Þjóðviljinn - 25.02.1968, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 25.02.1968, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVHjJINN — Sunnudagur 25. febrúar 1968. Otgefandi: Sameiningarfiokkui aiþýðu - Sosiaiistaflokkurinn. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson. (áb.), Magnús Kjartansson. Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson Framkvstj.: Eiður Bergmann Ritstjóm. aígréiðsla. auglýsingar prentsmiðja: Skólavörðustig 19. Sími 17500 (5 linur). — Áskriftarverð kr. 120.00 á mánuði — Lausasöluverð krónur 7.00, Afí samtakanna pjöldi verkalýðsfélaga, þeirra á meðal flest öflug- ustu verkalýðsfélög landsins, hafa boðað verk- fall frá 4. marz, til að leggja áherzlu á kröfu verka- lýðssamtakanna um verðtryggingu kaupsins. Verð- trygging kaupsins var talin einn aðalávimningur hinna margnefndu júnísamninga 1964, og hafa all- ir kaup- og kjarasamingar síðan verið miðaðir við að verðtryggimgin sem þá var samið um væri og yrði í gildi. Þegar svo ríkisstjóm Bjarna Bene- diktssonar, Gylfa Þ. Gíslasonar og félaga þeirra ákvað í vetur að afnema einhliða ög gegn mót- maelum verkalýðssamtakanna þetta aneginatriði júnísamningajnna 1964, jafnframt því að gerð var stórfelld gengislækkun og nýr.ri verð'hækkana- skriðu sleppt lausri, hlaut verkalýðshreyfingin að svara og freista þess að fá verðtryggingu launa samningsbundina. Við umræðumar á Alþingi ítrek- aði Bjarni Benediktsson hvað eftir annað að hann teldi eðlilegra að verkalýðsfélögin semdu um þetta atriði við atvinnurekendur, og það er það sem nú er venð að reyna. Algert skilningsleysi og þrjózka hinnarþröngu íhaldsklíku, sem raunverulega ræð- ur Vinnuveitendasambandimu velduf því áð samn- ingamenn þess hafa þverneitað að semja um verð- tryggingu kaups. Alþýðusambandsþing hafði ein- róma samþykkt kröfuna um verðtryggingu. Sama hafði þimg Verkamannasambands íslands gert og skorað á verkamanna- og verkakvennafélögin að beita afli samtakanna til að knýja þá kröfu fram. Verkfallsboðunin er því ekki annað en eðlilegt svar verkalýðsfélaganma við hinum ósvífnu undir- tektum Vinnuveitendasambandsins; verkalýðsfé- lögin svara í samræmi við einróma samþykktir æðsta aðila íslenzkrar verkalýðshreyfimgar, Al- þýðusambandáþings. Og krafan er sannarlega ekki úr hófi. Alþýðusamtökin láta sér ekki lynda fólsku- bragð ríkisstjórnarinnar 'að afnoma verðtrygging- uma sem vannst í júnísamningunum 1964. Aðrar kröfur eru lítt á lofti hafðar. Verkalýðsfélögin fara ekki fram á annað en að staðið sé við þá samninga óbreytta sem nú gilda, en verkafólki sé ekki skömmtuð 5% kauplækkun nú um mánaðamótin og verðhækkamaskriðan látin falla bótalaust yfir alþýðuheimilin. J^Jorgunblaðið reynir í gær að lýsa þessum þjóð- félagsátökum í venjulegum reyfarastíl um for- ystumenn verkalýðsfélaganna. Mun sú forystu- grein blaðsins sóima sér vel í safni Morgunblaðs- greina um baráttu alþýðunnar fyrir bættum kjör- um og auknum réttindum. Þar er að vísu ekki flíkað neinni skilningsglætu á því hvað verkalýðs- hreyfing og kjarabarátta er, einungis þusað um Alþýðubandalagið! íhaldsblöðin öskra nú dag eft- ir dag að „fólkið vilji ekki