Þjóðviljinn - 25.02.1968, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.02.1968, Blaðsíða 3
Sunnudagur 25. febrúar 1968 = ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 3 □ „Við ætlum ekki að eyða tímanum í það að berjast við „Vinstrisósíalista“, segir Kurt Brauer þingmaður Sósíalíska alþýðuflokksins í Danmörku. „Við munum einbeita okkur að því að berjast gegn hægriöflunum í dönskum stjórn- málum og setja fram okkar eigin sósíalísku úr- Viðtal sem Orientering átti við Kurt Brauer þingmann S F flokksins danska og Erik Sigsgaard þingmann Vinstrisósíalista ræði“, segir Erik Sigsgaard þingmaður Vinstri- sósíalista. □ Blað norska SF-flokksins, Orientering, átti við þá sameiginlegt viðtal er þeir voru báð- ir staddir í Oslo nýlega og skýra þeir í því um hvað þeir eru sammála og hvað ósammála. ;v’ Kurt Brauer og Erik Sigsgaard í ráðhúsinu í .Osló, en þar átti frcllamaður Orientering við- ' tai við þá og kallaöi einvígi í mestu vinsemd. Þeir ætla ekki að berjast gegn öorum Vinstrisósíalistar fengu 2 próseiit‘átkvæða og komu fjór- um fulltrúum á þing. Munaði ekki svo mjóu að það lofi engu um framtíðarstarf VS? Sigsgaard (VS): Það sem skipti mestu máli fyrir okkur var að við fengum þó fulltrúa á þing. Ég býst ekki við því að við verðum mjög stór flokkur. En með þeim sjónarmiðum sem við höfum sett fram og með áróðursherferðum okkar geri ég ráð fyrir að við getum reikn- að með nokkrum vexti. Við er- um eini flokkurinn sem skýrt . og skilmerkilega viðurkennir . að hann stefnir að því að breyta ríkj'andi samfélagsskip- an í Danmörku. Þetta er ó- venjulegt markmið í eyrunv al- mennings og hann verður að venjast slíkri framsetningu vandamálanna. Er ekki hætt við að það verði anzi lítið pláss milli SF og kommúnistaflokksins? Sigsgaard (VS): Vinstriflokk- unum í Danmörku hefur ekki i tekizt að skapa sér sterka að- stöðu vegna þess að þeir hafa ekki sett fram skýra stefnu til breytinga á núverandi þjóð- skipulagi. Og ég mótmæli því að við séum á milli kommún- ista og SF. Oft erum .við langt til vinstri við kommúnista, sem halda fram rétttrúnaðarskoðun í viðhorfum til þjóðfrelsishreyf- inga, "og taka ekki sjálfstæða afstöðu t.d. gagnvart viðhorfi Sövétríkjanna til Havanaráð- stefnunnar o.fl. En ég vil taka það fram að við ætlum ekki að fylgja stefnu mótmæláað- gerðanna einna, við ætlum að miða pólitískar gerðir okkar við það þjóðfélag sem við lif- um í. Heldurðú að á næstunnj geti orðið um sameiningu Vinstri- sósíalista og SF að ræða? Sigsgaard (VS): Ég er þess fullviss að eftir svo sem fimm til tíu ár, þegar eldri kynslóð- in í SF hefur vikið — og þá á ég ekki aðeins við gömlu kynslóðina í líffræðilegri merk- ingu, heldur einnig við jþá yngri sem hafast andlega við í fortíðinni — þá verður sam- eining vinstriaflanna möguleg. En i næstu framtíð býst ég við, að flokkarnir verði þrír á vinstri kanti í dönskum stjórn- málum, það er til vinstri við sósíaldemókrata. Brauer (SF): Ég geymi um- mælin um gömlu kynslóðina. Hvers konar flokk vilja Vinstrisósíalistar skapa? Sigsgaard (VS): Við erum þess fullviss að gömul skipu- lagsform duga ekki lengur. Við miðum að því að skapa opnari flokk, þar sem kjósendur og áhugamenn