Þjóðviljinn - 06.09.1968, Page 1

Þjóðviljinn - 06.09.1968, Page 1
 l Föstudagur 6. september 1968 —,33. árgangur — 188. tölublað. Togarinn Surprise GK-4 frá Hafnarfirði, sem strandaði á Landeyjarsandi i gærmorgun er 661 tonn smíðaður í Aberdeen árið 1947. Eigendur eru E. Þorgilsson & Co. í Hafnarfirði. — Ljósm. Sn. Sn. Surprise frá Hafnarfirði strandar við Landeyjasand Mannbjörg varð en óvíst um togarann Og ■ í birtingu í gærmorgun strandaði togarinn Surprise GK-4 frá Hafnarfirði á Landey'jarsandi. Áhöfn togarans, 28 manns, bjargaðist öll í land á skömmium tíma, en enn er óvíst um björgun skipsins. Vindur var 6—8 stig og nokkurt brim, er strandið varð, og góð aðstaða til björgunar áhafnarinnar og var hún komin til Hafnarfjarðar um hádegi í gær. Hvernig verður komið í veg fyrir verðhækkun birgða? ★ í 3ju grein bráðabirgðalaganna um 20% gjaldeyrisskatt segir svo: ★ „Óheimilt er að hækka verð á birgð- um innfluttrar vöru, sem innflutnings- gjald hefur ekki verið greitt af, og sama gildir um birgðir iðnaðarvara, sem fram- leiddar eru úr efni, sem innflutningsgjald . hefur ekki verið greitt af. Til birgða telj- ast í þessu sambandi vörur, sem innflutn- ingsgjald hefur ekki verið greitt af og ekki eru komnar í hendur innflytjenda". ★ Hvaða ráðstafanir verða gerðar til þess að tryggja það að þessu lagaákvæði verði framfylgt? Það er alkunna að í sam- bandi við efnahagslegar kollsteypur, sem eru algengari hér en í nokkru öðru landi. hafa einstakir kaupsýslumenn ævinlega hagnazt um mikiar fjárfúlgur með því að hækka birgðir sínar. Hinn mikli ákafi ein- stakra • kaupsýs-lumanna í að ljúka gjald- eyrisviðskiptum dagana áður en bráða- birgðalögin voru sett mun ekki sízt hafa stafað af því að þeir vissu hvað til stóð og vildu afla sér vörubirgða, sem þeir gætu hækkað í trássi við lög. ★ Það er til lítils að setja lagaákvæði án þess að framfylgja þeim. Hvað ætia stjómarvöldin að gera til þess að koma í veg fyrir að birgðir verði hækkaðar og ein- stakir fjárplógsmenn hagnist stórlega? Slökkvistaifið hófst kl. 11,50 — ekki lokið kl. 6 Eldur i hloðu hesta- mannofélagsins Fáks Eldur kom upp í hlöðubyggr ingu Fáks inn við Elliðaár í gær. Var nauðsynlegt að rífa mikinn hluta hlöðunnar til þess að ná heyinu út. Slökkviliðinu tókst að verja geymslubyggingu og hest- hús, áfast hlöðunni. SlökkviliðiTiu barst tilkynning um birunann kl. 11.50 í gærmorg- un. Kom eldurinn upp í bygg- ingu sem sikipt er til helmdnga með trégafli í hlöðu og geymslu bar sem verkfæri voru meðal annars. Út frá hlið hlöðunnar ganga 3 hestihús sem snúa göfl- um að hlöðunni. Er slök'kviliðið kom á staðinn var barna mikill reykur og greinilega talisverður eldur í hey- inu. Þá voru nokikrir ungir menn að b.jarga fjórurn hestum úr miðhúsinu. Slökkviliðsmennirmr byrjuiðu á því að fuilvissa sig um að ekki væru fleiri skepnur imni og var siðan ráðizt að eld- inum frá nyrðri gafli Möðunnar ag gegnum þakið á mdðri bygg- ingunmi. Var í fyrstu lö'gð áherzla á að hefta útbreiðslu eldsins og að verja geymsluna og hesthús- in. Nokkru síðar var rofin eystri