Þjóðviljinn - 25.02.1968, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 25.02.1968, Blaðsíða 2
Öllum nær og fjœr, sem minntust mín á sextugsafmælinu 1. febrúar með heimsókn- um, skeytum, blómum og gjöfum, sendi ég hugheilar þakkir. , Lifið heil og hamingjusöm. KRISTINN JÓNSSON, Hrísateigi 11. \ » 2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 25. febrúar 1968. - '1 = Ný Bergmansmynd gagnrýnd harðlega Hátíi djöflanna Ný kvikmynd eftir Ingmar Bergman „Vargtimman“ var frumsýnd í Stokkhólmi á þriðjudag. og hefur hún hlotið misjafna dóma. Menn játa að myndin sé áhrifamikil, en flestir • gagnrýnendur láta einnig að því liggja. að Berg- man sé í stöðnun, hann hafi staðið í stað síðari ár meðan kvikmyndalistin hefur þrosk- azt áfram og endumýjað sig. Allir eru sammála um að menn þekki aftur flestar sen- umar og persónurnar — einn segir að hér sé mynd sem ínnihaldi margar Bergman- myndir. Max von, Sydow og Liv UTLmann fara 1 með aðalhlut- verkin og frammist.aða þeirra er hið eina sem fær jákvæða gagnrýni. Myndin er um geðbilaðan listamann, sem smám saman færist yfir í sjúklegan heim. sem fullur er með mannætur Kona hans, Alma, reynir að hjálpa honum knúin áfram af ást og afbríðissemi. En eins og búast má við í kvik- mynd eftir þennan sænska meistara lýkur öllu í myrkri og vonlausri veröld þar sem allt ferst. Óttinn og skelfingin ræður ríkjum i þessari mynd. Þar er drengur sem breytist i varúlf og ræðst með kjafti sinum bæði að fé og mann- fólkj. þar er fólk sem slítur af sér andlitið. menn sem rífa Ingmar Bergman úr sér augun og henda þeim í vínglas, þar er fólk sem ligg- ur dautt en vaknar til lífsins á marmaraplötu. Þar eru hrafnar sem flögra yfir þök- um — þetta er í stuttu máli sag’t jólahátíð djöflanna. Viðstaddir frumsýninguna voru gagnrýnendur frá mörg- um löndum og gengu þeir út í harla djúpum þönkum. Edström f Dagens Nyheter 7 segir um mjmdina: Mér virð- 1 ist sem Bergman sé að tala t um það hvaða mynd hörmuleg i ringulreið skelfingar og ótta / getur tekið á sig í einni 1 manneskju. — Svenstedt í 1 Svenska Dagbladet segir l myndina mjög óaðgengilega 7 sakir þess með hvílíkum ) valdsmannsbrag Bergman \ básúnar boðskap siinn út. Hún i opnar sig aldrei fyrir áhorf- 7 andanum. ræðir aldrei um ; sjálfa sig og leyfir því held- \ ur enga umræðu við viðtak- í andann, segir þessi gagnrýn- 7 andi sem bætir því við. að / hann eigi erfitt með að sætta \ sig við þá listrænu sýn og \ mannskiining sem æpi út um allar þorpagrundir, að ver- öldin hafi lokað sig innj í smán og viðbjóði. Mynd þessi hefur þegar verið seld til flestra landa heims. aldrei sagt, að greið gata til mennta hafi verið fátaekri al- þýðustúlku á þessum árum. En samt fór Helga einn vettjir í umglingaskóla þar í sveitinni, sem nokkrir áhugasamir menn höfðu á vegum ungmennasam- takanna. Þetta var á þeim ár- um, sem vakningaaldan mikla reis innan ungmeninafélags- hreyfingarinar í S-Þingeyjar- sýslu, tiV að koma á legg Al- þýðuskóla. En mestur áhugi var einmitt í ungmennafélagi því, sem Helga var í, svo hún var f forustusveit þess fólks, sem bar gæfu til að sjá árangur verka sinna, er AlþýðuskólinTi að Lauguim reis af grunni. Þeg- ar Helga var vart tvítug að árum, fór hún að hetman til að nema og vinna við hjúkrun, m.a. á Vífilsstöðum og Isafirði. Þegar Þuríður systir henn- ar lézt úr lömunarveiki, er hei- tók hana á örfáum dögum, kom Helga heiim, og fór ekki að heiiman um sinn. Það þarf varla að ræða það áfall, sem Helga varð fyrir að missa einu alsystur sína, sem og öðrum aðstandendum. En það náði raunar lengra. Við bömin í næsta nágrenni, sem oft kom- um í Hólábæinn, urðuim þess vissulega vör — þegar unga stúlkan. bjarta og brosmilda var ekki meðal þeirra. sem tóku á móti okkur. Veturinn 1925-6 fór Helga Jakobsdóttir í efriþpkk Al- þýðuskólans á Laugum. Hún gat þó naumast sinnt námi að öllu, vegna þess að það var alltaf leitað til hennar, ef ein- hver varð sjúkur. Enda varð hún svo fljótt vinsæl og virt fyrir starf sitt. að mér fannst nafn hennar hljóma með sérstökum hreim á vöruim fólks. Að loknu námi á Laugum var hún heimá í Hólum — og það kom fyrir, að hún tók sjúldinga heim. Einnig varð hún að fara að heiman og m.a. til að vaka yf- ir fólki, sem vissi, að það var að kveðja fyrir fullt og allt. Og þessu fólki auðnaðist Helgu með sínu andlega þreki, að gera síðustu ævistundir þess létbærari en annars hefði orðið. Helga var nær þrítugu, þegar hún fór öðru sinni til að auka hæfni sína á hjúkrunarsviðinu, og var að heiman í nær eitt ár. En 13. maí 1930, giftist Helga Aðalsteini Aðalgeirssyni bú- fræðingi á Stóru Laugum, sem var sveitungi hennar og ná- granni. Á Stóru Laugum bjuggu þau í átta ár, eða þar til þau byggðu nýbýlið Laugavelli 1938, og fluttu þangað í desember sama ár. — Helgu dg Aðalsteini varð fjögurra barna auðið, en þau eru Þuríður hjúkrunarkona R- vík, Aðalgeir kenmari Akureyri, Halldóra heima á Laugavöllum, bústýra hjá föður sínum, og Hólmfríður búsett á Torfastöð- um í Vopnafirði. Ég var nágranni Laugavalla- fjölskyldunnar-i þrjú ér, áður en ég fór alfarinn úr héraði. Ég minnist þess hve fólk kom oft á heimili þeirra — enda mun enginn hafa séð eftir slíkri heimsókn, því þar var fólk allt- af velkomið. Ég kom þar eitt sinn eftir nokkurra ára fjarveru þá voru böm þeirra komin vel á legg — og mér er það í rninmi, hve þau spiluðu öll vel á orgel, lög eftir fræga snillinga — og hversu fjölskyld- an var samhent í því að láta gestum sínum líða vel. En þó gestakomur væru tíðar á Lauga- völlum var ætfð nóg að starfa, eins og hjá öllu fólki, er á af- komu sína mjög undir sól og regni. En þrátt fyrir það, kom það fyrir ekki sjaldan, að t'l húsmóðurinnar Helgu Jakobs- dóttur var leitað sem fyrr, ef um sjúkleika var að ræða, jafn- vel eftir að hún sjálf var farin að bila á heilsu. — Og nú þegar lífsdegi Ilelgu er Iokið — geri ég mér þess fulla grein, að staða hennar í lífi og starfi verður ekki skip- uð í náinni framtíð. Það hefur verið höggvið skarð, sem ekki verður fyllt. Það er ærið vanda- verk að vera í senn — aflgjafi aukinna mennta — hjúkrun- arkona og húsmóðir á þann veg sem hún. Að slíkri konu er mikill söknuðurj þó mestur þeim sem næstir standa, manni hennar og bömum — og öllum þeim, sem þelíktu hana. Og yf- ir minningu hennar er mikil heiðríkja. Jarðarför Helgu Jaköbsdóttur fór fram að Einarsstöðum í Reykjadal 30. des. s.l. að við- stöddu miklu fjölmenni, að mér hefur verið tjáð — þrátt fyrir slæmt veður — og það vonda færð, að fólk úr nær- sveitum gat ekki komið. En við sem um sinn vorum sveitungar Helgu Jakobsdóttur, sendum kveðju okkar norður yfir öræf- in til manns hennar og bama með þeirri ósk að vetri linrii — og enm nái sól að skína með nýju vori. Gísli T. Guðmundsson. Gefið blóð til að bjarga mannslífum • Blóðsöfnun Rauða kross ís- lands hefur nú starfað i eitt ár, en starfsemin hófst form- lega 1. febrúar 1967. Var þá m.a. tekin i notkun blóðsofn- unarbifreið RKÍ sem farið hef- ur víða um landið og safnað blóðgjöfum. Einkunnarorð söfn- unarinnar er: „Bjargið lífi — Gefið blóð'.