Þjóðviljinn - 18.02.1968, Blaðsíða 12
Norðmenn hlutu sitt sjötta gull í gær
Norskur sigur í 50 km. göngu
sænskur í 10 km. skautahl&upi
Eílesæter vann gönguna, Johnny Höglin hlaupið
GRENOBLE 17/2 — Norðmaðurinn Ole Ellefsæter sigr-
aði í 50 km göngu en Vedenín frá Sovétrík'junum kom mjög
á óvart með því að ná í annað sæti. Keppni í 10 km hlaupi
var ekki lokið er blaðið fór í prentun, en Johny Höglin,
Svíþjóð, hafði þá beztan tíma og hafði skotið skæðustu
keppinautum sínum, Maierog Guttormsen, Noregi, og Verk-
erk, Hollandi, aftur fyrir sig.
Norðmenn ætluðu sér mikinn
hlut í 50 km göngunni. Að henni
bálfnaðri var Ellefsæter í fyrsta
sæti og Reidar Hjermstadt í 3.;
að 40 km loknum var Ellefsæter
fyrstur og Pál Tyldum í öðru
sæti. En það var aðeins Ellefsæt-
er sem hafði þrek til að halda
forystunni, hinir tveir urðu að
slá af og höfnuðu í fjórða og
áttunda sæti. Vedenín frá Sov-
étríkjunum tók einhvern glæsi-
legasta endasprett sem um get-
ur — vann sig upp úr áttunda
sæti eftir 25 km í annað sæti.
Enn furðulegra þykir að Josef
Haas frá Sviss náði í þriðju
verðlaun, en menn höfðu ekki
Svipmynd úr leiknum „Sláturhúsið Hraðar hendur“.
Nýtt leikrit frum-
sýnt í Borgarnesi
Nýtt frumsamið leikrit, „Slát-
urhúsið Hraðar hendur“, verður
frumsýnt í Borgarnesi n.k.
þriðjudagskvöld. Er sýningin á
vegum Ungmennafélagsins
Skallagríms og Lionsklúbbs
Borgamess, en höfundur leikrits-
ins og leikstjóri er Hilmir Jó-
hannesson mjólkurfræðingur.
Leikrit Hilmis, „Sláturhúsið
Hraðar hendur“ er „látustuleik-
ur í tveim þáttum og getur gerzt
hvar sem er og allsstaðar þar
sem slátrun fer fram með ný-
Síðara misseri starfsársins:
Tvennir Bach-tónleikar og
Sálumessa Verdis á dagskrá
Starfsár Sinfóníuhljómsveitar
íslands er nú rúmlega hálfnað og
voru fyrstu tónleikar síðara miss-
eris í síðustu viku. Voru á fyrra
misseri alls níu áskriftartónleik-
ar, oftast fyrir troðfullu húsi, og
á þeim tónleikum sem eftir eru
í vetur verður margt góðra tón-
verka.
Aðalstjórnandi hljómsveitar-
innar verður áfram Bofidan Wod-
isczko og fær í lið með sér ýmsa
fræga einleikara, svo sem píanó-
leikarana André Tsjaíkovský og
John Ogdon. íslenzki cellóleikar-
inn Hafliði Hallgrímsson kemur
í fyrsta skipti fram með hljóm-
sveitinni á tónleikum 18. apríl.
Ronly-Riklis frá ísrael mun
stjórna tónleikum 7. marz og sov-
ézki fiðlusnillingurinn Mikhail
Vaiman mun leika fiðlukonsert
eftir Prokofféff.
*
Hbm frægi Baeh-stjómandí
Kurt Thomas stjórnar einum tón_
leikum í maí, en á öðmm tón-
leikum munu áheyrendur fá að
heyra þau Guðrúnu Kristinsdótt-
ur, Jórunni Viðar, Gísla Magnús-
son og Rögnvald Sigurjónsson
flytja konserta eftir Bach nr. 1,
2, 3 og 4 fyrir píanó og hljómsv.