verkföll". En vill’ ekki blaðið birta nöfn þeirra forystumanna Sjálfstæð- isflokksins í verkalýðsfélögum sem vilja kjara- skerðingu, vilja láta sér lynda og sínu félagi þá kjaraskerðingu sem ríkisstjómin og Vininuveit- endasambandið svonefnda hyggst nú skammta yerkamönnum og öðrum launþegum. — s. Fimmtugur í dag: Tryggvi Haraldsson póstvarðstjori Tryggvi Haraldsson póstvarð- stjóri frá Kerlingardal í Mýr- dal er fimmtugur í dag. Á þess- um mérku tímamótum á aevi hans vil ég minnast hans með fáum orðum um leið og ég óska honum allra heilla á kom- andi tímum, konu hans og fjölskyldu. Þar sem landslag \ er mest sérkennilegt af djúpu sam- ræmi lands og hafs — litofnu skrúði. streymandi kulda af jöklum og anda suðursins af hafi, — þar stóð vagga Tryggva, þar fékk hann fyrstu mótun. trausta og örugga, er hefur dugað honum til dáða í hverri raun. Hvergi á fslandi öllu eiga litir íslenzkrar náttúru jafn samofin skil í mótun fegurðar og fyrir vestan Sand í æsku- byggðum' afmælisbamsins. Þess- ir þættir í fegurð sinni, tign og göfgi, eiga líka ríka mótun i skapgerð hans, langtum frem- ur en margra annarra Mýrdæl- inga. Fersónuleiki hans og skapferli eru samofin glæsi- mennsku, karlmennsku og ótrú- legri góðvil<J í garð alls. er lifir og hrærist eftir lög- málum hinnar gróandi festu, er mest hefur orðið til heilla ís- lenzkri þjóð. Tryggvi frá Kerlingardal hvarf ungur að heiman í ham- ingjuleit eins og margir jafn- aldrar hans á líðandi öld. Hann fór fyrst til náms en síðar til atvinnu á fjörrum slóðum. í nokkur ár. var hann lögreglu- þjónn í Reykjavík, en hvarf brátt úr því starfi og gerðist póstmaður í pósthúsinu í Reykjavík. Þar lágu leiðir okk- ar fyrst saman. Ég kynntist Tryggva fljótlega eftir að hann Nýtt stjórnarfrumvarp: Siglingamálastofnun ríkisins stofnsett ■ Á þriðjudaginn var lagt fram á Alþingi stjórnarfrumv. um Siglingamálastofnun ríkis- ins, og fjaliar frumvarpið um nýja stofmm er hafi með hönd- um þau margvíslegu verkefni sem Skipaskoðun rikisins hef- ur nú með höndum. _ í 2. grein frumvarpsins eru talin upp verkefnin sem Sigl- ingamálastofnun ríkisins á að fjalla um á þessa leið: Hlutverk Siglingamálastofn- unar ríkisins er: 1. — *Að vera ríkisstjórninni til ráðuneytis um siglingamál og skipasmíðar. 2. — Að annast eftirlit með nýsmíði skipa, búnaði, breyt- ingum og innflutningi og al- mennt eftirlit skipa og annað samkvæmt lögum um eftirlit með skipum og reglugerðum,^. settum samkvæmt þeim. Smíða- teikningar eru háðar viðurkenn- ingu Siglingamálastofnunarinn- ar. 3. — Að annast framkvæmd alþjóðasamþykkta um öryggi mannslífa ó hafinu, sem ísland er aðili að, og gefa út skips- skjöl fyrir íslenzk skip sam- kvæmt þeim. 4. — Að annast framkvæmd alþjóðahleðslumerkjasamþykkta, $em ísland er aðili að, og á- kveða hleðslumerki skipa og gefa úr hleðslumerkjaskirteini samkvæmt þeim. 5. — Að ákvarða hleðslu- merki fyrir fiskiskip eftir nán- ari reglum, er ráðherra setur. 6. — Að fylgjast með rann- sókn sjóslysa hjá siglingadómi og sjódómi. Rita umsögn um sjópróf til saksóknara ríkisins. Birta árlega niðurstöður rann- sókna á sjóslysum. 