Þjóðviljinn - 25.02.1968, Blaðsíða 5
Sunnudagur 25. febrúar 1968 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 5
Frá ársþingi K.S.Í:
Sambandsstjórn heimilaí ai ráða fram-
kvæmdastjóra—svæðakeppni, getrauna
starfsemi, fjáröfíun o. fl. samþykktir
Síðara sundmót skólanna
háð í Sundhöllinni 7. marz
1 blaðinu sl. / þriðjudag var
sagt nokkuð frá afgreiðslu
stasrstu málanna á ársþingi
Knattspymusambands Islands.
Mörg fleiri mál komu þar fram
og um sum urðu miklar um-
ræður. Þannig urðu miklar og
allbeitar umræður um tillögu
frá knattspyrnuráðunum í R-
vík, Akureyri og Hafnarfirði og
Iþróttabandalagi Vestmanina-
eyja, þar sem stjóminni er
heimilað að róða framkvstj., og
fylgdu tillögunni tillögur um
fjáráflanir til að standa straum
af ráðningu hans. Fyrsti liður
xillagnanna var að fá lækkaða
vallarleigu, en mismunur rynni
til starfsemi KSl. Sýndist ýms-
um að of langt væri gengið að
setlast'til þéss að yfirvöld og
ráðamenn þessara mannvirkja
féllustu á þetta.
Þeir Bjarni Guðnason og
Hjörtur Gunnarsson kváðust
líta á íþróttahreyfinguna eins og
kennslumál, og kváðust þeir
ekkert sjá eftir því þó að þeási
starfsemi væri styrkt svipað og
skólar og kennslumál; hérværi
um að ræða uppeldismál, þar
sem framkvæmdastjórinn gæti
haft sín heillavænlegu áhrif til
Útbreiðslu íþróttarinnar og
leiksins til gagns fyrir uppeldi
unga fólksins sem þangað sæk-
ir.
I sambandi við fjáröflunar-
tillögur i þessu augnaimiði var
bent á «ð efna til getrauna-
starfsemi, halda ágóðaleiki,
vjnnan hú^kn attspy mu mót, og
sétja upp auglýsingaspjöld á
leikvöllum. Allar þessar fjár-
afl^nir yo(ru strikaðar út af til-
lögunrii en málinu síðan vísað
til stjórnarinnar.
Mikill áhugi virtist fyrir því
að ráðinn yrði framkvæmda-
stjóri, en það voru eins og svo
oft áður fjármálin sem á
strandaði, en stjórninni var
sem sagt falið að géra það sem
í hennar valdi stæði að leysa
þetta rriál.
Getrauna-
starfsemi
Fram kr.m sjálfstæð tillaga
frá stjóm sambandsins að henni
yrði falið að kanna möguleika
á því að koma á getraunastarf-
semi til þess að afla samband-
inu tekna. Var tillaga þessi sam-
þykkt einróma. v
Þá voru lagðar iraim tillög-'
ur milliþinganefndar um at-
hugun á föstum tekjum fyrir
Knattspyrnusamband Islands.
Lagði nefndin til að 5 kr. væru
teknar af hverjum aðgöngu-
miða að 1. deildar leikjum og
bikarleikjum KSl og 2 kr af
.barnamiðum. Fjárhagsnefnd
lágði þl að þetta yrði lækkað í
3 kr. af seldum miðum fullorð-
inna. Miðað við svipaða aðsókn
og verið hefur, ætti þetta að
geta orðið um 100 þúsund krón-
ur', og með fjölgun leikja gæti
það orðið allmiklu meira, þótt
heildarútkoman á félag yrði
minni, sem engu skal um spáð
hér. Tillaga þessi var nær ein-
róma saimþykkt.
Leiðsögumaður
í héraði
Tillaga kom fram um það,
að tilnefndur verði sérstakur
maður í hverju héraði þar sem
leikir fará fram og flokkar
heimsækja til keppni, og hefði
hann það hlutverk að taka á
móti keppnisflokkum og greiða
götu þeirra eins og hægt er og
vera þeim til aðstoðar og leið-
beiningar meðan þeir dvelja á
staðnum. Var tillagan einrcma
samþykkt. Tillaga þessi hefur
mikla félagslega þýðingu fyrir
allt samstarf ^aðilanna í land-
inu, en á þessu mun oft hafa
verið brestur, (og þá stendur
eðlilega ekki á kuldahnjóði en
þetta er aðeins gestrisni, sem
oft hefur verið talað um að
væri íslendingum í blóð bobin.
Svæðakeppni
í yngri flokkum
Tillaga kom fram um það að
komið yrði ó svæðakeppni i
knattspyrnu, þar sem 5., 4. og
3. flokkur kepptu á tilteknum
svæðum, en sigurvegaramir af
hverju svæði kæmu svo sam-
an einhversstaðar til að keppa
til úrslita ef svo mætti segja.