“ RKÍ gaf út á sl. ári þrjá bæklinga í sambandi við blóð- söfnunarstarfið sem sendir hafa verið út um allt land ásamt auglýsingaspjaldi sem hvetur almenning til blóðgjafa. Blóð- söfnunin er stærsta verkefnið sem RKÍ hefur með höndum. en það verður ekki leyst nema með góðu samstarfi við al- menning. Ef dæma má eftir áhuga þeim. sem Blóðsöfnun R.K.f hefur verið sýndur víðs- vegar um landið. er fullvíst. að Rauði krossinn mun getá lagt drjúgan skerf til þess að Blóðbankinn, sjúkrahús og læknar landsins, eigi ávallt kost á nægu blóði til hjálpar sjúkum og slösuðum. Einnig er kappkostað með þessari starfsemi, að sem flestir láti skrá sig og flokka .eftir.„Máð' flojkkstegund, og stuðli þannig að öryggi fyrir sjálfa sig um leið og þeir hjálpa öðrum. Blóðsöfnunarbifreiðin hefur farið í reglulegar söfnunar- ferðir bæði um norður- og suð- urland á sl. ári, og heimsótt R.K.-deildir og starfshópa. — Ferðir þessar hafa verið nokk- urskonar tilraunaferðir, áður en gerð verður föst áætlun fyrir blóðsöfnunarferðir bráð- iega. Um 900 blóðgjafir hafa fengizt í þessum ferðum, en árangur verið mjög misjafn í ferðunum. Það er því einlæg ósk R.K.Í.. að allir leggi hönd á plóginn. gefi blóð, og sfuðli með því að auknu öryggi fyrir sjálfa sig og þá, sem eru sjúk- ir eða slgsaðir. Kveðja Helga Jakobsdóttir Helga í Hólum eins og hún var jafnan nefnd á æskudög- um í sveit siimi lézt á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 18. des. s.l. eftir tuttugu ára sjúkdómsstríð, sem hún bar með afburða þreki. Þegar gamlir sveitungar og nágrainnar hverfa sjónum manna, yfir móðuna miklu, er eins og skyndilega syrti — þeg- ar maður veit það með vissu, að maður sér hann ekki aftur, og þannig fór fyrir mér, er ég frétti að Helga Jakobsdóttir væri öll. En þá komu í hug mér atburðir ef til vill sumir hvers- dagslegir þótt í minningunni s<ÍH» þeir bjartir, en þar„á _ég við þær stundir, sem hún átti með samtíðarfólki sínu — og hversu hún varð vinsæl og stór meðal þess, i önn dags og lífs- baráttu — og hversu nún megn- aði að létta undir með þeim, sem erfitt áttu og vera þeim traustvekjandi. Helga Jakobsdóttir fæddist .* Hólum í Reykjadal i S-Þing- eyjarsýslu 2. sept. árið 1900. Foreldrar hennar voru Jakob Sigurjónsson og Hólmfríður Helgadóttir, er bjuggu þar um langt skeið og voru kunn fyr- ir gestrisni og viðmótshlýju langt út fyrir sýslumörk. Helga átti sin æskuár í túni foreldra og^ systkina, en þau voru Þórir, (hann fór ungur til Vesturheims, lézt þar síðastliðið vor), Þuríður flézt um tvítugt). Haraldur, bóndi í Hólum, Garð- ar, bóndi í Lautum. Einnig átti Helga þrjú hálfsystkini, affyrra hjónabandi föður síns4 Þau voru Ámi, bóndi í Skógarseli (®ý- tega látinn), Unnur kemnari op Kristín kennari, báðar heima á Hólum. Móðir þessara þriggia síðasttöldu hét Þuríður Helga- dóttir og lézt nokkru fyrir síð- ustu aldamót. Það er ekki vandalaust að minnast Helgu Jakobsdóttur í stuttri blaðagrein, þessarj fórn- fúsu konu, er. óx upp og mót- aðist af jafn hjartahreinu upp- lagi foreldra og ættmenna sem hún, en fór þó veg síns eigin persónuleika. — Það verður Ný sending Köfíóttar stretchbuxur Staerðir 1 - 8. — Verð frá kr. 112,00 -175,00. R.Ó. BÚÐIN Skaftahlíð 28 — Sími 34925. TILKYNNING FRA HJ. Kol & Salt ' . !\ / ). Framvegis, eða þar til öðruvísi kann að verða ákveðið, mun H.f. Kol & Salt ekki hafa með höndum saltverzlun né rékstur þungavinnuvéla. — Nýstofnað félag, Salt- salan s.f. mun annast saltverzlunina, en Hlutafélagið Hegri rekstur þujngavinnu- vélanna. H.f. Kol & Salt þakkar viðskiptin á undan- fömum árum og vonar að ofangreind félög njóti þeirra í framtíðinni. H.F. KOL & SALT Tilboi óskast í. sendiferðabifreið og nokkrar fólksbifreiðar er verða sýndar að Grensásvegi 9, miðvikudaginn 28. febrúar kl. 1-3. Tilboðin verða opnuð í skrif- stofu vorri klukkan '5. ' Sölunefnd vamarliðseigna. ) /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.