Þjóðviljinn - 25.02.1968, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 25.02.1968, Blaðsíða 6
9 (j SlÐA — ÞJÓÐVTLJINN — Sunnudagur 25. febrúar 1968. Rögnvaldur Hannesson: Kína að SÞ og íslenzk utanríkisstefna i i Hi Ein er sú röksemd sem mæl- ir með því að Peking-stjórnin taki sæti Kína hjá Sameinuðu þjóðunum. Hún er einfaldlega, að sú stjóm ræður óumdeilan- lega yfir Kína og þeim á að gizka 800 miljónum, sem það land byggja. Á þeim nær tutt- ugu árum, sem liðin eru síðan kommúnistar náðu völdum i Kína, hafa miklar efnahags- legar framfarir orðið í land- inu, og það er nú komið i tölu kjamorkuvelda. Þetta eru við- bótarrök fyrir því að Kína- stjóm taki sæti meðal annarra stórvelda í Sameinuðu þjóðun- um, svo sem ráð var fyrir gert í upphafi.- Engu af þessu virðist íslenzka rikisstjórnin neita. Engu að síður greiddi ísland atkvæði gegn aðild Peking-stjórnarinn- ar að S.t>. í Morgunblaðinu 26. janúar s.l. birtist greinargerð um þessa afstöðu Islands eftir Hannes Kjartansson sendiherra. Það er ómaksins vert að at- huga nokkru nánar þær for- sendur, sem íslenzka ríkis- stjómin byggir afstöðu sína á. A: „Stjórn mín hefur ekki stutt og mun ekki styðja neina tillögu sem gerir ráð fyrir aðild Alþýðulýðveldis- ins Kína annars vegar og þrottvísun Lýðveldisins Kína úr samtökunum hins vegar“. Emil Jónsson á allsherj- arþinginu i haust. „Tillagan um aðvísabrott fullgildum aðila samtak- anna, virtum aðila sem inn- an Sameinuðu þjóðanna 4 sér feril, seim er fyllilega sambærilegur við ferfi ann- arra rikja, er mjög alvarlegt mál, sem ekki er hægt að taka létt á eða afgreiða með einföldum meirihluta." HannesKjartansson á alls- herjarþinginu. , Utan S.þ. er þó ferill „lýð- veldisins Kína“ lítt sambæri- legur við feril annarra ríkja. Þrátt fyrir dyggan stuðning Bandaríkjamanna varð ríkis- stjórn Sjang-kæ Séks að hrökkl- ast úr landi við lítinn orðstír og hefst nú við á eyjunni For- mósu eða Tai-Wan undan Kína- ströndum í skjóli bandaríska flotans. Lýðveldið Kína er hvergi til í raunveruleikanum, allt tal um að vísa því á brott úr samtökunum e. út í hött, Spumingin er, hvort viður- kenna beri þau stjómarvöid, sem verið hafa í Kina í nær tvo áratugi. Sú spurning hlýt- ur að vera þýðingarmeiri en spurningin um virðuleika þeirra diplómatcf, sem flytja mál Sjang- kæ Séks í S.þ. með allri virð- ingu fyrir þeim. Lesendur taki vel eftir orða- laginu „alvarlegt mál. sem ekki er hægt að taka létt á eða af- greiða með einföldum meiri- hluta* *“ Hér er annað og meira á ferðinni en venjuleg ábyrgð- artilfinning. Bandaríkin lögðu mikla áherzlu á að þipgið úr- skurðaði tillöguna um aðild Pekingstjórnarinnar „alvarlegt Ivögnvaldur Hannesson 'mál“. Slikar tillögur þurfa Vs hluta atkvæða til að hljóta samþykki. Með því móti gátu Bandaríkin örugglega komið f veg fyrir aðild Pekingstjófn- arinnar. íslendingum brástekki að þjóna undir húsbændur sína frekar en fyrri daginn. B: „Öskar hún (þ.e. Peking- stjórnin) að taka sæti hjá Sameinuðu þjóðunum? Og ef svo er, þá við hvaðaskil- yrði? Yfirlýsingar, sem borizt hafa frá Peking og hinir furðulegu atburðir, sem gerzt hafa í Alþýðu- lýðveldinu Kína á síðustu 1—2 árum, gefa okkur gilda ástæðu til þess að sýna var- kámi í þessu máli“. Nú mætti ætla, að hugsan- legt áhugaleysi Pekingstjórnar- innar að taka sæti Kína i S.