4. apríl n.k. munu Söngsveitin
Fílharmonía og Sinfóníuhljóm-
sv- taka höndum saman, ásamt
einsöngvurunum Ruth L. Magn-
ússon, Svölu Nielsen, Magnúsi
Jónssyni og Jóni Sigurbjörnssyni
og stjórnandanum dr. Róbert A.
Ottóssyni, í flutningi Sálumessu
Verdis.
tizku- aðferðum“. í leiknum er
mikið af gamansöngvum í létt-
um stíl við þekkt og vinsæl lög
og hefur frú Oddný Þorkels-
dóttir annazt æfingu á söng og
undirleik.
Sviðið er kaffistofa í slátur-
húsinu, þar sem verið er að
byrja að vinna eftir nýja kerf-
inu, alls tíu: Balli, fulltrúi dýra-
læknisins, leikinn af Hilmari Jó-
hannessyni, slátrararnir Alli,
Kalli og Steini,’ leiknir af Eyvindi
Ásmundssyni, Halldóri Sigur-
björnssyni og Geir Björnssyni,
ráðskonu leikur Freyja Bjarna-
dóttir, Jónu gengilbeinu Þórhild-
ur Loftsdóttir, Sigmund bónda
Þórður Magnússon, Val Scheving
rakara og fréttaritara Jón Kr.
Guðmundsson, sláturhússtjórann
Jón Þ. Björnsson og Gest Er-
lendsson, aðkomumann í atvinnu-
leit, Friðjón Sveinbjörnsson.
Flestir þessara leikara voru með-
al þeirra sem þátt tóku í sýn-
ingu ungmennafélagsins á Del-
eríum Bubonis undir stjórn Jón-
asar Árnasonar í fyrra, sem
hlaut frábærar viðtökur.
Höifundur Jeikrit'sins, Hilmir
Jóhannesson mjólkurf-ræðingur,
er fæddur Húsvíkingur, en flutt-
ist til Borgarness fyrir nokkrum
árum. Hann hefur tekið mikinn
þátt í félagslífi í þorpinu og
fengizt talsvert við að semja og
flytja gamanefní í bundnu máli
við góðan orðstír, en þetta er
fyrsta tilraun hans við samn-
ingu leikrits. — S. G.
búizt við honum í fyrstu sætun-
um.
Talið er að menn hafi aldrei
gengið þessa vegalengd jafn
hratt og í þetta sinn. Sigurveg-
arinn, sem færði Noregi sjöttu
gullverðlaunin er 29 ára gam-
all, skógfræðingur frá Heið-
mörk.
Úrslit: 1. Ole EHefsæter, Nor-
egi, 2 klst. 28 mín 45,8 sek. 2.
Vjatséslav Vedenín, Sovétr.,
2.29.02,5, 3. Josef Haas, Sviss,
2.29.14,8, 4. P&l Tyldum, Noregi,
2:29.26,7, 5. Melcher Risberg,
Svíþjóð, 2:29.37,0, 6. Gunnar
Larsson, Svíþjóð, 2:29.37,2,
Von Norðmanna, Fred Anton
Maier, hljóp í fyrsta pari 10 km
og setti nýtt ólympíumet. í
þriðja pari hljóp Hollendingurinn
sterki, Kces Verkerk, sem talinn
var skæðasti keppinautur hans
og varð fljótlega Ijóst að hann
fengi ekki ráðið við hraða Mai-
ers — kom hann í mark með
tíu sekúndum lakari tíma. Þótt-
ust Norðmenn nú vissir um gull-
ið, en þá fór Johny Höglin, sem
hefur verið í mikilli framför að
undanförnu af stað á miklum
hraða, sem honum tókst að halda
til enda og koma á 3/10 úr sek.
betri tíma en Maier í mark —
og tryggja Svíum þriðju gull-
verðlaun sin í þessum leikjum.
Tími Höglins er að sjálfsögðu
nýtt ólympíumet — hið fyrra
átti Knud Johannessen, Noregi
(15 mín 46,6 sek.).
