Þjóðviljinn - 25.02.1968, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 25.02.1968, Qupperneq 12
Q N.k. miðvikudag verður frumsýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur nýtt leikrit eftir Jökul Jakobsson, SUMARIÐ ’37. Leikstjóri er Helgi Skúlason, en þetta er fjórða leikrit Jökuls sem Leikfélagið setur upp. ★ Að þvi er Helgi Skúlason leikstjóri sagði á fundi með blaðamönnum á föstudaginn er hið nýja leikrit Jökuls Jakobssonar, Sumarið ’37, í fjórum þáttum og gerist í Eeykjavík á okkar tímum. Hefur höfundur nú flutt sig úr Vesturbænum, sagði Helgi, og er kominn í fínna hverfi fyrir austan Læk. Persónur eru allt aðrar manngerðir en í fyrri leikritum Jökuls og slær hann' nú á nýja strengi og lýsir fínu slekti hér' í borg, útgerðarmanni og fjármála-. spekúlant og hans fjölskyldu.' ★ Allt leikritið gerist á hálfum sólarhring og koma við sögu fimm persónur: útgerðarmað- urinn, leikinn af t>orsteini Ö. Stephensen, sonur háns, sem tekinn er við fyrirtækin.u og Helgi Skúlason leikur, tengda- dóttirin, leikin af Helgu Bach- mann, dóttir og tengdasonur, í höndum Eddu Þórarinsdótt- ur og Þorsteins Gunnarsson- ar. Leikmynd hefur Steinþór Sigurðsson gert. ★ Sagði Helgi að æfingar við léikritið hefðu byrjað er að- eins tveir fyrri þættirnir voru tilbúnir frá hendi höfundar og voru tveir siðari þættirnir ► skrifaðir samhliða vinnunni við uppsetningu leikritsins. Helgi Skúlason og Helga Bachmann í hlutverkum eínum í leiknum. Sagði Helgi þetta mjög spenn- an,di. vinnubrögð fyrir leikar- ana þrátt fyrir smávegis ó- þægindi. ★ Leikrit það sem Leikfélag Reykjavíkur hefur áður sýnt eftir Jökul Jakobsson hafa öll verið mjög vel sótt. eink- um þó Hart i bak. sem sló öll met. Hin leikritin voru Pókók og Sjóleiðin til Bagd- ad. ir Næstu verkefni Leikfélagsins eru Hedda Gabler eftir Ibsen' sém Sveinn Einarsson leik- hússtjóri setur. á svið og áður hefur verið sagf frá hér í blaðinu. — Ennfremur eru hafnar æfingar á gömlum. vinsælum farsa. Leynimel 13. eftir „Þrídrang". þ.e. þá fé- lagana Harald Á. Sigurðsson. Indriða Waage og Emil Thor- oddsen, en þetta leikrit var -leikið hjá Fjalakettinum 1942 við óhemju vinsældir. Bjami Steingrímsson er leikstjóri en aðalhlutverk eru í höndum Gúðmundar Pálssonar, Jóns Sigurbjörnssonar, Sigríðar Hagalín, Guðrúnar Ásmunds* Þorsteinn Ö. Stephensen og Edda Þórarinsdóttir. — (Ljósmyndir Þjóðv. A. K.), dóttur og Emilíu Jónasdóttur.^ (Ljósm. Þjóðv. A. K.). Sunnudagur 25. febrúar 1968 — 33. árgangur — 47. tölublað. • r ný bók / fjölfræðasafni AB Nýlega er komin út sextánda bókin í Alfræðasafni AB, og nefnist hún HJÓLIÐ. Fjöldi kunnáttumanna hefur átt hlut að samningu bókarinnar undir sér- fræðilegri stjóm Wilfreds Owen, scm hefur staðið fyrir umfangs- miklum samgöngurannsóknum víðsvegar um heim. ýmist á veg- um Sameinuðu þjóðanna eða ein- stakra ríkja. Hefur hann skrifað merkar bækur um vandamál nú- tíma umferðar, en það eru m.a. þau