sem ekki þurfa endilega að vera flokksbundn- ir fái meirj áhrif. Við miðum að því að brjóta niður pýra- mídauppbyggingu flokkanna, við viljum meira jafnræði. Þar sem áður var voldugur for- maður viljum við hafa nefnd. Við neitum að eyða mestu af tímp okkar til skipulagsmála; til að safna peningum. Þess í stað viljum við hafa meiri pólitískar umræður. Mun sósíalíski alþýðuflokk- urinn verja miklum tíma til þess að berjast gegn klofnin^s- mönnunum í VS á hinu nýja þingi? Brauer (SF): Nei, þeirri or- ustu var lokið hinn 17. des- ember í fyrra, á landsfundin- um okkar. Ég var á fyrsta þingflokksfundinum eftir kosn- ingarnar og við höfðum hrein- lega ekki tíma til að velta slíku fyrir okkur. Við höfum stefnu- skrá sem við munum reyna að fylgja fram á þingi að svo miklu leyti sem mögulegt er. Við viljum ná raunhæfum ár- angri. /•Sigsgaard: Ég er sammála Brauer; ummæli hans eiga líka við okkur. Það er þýðingar- meira að nota tímann til þar- áttu við borgarana, að beina spjótum sínum að hægriöflun- um, en berjast hver gegn öðr- um á vinstrivængnum. Brauer (SF): Ég tel ekki at- burðina á landsfundi okkar gríðarlega þýðingarmikla. Ég vildi gjarna taka undir vígorð sem SF félaginn Mogens Fog, sem nú er rektor við háskólann í Kaupmannahöfn setti fram í hátíðarræðu: Raunhæfan sósi- alisma hér-og nú. Þetta vígorð er vegvísir fyrir starf okkar. Sigsgaard sagði að hann mið- aði að því að velta núverandi þjóðskipulagi. Einmitt, og með þeim vilja verða menn einnig að sýna, að þeir séu færir um það, en láta ekki orðin tóm duga. Mótmælastefna ein dug- ir ekki í daglegu lífi. Annars er ég sammála Sigsgaard um það, að Vinstrisósíalistar eru ekki 4 milli SF og kommúnista. Danskir kommúnistar eru oft mjög íhaldssamir í viðhorfum. Ég held að það sé ærlegur vilji í nýja flokknum á því að hafa áhrif á þróunina í danskri pólitík. Ég veittj þvi athygli að Sigsgaard lét í Ijós ánægju með það að flokkur hans skyldi þó fá fulltrúa á þing, og taldi það „hið þýðingarmesta fyrir okkur“. Thomas Lund lét það i Ijós við Information að hann hefði orðið fyrir miklum von- ‘ brigðum með það, að Vinstri- sósíalistar skyldu ekki fá fleiri atkvæði. Mér íinnst að hann ætti að leiðrétta ummæli sín eða fá Sigsgaard til þess, því að hann virðist vera á annarri sfcoðun. Hefur Sigsgaard nokkuð að segja um ummæli Bráuers um mótmælastefnu? Sigsgaard (VS): Mörgum virðist að ein af orsökunum fyrir klofningnum í SF hafi verið sú að smátt og smátt færðist flokkurinn svo langt til hægri að hann var talinn af- leggjari af sósíaldemokrötum. Við vildum ekki vera með 1 þessari stefnu. Við miðum að því að vera flokkur sem setur fram sósíalísk úrræði. Hlut- verk okkar er það að sýna að þessi sósfalísku úrræði eru framkvæmanleg. Við ætlum að móta viðhorf okkar í tillögur í löggjafarstarfinu á þingi. Væri hægt að koma á sam- starfi með Vinstrisósíalistum og SF um það að hafa áhi'if á löggjafarstarfið á þingi? Sigsgaard (VS): Ég er ekki viss um að það verði fram- kvæmanlegt í fyrstu. Aksel Larsen verður persónulega að taka á sig mikið af ábyrgðinni á því sem gerzt hefur. Það verður eflaust hægt að ræða um nánari samvinnu, þegar Aksel Larsen ákveður að hverfa úr dönskum