Var tillaga þessi byggð á
reynslu sem fékkst í fyrrasum-
ar hér í Kjósarsýslu og Hafn-
firðingar stóðu fyrir, og varð
mjög vinsæl. Var samþykkt að
koma þessu á, til reynslu i
fyrstunni, en það kom þófram
að ef til vill gæti þessi svæða-
keppni komið í stað landsmóta
í þessum flokkum, en ýmsir
töldu að vafasamt væri aðhafa
landsmót fyrir þessa flokka
með því fyrirkomulagi, sem
verið hefur undanfarið vegna
kostnaðar og langra ferðalaga
margra liða.
Er hér vafalaust stigið heppi-
legt skref til eflingar knatt-
spymunni úti um land, qg einn-
ig létt af 'félögunum, ,t,d. hér
i Reykjavík, mikilli vinnu og
tímaeyðilu. Hinsvegar er rétt
að benda á að æfingaleikir fyr-
ir þessa aldursflokka, þar sem
hægt er að gefa mun fleirum
tækifæri til að leika, eru mjög
þýðingarmiklir, og þýrfti að
fjölga þeim. Slíkir leikir bjóða
heldur ekki uppá þá spennu
sem alltaf fylgir mótunum og
stigunum, sem krafizt er.
21 ár í stjórn KSÍ
Eins og getið va.r í þriðju-
dagsblaðinu baðst Guðmundur
Sveinbjörnsson frá Akranesi
undan andurkosningu, þegar að
kosningum sambandsstjómar
kom. Kvaddi Guðmundur sér
hljóðs og ávarpaði fundarmenn.
Þakkaði hann samstarfið við
meðstjórnendur og knattspyrnu-
menn yfirleitt í þessi 21 ár sem
hann hefði verið með í þessu
starfi.
— Á þessum árum hafa
mörg ný andlit bætzt í hópinn,
sagði Guðmundur, og á þessu
þingi em þau fleiri en nokkm
sinni áður. Það er ólíkt um að
litast nú eða fyrir 21 ári, hélt
Guðmundur áfram, og ég tel
mig lánsaman að hafa fengið
tækifæri til að taka þátt í þessu
og fylgjast með í þessari þróun.
Ég hef öðlazt þann skilning að
knattspyrnan stuðli að því að
ala upp betri þjóðfélagsþegna
í þessu landi. Mér finnst gam-
an að því að hafa lagt lóð á
þessa vogarskál, sem miðar að
því að gera fólkið betra og ég
endurtek að ég tel engan vafa.
á þvi að knattspyman geri það.
Ungur var ég með í þvi að
stofna knattspymufélag, og æ
siðan hef ég verið einlægur að-
dáandi knattspyrnunnar. Ég vil
því segja að hún hafi þipjá höf-
uðkosti: I fyrsta lagi karl-
mennsku, í öðm lagi dreng-
lyndi, og i þriðja lagi þjálfar
hún mgnn í þvi að skilja að
samstarf er mönnum nauðsyn-
legt.
Sem mottó orða minna hér,
sagði Guðmundur ennfremur,
vil ég minnast é orð sem féllu
í gær um að unglingalandsleik-
ur væri ekkert aðalatriði. Sum-
ir vom mér ekki sammála, en
ég endurtek, hann er ekkert
aðalatriði, heldur árangur af
starfinu, og mikilvægast er að
leggja grundvöllinn að góðu
starfi.
Að lokum, góðir þingfulltrúar,
það er von mín og ósk að hver
og einn ykkar hafi það fyrst
og fremst í huga að grundvöll-
urinn sé rétt lagður, það er
það þýðingarmesta.
Þingslit
Þegar Björgvin Schram, for-
maður sambandsins, sleit þing-
inu ávarpaði hann Guðmund
Sveinbjömsson og færði honum
innilegar þakkir sambandsins
fyrir hans sénstöku og frábæra
störf í saimbandsstjórninni. Við
hofum dáðst að þér, Guð-
mundur, fyrir áhuga þinn, og
ágætar tillögur i málum knatt-
spyrnunnar, sagði Björgvin.
Að loknu ávarpi sínu til
Guðmundar afhenti Björgvin-
honum snotra gjöf, en fundar-
menn risu á fætur og klöppuðu
án afláts.
Þá kvaddi sambandsforseti
Axel Einarsson og þakkaði góð
störf í 10 ár og ármaði honum
allra heilla sem formanni Hand-
knattleikssambandsins.