efni, sem Hjólið tekur til að veralegum hluta. Það er Páll Theódórsson eðl;s- fræðingur, sem þýtt hefur bók- ina á íslenzku og skrifar hann jafnframt formála fyrir henni, þar sem m. a. er komizt sv^ að orði: „Hjólið er ein elzta og merkasta uppfinning mannkyns- ins, svp einfalt sem það mætti bó virðast. .Bók þessi rekur sögu þess allt frá því að Súmerar fundu það upp um 3500 árum f Kr. og fram til okkar daga. Hún rekur einnig þróunarsögu samgöngutækjanna, veganna, — járnbrautanna og brúnna. Hún lýsir áhrifum farartækjanna á auðsæld þjóða og þeim þjóðfé- lagslegu breytingum, sem fylgt hafa vexti samgöngutækninnar. Þannig má segja, að saga hjóls- ins sé einnig í reyndinni þróun- arsaga mannkynsins í sfórum dráttum- Samgöngur og menning hafa alla tíð staðið í órofa tengsl- um. Hjólið verður jafnan talin ein frumlegasta. uppfinning, sem gerð hefur verið. Það átti sér enga hliðstæðu eða fyrirmynd' í náttúrunni og gat þess vegna einungis komið fram sem sjálf- stætt sköpunarverk mannshug- ans. En jafnframt hefur það gerzt slíkur áhrifavaldur, að hægt er, framar en með flestu öðru móti, að ráða þróunarstig þjóðanna af þeim hjólbúnu sam- göngutækjum, sem þær hafa í þjónustu sinnd.“ Hjólið er ekki aðeins söguleg frásögn til fróðleiks og skemmt- unan, heldur er þar öllu öðru framar fjallað um tímabæra hluti, sem hverjum nútíma- manni eru persónulega nærstæð- ar. Bókin er 200 bls. og hefur að geyma mikinn sæg mynda, þar á meðal litmyndir á um það bil 80 síðum. Verðið er enn hið sama og verið hefur frá upphafi á bókum Alfræðasafnsins. ÆSt-nefnd semur tíllögur um Á sl. vori hóf Æskulýðssam- bgnú jslands. víðjæHa £agn.ööfljj.n.. m.a. frá Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Frakklandi, Þýzkalandi, Bretlanöi, Sovétríkjunum og Bandaríkjunum. um efni og fyrirkomulag kynferðismála- fræðslu. hvorutveggja innan fræðslukerfis viðkomandi landa svo og um ' annað skipulagt fræðslustarf í þessum efnum. I vetrarbyfjun hafði skrifstofu ÆSl borizt allmikið efni, margt mjög athyglisvert. Skipaði ÆSÍ þá nefnd til athugunar á þessum gögnum og til að gera frumdrög að tillögum um fyrirkomulag og efni þessarar fræðslu hér á landi. I nefndinni eiga sæti: Skúli Möller, sem er formaður nefnd- arinnar, Jón Þ. Hallgrímsson Iæknir, Sigrún Karlsdóttir fé- Iagsráðgjafi, séra Sigurður H.' Guðjónsson, Sigurður B. Þor- steinsson stud. mag., Sólveig Jónsdóttir hjúkrunarkona og örnólfur Thorlacius mennta- skólakennari. Nefndin mun leggja tillögur fyrir fræðsluyfirvöld um fyrjr- komulag og efni kennslu fyrir hina ýmsu aldursflokka auk efni kennsluhandbókar fyrir kenn- ara. Þá mun nefndin einnig at- huga hvort ástæða er til að gefa út leiðbeiningabækling fyrir for- eldra, um hvemig þeir geti bezt frætt börn sín, á mismunandi aldursskeiðum, um ýmis undir- stöðuatriði þessara mála. Nefnd- in mun athuga fleiri atriði, svo sem útgáfu upplýsingabækljngs fyrir unglinga. sem komnir eru upp fyrir vissan aldur