hlið hlöðunnar og heyinu rutt út með heykvíslum og bremur trakt- orum sem slökkviliðið fékk. Eldurinn var dreifður um alla hlöðuna en mestur eldur var í stokik siam liggur eftir miðju gólfi hlöðunnar. Var mikil vinna lögð ■ í að ryðja heyinu út og var enn unnið að hvi um kl. 6 e. h. í gær. Voru j>á enn glóðir hér og hvar í .heyinu. Þjóðviiljmn hafði í gær tal af Sófusi Hallfdánarsyni bátsmanni á Surprise og sagðdst honum svo frá: — Við fórum frá Hafnarfirðd á lauiaardag og höfðum verið að fiska í þrjá daga á Reykjanes- grunni og færðum okkur þá aust- ur með landinu, har sem veðrið var betra. og betri veiðiihorfur. Við vorum þvf flestir sofandi um barð og stímvaktin ein uppi, og vaknaði ég um kl. 5.30 við hað. að togarinn tók niðri. Þá votru 6—8 vindstig og ekki meira brim en vanalega er á bessum sloð- um. Ég sfá strax að við voruirn ekki í beinni lífshættu, en. vita- sikuld vorumn við saimt í hsettu og Iífbátamir voru strax hafðir til taks, en beir voru ekbi settir- út. Loftskeytamaðurinn sendi út neyðarskeyti og bjönHiunarsveitir voru fliótt komnar á vettvang. Við höfðuim ekki gefið upp rétta staðarákvörðun og björgun- arsveitin fór austar en áttaði sig hvar við vorum begar við send- úm upp neyðarblysin. Þetta voru biörgunarsveitir frá Ves-tur-Land- eyjum og Hvolsvelli og voru beir komnir á strandistað með 17 jeppa. Við vonuan 28 um borð og fóru 24 ökfcair í land á hállflri klukkustund og vöknaði enginm í faetuma, enda var hátt af hivall- baknum og situtt í lönd. Alllir skipverjar voru mjðig rólegir og samtaka svo að björgunin gekk prýðísvel geitur maður sagt. Skipstjóri, stýrimenn og vél- stjórar voru eftir um borð til að átta sdg á aðstæðum til bjöngunar skipsins, en þeir voru bó komnir í land á ndunda tímanum, en eru enn fyrir austan á strandstað meðan björgunartilraunir standa yifir. Við hinir komum til Hafln- arfjarðar á hádegi. Ef efeki versnar í sjónuim hef ég góða trú á að takist að bjarga skipinu og mun varðiskip vera væntamlegt til hjálpar. Um or- sakií stlyssins vil óg ekkert segja og kemur bað væntanlega fram. við sjópróf, sagði Sófus Hálfdlán- arson, bátsmaður á Suirpriise. Brýn þörf Ólafur Sigurðsson, loftskeyta- maður á Surprise, sagði að hann vildi vekja sérstaka athygli á hve björgunarsvei tirnar á Hvols- velli og í Landeyjum hefðu ver- ið fljótar á vettvang og liprar í öllum afskiptum aif þeim sikip- brotsmönnum, og hetfðu beýr sikip- verjar notið góðrar aðhlynningar á Hvolsvelli áður en þeir hóldu suður sitnax fyrir hádegi í igiær. Það er án’eiðanlega brýn börf á betri aðvönunarmerfcjurR þama á sahdinum við suðurstiröndina, sagði ÓlaCuir, og sést str-öndin alls ekki í radar. Meðan tækin vonu að hitna leit ég út og sýndust him istirjtálu striá á sandhólunuim sem óligandl sjór og var eriflitt að greina þar á miflli. Blaðamaður Þjóðvil{ans símar frá Prag - baksíða Úfisýningin v/ð Eiriksgötu UNDANFARNA DAGA hefur verið unnið að lagfæringu opna svæðisins austan Hnit- b.jarga, safns Einars Jónsson- ar yift Eiríksgötu, en þama verftur, eins og skýrt hefur verift frá í fréttum