þ. væri fyrst og fremst alvörumál samtakanna. Meðan fjölmenn- asta stórveldi heims vantar í hópinn, eru S.þ. minni alþjóða- samtök en ella; gildi þeirra og starfsvið minna en ella. Á sín- um tíma settu Sovétrikin skil- yrði fyrir að vera með í sam- tökunum, en nærvera þeirra þótti sjálfsögð. og er sannar- lega ekki erfitt að gera sér i hugarlund, hvað S.þ. væru miklu þýðingarminni samtök eí Sovétríkin væru þar ekki með. Ef íslenzka sendinefndin hefði haft áhuga á að fylgja sjálf- stæðri stefnu í S.þ. hefði hún t.d. getað borið fram tillögu um að viðræður yrðu hafnar við Pekingstjómina um aðild og skilyrði fyrir aðild. Orðalagið um hiná „furðu- legu atburði" er svo óljóst, að ómögulegt er að sjá hvaðaþýð- ingu þeir eiga að hafa i þessu sambandi. Varla getur verið átt við endurkomu Sjang-kæ'Séks; á hana trúir enginn, og sízt virðast völd Maós hafa verið í hættu fyrir menningarbylting- unni. „Furðulegir atburðir" ger- ast hjá hinum stórveidunum líka, t.d. hin blóðuga borgara- styrjöld i ýmsum stórborgum Bandaríkjanna s.I. sumar, og hin miðaldalegu réttarhöld yfir ungu menntafólki í Sovétríkj- unum nú í vetur. C: „Á síðasta ári hinsvegar breyttu ríkin, sem að alb- önsku tillögunni stóðu, orða- lagi hennar lítillega frá því sem verið hafði. þannig að nú var tryggt, að sérhvert 'aðildaffíki, sem óskaði áð greiða atkvæði með þvi að Alþýðulýðveldið Kína fengi aðild að samtökunum mundi um leið, hvort sem það vildi það eða ekki, greiða at- kvæði með því að vísa brott Lýðveldinu Kína“. Hannes Kjartansson á allsherjarþinginu. Fróðlegt væri að fá þessa orðalagsbreytingu nánar skýrða og báðar tillögurnar nákvæm- lega þýddar, svo sjá mætti, hversu þung þessi orðalags- breyting er á metunum. Sam- kvæmt tímaritinu Pax í Osló hafa tillögurnar allt frá 1951 a.m.k. falið í sér aðild Peking- stjórnarinnar í stað stjómar Sjang-kæ Séks. Er og vandséð á hverju íslenzka ríkisstjórnin hefur byggt þær vonir sínar, að tvær kínverskar ríkisstjómir gætu átt aðild að S.þ. Enn er ekki vitað til þess, að Sjang-kæ Sék hafi stofnað sjálfstætt ríki á Formósu, heldur gerir hann kröfu til að vera talinn stjórn- andi Kínaveldis alls, þótt hann eigi að vísu í tímabundnum erf- iðleikum að halda uppi röð og reglu í ríki sínu. Ef hann hins vegar gerir þetta, þá yrði það ríki að öllum líkindum að heita einhverju öðru nafni en „lýð- veldið Kína”. Á þessa „lítillegu" orðalags- breytingu sem ástæðuna fyrir sinnaskiptum íslenzku ríkis- stjómarinnar verður þess vegna mátulega trúað að sinni. Hins vegaf hafa Bandaríkin haft vaxandi áhyggjur útaf því, hvort takast mundi að útiloka Peking-stjómina frá S.þ. lil lengdar. Er því ekki ólíklegt, að hin auðmjúkari fylgiríki þeirra, sem ekki greiddu þegar atkvæði gegn aðild Peking- stjómarinnar, hafi orðið fyrir vaxandi þrý’stingi. A.m.k. er erfitt að trúa því, að utanrfkis- ráðherra Islands sé í sjálfu sér meira á móti Peking-stjórn- inni en utanríkisráðherra Portúgal, en það land sat hjá. Ekki eru það allir, sem reyna að sverja þessa afstöðu Islands í ætt við skynsemina. Nýlega er kjominn frá New York Kristján Albertsson fulltrúi í sendinefnd íslands hjá S.