðin var uppétin og kýrin geld. En að þessari hugsjón vegur höfundur Eglu með þeirri fágætu lævísi að fáir hafa eftir tekið. Hann dregur þessi verðmæti ofan í svaðið af miskunnarlausri hunzku og fullkomlega nei- kvæðri afstöðu til viðfangs- efna lífsins hér til forna og þáverandi framtíð þjóðarinn- ar, eins og nú skal sýnt fram á. hæð sína í loft upp i öllum herklæðum, jafnt aftur á bak sem éfram og upp í loft, þá fær höfundur Egils sögu sig til að velta sér upp úr ógeð- felldum líkamlegum þörfum neðan þíndar og lætur Egil æla yfir gestgjafa sinn af mikilli fúlmennsku. Þegar aðrir höggva menn í herðar niður, þá krækir Egill úr En Egill sleikir sig með fleðu- skap upp við versta óvinsinn og níðhögg ættar sinnar, Eirík blóðöx, af tómri lífhræðslu (sbr. Höfuðlausn). Hinsvegar notar hann hvert tækifæri til að ginna fé út úr einkavini sínum, Arinbirni, einfaldri og góðri sál. Itógkúraleg ágimd Egils er annars í ætt við bók- menntaviðburði síðustu tíma: lúalagi að gera gys að nátt- úraleysi gamals manns (aft- ur að velta sér á neðan-þindt- ar-sviðinu!!) í stað þess að leyfa persónu sinni að falla með sæmd eða deyja hljóð- látlega að Ioknum löngum starfsdegi. Og þó era ekki öll kurl komin til grafar. Til að spilla hró^ : forns kveð- GEGN BÓKMENNTA HNEYKSU! Þegar íslenzk börn forn efldust að menntum og íþróttum þá fór Egill áfyill- irí þriggja vetra gamall. Þeg- ar aðrir fornmenn sækjahver annan heim með , rausn og skörungsskap, þá rekur Eg- ill þann mann i gegn sem ekki vildi styðja hann í alkó- hólisma. Þegar Gunnar og Kári og aðrir slíkir stukku þeim augun hálfsofandi. Þeg- ar göfgir menn bera harm eftir ættingja sína, þá notar Egill af fullkomnu pólitísku ábyrgðarleysi sér fall bróður síns til að kúga fé út úr Að- alsteini konungi, sem var víst valtur í sessi og mátti ékki við miklu. Fomir drengskaparmenn voru vinir viná sinna og óvinir óvina. skrúfaði ekki Tómas Jónsson öryggin úr ljósatpflunni til að, koma í veg fyrir að leigj- endur hans gætu lesið á kvöldin sér til .menningar- auka? Sannast enn hið fom- kveðna að saman níðdngar skríða. Gegn héilbrigðum fs- lenzkum metnaði. Þá liggur höfundur Egils sögu mjög í nútímastíl ábví skapar íslenzks leggur hann af ásettu ráði í munn Agli (sem stundum gat ort sæmi- lega að því er virðist) bölvað þrugl og endileysu öðru hvora, eins og t.d. vísu sem byrjar þannig: Hann drógs- eil, of eiga gat, sem hild- ingur, heymar spanna — og fræðimenn hafa ekki ráðið enn, enda ekki von. Mál er að linni, ségi ég, og vonandi endurtekur þessi Ijóta saga sig ekki. Eins og fyrr segir, hafa fáir komið auga á það hneyksli sem Eg- ils saga er, nema þá ég og Jón Grunnvíkingur, sem vildi ekki að bók um „þursaskap og á- girnd“_ væri þýdd á önnur mál, íslendingum til smán- ar og svívirðu. Þessi afstaða hefur ekki hlotið stuðning sem skyildi. En þó er nokkur von til þess, að Islendingar séu loks að vakna til skiln- ings á því, að þótt við verðum að þola það að land- ar okkar skrifi um okkur Ijótar bækur og andstyggi- legar öðru hvoru á okkar erfiðu sögu, þá er ekki þar með sagt að við eigum að þeysa þeim yfir heimsbyggð- ina eins og Egill spýjunni. Um það eru síðustu tíðindi af framlagi okkar í' óbundnu máli til bókmenntaráðs Norð- urlanda fagur vottur. — Skáði. x k

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.