Þjóðviljinn - 04.02.1968, Blaðsíða 3
4-
Sumiiudagur 4. fdbirúar 1968 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA J
,LANDRÁÐA-
MAÐURINN"
BENJAMIN
Dr. Benjamin Spock er höf-
■undur þeirrar bókar um bama-
uppeldi sem vinsælust hefur
orðið og mest er mælt með,
hún heitir „Baby and Child
Care“ og hefur selzt í tuttugu
miljónum eintaka. En móður-
sýki sú sem grípur um sig í
Bandaríkjunum vegna styrj-
aldarinnar í Víetnam hefur sín
áhrif á velgengni þessarar
bókar — eftir að ljós varð af-
staða dr- Spocks til striðsins
fær hann bréf sem þessi: „Ég
sendi yður bók yðar aftur“
skrifar móðir ein frá Syra-
cuse, New York. „Þótt pólitísk-
ar skoðanir yðar dragi ekki úr
verðleikum yðar sem vísinda-
manns, þá er ég viss um, að
sonur minn muni ná heilbrigð-
ari þroska undir handleiðslu
bamalæknis, sem ég get bor-
ið virðingu fyrir. Sonur
minn mun vaxa upp í virðingu
fyrir bandaríska fánanum“.
uý ( ý'V ».t>
1 viðtali sem nýlega birtist
í Le nouvel Observateur- segir
dr. Spook að það sé fremur'
sjaldgæft að foreldrar sendi
honum bók hans aftur. „Venju-
lega skrifa menn og segjast
hafa rifið bók mína í tætlur,
eftir að þeir höfðu lesið í tíma-
riti að ég hefði tekið þátt í
friðargöngu". Og hann sýndi
um leið ávarp til ungra Banda-
ríkjamanna, sem hann hefur
skrifað undir, þar sem skorað
er á þá að neita að gegna her-
þjónustu til að mótmæla stríð-
inu í Víetnam. Ég held, sagði
hann, það sé bezta aðferðin tll
að mótmæla stríðinu að berj-
ast opinberlega gegn herkvaðn-
ingu. Ég veit' að það var svip-
uð hreyfing í Frakklandi þegar
dró að endalokum Alsírstríðs-
ins. . . Þegar blaðamanninn
bar að garði var dr- Spock að
búa sig undir síðustu fundi
sína með læknastúdentum við
Western Reserve University og
síðustu heimsókn til barna á
sjúkrahúsi skólans. Hann var
að láta af störfum, selja ein-
býli.shús sitt og setjast að í lít-
illi íbúð á Manhattan. Þá hefði
hann að eigin sögn „meiri tíma
til að berjast fyrir friði“.
Benjamín Spock er „upp-
reisnarmaður“. sem er langt
að kominn. Hann er af gamalli
hollenzkri ætt, sonur forstjóra
við stórt járnbrautarfyrirtæki,
menntaður við Yale og C'olum-
biaháskóla. Hann gerðist barna-
læknir og sálfræðingur og
segir ekki af honum fyrr en
1943 en bá hóf hann að skrifa
fræga bók sína um barnaupp-
eldi. Hún byrjar á þessa leið:
..Þið vitið meira um betta en
þið haldið. Látið það ekki
skelfa ykkur sem sérfræðingar
segja. Það er staðreynd að
ástúð og umhyggja sem for-
eldrar sýna börnum sínum með
eðlilegum hætti er hundrað
sinnum meira virði . . .“
Þegar bókin kom út 1946
þóttu þessar skoðanir allrót-
tækar. Þá var mest notuð bók
dr- Johns B. Watsons um upp-
eldi. „Psychological care of
infant and child“, sem var full
með strangar aðvaranir: „Faðm-
ið aldrei að ykkur börnin, aldr-
ei! Takið þau aldrei á hné
ykkar! Vaggið þeim aldrei í
svefn!“ Bandarískar mæður
voru mjög fúsartil aðkynnasér
bók sem útskýrði fyrir þeim
að ástin væri jafn þýðingar-
mikil og aginn, blíðan ekki ó-
merkari en hreinlætið. Dr.
