Þjóðviljinn - 25.02.1968, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 25.02.1968, Blaðsíða 7
 Snnnudagur 25. febrúar 1968 — ÞJÓÐVfLJINN — SlÐA 'jf Skúli Guðjónsson á Ljótunnarstöðum skrifar um útvarpsdagskrána: ÞAÐ ER KOMINN TÍMI TIL né rak, og hlustendur voru engu nær í leikslok. Eysteinn mátti vél vita, að Bjarni myndi aldrei meðganga, að hafa sagt bjóðinni ósatt, sem og hitt, að Bjami er allra manna slyngastur i að segja sannleikann hálfan. En hálfsannleikur oftast er, AÐ HUGSA FYRIR VORINU Það var einn morgun, Senni- lega um svipað leyti og Magn- ús Torfi var tekinn út af dag- skrá fyrirvaralaust. Ég hafði lokið við að moka flórinn og gefa kúnum. Ég seildist niður í bartminn og opnaði jítvarpið, þvi ég hugði að klukkan færi að nálgast hálfníu, og þá er ég vanur að hlusta á fréttimar. En þá var Valdimar Ömóifs- son að enda við morguinleik- fimina. Ég bjóst við að Jón Múli myndi kynna eitthvert skemmtilegt lag og hugði gott tiL Svo reyndist þó' ekki, að þessu sinrvi, heldur upphéfust, án nokkumar kynningar, hin fer- Magnús Toríi Ölafsson Steingrimnr J. Þorsteinsson legustu óhíjóð, eitthvert saim- bland af öskri og söng. í fyrstu hugði ég að einhver vitlaus maður, eða ölöður, hefði brotizt inn í útvarpið og tekið hús á Jóni og hélt það raunar enn, eftir að ég fékk greint, hvað öskrað var, en það var .eithvað á þessa leið: Hádagur, hádagur, hádagur er 26. maí í vor! og eittihvað var öskrað fleira en mér fannst það allt vera glórulaus vitleysa. Síðan þetta geriðst hefi ég forðazt edns og heitan eld að opna útvarpið á þessum tíma, en mér hefur verið sagt, að öskrið heyrist oft á eftir leik- fiminni á morgnana og jafnvel einnig um miðjan daginn. Nú skilst manni, að hægri- handar uimferðin sé jafn óum- flýjanlleg og sjálf örlögin, og dauðinn. En er það til of imiklls mælzt, að biðja unl, að þetta hádegis- öskur megi frá okkur víkja. Skynsamlega og með góðri greind, Guð við þig ttúa vildi, segir Ilaligrímur í sínum Pass- íusálmum. Er það kamnski til of mikils mælzt, að þlógdráttarmenn hins nýja siðar tali til lýðsins skyn- samlega og með góðri greind og láti af öllum fíflaskap. Það er raunar furðulegt og næsta hlólegt, að nú, mitt í ö'llu volæðinu og fjórhagsþreng- ingunum, skuli forráðamenn þjóðarinnar telja hana hafa efni á að bregða á leik og kasta sér út í hægrihandarævintýrið.^ Nýr útvarpsstjóri tekur við af VÞG Sitthvað hefur gerzt á vegum útvarpsins frá því fýrir síðustu jól, sumt gott, annað minna gott, eins og gengur, og skal þó fátt eitt nefnt. Vilhjálmtur í>. GÍslason lét af stjóm stofnunarinnar um ára- mótin fyrir aldurs sakir, eins og það er kallað á fínu máli, en á gamlárskvöld flutti hann annál ársins og einn af þeim allra beztu, sem hann hefur flutt. Verður ef til vill vikið nánar 'að honum síðar. Með nýju ári kom svo nýr útivarps- stjóri, Andrés Bjömsson, og virðast allir vera sammála um að þar hafi réttur maður lent á réttum stað. - Hann hefur til þessa haft mjög hljótt um sig og minnist ég þess ekki, að hafa heyrt hann í útvarpinu eftir að hann tók við stjóm þess, nema þegar hann minntist Jóns heitins Magnússonar fréttastj. á mjög smekklegan og viðkunnanlegan hátt. Hið sama verður ekki sagt um formann útvarpsráðs, sem tókst mjög ófimlega, og náði aldrei endunum saman í