Þá bauð hann hina nýju
menn velkomna í stjórni.na, og
þakkaði traustið. Hann þakkaði
starfsmönnum þingsins, Her-
manni Guðmundssyni og Einari
Björnssyni, góð þingstörf.
Björgvin taldi þetta gottþing,
mörg mál hefðu komið fram,
margir tekið til máls og marg-
ir ungir menn mætt sem full-
trúar, og þakkaði sérstaklega
þeim sem vom lengst að komn-
ir.
Ég hef aldrei lofað gulli og
grænum skógum, en ég hef lof-
að að gera mitt bezta, sagði
Björgvin að lokum og sleit
þinginu.
Frímann.
Rætt um hráefni og gerviefni
NÝJU DEHLI 23/2 — A al-
þjóðaráðstefnu SÞ jjm verzlun og
þróunarmál var í dag rætt |um
aðgerðir til að hjálpa hráefnis-
framleiðendum að standast hina
auknu samkeppni við gerviefni.
Fulltrúar fátækra þjóða gagn-
rýndu það, að gerviefni ryðja
sér nú til rúms á hefðbumdnum
mörkuðum þeirra.
Fulltrúi Pakistans kallaði vöxt
gerviefnaiðnaðarins „efnaihags-
lega árás.“ ,
Fulltrúi Indlands lagði til að
iðnríki og alþjóðapeningastofn-
anir taki upp samvinmu við þró-
unarlöndin til að setja upp þró-
unar- og rannsóknanstofnun.
Fulltrúi Japans sagði að ekki
væri hægt að stöðva tæknilegar
framfarir. Hann taldi að hrá-
efnafraimleiðeindur og framleið-
endur gerviefna gætú aðstoðað
hvor annan og tók dæfhi af
framleiðslu hjólbarða þar sem
notaðir eru beztu eiginleikar
bæði gerviefna og efnanna
sjálfra. '
Á þeim rúmum tveim áratugum, sem Guðmundur Sveinbjörnsson hefur átt sæti í stjóm Knatt-
spyrnuráðs íslands, hefuv það oft komið í hans hlut að afhenda verðlaun að loknum landsmótum.
Myndin var tekin á sl. sumri á Laugardalsvellinum, er Guðmundur afhenti fyrirliða Vals, Árna
Njálssyni, hinn eftirsótta Islandsbikar.
Hið síðara sundmót skólanna
1967-1968 fer fraxn í Sundhöll
Reykjavíkur 7. marz n.k. og
hefst ki. 20.30.
Keppt verður í þessum grein-
um:
, #
Sundkeppni stúlkna
6x331/3 m skriðboðsund,
66% m bringusund,
' 33V3 m skriðsund,
33Vs m baksund,
33V3 m björgunars. — Marvaði.
Gagnfr.sk, Austurbæjar, Rvík
vann 1965-‘66 og ‘67 Kongo-
styttuna. 1967 hlutu sigurvegar-
amir 48 stig.
Gagnfr.sk. Keflávíkur hlaut
28 stig og Kennaraskólinn
23 stig.
Sundkeppni pilta
10x33Vs m skrið-boðsund,
66% m skriðsund,
33 % m björgunars. Marvaði,
662/s m baksumd,
100 m björgunarsund og 331/2
metra flugsuhd.
Keppt verður um Kongo-
styttu IFRN, sem Menntaskól-
inn í Reykjavík vann 1966 og
1967. Árið 1967 hlaut Mennta-
skólinn 44 stig. 2. Kennaraskól-
'inn 29 stig og 3. Iðnskóli Hafn-
arfjarðar 27 stig.
Stigareikningur er samkvæmt
því, sem hér segir:
a) Hver skóli, sem sendir
sveit í boðsund og lýkur þvi
löglega, hlýtur 10 stig. (Þó skóli
sendi 2 eða fleiri sveitir hlýtur
hann eigi hærri þátttökustig).
b) Sá einstaklingur eða sveit,
sem verður fyrst, fær 7 stig,
önnur 5 stig, þriðja 3 sþg og
fjórða 1 stig.
Leikreglum um sundkeppmi
verður stranglega fylgt og í
björgunarsundi verða allir að
synda með marvaðatökum.
Tilkynningar urn þátttöku
sendast sundkennumm skól-
anna í Sundhöll Rvíkur fyrir kl.
16 miðvikudaginn 6. marz n.k.
Þær tilkynningar, sem síðar
berast verða eigi teknar til
greina.
Mikið um að vera
Sennilega er óhætt að full-
yrða að aldréi hafi verið jafra
mikið um að vera hjá Taflfé-
lagi Reykjavíkur og riú.
Tvö mót em nú í fullum
gangi en það eru: Úrslita-
keppni Skákþings Reykjavíkur
og Boðsmót T.R.
