Þjóðviljinn - 25.02.1968, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 25.02.1968, Blaðsíða 10
10 StoA ~ ÞJÖÐVELJXMN — Sunnudagur 25. fdbrúar rasa. SAKAMÁLASAGA Eftir J. B. PRIESTLEY 19 — Þú heyrðir hvað ég sagði um þær áðan. Ég segi það enn. Hún spratt á faetur, rjóð og reið. — Ég fékk nóg af ákúrunum hjá Salt lækni og systur þinni. Ef þú ætlar að byrja líkai,' þá 6kaltu hugsa þig um tvisvar. Þá verð ég að biðja þig að fara. Hann var lfka staðinn upp og nú gekk hann nær henni. — Nei, það gengur ekki, sagði hún aðvarandi. — Hvað gengur ekki? — Ekkert flangs. Ég er ekki f skapi til þess. Þetta lítur kannski ekki út eins og hnefa- leikahringjr, en oft hefur það minnt á boxkeppni. Annað hvort setjumst við aftur og tölum sam- an — t>g þá kæri ég mig hvorki um óþægilegar spumingar né heilræði — eða þá að þú ferð. Hann rétti út langa armlegg- ina og greip um upphandleggi hennar, svo fást áð hún reyndi ekfci einu sinnj að losa sig. — Þetta verður hvorki glíma né flangs, Jill. Ég ska>l ekki snerta þig aftur — hvorki í kvöld né nokkurt annað kvöld — fvrr en þú biður mig um bað. É<? tek hlutina alvarlega. Hann sleppti henni og steig til baka. — Ég kom ekki hingað til ‘að sleppa fram ’af mér beizlinu. J — Og þú komst ekki heldur til a<ð hitta mig — Æ — fjand- inn sjálfur! Dyrabjallan hringdi. Hún fór til dyra. Alan heyrði stúlkurödd: — Elskan, það er bara ég. Jill svaraði: — Hamingjan góða, — það hlaut svo sem að vera þú. — Einhver hjá bér? Éa er af- brýðisöm. Hleyptu mér inn, hleyptu mér inn. Stúlkan sem kom askvaðandi inn á undan Jill var liðlega tví- tug með lanst, mjóleitt andlit, 6em virtist einhvem veginn los- aralegt. Hún var í dýrri ioð- kápu yfir svartri peysu pg upp- lituðum gallabuxum. Hún starði á Alan opnum munni. — Ó — karlmaður. Jæja, elskan, það er allt í lagi — ef þú mátt til — — Alan Culworth — Erica Donnington. Jill var stutt í EFNI SMÁVÖRUR VI TÍZKUHNAPPAR Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav 18, III. hæð (lyfta) Símj 24-6-16. PERMA Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SÍMI 33-968 spuna ©g kuldaleg. — Þungbúinn og alvarlegur, en ekki ólögulegur, sagði Erica. — En elskan, þú þekkir mig — ég hef ekki áhuga. Hún virtist vera örlynd og taugaóstyrk og leit út fyrir að vera undir áhrif- um áfengis. — Elskan, má ég ekki fá mér einn vænan gin og tonic? — Ef þú ert ekki búin að fá of mikið nú þegar — — Jill, elskan, þeir voru svt> óhrjálegir- Ég elti stelpu inn í þennan hrpðalega Buzzy klúbb — þú veizt — þennan sem feiti buzz-maðurinn rekur. Þeir mega ekki framreiða alvöru drykki þar — bara gos og svoleiðis sull — en ef þeir þekkja mann, þá lauma þeir að manni glundri í flösku. Og ginið þar er alveg furðulegt. Ég held að gamli buzz-buzz búi það til sjálfur. Hún var búin að blanda sér drykk sem var að meirihluta gin. Hún saup vænan ‘ teyg. — Þetta er eitthvað annað. — Það er heimskúlegt af þér að fa<ra inn á slíka staði. — Ég sagði þér af hverju ég fór — en hún var hræðileg eft- ir allt saman — ekki hægt að koma nálægt henni. Hún gekk rtær Alan, sem var setztur aft- ur. — Nú skal ég segja yður dá- lítið. — Gerið svo vel, ungfrú Donn- ington. — Ekki þennan hátíðleika, Kallaðu mig Ericu — allur bær- inn gerir það. Og fleiri bæir reyndar líka- Þú hlýtur að vera steinhissa á því hvað Jill er' kuldaleg við mig. Hefurðu ekki