sinni minningarræðu, þrátt fyrir góð- an vilja. Það kom blátt áfram eins og köld vatnsgusa framan í hlustendur, þegar hann hóf mál sitt með því, að fyrir hundrað árum hefðu Islending- ar ekki frétt um lát kóngsins i Kaupmannahöfn fyrr en eftir hálft ár. Við heyrum það stundum 1 morgunleiðurum Alþýðublaðs- ins, að útvarpið sé orðið miklu frjálslyndara en áöur var. Það er orðið vettvangur fyrir rök- ræður af öllu tagi, og allar skoöanir og öll viðhorf eiga þar ■ formælendur. Reyndar finnst okkur stund- um, sem þeim Alþýðublaðs- mönnum finnist að þeir eigi út- varpið, svona með svipuðum hætti og þeim hjá Morgunblað- inu finnst að þeir eigi þjóðina. En látum það gott heita. Sér eignar smalinn féð, þótt enga eigi hann kindina, segir mál- tækið. Skylt er þó að viðurkenna að nokkuð hefur þokazt til réttrar áttar um frjálslyndi útvarpsins og væri' næstum því viðunandi, hefði meirihluti útvarpsráðs ekki þann slæma vana, að hilaupa út undan sér nokkrum sinnum á ári og gera sig að viðundri frammd fyrir þjóðinni. Meirihluta- samþykkt Svo heyrum við það f morg- unleiðurum dagblaðanna, að þáttur Magnúsar Torfa Ólafs- sonar, Fljótt á litið, hafi verið lagður niður samkvæmt ráðs- ályktun meirihluta útvarpsráðs. Ekki bar þó stjórnarblööun- um saman um ástæðuna fyrir brottfalli þáttarins. Alþýðublað- ið sagði, að maðurinn, Magnús Torfi, hafi þótt leiðinlegur, en Morgunblaðið taldi, að hann hefði haft uppi pólitíska hlut- drægni, og var hvortveggja full- yrðingin án rökstuðnings. Guð náði útvarpið okar, ef hver sá væri þaðan fjarlægður, sem einhverjum kynni að þykja leiðinlegur. Með hliðsjón af því sem stendur í hlustenda- bréfunum, gæti maður ímyndað sér, að innan tíðar myndi Jón Múli standa einn eftir. Ég hefi dálítið velt því fyr- ir mér, hvað Magnúsi Torfa hafi oröið á í messunni, að dómi þeirra Morgunblaðsmanna. Mér er nær að halda, að sá ágæti sálmur Heims um ból hafi orðið honum að fótakefli. Hann sagði frá því í síðasta _þætti sínum, að velþekkt bandarísk söngkona hafi verið iátin dúsa í tukthúsi um síðast- liðin jól, við frekör þröngan kost, sökum þess að hún hafði aðra skoðun á stríðinu í Viet- nam, en þariend stjórnarvöld. Þeim hjá Morgunblaðinu hef- ur fundizt sem oft mætti satt kyrrt liggja, og að íslenzka út- varpshlustendur varðaði and- skotann ekkert um, -þfitt þekkt söngkona syngi Hcims um ból á frekar óviðkunnanlegum stað síðastliðin jóL Nú heyrast Bandarikjamenn að vísu gagnrýndir í útvarpirau, eða þar er skýrt frá því að einhverjir í útlandinH hafi gagnrýnt aiihafnir þeirra, án þess að slys hafi af hlotizt, eða það hafi hlaupið fyrir brjóstið á stjórnariiðinu í útvarpsráði. Hins vegar virðist sem að þess- ir ágæfcu menn geti með engu móti sætt sig við, að Banda- rfkjamönnum og Rússum sé stillt upp sem hliðstæðum. Þá er mælirinn troðinn, skekinn og fleytifullur. En það gerði Magn- ús Torfi. Hann virtist leggja Sigurbjörn Einarsson Vilhjálmur Þ. Gíslason nokkuð að jöfnu dóminn yfir konunnL sem söng Heims um ból í tukthúsinu, og dómana, sem felldir voru yfir rithöfund- um fjórum austur 1 Rússíá, um svipið leyti. Fram í rauð- an dauðann verður að halda fólkinu í þeirri trú, að þótt Bandaríkjamenn kunni að vera pínulítið breyskir,. séu þeir þó snöggt um skárri en Rússar. Misheppnaðar orðræður Það