Spock var ekki sá fyrsti, sem
kom aftur fram með þessar
einföldu hugmyndir, en hann
gat útlistað þær betur en nokk-
ur annar, með þeim hætti að
mæður gátu notið góðs af
heima fyrir, þegar bömin
höfðu dottið á rúmstokkinn
eða neitað að borða annað en
banana. Bókin hefur komið út
í 170 útgáfum og verið þýdd
á 26 tungumál.
m ■nSH; 3Ks. «nt, <r s
Benjamín Spock hafði fyrst
afskipti af stjómmálum
1956 þegar hann féllst á að
vera í forsæti nefndar vísinda-
manna og lækna sem studdu
Adlai Stevenson til framboðs
í forsetakosningunum. Fjómm
árum síðar tók hann bátt í
kosningabaráttu, og studdi þá
Kennedy. Ráðunautar Kennedys
töldu líklégt, að mæður yrðu
fúsar til að kjósa hann, ef þær
sæju hann í fylgd með Spock.
Þeir voru látnir hittast til
myndatöku. Kennedy sagði:
Konan mín er í hópi ákafra
aðdáenda yðar. Spock vafðist
tunga um tönn en konan hans
sagði: Og við höfum miklar
mætur á yður-
Tveim árum síðar bað Kenn-
edy Spock að veita forstöðu
læknanefnd til stuðnings við
„Medicare" (áætlun um sjúkra-
tryggingar, einkum öldruðu
fólki til góða). Þessi nefnd
var ýmsum takmörkunum háð,
því drjúgur fneirihluti banda-
rískra lækna var svarinn and-
stæðingur bessarar áætluriar. Þá
skildi dr. Spock hvað það var
að vera í litlum minnihluta:
flestir starfsbræður hans sneru
við honum bakinu, þegar hann
kom í borðsal sjúkrahúss
Clevelandsháskóla.
Bénjamín Spock hafði jafn-
an fengið hundruð bréfa þar
sem hann var spurður ráða um
barnauppeldi eða honum þakk-
að fyrir bókina. En allt í einu
tók hann að fá bréf frá starfs-
bræðrum sem kölluðu hann
„svikara“ og „kommúnista"
Þetta var góð æfing fyrir það
sem síðar kom, því afstaða
hans til Vietnamstríðsins hefur
stefnt til hans miklu hvass-
yrtari bréfum.
I kosningabaráttunni 1964
studdi Spock Jóhnson. ,,Ég
skammast mín reyndgr fyrir
það nú“, segir hann, „en ég held
ennþá að rhaðurinn geti haft
mannúðlega afstöðu í innan-
landsmálum þótt hann hagi sér
Benjamin Spock: Ég skal fá þá til að hugsa sig um.
Um dr. Benjamin Spock, sem stefnt hef-
ur verið fyrir rétt fyrir að hvetja unga
landa sína til að neita að gegna herþjón-
ustu. — Vinsælastur uppeldisfræðinga —
Ást er meira virði en agi — Uppreisnar-
maður sem er langt að kominn — Stuðn-
ingsmaður Kennedys — Fjandskapur starfs-
bræðra vegna stuðnings Spocks við sjúkra-
tryggingar — Gegn sptengjunni — Guð-
faðir heillar þjóðar með egg í auga —< Ég
er ekki hræddur við að vinna með hverjum
sem er — Hættum þessari hræsni í Viet-
nam — Afskræmd mynd af konimúnism-
anum-
eins og bófi í Vietnam“. Eftir Spock ekkert svar við bréfum
að Johnson var kosinn bauð sínum og sfcnskeytum.
hann Spock til Hvíta hússins
og í fyrstu svaraði hann per-
sónulega áskorunum Spock um
að draga úr hemaðaraðgerð-
um í Vietnam. I dag fær
★ ★ ★
En raunveruleg tímamót í
pólitísku lífi dr. Spocks
urðu er Kennedy tilkynnti að
Bandaríkin rriundu byrja aftur
tilraunir með kjamavopn. „Það .