tekið eftir því? Þú hlýtur að hafa gert það. Sannleikur;nn er sá — að ég er ástfangin af henni, en hún ekki a<f mér. — Setztu niður og þegiðu, Er- ica. Jill vaÝ’ alvarleg en ekki illgjöm. — Hvað he’tirðu? Alan? Jæja, Alan, hefur þetta nokkurn tíma komið yfir þig? M elskar ein- hverja — hún elskar þig ekki? — ‘ Ekki hingað til, sagði Al- an. — Ég .hef sennilega fundið of mikið til mín. En ég skil nú að það gæti hæglega komið fyr- ir. Hann leit á Jill sem yggldi sig og hristi höfuðið. Honum fannst hún vera að vara hann við að segja neitt af viti í ná- vist Ericu, sem hafði látið fall- ast niður í stól. Jill horfði á hana með ógeð í svipnum. Jæja, einhver varð að segja eitthvað. — Erica, er Sir Amold Donnington faðdr þinn? — Ja — og er það ekki fynd- ið? — Er -það? — Þekkirðu hann ekki? — Nei, reyndár ekki. — Þekkirðu engan? — Kannski svona fimm eða sex hundruð manns — — Hvar — í hamingju bæn- um? — Aðallega í háskólanum. Ég er lektor þar. — Það lá að. Ég fór þangað næstum því — til að gleðja pabba — en svo hugsaði ég með mér: hví skyldi ég gera það — aldrei reynir hann að gleðja mig. Erica dró hárlokk niður eftir nefinu og blés síðan á hann. —* Hvað ertu að gera hér? Reyna að fcomast yfrr JfH meðan Tommi Linsdale er í útlöndum? — Nei, ails ekki, sagði Jill hvössum rómi. Erica veifaði hendinni sem hélt á drykkjarblöndunni og sullaði dálitlu niður. — Ekki grípa fram í, elskán. Hefurðu ekki áhuga á Jill? Flestir karl- menn virðast hafa það. Hvað er athugavert við þig? — Ekkert, vona ég. En í því hringdi síminn. — Já, það er elsku Jill, elsku Donald, svaraði hún með upp- gerðar ástúð. — Nei, aulinn hann Salt læknir er ekki hér. Aulinn hann Salt læknir leit sem snöggvast á okkur öll og las okkur niður í kjölinn .... Nei, ég held nú síður- Það var ekki ég ein. Hann lýsti ’því nákvæm- lega fyrir mér hvað þú og Ge- orge hefðuð þótzt vera að gera — en ekki tekizt, ef þú skilur mig. Og eitt enn. Ef þú ert að hyggja á fr.ekari leikbrögð, þá slepptu mér .... Það er laukrétt hjá þér ég er hrædd- Ég er komin út á dýpi og vatnið er kalt. Ég kann ekki tökin á karlmanni eins og Salt lækni .... Aricson? Trúi því ekki. Salt læknir er í heimsókn hjá honum núna. Það bezta sem við gætum gert, Don- ald minn, er að hafa hægt um okkur. Bless, elskan. — Hvað er eigmlega á seyði? spurði Erica. — Það er í sambandi við klúbbinn. Ekkert sem þú hefur áhuga á. — Hvaða Salt læknir er betta sem allir eru að tala um? — Hvaða allir? — Nú, til að mynda bú, elsk- an, og svo hann pabbú Ég heyrði til hans í símann áður en ég fór út í gærkvöld, og hann var að Salta eins og brjálaður mað- ur. Hver er Salt? Hvar er Salt? Ég þyrfti að fá mér nýjan lækni. Ég er orðin leið á hon- um Bemett gsmia. Af hverju sendi ég ekki eftir Salt lækni? Jill fór að hlæja, en stillti sig strax. — Er það ekki fyndið — eða hvað? Erica sneri sér að Alan. — Þekkir þú hann? — Við höfum hitzt. Og ég myndi ekki reyna að senda eft’r honum. Enda er hann að hætta störfum héma. — Nú. af hverju er allt þetta umtal <um hann allt i einu? Hvað var Jill að segja við Don- ald Dews? Af hverju er pabbi sð skipta sér af honum? En ver- ið ekki að segja mér það núna — ég þarf að fara á klóið. Þegar Erica var farin fram fyrir, gekk Jill yfir til Alans, bar höndina sð vanga hans og hvíslaði: — Ef þú lætur líta út sem þú ætlir að ílendast