stjórnmálum. Hvað segir Brauer um þetta? Brauer (SF): Ég vil ræða þá fullyrðingu Sigsgaards að SF hafi færzt of mikið til hægri. Mér virðist að með samstarfi við sósíaldemókrata og með verkalýðsmeirihluta að bak- hjarli höfum, við haft beztu möguleika til að framkvæma stefnu okkar um „raunhæfan sósíalisma — hér og nú“. Eftir kosningarnar 22. nóvember 1966 hafði ákveðnu marki verið náð. Verkalýðsmeirihluti var mynd- aður af fulltrúum sjónarmiða lengst til vinstri sem núverandi ritstjóri SF blaðsins, Gert Pet- ersen túlkaði og yzt til hægri en þar stóð sósíaldemókratísk- ur borgarstjóri. Til þess að halda þessum meirihluta sam- an og gera hann vinnufæran neyddist SF til að ganga aðeins til móts við önnur sjónarmið. Eftir kosningamar 22. nóvemb- er var maður neyddur til að halda jafnvægi á hnífsegg ef maður átti að gera sér vonir .um að ná einhverju skynsam- legu fram. Það var mjög mikil hætta á því að maður félli niður hvort sem var hægra eða vinstra megin við hnífseggina og eyðilegði þar með það, sem leitazt var við að byggja upp. Mér virðist sem sumir hafi fallið niður vinstramegin á og eftir landsfund SF sem settur var 16. desember í fyrra og með stofnun Vinstrisósíalist- anna. SF stendur aftur á móti enn á egginni en féll ekki nið- ,ur til hægri. Nokkur atriði varðandi Aksel Larsen í tilefni af ummælum Sigsgaards. Mönnum hættir oft til að líta á Aksel Larsen ann- að hvort eins og hann sé í einhverri svimandi hæð, eða sem smákarl afar langt niðri. Aksel Larsen er þýðingarmikill stjórnmálamaður en einnig manneskja. Ég held að bezt sé að koma fram við hann eins og venjulegan mann, sem hægt er að ræða við og er opinn fyrir röksemdum annarra. A.m.k. er þetta min persónulega afstaða og eftir henni fer ég í sam- starfi okkar í þingflokknum. Þegar talað er um ráðríki Aks- els Larsen ættu menn að taka eftir því að einmitt þessa dag- ana var hann að segja af sér formennsku í þingflokknum að eigin ósk. Sigsgaard (VS): Það hefði gert ákveðna hluti auðveldari ef hann hefði gert það fyrr. En nú getur hann dregið sig smám saman í hlé í fullvissu þess að völdin munu halda áfram að vera í höndum þeirra ?em eru yzt til hægri í SF. Hefði hann gert það fyrr mundi for- ystan hafa verið samsett af- fólki með meiri breidd í sjón- armiðunum. Verðaukaskattur, hinn Svo- nefndi moms, verður mjög á dagskrá i Noregi á næstunni. Hver er afstaða ykkar til hans? Brauer: Danski SF flokkur- ínn sveik kjósendur sína með því að fðllast á verðaukaskatt- inn sem flokkurinn hiafði í kosningabaráttunni 1966 sagzt vera andsnúinn. Þegar blaðinu var snúið í þessu máli kvald- ist ég persónulega. En samt tel ég nú að það hafi verið rétt að fallast á verðauka- skattinn. það samhengi sem verður að setja hann í rétt- lætir þetta sjónármið, og sömu- leiðis sú staðreynd áð maður varð að taka tillit til þess hvað hinn sameinaði verkalýðsmeiri- hluti taldi sig þannig koma fram, með tíð og tíma. Sigsgaard (VS): Ég hef eng- in grundvallarsjónarmið gegn óbeinni skattlagnirigu hvort sem um er að ræða söluskatt eða verðaukaskatt. Mér finnst það þýðingarmeira að líta á áhrifin af skattlagningunni hvort sem hún er bein eða ó- bein. Sá mælikvarði sem skipt- ir máli fyrir