Nú er lokið þrem umferðum
í hvoru móti og í úrslitakeppni
Reykjavíkurmótsins er staðan
þessi 1. Bragi Kristjánsson 2%
vinn., 2.-3. Jón Kristinsson og
Björn Þorsteinsson IV2 v. og
biðskák, 4. Benóný Benedikts-
son 1 v og biðskák, 5.-6. Andrés
Fjeldsted og Leifur Jósteins-
son 1 v., 7. Guðmundur Sigur-
jónsson % v og biðskák, 8.
Gunnar Gunnarsson 0 v og 2
biðskákir. — Engu skal spáð
um úrslitin, en á það skal bent,
að takist þeim Jóni pg Bimi
að vinna biðskákir sínar eru
þrir menn efstir og jafnir að
loknum þrem umferðum.
Boðsmót T.R. er pokkur ný-
lunda en það er haldið í til-
efni hingaðkomu færeyska
skákmeistarans Rúbek Rúbek-
sen. f þessu móti eru tefldar
7 umferðir eftir Monradkerfi og
hefur hver keppandi 1% klst.
til urmráða fyrir fyrstu 36
leikina en síðan hálftima til
þess að Ijúka skákinni. Að
loknurn þrem umferðum í Boðs-
mótinu er staða efstu manna
þessi: 1.-2. Haukur Angantýs-
son og Jóhann Sigurjónsson 3
vinn., 3. Jóhnnn Þ. Jónsson 2%
vinn., 4.-6. Benedikt Halldórs-
son, Karl Þorleifsson og Jón Þ.
Þór 2 v. Síðan koma hvorki
meira né minna en sjö menn
með l!ó vinning. — Næstu um-
ferðir í baðum mótunum verða
tefldar í dag í skákheimili T.R.
að Grensásvegi 46 og hefst
keppnin kl. 14. Skákáhúgamenn
eru hvattir til að mæta, þvi
baráttan er hörð.
Um síðastliðin * áramót fór
fram í Gautaborg alþjóðlegt
skákmót, tileinkað minningu
Eric Olsson, sem verið hafði
einn helzti forvígismaður
sænskra skákmála um nær
hálfrar aldar skeið. Úrslit
mótsins urðu sem hér segir: 1.
E. Geller (Sovétr.) 7Vj v., 2.
R. Martins 7 v., 3. N. Gaprin-
dashwili (Sovétr.) 6 v., 4. O.
Kinmark (Svíþjóð) 5% v, 5. V.
Jansa (Tékkósl.) 4% o.s.frv.
Sigur Gellers kerriúr engum’á
óvart, hinsvegar er árangur
hins unga skákmeistara Sví-
þjóðar Rolf Martens mjög at-
hyglisverður. Rolf Martens er
rúmlega tvítugur að aldri og
sigraði, öllum á óvart, með yf-
irburðum á skákþingi Svíþjóð-
ar síðastliðið ár. Fyrsta tæki-
færi sitt á alþjóðavettvangi
fékk hann svo á Heimsmeist-
aramóti stúdenta næstliðið sxun-
ar, en þar tefldi hann á fyrsta
borði með mjög góðum árangri
og átti stærstan þátt í því að
Sviar komust í fyrsta skipti í
A-úrslit. Gaman verður að
fylgjast með Martens í fram-
tíðinni, en hér er án efa á
ferð mesta skákmannsefni Svía
um langt árabil. , Við skulum
nú líta á eina skák Martens
frá mótinu í Gautaborg.
Hvítt: V. Jansa (Tékkósl.)
Svart R. Martens
Spánski leikurinn.
1. e4 e5
2. Rf3 Rc6
8. Bb5 a6
4. Ba4 Rf6
5. 0-0 Rxe4
(Vinsældir opna afbrigðisins
fara nú hríðvaxandi).
6. ð4 b5
7. Bb3 d5
8. dxe5 Be6
9. De2 ------------
(Þetta er hið svonefnda Moskvu
afbrigði, sem hefur verið helzti
höfuðverkur áhangenda opna
afbrigðisins siðastliðin 20 ár).
9.------Be7
10. Hdl 0—0
(Þótt furðulegt megi virðast þá
var það ekki fyrr en. fyrir 3-4
árum að sænskum bréfskák-
meisturum tókst að sýna fram
á gildi þessa leiks. Áður léku
menn hér 10. — Rc5 en flest þau
afbrigði sem þá koma upp’enda
í 26—30 leikja ,,teóríum“).
11. c4 bxc4
12. Bxc4 Dd7!
(Þetta er lykilleikurinn í rann-
sóknum Svíanna. Nú fær svart-
ur a.m.k. jafnt tafl).
Framhald á 9. síðu.'