blaðsins, opnuft á sunnudaginn mynd- Iistarsýning, sýning 20 mynd- listarmanna á höggmyndum ok skúlptúr. SÝNING ÞESSI er einn Jifturinn í hátíðahöldum, sem efnt er til í tilefni 40 ára afmælis Bandalags íslenzkra lista- manna um þessar mundir, en hátíðahöid þessi hefjast í dag, föstudag, með gesíamóttöku bandallagsstjómar í Þjóðleik- hússkjallaranum. — Myndin var tekin er verkamenn unnu aft frágangi sýningarsvæðisins. GÆR var byrjaft aft koma sýningargripum fyrir á svæft- inu og þurfti öfluga krana til aft setja þá stærstu á sína stafti. — Ljósm. Þjóftv. A.K. Dagleg réff- arhöld í máli Páls Jónas- sonar Undanfarnar vikur hafa nær daglega farift fram réttarhöld í máli Páls Jón- assonar. Svo sem menn muna komst upp um gjald- eyrissvik innflytjandans er rannsakaft var íkveikjumál eitt mikið í Kaupmanna- höfn fyrir nokkrum miss- erum. Þórður Björnsson,, yfir sakadómari sagði aft í byrj- un þessa árs hefftu komift viðbótarskjöl I mállinu frá Danmörku. Hefftu þau verift rannsökuð hjá Ragnari Ól- afssyni, endurskoftanda og hann sent sakadómi sínar nifturstöður i júlí. Síðan hefur rannsókn málsins haldift áfram og mætti bú- ast við aft einhver skrift- ur væri að komast á málið. Þjóðviljinn reyndi einnig aft hafa tal af Ólafi Þor- lákssyni, sakadómara, tii þess að fá upplýsingar um rannsókn í máli Friftriks Jörgensens. Þaft mál mun hafa verið uppundir ár í endurskoftun en eitthvaft virðist vera að rofa þar til því aft Ólafur svarafti ekki í síma í gær vegna anna, einmitt í sambandi vift rannsókn þessa máls. Þriðji fiindur Annar viðræðufundur stjórn- málaflokkanna var haldinn í «ær og stóð í rúma klukkustund. Var ákveðið í fundarlok að gera hlé á frekari fundum um vifcu skeið, en á meðan munu rfkis- stjómin og sérfræðingar hennar leggja flokkunum til ýms gögn sem um var beðið. Verður næsti ■ fundur trúlega eklci fyrr en á föstudaginn kemur. Fyrirspurn til stjórnvalda og SVFÍ: Hefur samþykktinni um radarspegia verið fylgt eftir? í tilefni af strandi togarans Surprise ber Þjóðviljinn fram þá spumingu til sjávarútvegsmálaráðherra og vita- máilastjóra hvað líði framkvæmd á tillögu Geirs Gunn- arssoinar þimgmanns Alþýðubandalagsins um uppsetn- inig-u rada.rspegla á suðurströnd landsins, en tillagan var samþykkt í sameinuðu alþingi 4. marz 1965, og er svo- hljóðandi: „Albingi áiylktiar að skora á rikisstjómina að láta nú þeg- ar ifara fnaan athugun á því hvort unnt sé að auka öryggi sjófarenda við suðurströnd landsins og annars staðar þar sem líkt stendur á með því að koma fyrir á strand'lengj- unni radarspeglum eða öðirum leiðlbeiningartaakjum fyrir radar. Reynist sú athugun já- kvæð, verði slík radarmerki sett upp hið allra fyrste.“ Þjóðviljinn spyr hvort þeir aðilar sem það er skylt, hafi framíkvaemt þann vilja Al- þingis sem í þessari tillögu felst og ef svt> er ekkí hver ástæðan er? Jafnframt bednir Þjóðviljinn þeirri fyrirspum til Slysavamafélags Islands' hvað það halfi gert til að fylgjast með og knýja fram að þessari ályktunartillögu yrði framfylgt.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.