Úrslit: 1. Johny Höglin, Sví-
þjóð, 15.23,6, 2. Fred Anton Mai-
er, Noregi, 15.23,9. 3. Norðmað-
ur, 15.31,8, 4. Per Willy Gutt-
ormsen, Noregi, 15.32,6, 5. Kees
Verkerk 15.33,9.
(hlaupinu var ekki alveg lok-
ið þegar bláðið fór í prentun,
en þeir sigurstranglegustu höfðu
þá allir hlaupið).
Wolfgang Schwartz, Austur-
ríki, varð hlutskarpastur í list-
skautahlaupi karla. Annar varð
Timothy Wood Bandaríkjunum,
Patrick Pera, Frakklandi, þriðji,
og Emmerich Danzer, Austur-
ríki fjórði, en hann hafði forystu
eftir bundnu æfingarnar.
í keppninni á fjórmenntum
bobsleðum sigraði fyrsta - sveit
Ítalíu, fyrsta sveit Austurríkis
varð önnur, Svisslendingar
þriðju og Rúmenar fjórðu.
Karl Schrantz
sigraði í svigi
Um það bil sem blaðið var
að fara í prentun bárust fregn-
ir af úrslitum í svigkeppninni.
Þar sigraði Austurríkismaður-
inn Karl Schrantz en Frakkinn
Jean-Claude varð í öðru sæti og
Herbert Huber. Austurríki varð
í þriðja sæti.
Sunnudagur 18. febrúar 1968 — 33. árgangur — 41. tölublað.
ídag hefst úrslitakeppnin á
Skákþingi Reykjavíkur 1968
1 fyrrakvöld var tefld síðasta
umferð í meistaraflokki á skák-
þingi Reykjavíkur. Úrslit í A-
riðli urðu þaiu að Guðmundur
Sigurjónsson vann Jón Þorvalds-
son, Gunnar Gunnarsson vann
Stíg Herlufsen, Benóný Bene-
diktsson vann Björgvin Víglunds-
son, jafntefli gerðu Jón Páls-
son og Andrés Fjeisted, Stígur
Herlufsen og Hermann Ragnars-
son.
Úrslit í riðlinum urðu því
þessi: 1. Guðmundur 9%, 2.
Gunnar 8l/n, 3.-4. Björgvin og
Benóný 6, 5. Jón Pálsson 5, 6.
Andrés 4%, 7-8. Sigurður og Jón
Þorvaldsson 4, 9. Stígur 3Vi, 10.
11. Hermann og Bragi Halldórs-
son 2.
í B-riðli urðu þessi úrslit:
Björn Þorsteinsson vann Jóhann
Þóri, . Júlíus Friðjónsson vann
Sigurð Kristjánsson, Frank Herl-
ufsen vann Gylfa Magnússbn,
Leifur Jóstéinsson vann Hauk
Kristjánsson (Haukur hætti í
mótinu eftir 5 umferðir og reikn-
ast öllum vinningur gegn hon-
um en hann tapaði þeim 5 skák-
um sem hann tefldi), jafntefli
gerðu Jón Kristinsson og Bjami
Magnússon, Bragi Kristjánsson
sat hjá.
Úrslit í riðlinum urðu því
þessi: 1. Björn 8, 2.-3. Bragi
og Jón 7, 4. Leifur 6%, 5. Bjarni
6, 6.-9. Júlíus, Jóhann Þ., Gylfi
og Frank 41/,, 10. Sigurður 2%
11. Haukur 0.
Úrslitakeppnin hefst f dag og
tefla þessir saman í fyrstu um-
ferð og hs'fa þeir fyrrtöldu hvítt:
Bragi Kristjánsson Dg Björgvin
Víglundsson, Leifur Jósteinsson
og ' Björn Þorsteinsson, Gunnar
Gunnarsson og Benóný Bene-
diktsson, Jón Kristinsson og
Guðmundur Sigurjónsson.
Tvennir barnatónleikar
Á næstunni mun Sinfóníu-
hljómsveit íslands halda tvenna
tónleika fyrir börn á skólaaldri,
tvisvar hvora.