7. — Að annast framkvæmd laga um varnir gegn óhreink- un sjávar af • völdum olíu og reglugerða samkvæmt þeim í samræmi við alþjóðasamþykkt um sama efni. sem fsland er aðili að. 8. — Að annast framkvæmd laga og reglna um mælingu skipa, svo og mál, er varða al- þjóðasamþykkt um mælingu skipa. 1. janúar ár hvert. Þar skal og felld hafa verið niður af skipa- skrá á árinu og annan gagn- légan fróðíeik um íslenzkan skipastól. v 9. — Að annast framkvæmd laga um skráningu skipa. Ann- i ast skýrslugerð um íslenzkan skipastól. Gefa árlega út skrá yfir íslenzk skip, miðað við birta skrá yfir einkaleyfisnöfn skipa, skip í smíðum, skip, sem 10. — Að annas.t af fslands hálfu samstarf við Alþjóðasigl- ingamálastpfnunina (IMCO) í samráði við utanríkisráðuneyt- ið, svo og samstarf við aðrar alþjóðastofnanir varðandi þau mál, sem eru í verkahring stofnunarinnar. 11. — Að annast mál, er varða siglingalög og sjómanna- lög, að því leyti sem þau varða ráðningu skipa, skip og búnað þeirra, siglingaöryggí og önn- ur mál, sem ráðuneytið kann að fela stofnuninni, varðandi siglingar og áhafnir skipa. kom í póstinn, og með okkur tókst fljótt hin bezta vinátta, sem aldrei hefur rofnað. Ég fann brátt, að við áttum sam- leið í mörgu. Mér geðjaðist vel hin hispurslausa og drengilega framkoma hans, hinn hlýi andi er ávallt fylgir honum, hin mikla festa er einnlifennist i skapsmunum hans — og þó langtum fremst framsækni hans til aukinnar sóknar í stéttarlegum efnum starfsfé- laganna. Síðar áttu kynni okk- ar og samstofna skoðanir að 1 leiða til meira, sem frægt er orðið og markað hefur tíma- mót i baráttu starfsbræðra og systra í kjara- og launabarátt- unni. , Tryggvi hefur tvívegis verið formaður P.F.Í. f fyrra skiptið var hann formaður á kyrrlátu tímabilá. þegar lítt leyndi á kjark hans og baráttuþrek. En í síðara skiptið varð annað uppi á teningnum. Þá urðu harðar deilur og mikil átök í launamálum póstmanna, sem ullu ' miklum tímamótum og straumhvörfum í launabaráttu opinberra starfsmanna, því P. F.í. knúði þá fram kröfur sín- ar með samtakamætti undir forustu hans. Stórvægilegar launahækkanir ' náðust með stöðvun yfirvinnu og ótrúlegri^ samstöðu stéttarinnar. í þess-®- um átökum reyndi mjög á stjórn hans og kænsku. Hann varð að skipuleggja baráttuna — en þó öllu fremst að fylgj a málunum eftir með málafylgju og rökfestu í umræðum og á samningafundum með valda- miklum og reyndum forustu- mönnum í æðri stöðum. — Þeir síðamefndu urðu að láta síga undan — urðu að semja og lúta hinu skipulagða félagslega valdi, sem var reiðubúið til að láta hinn ósána akur félagslegs jarðvegs opinberra starfsmanna á íslandi fá fagran þlóma, bera ávöxt í ~ samhug og stéttarlegum þroska á vettvangi nýrra bar- áttuaðferða. Þetta tókst á þann hátt að brotið er blað í launa- og kjaramálum ríkisstarfs- manna. sem frægt verður um alla sögu. Ævi og starf Tryggva Har- aldssonar er þegar orðið marg- þætt og margofið sérkennileika þess er alþýðumaðurinn á bezt. Þrek hans i átökum stéttræn- um eru rík í áhrifum og í látleysi sínu og drengilegri framkomu á vinnustað og alls- staðar, sem hann fer. vekur hann athygli og aðdáun. Hann myndi sóma sér jafnt á veldis- stóli, í fögrum