mig er það hvort öll skattlagningin verður rétt- látari eða ekki, hvórt hún mið- ar að því að jáfna tekjurnar eða ekki. Þess vegna muhu Vinstrisósíalistar fýrirfram ekki snúast gegn ákveðnum tillög- um, en meta það hvort tillög- urnar miði að tekjujöfnun eða ekki. Okkur þótti miður að sósíaldemókratar skyldu halda svona fast í verðaukaskattinn einsog hann var settur frarrp í tillögunni, og við teljum að hann muni ekki stuðla að rétt- látari skiptingu gæðanna. Þetta er grundvöllur okkar sjónar- miða. Aftur á móti er það ekki árangursvænlegt að halda því fram að neyzluskattar séu slíkir að maður verði að berj- ast gegn þeím hvað sem það kostar. Bakú — mið- stöð tyrkneskra fræða í Sovét- ríkjunnm Moskvu — 1 Tungumál af altai-málaflókknum eru mjög i útbreidd á svæði, sem nær frá Litlu Asíu til norð-aust- ur Síberíu. Þessum tungu- málum er skipt í þrjá flokka, tyrknesku, mongólsku og Tungus-Manchu. Um það bil 20 þjóðir í Sovétríkjunum tala þessi mál, meðal annars i Uzbekistan, Kazakhstan, Azerbajdsjan, Túrkmeníu, Kirgisíu, Tataríu, Bashkiríu, Jakútíu og víðar. Auk Tyrkja í Tyrklandi búa þjóðir af tyrkneskum upp- runa í Suður-Azerhajdsjan, i Iran og írak, Uigurar í Kína. Fræðimenn viða um heim hafa löngum haft mikinn á- huga á að kynna sér sögu, menningu, bókmenntir, listir og tungumál, þessara þjóða. Rannsóknii í tyrkneskum fræðum hafa verið mikið stundaðar í Sovétríkjunum undanfarna áratugi, einkum í Azerbajdsjan. Þar er nú ver- ið að vinna að tungumála- atlasi tyrkneskrar tungu, eins hefur verið samið orða- safn azerbajdsjanskrar tungu með skýringum og mállýzku- orðaforða. Fram að þessu hafa sovézk- ir fræðimenn í þessari grein ekki gefið út eigið tímarit, en á þessu ári hefst útgáfa fræðiritsms «Sovétskaja Turk- ologia. og verður það gefið út í Bakú á rússnesku og ensku. Guðrún Kristjánsdóttir. Áróður fyrir umferðar- öryggi á Austurlandi Neskaupstað. — Undanfamar vikur hefur Ólafur Guðmunds- son, lögreglufulltrúi úr Reykja- vík, ferðázt um Austurland á 'vegum Fræðsludeildar hægri umferðar. t ■ Hefur hann efnt til almennra borgarafunda um umferðarör- yggismál. heimsótt barna- og unglingaskóla og flutt þar fræðsluerindi og sýnt kvik- myndir. Hægri umferðina væntan- legu ræðir Ólafur lítið að þessu sinni nema þá á fundum H-nefndanna. en gerir ráð fyr- ir að ferðast um aftur nálægt H-degi að vori og þá auðvitað með áróður fýrir hægri kanti. Síðustu tvo daga hefur Ólaf- ur venð staddur í Neskaup- stað og var fréttamönnum boð- ið á fund hjá honum ásamt H-nefnd byggðarlagsins, en í henni eiga sæti tíu menn frá ýmsum félagasamtökum. Ólaf- ur kvaðst nú hafa gert yfir- reið um Austurland nema fyr- ir sunnan Reyðarfjörð, en í þá átt heldur hann héðan. Til þessa hafi aðsókn að fundum yfirleitt verið mjög góð og hafi mætt allt að 30% íbúa í sum- um byggðarlaganna fyrir ut- an skólafólkið. Allstaðar væri mikill áhugi fyrir bættri um- ferðamenningu og ýmsir hafi tekið til máls. Málhressastir hefðu menn verið á Völlum og í Fljótsdal. Lagfæring á veg- um væri víðast hvar ofarlega í huga manna — ekki sízt ak- reinaskipting á blindhæðum og bættur frágangur við ræsi. — H.G. *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.