o. fl. Hér er um mjög viðamikið starf að ræða, sem krefst ná- kvæms og yfirvegaðs undirbún- ings, og er tillagna frá riefnd- inni því líklega ekki að vænta fyrr en f fyrsta l&gi n. k. haust. Telur .stjórn Æskulýðssambands Islands hér um að ræða mjög veigamikið mál, sem ekki verði lengur dregið að rannsaka skipu- lega. — (Frá ÆSI). Aðalfundnr Iðnráðs Rvíkur • Iðnráð Reykjavíkur hélt að- alfund sinn laugardaginn 3. fe- brúar sl. í Baðstofu Iðnaðar- manna, í Vonarstræti. Gísli Ólafsson, formaður Iðn- ráðsins, flutti ýtarlega skýrslu uth störfin á liðnu kjörtímabdli. Þá gat hann þess im.a. að mikill hluti skjala og annarra gagna Iðnráðs hafi glatazt í eldsvoða þeiim sem varð 10. marz 1967, er Iðnaðarbankahúsið brainn. Stjórn Iðnráðs Reykjavíkur var emdurkosin til næstu 2ja ára, en hana skipa: Formaður: Gísli Ólafsson, bakari. Varaformaður: Ólafur H. Guðmundsson, húsgagna- smiður. Ritari: Valddmar Leon- hardsson, bifvélavirki. Gjald- keri: Ásgrímur P. Lúðvíksson, húsgagnabólstrari og meðstjóm- andi: Þorsteinn B. Jórusson, málari Viðtalið við Eðvarð Framhald af 1. síðu. kvæmasta lausnin fyrir alla að- ila í þjóðfélagi'nu. Ekkert stuðl- ar eins að hófstillingu (í þrójjn efnahagslífsins og það er mikið ábyrgðarleysi að hverfa frá júnísamkomulaginu 1964. Menn skyldu hafa það í huga, að verkalýðshreyfingin er aðeins að fara fram á óbreytta samn- inga með kröfunni um verð- tryggt kaup og verkalýðshreyf- ingin mun aldrei sætta sig við kjaraskerðingu eins og nú er boðað með því að svipta hana vísitölubótum á kaup, og raun- ar er verið að 'fara fram á kauplækkun með því. • Það er ekki sízt með tilliti til framtíðarinriar, að við leggj- um svo mikið upp úr að halda verðtryggðu kaupi. Þannig forð- um við ófriði á vinnumarkaðn- um eins og á árunum frá 1960 til 1964. Þessvegna látum við sverfa til stals með verkfalli. • Það er einmitt vinnufriður- inn í framtðinni, sem við höf- um í huga. — g.m. A.S.B. Framhald af 1. siðu. félagsins 14. þ.m. að veita 18 mannanefnd A.S.Í. umboð til að semja um vísitölubætur á kaup- ið við atvinnurekendur. Enin- fremur staðfesti fundurínn ein- rórna þá ákvörðun trúnaðar- mannaráðs að boða til verkfalls í samráði við 18 manna nefnd A.S.Í. ef þurfi þætti. Eftirfarandi tillaga var sam- þykíkt á fundinum: „Aðalfundur ASB, félags afgreiðslustúlkna 1 brauða- og mjólkurbúðum hald- inn 22. febrúar 1968 skorar á Alþingi að samþykkja frumvarp það til laga uim breytingar á lög- um um atvinnuleysistryggingar sem nú ldggur fyrir þinginu. Leggur félagið ríka áherzlu á að afgreiðslu máls þessa vei'ði flýtt svo sem frekast er kostur.“ OPNUM í' FYRRAMÁLIÐ ÓÐÝRAN SKÓMARKAÐ í Kjörgarði, Laugavegi 59 Seljum milkið magn af kvenskófatnaði fyrir ótrulega lágt verð. — Ennfremur karlmannaskó við mjög hagstæðu verði. Margt og margt fleira. — Komið, skoðið og kynn- izt fjölbreytninni. KJÖRGARÐUR, skódeild Laugavegi 59.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.