garði bóndans og í röðum og forustu fram- sækinna manna í stéttarbar- áttu nútímans. En hlutverk hans hefur orðið það síðast- talda. Þar hefur hann gengið á hólm við ofurefli, unnið sig- ur, borið heilan skjöld og úr hildi, og án þess að kveikja illindi um of, án þess áð mót- staðan bæri þau sár af hólmi, að þau greru ekki við fyrstu líkn. Þetta er að vera sannur sigurvegari — sigurvegari og foringi fyrir liði af stjóm leikkænsku — bera orð af mótstöðunni, er verður meira eftir því sem athugull skoðari kannar það betur, íhugar það meira. Tryggvi Haraldsson er kvæntur frænku sinni, Svövu Hjaltadóttur. Eiga þau sex börn, öll hin mannvænlegustu. Heimili þeirra er fagurt, þar er gaman að koma og dveljast með með þeim og njóta frið- ar hamingjusamrar sambúðar, er byggist á trúnaði, ást og skilningi í góðu fjölskyldulífi. Ég óska vini mínum, Tryggva Haraldssyni, til hamingju með daginn og alls hins bezta á komandi árum. Konu hans og börnum óska ég jafnframt til -hamingju með dagmn, " föður hans og móður og öllum ætt- ingjum og vinum. Jón Gíslason. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■•■•■•■■■■, UNNUR EIRÍKSDÓTTIR: Leikfangaland Kóngurinn í Leikfangalandí býr í hvítri höll í þá höll gengur enginn með svarta sál eða svartan líkama drottningin er hvít og mjúk eins og hunang. Þau eru góð. Þau eru svo góð að þau gleyma engum. Gljáandi fugla senda þau um allan heim og gjöfunum rignir niður: napalmeldum fallegum kúlum sem springa nátthröfnum kynjamönnum gimilegar steikur og hvítfáguð bein finnast á ökrunum. Jafnvel svarthærðum snjóbömum gleyma þau ekki og senda þeim annarlega geisla norður í Skammdegismyrkrið. Svona er fólkið gott í Leikfangalandi. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Norræn frí- merkjasýning í Reykjavík Fyrlr hálfu öðru ári var stofnaður í Reykjavík frí- merkjaklúbbur og hafa meðlim- ir hans sérstakan áhuga á söfn- un frímerkja frá Norðurlönd- um. Strax og klúbburinn var stofnaður gerðist gerðist hann aðili að samtökum sams konar klúbba; Scandinavian Collect- ors Clubs, sem hafa aðsetur sitt í Chicago. Klúbburinn hefur alla tíðhaft á stefnuskrá sirani kynningu ls- lands á alþjóðavetvangi. Strax í byrjun sótti klúbburinn um upptöku í alþjóðasamtök fjí- merkj asafnara, Federation Int- ernational de Philatelie. Á næstu heimssýningu er. haldin verður í Prag dagana 22. juní til 7. júlí 1968 er Island í fýnsta skipti verulega kynnt á slíkri sýningu. Þar sýna 6 íslenzkir aðilar á um 19 fermetrum í 5 deildum sýningarinnar. Tveir vel þekkt- ir íslenzkir frímerkjateiknarar sýna m.a. þar verk sín: Stefán Jónsson, arkitekt pg Halldór Pétursson, teiknari. Er til stóð að Klúbbur Skandi- naviu-safnara hæfi útgáfublaðs bauð tímaritið Frimerki klúbbn- um tvær síður í. hverju blaði. Hefur blað klúbbsins, Safnar- inn, komáð út á bann hátt tvisv- ar sinnum og er upplag hans bví nær 1000. Aðalmálið framundan er nor- ræn sýning f Reykjavík 1970. Þessi hugmynd vár sett' fram í Reykjavík í sumar og hefur þegar fengið byr undir báða vængi á hinum Norðui’löndun- um. Á þessa sýningu má búast Framhald á 9. síðu. 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.