Fram að þessu hefur hljóm-
sveitin ekki haldið neina bama-
tónleika á þessu starfsári, en
sú nýbreytni var tekin upp að
senda tæpan helming hljóm-
sveitarinnar í sex bamaskóla.
Heimsótti hún Melaskóla, Laug-
amesskóla, Laugalækjarskóla,
Vogaskóla, Breiðagerðisskóla og
Öldutúnsskóla í Hafnarfirði. Lék
hún fyrir börnin innan ramma
kennslustundar. Þorkell Sigur-
bjömsson stjórnaði og kynnti
hljómsveitina og tónverkin.
★
f framhaldi af þessum heim-
sóknum mun hljómsveitin efna
til skólatónleika í Háskólabíói.
Er gert ráð fyrir, að bömin
kaupi áskrift á tvenna tónleika
í einu. Fyrri tónleikarnir eru
eftir hádegi mánudaginn 26.
febrúar, en fyrir hádegi þann
27., en síðari tónleikamir verða
haldnir ,í marz, eftir hádegi mið-
vikudaginn 27,, en fyrir hádegi
þann 28. marz. Tónleikar þess-
ir verða augiýstór nánar síðar.
Búnaðarþing hefst
Á morgun, mánudag, kl. 10
f.h. verður Búnaðarþing sett í
Bændahöllinni og er þetta í
fimmtugasta sinn, sem það er
haldið.
Kynning á Nifíungahringnum
eftir R. Wagner i útvarpinu
1 dag hefst viðamikil tónlistar-
og bókmenntakynning í hljóð-
varpinu. Fluttur verður hinn
tröllaukni „Niflungahringur" eft-
ir Richard Wagner, en svo sem
kunnugt er, eru það f jögur stór-
virki: Rínargullið, Valkyrjurnar,
Siegfried og Ragnarök.
Kynningin hefst með því, að
Vilhjálmur Þ. Gíslason flytur er-
indi um Völsungasögu, en það-
an eru ræturnar, sem Niflunga-
hringur" Wagners óx af.
Árni Kristjánsson, tónlistar-
stjóri, mun kynna verkin eitt af
öðru í dag, sunnudag 18 febr., og
þrjá næstu sunnudaga. f kynn-
ingunni verður m.a. fjallað um
hið margslungna táknmál, sem
Wagner beitti í smíði þessara
verka, en táknmálið er lykillinn
að skilningi á „Niflungahringn-
um“.
Árni mun einnig flytja efindi
um Bayeruth og segja frá eig-
in reynslu af Wagner-hátíðinni
þar. Útvarpað verður hljóðritun-
um frá hátíðinni s.l. sumar, en
þar koma fram fremstu Wagner-
túlkendur okkar tíma. '
Umreikna tollpappíra
Framhald af 1. síðu.
og þarf nú að umreikna þetta.
Er nokkuð um að heildsalair
hafi látið bíða að leysa út úr
tolli vörutegundir úr flokkum
sem þeir áttu von á að lækkuðu,
þó ekki nærri eins mikið og
búizt var við, að sögn Ara Jó-
hannessonar yfirmanns Tollpóst-
stofunnar. Lækkanirnar koma að-
eins á vissar vörutegundir og
virðast margir ýmist ekki hafa
pantað þær meðan beðið var
eftir lögunum eða ekki lagt inn
pappírana fyrir þeim. Staðreynd
er allavega að sumair þessara
vörutegunda hafa verið ófánleg-
ar í verzlunum að undanfömu.
Á skrifstofu tollstjóra varunn-
ið við endurútreikning í gær og
fyrradag með öðru, en i toll-
póstinum var unnin eftirvinna
í gær og taldi Ari að hægt yrði
að afgreiða þessar vörur strax
ÚTSALA Á KVENSKÓM
Mónudagur - þriðjudagur - miðvikudagur
Aðeins þessir 3 dagar eftir
Verðið stórlækkar á útsölunni
10%
AFSUÁTTUR
af öllum skófatnaði í verzluninni
MUNIÐ: Aðeins 3 dagar eftir"
SKÓVAL, Austursfrœti 18
(Ey mundssonark j allara)
c