þ. Morgunblaðið á viðtal við hann 24. jan. s.l. Viðtal þetta er eitt þeirra, sem skrifuð era af svo mikilli andagift, að á köflum er erfitt að átta sig á hver á viðtal við hvern. Kristj- án setur fram þá .kenningu að til séu työ Kína, Taiwan-Kína og Meginlands-Kína. Sam- kvæmt þessu gætu við aðrar aðstæður orðjð til tvö Banda- rfki, Meginlands-Bandaríki og Hawaii-Bandaríki. Tai-Wan hefur ekki ætíð tiTheyrt Kína- veldi og 1895—1945 tilheyrði hún Japönum. Þá ræðir Kristján um árásar- hneigð Kínverja, og telur her- för þeirra inn í Tíbet til marks um hana. Tíbet hefur af og til og óslitið frá 1720 tilheyrt Kínaveldi, og varð sjálfstjórn- arsvæði innan Kinaveldis frá 1912. Um byltinguna og enda- lok lénsveldis munka verður ekkj rætt hér. Enn eru bar- dagar Kínverja og Indverja taldir bera vott um árásar- hneigð þeirra fyrrnefndu, Á bardagasvæðinu töldu Kín- verjar sig eiga rétt á landi. sem Bretar tóku af þeim með því að’ draga hina svonefndu McMahon-línu á landabréf 1913—14. Samkvæmt kortum bandaríska flughersins er hið umdeilda svæði kínverslít land. Verður sá aðili tæplega sakað-' ur um að draga taum Peking- stjórnarinnar um of. Hinsveg- "1 . \ IlliiÉ 'L . pú;. f i;: iilllpi 'í'Iíih ,.h '!!n;:i!| -ÍT Æk. ar létu Kínverjar hjá líða að leggja undir sig Assam eftir að vörn Indverja hafði brostið. Ekki skal því haldið fram, að atburðir þesár beri vott um sérstaka friðarást. En þaðværi tvimælalaust til bóta í veröld- inni í dag, af árásarhneigð stórvelda héldi sig innan landa- mæra þeirra. Því miður er þvi ekki að heilsa með voldugasta stórveldi okkar tíma, Banda- ríkin. Þau hafa eftir lok síðari heimsstyrjaldar háð tvær við- bjóðslegar styrjaldir, í Kóreu og Vietnam, ráðizt inn í Guate- mala, Kúbu og Dóminíku, og þjálfa nú flokka til skæruhern- • aðar í Suður-Ameríku. Viðhorfi þeirra til Kína má llýsa með eftirfarandi dæmisögu. Hún er höfð eftir sænska rithöfundin- um Jan Myrdal 'og gerðist á ráðstefnu Kínasérfræðinga í Chicago í fyrra: — Mao hefur rangt íyrir sér, sagði Halperin írá Harvard, áhrifamikill ráð- gjafi, sem talaði eins og bók yfir morgunkaffinu meira að - segja. Ef Bandaríkin þurrka út borgirnar og iðnverin með kjamorkuvopnum geta Kín- verjar haldið lengi áfram að berjast úti á landsbyggðinni, það er rétt hjá honum. En. ef við þurrkum út kínversku landsbyggðina líka, hvar eiga þeir þá að halda áfram? — Vill nú ekki Kristján leggja til að þetta ófriðsama stórveldi verði rekið úr „samtökum friðelsk- andi þjóða“? Kristján lætur sér ekki nægja að draga heimskulegar álykt- anir, hann fer einnig rangt með staðreyndir. Kínverjar réðust ekki á Suður-Kóreu, það gerðu Norður-Kóreumenn einir, að svo miklu leyti sem óhælt er að fullyrða um, hvort n»rð- an- eða sunnanmenn hafi byrj- . að. Þátttaka Kínverja í styrj- öldinni byrjaði löngu eftir að Bandaríkjamenn höfðu skorizt í leikinn og höfðu nærri náð allri Norður-Kóreu á sitt