varð ljóst“, segir hann, „að kapp
hlaupinu yrði haldið áfram þar
til kæmi að kjarnorkustríði, af
tilviljun eða af ásettu ráði. Ég
skildi þá að það yrði hvorki
friður né afvopnun nema fólk-
ið sjálft krefðist þess. Ogsám-
vizka mín sagði, að ég ætti að
gera eitthvað". Nokkrum vikum
síðar gerðist „eitthvað“ —
Spock og kona hans voru i
fararbroddi 200 kröfugöngu-
manna sem fóru um aðalgötu
Clevelands undir vígorðum um
bann við kjamavopnum. ,,Það
var eins og að ganga um nak-
inn“, segir dr. Spock. „Einhver
benti mér á lögreglumenn sem
væru að skrifa niður nafn
mitt sem „niðurrifsmanns" Er
það satt? spurði ég. En maður
venst öllu....“
Síðar fylgdu greinár i blöð-
um um afvopnun og þegar
hernaðaraðgerðir rftögnuðust i
Vietnam færðist dr. Spock ail-
ur í aukana. I ársbyrjun 1965
gengur dr. Spock með 3000 for-
eldrum og bömum til bygging-
ar S.Þ., nokkrum mánuðum
síðar með 20 þús. kröfugöníu-
mönnum til Hvíta hússins, með
meira en 100 þúsund manns
í New York vorið 1966. í maí
1967 er dr. Snock í fararbroddi
fyrir kröfugöngumönnum við
Hvíta húsið, þeir vilja afhenda
Johnson forseta áskorun um að
Bandaríkjamenn verði á brott
frá Vietnam. Uneb'ngur, ef til
vill alinn upp eftir bók hans.
kastar eggi í höfuð honum og
hrópar: Svikari! Og bar stend-
ur bessi maður, nokkurskonar
gíiðfaðir heillar þjóðar, f resn-
úðanum og eggiarauðan drýp-
ur af góðlátlegu andliti hans.
* * ★
Og Spock undirritar ávörp og
tekur þátt í ýmsurn sam-
tökum. Hann tekur sæti í
„Nefnd vegna vietnamskra
bama s(em særzt hafa í strið-
inu“, frámkvæmdanefnd „Þjóð-
arnefndar um nýja stefnu“
(samtaka hinna nýju vinstri-
manna) og „Upplýsinganefnd
þriggja heimsálfa", samtökum
lítils hóps vinstri manna, þ.á.m.
kommúnista sem hefur bað að
markmiði að efla „andheims-
valdasinnaða afstöðu meðal
bandarísku þjóðarinnar".
„Þessir menn ætla að nota
þig“, sagði einn af forvígis-
mönnum SANE, á fundi þar
sem þau samtök neituðu að
taka þátt í friðargöngu sem
Spock, Martin Luther King og
Stokeley Carmichael skipulögðu
í New York. (SANE er hæg-
fara hreyfing sem berst gegn
kjarnavopnum).
„Mér finnst ég ekki vera
notaður", sagði Spock- „Hvernig
á ég að fá^ menn til að skilja
að ég geri einmitt það sem
ég vil sjálfur gera. Sumirmenn
telja mig skrýtinn vísinda-
mann og ábyrgðarlausan. Ef ég
er nytsamur friðarhreyfingu er
það vegna þess að nærvera
min gerir það auðveldara að
fá vissa lítt pólitíska menn
með. Það veit ég vel. En ég
er reiðubúinn að vinna með
hverjum sem er, þótt hann sé
ekki ýkja „ábyrgðarfullur" um
leið og hann er reiðubúinn til
Benjamin Spock og Martin Luthcr King í Washingtcn — Z00 í Oleveland, 20 þúsund í Washington,
100 þúsund í Ncw York.
að reyna að stöðva þetta
grimmilega stríð. Ég er orðinn
eldri en svo að ég hiki við
•að eiga sameiginlegan málstað
með manni eins og Stokeley
Carmichael. Friðarhreyfingin á
að treysta raðir sínar og ekki
kappræða endalaust um það
hver hafi rétt til að vera með“.