var einhverntíma í síð- asta mánuði, að þeir Eysteinn og Bjami leiddu saman hesta sína í rökstólaþætti og ræddu um forsendur stj órnarsk i pta. Þetta reyndust mjög mis- heppnaðar orðræður. Eysteinn gerðist of veiðibráður og stað- hæfði, þegar í öndverðu, að stjómin ætti að fara frá, sökum þess að hún hefði ekki sagt þjóðinni satt um ástand þjóðar- búsins fyrir kosningar og bví komizt að á fölskum forsend- um. Bjami staðhæfði hins veg- ar, að hann og stuðningsflokk- ar hans hefðu sagt heilagan sannleikann. Þannig þæfðu þeir fram og aftur, svo hvorki gekk óhrekjandi lygi, kveður Stephan G. Ég held, að Eysteinn hefði átt að sækja að Bjarna frá hlið, hefja rökræður um málið al- mennt frá fræðilegu sjónartmiði, kryfja til mergjar allar hugs- anlegar forsendur fyrir þvf að ríkisstjóm ætti að segja af sér, og koma þá í leiðmni að því, hvort ríkisstjóm bæri sið- ferðilegí skylda til að segja af sér,‘ yrði hún uppvís að því að hafa biekkt kjósendur fyrir kosningar, eða farið með vís- vitandi lygi í áróðri sínum. Það hefði verið fróðlegt, að heyra skoðarpr ^ forsætisráðherrans á þvi viðhorfi. Tvennskonar lífsviðhorf Svo skulum við, að lokum, aðeins renna huganum til baka til jólanna síðustu og áramót- anna. Við sleppum að bessu sinni jólaauglýsingunum, jólahug- leiðingum prestanna, jólaleik- ritinu, áramótafuglum útvarps- ins, forsætisráðherranum og forsetanum. Við skulum aðeins í örstuttu máli minna á tvennskonar lífs- viðhorf, næsta olík, er okkur voru flutt um þessar hátíðir. Annað þessara viðhorfa birt- ist okkur í. ræðu biskupsins, þeirri er hann flutti á jólanótt, og í jóiahugvekju Gísla J. Ast- þórssonar. En hitt koen fram annarsvegar í áramótaþætti Vil- hjálms Þ. Gíslasonar, fyrrver- andi útvarpsstjóra, en hinsveg- ar í ágætu erindi Steingríms J. Þorsteinssonar um trúarskáld, og þá í þeim hluta þess, er fjallaði um trúarlíf Matthíasar Jochumssonar. Ef til viU finnst einhverjum það fjarstæða, að setja þá bisk- up og Gísla Ástþórsson niður á sömu þóftuna. Aöt visu m£ tíl sanns vegar færá, að menn þessir eru svona nokkumveg- inn eins ólikir og verða má sem og málflutningur þeirra allur. Þrátt fyrir það komaet þeir, þótt eftir ölíkum leiðum sé, að sömu niðurstöðu, sem sé að maðurinn sé vondur og ger- spilltur niður í tær. Svo sem vænta má, bregð- ast menn þesspr á mjög ólíkan hátt við hinni samedginlegu uppgötvun. Biskupinn kvelst Framhald á 9. siðu. Per Olof Sundman skrifar bók um Nobel Hefur mest dálæti á Snorra □ í eftirfarandí viðtal’i, sem birtist fyrir nokkrum dögum í norska Dagblaðmu segir Per Olof Sundmah, sem nú hefur tékið við bokmenntaverðlaunum Norður- landaráðs, frá áfomum sínum um að skrifa bók um Alfred Nobel, frá þeirri viðleitni sinni að skrifa að- gengilegar og hlutlægar bækur — þar játar hann og að Heimskringla Snorra Sturlusonar sé handbók sem hann leiti oft tii. skrifaði meira að segja bók, en hún var. ékki nógu góð. Hún var prentuð í örfáum eintökum sem handrit. Sundman er ekki enn byrj- aður að skrifa um NobeL en hann hefur dregiö saman mik- ið efni um hann og er fús til að segja margar sögur. Um föður hans, um bræður Al- freds, Robert og Ludvig, sem einnig voru merkar persónur. Ýmsir menn hafa þegar snú- ið sér til hans og boðizt til að hjálpa honum, segja frá. Fróud og Snorri — En hvað um smásagna- Blaðamaðurinm spurði fyrst af öllu hvort Sundman skrif- aði um Alíred Nöbel í þvi skyni að verða frambærilegri til Nóbelsverðlauna. — Nei, þvert á móti. Ég held að maður loki einmitt þeirri leið mcð því að skrifa bók um þann sem stofnaði til Nóbeisverðlaunanna. En hitt er víst, að enginn veit neitt um Nóbel, bara um verðlaun hans og svo að hann fann upp dýnamitið. Ekki að hann var litrík persóna sem haíði mörg áhugamál. Vissuö þér til dæmis jað hann ætlaði sér að gerast rithöfundur’ Hann safnið, sem þér hafið gefið til kynna að von væri á? — Ég er mjög veikur fyrir smásögunni — ég hef gaman af að lesa smásögur ekki sízt vegna þess hve það tekur stuttan tíma. Það er líka þakklátt verk að vinná að smásögu — sé rnaður ekki á- nægður er hægt að umskrifa verkið eins oft og manni sýn- ist. Þess vegna er smásagan einatt betur unnin og full- komnari en lengri verk. En smásögur seljast ekki og rit- höfundur verður að hafa eitt- hvað til að lifa af. Væri það ekki slæmur bisness mundi ég varla skrifa annað en smá- sögur. — Sem rithöfundur hafið þér sérstöðu í hinum sálfræði- legu bókmenntum samtímans. — Sá gamli skratti, Freud, hann gengur aftur hjá mörg- um. Sálfræði er þýðingarmik- il, en ég held að Freud leiði menn á viliigötur. Ég veit ekki meira um mennina en það sem’ ég sé, og metnaður Sundman: skáldskapur og sveitarstjórnarmál minn í bókmenntum er að ! lýsa þeim. Ég hef þá stefnu- skrá að ná til sem flestra með bókum mínum. Þess vegna vcrð ég að sikrifa tungu- mál, som fólkið skilur, og velja mér efni sem er spenn- andi og margir hafa áhuga á. Ég vil gera bækur mfnar að- gengilegur — það er ætlan sem ég lít ekki á sem bók- menntalegan skækjulifnað. , Það form sern ég nota er 1 nánum tengslum við munn- legan flutning. Ég er líka mjög hrifinn af þeim gömlu norrænu sagnamönnum, fyrst og fremst af Sporra. Heims- kringla er handbök mín. Oddviti Per Olof Sundman er ekki aðeins þekktur sem rithöf- undur. Ef til vill tengja jafn- margir nafn hans við sveitar- stjórnarmál. Það leið ekki á löngu áður en hann var orð- inn oddviti í Frostvika, bæn- um sem hann flutti til, til að skrifa þegar hann var orðinn leiður á Stokkhólmi. Hann segist sjálfur hafa orðið for- ystumaður í byggðarlaginu vegna þess að hann var sá eini sem átti ritvél! Nú er hann aftur á kafi i sveitarstjórnanmálum — bæj- arstjómarmaður í Vaxholmog landsþingmaður í Stokkhólms- léni. — Það er erfitt að losna við eitrið úr búknum þegar það er þangað komið. Ég fæst einkum við störf sem lúta að kennslu og skyldum málum. Það er mjög forvitnilegt og ég hef fengið mikinn áhuga á þeim, sem eru ekki eins og við hinir. — Getum við búizt við skáldsögu um þessa reynslu? — Vafalaust mun ég skrifa um þetta efni, og þegar ég minntist á smásöguc er það ef til viU i sambandi við þetta. Að segja frá þeirri átakanlegu reynslu sem mað- ur verður fyrir í „stofnunum“. Maður gleymir ekki þvi fólki sem maður hefur hitt og er skaddað á heila. Sundiman veit ekki sjálfur hvort níunda bók hans verður um þetta efni eða um Nobel. — En ailavega fæ ég um stund starfsfrið með þessum fimmtíu þúsund krónum (bók- mentaverðlaununum), þótt á mínu gamla húsd séu margar sprungur sem þyrfti að fylla. / * i i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.