hér, þá fer hún fiiótlega. En ef þú ferð. þá má guð vita hvenær ég losna við hana. Vertu kyrr. — Þakka gulihamrana.. En hann tók um hönd hennar. — Ég veit- Hén er ekki ann- að en plága. En — gleymdu því ekki — ég er búin að snerta þig — það er okkar bónarvegur — svo að þú getur gleymt hinni há- tíðlegu heitstrengingu — Og Alan varð kyrr. SJÖTTI KAFLI I Aricsön átti heima í einu af húsunum sem þau höfðu farið framhjá á leiðinni í klúbbinn. Hávaxin, ljóshærð stúlka með innantómt bras — bersýnilega frá einhverju Norðurlandaona — opnaði fyrir þe;m og vísaði þeim yfir anddyrið og inn í setustofu. Maggie fannst hún vera að ganga inn í auglýsingu. Stofan var einmitt þannig, búin réttum og viðeigandi húsgögn- um, mátulegt af öllu, og ein- hvem veginn var eins og hún biði eftir ljósmyndsra; sama máli gegndi um Aricsonfjöl- skylduna, sem hefðd getað ver- ið samsafn af módelum, upp- dubbuð og sett í stellingar. Frú Aricson var dökkhærð og dá- lítið tekin, klædd bláum flau- elsbuxum og heimajakka og sat með handavinnu. Aricson var kominn í þæg'legan heimabún- ing fyrir kvöldið og las í mynd- skreyttu tímariti gegnum spanga- laus gleraugu. Hann var einn af þessum ljóshærðu, myndar- legu mönnum, sambland af Bandaríkjamanni og Sksmdinava, sem Maggie hafði oft séð í Lon- don, utan skrifstofu og innan — þeir vom lögulegir ásýndum, stundum dálítið^ógnandi, en eitt- hvað óraunverulegt i fari þe;rra. Hún sá strax, að Sa<lt læknir var sftur kominn í hlytverk hins auðmjúka og afsætandi mann.s. Hann baðst ^fsökunar á því að koma svona seint, baðst afsökunar á því að hún skyldi vera með honum og virtist næst- um reiðubúinn að biðjast afsök- unar ^ sinni eigin tilveru. Frú Aricson var mjög alúðleg, en til- kynnti næstum samstundis að hún þyrfti • að tala við Elsu, sem væri nýkomin og ætti margt ó- lært. Herra Aricson var slvar- legur og kurteis með glettni í augum og leiddi þau til sætis með nákvæmni, rétt eins og þau ættu líka von á ljósmynd- ara. Engar ráðagerðir voru boðn- ar- Maggie gat ekki ímyndað sér neitt slíkt í þessari stofu; þetta var húsgagnaauglýsing ekki whiskýauglýsing. — Jæja, Salt læknir — hvað h'ggur yður á hjarta? Næstum eins og hann væri læknir og gestur hans sjúklingar. Og þrátt fyrir nafnið og umhverfið, var enginn vottur af framandi mál- hreim l rödd hans, og hsrnn hlaut að vera borinn og barn- fæddur í Englandi. Salt læknir horfði fast á hann. SKOTTA Cabinet ÚTSALA - ÚTSALA Stórfelld verðlækkun á öllum vörum verzlunar- ipnar. — Notið þetta einstaka tækifaeri og gerið fóð kaup. AÐ SELJAST! / VERZLUN GUÐNÝJAR Grettisgötu 45. Leikféiagshátiðin 7 Kópavogi 1968 ÁRSHÁTÍÐ Leikfélags Kópavogs verður haldin í Félagsheimili Kópavogs laugardaginn 2. marz kl. 19. — Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Styrktarfélagar velkomnjr meðan húsrúm leyfir. Upplýsingar í símum 40506 — 41934 — 40475. BÍLLINN Gerið við bíla ykkar sjálf Við sköpum aðstöðuna. — Bílaleiga. BÍLAÞJÓNDSTAN Auðbrekku 53. Kópavogi — Sími 40145. V Látið stilla bílinn % Onnumst hjóla- ljósa- og mótorstillingu Skiptum um kerti, platínur, ljósasamlokur. — Örugg þjónusta. BÍLASKQÐUN OG STILLING Skúlagötu 32. simi 13100. Hemlaviðgerðir • Rennum bremsuskálar. • Slípum bremsudælur. • Límum á bremsuborða. Hemlastiiiing hf. Súðarvogi 14 — Sími 30135. /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.