Þegar dr. Spock tók að sér
að vera einn af foringjum göng-
unnar í New York, áleit hann
að nærvera sín auðveldaði
samstarf hins hægfara og hins
róttæka arms hreyfingarinnar-
Það þýðir ekki, að hann sé
róttækur sjálfur. Hann kveðst .
vona að repúblikanar velji for-
setaefni, sem er ákveðinn í að
binda endi á stríðið. „En ég
held“, segir -hann, „að ef repú-
blikanar verða nógu heimskir
til að sambykkja stríðið, þá
þuríi að finna friðarsinna í
framboð til forsetakosninga".
Sjálfur vildi hann kjósa hinn
þeldökka blökkumannaleiðtoga
Martin Luther King til fram-
boðs.
★ + ★
Skrif dr. Spocks um friðar-
mál eru hrein og bein eins
og pólitísk viðhorf hans. „Ég
er spurður að því, af hverju
barnalæknir vinni að friðar-
málum. Ég tel bað sé ekki
nóg að vernda börn fyrir far-
andsóttum Pg taugaáföllum. 1
dag er kjarnorkuhættan mest
ógnun við líf á jörðunni. Krist-
ur sagði: Elska skaltu náunga
binn. Það býðir: drepið ekki
framari hatið ekki framar. Það
þýðir: hættum beirri hræsni,
að láta sem við finnum til
með veslings Vietnömum með-
an við köstum sorengjum á
hús beirra og brýr, brennum
akra þeirra og drepum ogslös-
um börn þeirra. Þeir hafa ekk-
ert bað gert okkur að þeir
verðskuldi þessa grimmd. Við
eigum að hætta loftárásum,
draga úr hernaðaraðgerðum á
öllum sviðum og semja við
Vietkong“.
„Ég tala ekki“. bætir dr.
Spock við, „um að bandarískir
herir eigi að verða á brott
umsvifalaust. Ég hef í huga
vopnahlé undir eftirliti. Við
verðum að vísu að halda 'á
brott, en við getum ekki látið
brytja . niður bandamenn okkar.
Við getum ekki búizt við bví,
að stórt ríki eins og Kína
‘leyfi að smáríki næst því verði
híuti af fiandsamlegu hemað-
arbandalagi. Hugsið um alian
þann gauragang sem varð hjá
okkur, begar Kúba varð sósíal-
istaland. Með hvaða rétti get-
um við án afláts vitnað í Mon-
roekenninguna, þegar við neit-
um öðrum um sviouð forrétt-
indi? Bandaríkin hafa greini-
lega sýnt meiri árásarhvggiu
en Kína í þessurr, hluta heims“.
★ * ★
Spock er ekki pasifisti. Hann
samþykkti hernaðaríhlutun
Bandaríkjanna í Kóreu og hef-
ur lýst því yfir að Banda-
ríkin hafi ástæðu til að beita
valdi til að hindra útbreiðslu
kommúnisma ef hann gerist
jafn árásarsinna og nazisminn.
En grein sem hann skrifar
um friðarmál var hafnað af
tylft tímarita, þar á meðal
tímarita, sem hafa boðið hbn-
um stórfé fyrir að skrifa hvað
sem er um böm. Hann hristir
enn höfuðið yfir bréfi sem
hann fékk frá Harper's Maga-
zine: „Þótt ég beri mikla virð-
ingu fyrir hæfileikum yðar sem
læknis og sálfræðings", skrifaði
aðalritstjórinn honum, „vona ég
bér misvirðið ekki þótt ég ef-
ist um að þér séuð iafnfær um
að fjalla um alþjóðamáT'.
„Allar þessar synjanir hafa
oonað augu mín“, segirSpock.
..Ég hef komizt að því. að allir
,,eru með friði, en....“. Ég hef
sagt við sjálfan mig: ég skal
fá þá til að hugsa sig um“.
í grein sinni mótmælir dr.
Spock þeirri afskræmdu mynd
af kommúnisma sem Banda-
ríkjámenn hafa gert. sér- Hann
segir á þá leið. að þegar böm-
um sé kennd nútímasaga eigi
menn að segja þeim frá órétt-
látum árásum kommúnista
eins oe Hví hvernie beir hafi
innlimað ná>Jrannaríki ..En við
Framhald á 9. síðu.