vald. Samkvæmt Genfarsáttmálanum írá 1954 á ekkert sjálfstættríki rétt á sér í Suður-Vietnam, heldur skyldi landið sameinað að undangengnum frjálsum kosningum. Bandaríkjamenn töldu ekki á þær hættandi, heldur studdu gerspillta klíku til valda undir forustu Diems. Hún varð svo marghötuð, að andspyrna hófst um allt land- ið gegn henni, og Þjóðfrelsis- fylkingin var stofnuð 1960. Að lokum var Diem klikuforingi myrtur af eigin mönnum, að öllum líkindum að ráði CIA. Innrásin að norðan er banda- físk uppfinning gerð til að rétt- læta árásirnar á Norður-Vieí- nam. Eftir að þær hófust og Bandaríkin þannig byrjað ó- yfirlýst stríð á hendur Norður- Vietnam, þá og þá fyrst fóru n.orður-vietnamskar , hex'sveitir að sjást i Suður-Vietnaim. Ef Kristján hefur gaman af þýzk- um hliðstæðum, þá liggur einna næst að taka dæmi af íhlut- un Sovétríkjanna í uppreisn- inni í Austur-Berlín 1953. Það er þó grunur minn, að hann muni ekki allskostar kunna að meta, hve skjótt og vel Rauði herinn kom sjálfstæði Austur- Þýzkalands til hjálpar, og woru þó eyðilegging og mannfall hé- gómi einn miðað við Vietnam- stríðið. Ekki verður hjá því komizt áð viðurkenna, að val Kristjáns Albertssonar sem fulltrúa ís- lands á allsherjarþingi S.þ. hafi tekizt vel. Þeir. sem ekki hafa annað til málanna að leggja en marghrakinn og út- þvældan bandarískan áróður, snúa við staðreyndum og draga heimskulegar ályktanir, eru verðugir fulltrúar íslenzkrar utanríkisstefnu eins o hún er x dag. Lundi, 10. febrúar 1968, Rögnvaldur Hannesson. Hvernig féllu atkvœði? Yfirlit yfir atkvæðagreiðsl- ur á allsherjarþinginu um að- ild Peking-stjórnarinnar að S. þ.: 1965 1966 Með aðild 47 46 Móti aðild 47 57 Með -% meirihluta 56 Engin slík Móti % meirihl. 49tillaga Eftiríarandi ríki greiddu' at- Itvæði með aðild 1963 og/eða 1966: Afganistan Albanía Alsír Búlgaría Burma Búrundi *) Hvíta-Rússland Ceylon Kúba Danmörk Eþíópia Finnland Arabíska samb.lýðv. Frakkland Ghana Gínea Indland Indónesía *) írak Jemen Júgósiavía Kambodía Kenya Kongo (Brazzaville) Malí Marokkó 2) Máritanía Mongólía Nepal Nígería Noregur Pakistan Pólland Rúmenía Senegal ‘) Miðafríkulýðveldið *) Sierra Leone 3) Singapore 2) Sómalia Sovétríkín Stóra-Bretland Súdan Svíþjóð Sýrland Tanzanía Tékkóslóvakía tíganda Úkraiua _ Ungverjaland Zambía. Eftirfarandi ríki greiddu atkvæði á móti, 1965 og/eða 1966: Argentina Ástralía Belgía, Bolivía Brazilía ' I Kanada 2) Chile ‘) Kólumbía Costa-Rica Dahomey Dóminíka Filabeinsströndin EI Salvador Equador Gabon Gambía Grikkland Guayana ‘) I Guatemala Haiti Honduras Iriand lsland *) lsrael Italía Japan Jórdanía Kína Kongó (Leopoldville) Lesotho 4) Líbería Líbya 4) Lúxemborg Madagaskar Malavi. Malasia Malta Mexíkó. Nýja-Sjáland Nicaragua Níger Panama Paraguay Filippseyjar Rúanda 4) Saudi-Arabía *) Miðafríkulýðveldið *) Sierra-Leone a) Spánn Suður-Afríka Thafland Togo Tyrkland Uruguay Venezúela , Bandaríkin Efri-V.olta *) Tók ekki þátt í atkvæða- greiðslu 1965. •2) Tók ekki þátt í atkvæða- greiðslu 1966. 3) Með 1965, á móti 1966. Heimild: Tímaritið PAX. O&ló. /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.