Þjóðviljinn - 06.09.1968, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 06.09.1968, Blaðsíða 8
g SÍÐA —• ÞJÓÐVSIaJINN — Föstudagur 6. septemteer 1968. MICHAEL HALLIDAY: ÚR KUGGUNUM þetta. Guð má vita hvers vegna við verðskuldum að eiga afbrota- mann fyrir son, en — Hann sá glampann leiftra í augum hennar. Hún sveiflaði' bandleggnum, þreif bolla af bakk- anum og fleygði honum í hann. Bollinn lenti í gluggatjaldinu og þaðan niður á gólfteppið. Hand- arhaldið brotnaði af og tetaum- ar láku niður gluggatjaldið. Hún þreif annan bolla og Canning sat enn grafkyrr og horfði á hana. Hún gerði sig líklega til að fleygja honum en gerði bað ekki. Hún fitlaði við bollann með hönd- unum. Hann hélt að hún myndi byrja að garga; en hún gerði það ekki, heldur þagði og augu þeirra mættust í ögrun. Loks stóð Cann- ing upp og gekk í áttina að dyr- unum. Áður en hann komst alla leið sagði hún: — Georg, hlustaðu á mig. Hann sneri sér við og leit á hana og leizt ekki á glóðina í aug- um hennar eða viprurnar við munninn. — Við vemdum Bob. Við lát- um þá ekki senda hann í fang- elsi. Ef þú gerir nokkuð til að hjálpa lögreglunni að komast að því að hann var þarna í húsinu í gærkvöld, þá drep ég þig. Skil- urðu það? Þá drep ég þig. Canning var kominn fram á stigapallinn áður en hún hafði talað út. Hann hallaði sér upp 4að veggnum ^>g starði á dyrnar hjá Mattbew sem voru í hálfa gátt og baðherbergisdyrnar við iendann á stiganum.1 Hann gekk hægt að baðherberginu, settist á daufgrænt baðkerið og horfði inn í spegilinn í graena rarnmanum. Skeggbroddarnir voru grárri en hárið og hann hefði svo sannar- lega þurft að raka sig. Hann horfði á spegilmyndina af sterk- legu andlitinu, sem hann vissi að var skurn. Hann bjó ekki yfir neinu siðferðilegu hugrekki. Af hverju skyldi veila Bobs koma honum á óvart? Djúpar hrukkurnar í enninu og við munninn og krákustígarn- ir kringum augun sögðu sína sögu. Hann var fjörutíu og sjö ára og sýndist hálfsextugur. hans eigin veikleiki 'átti sinn þátt í því. Hann hafði þúsund sinnum lát- ið undan Bellu, en hvernig átti Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav. 18, III. hæö Oyfta) Sími 24-6-16. PERMA Hárgreiðslu- ug stiyrtistofa CJarðsenda 21. SÍMl 33-968 hann að geta það í þessu tilviki? Það braut í bága við allar meg- inreglur sem hann taldi sig trúa á. Sú ásökun hennar að hann hefði ekki reynt að hjálpa Bob kom lítið við hann, vegna þess að hún var ósönn. Hann hafði talað, rökrætt 'gefið fordæmi; hann hafði beitt hörðum refsing- um þegar orð höfðu reynzt hald- laus. Auðvitað hafði honum mis- tekizt og það var að mestu leyti sök Bellu. Hún hafði alltaf borið blak af Boþ. afsakað alla galla hans. Hann var ungur, hann var í slæmum félagsskap, það var ekkert illt til. í honum — hún beitti hvaða afsökun sem vera vildi. Sannleikurinn var ofurein- faldur: Hún var steinblind fyrir lö'Stum sonar síns og lygum. Hún trúði á hann. Hótunin um að drepa var aðeins mælikvarði á hugaræs- ing hennar. Hún hafði alltaf misst alla stjórn á sér þeg- ar þau deildu, einkum um Bob. Og hún hafði sitt fram býsna oft. Þegar hann hafði ver- ið rekinn úr vinnu tvívegis á fá- einum mánuðum, í bæði skiptiin fyrir hnupl. þá hafði hún talið Georg á að beita áhrifum sín- um við vinnuveitendurna! sem voru vinir hans, til þess að þeir kærðu hann ekki. Hann hafði gert það tvisvar, en tekið svo af skarið. Hann hafði ekki beðið fleirivini sína að taka Bob í vinnu, og það hafði hún tekið ó'stihnt upp. Bob hafði spilað Xiárhættwspil árum saman; það hafði byrjað á skólaáruhum. Það var undirrót allra vandræðanna. Dvölin í hernum hafði ekki bætt úr skák. Hann hafði ekkert gagn haft af aganum þar. Síðan hafði hann bú- ið heima þar til fyrir þrem vik- um. Hann hafði bótzt vera að leita sér að vinnu, í raunin-ni hafði hann slæpzt, hangið á veð- hlaupabrautum eða yfir teninga- spili, billiard eða spilum, alltaf upp á peninga. Hann hafði aldrei áhuga á neinu til langframa, en hafði fengið ,.dellur"; hjólask-aut- ar. sund eða hjólreiðar; síðasta dellan hafði verið í sambandi við trompet sem hann hafði rellað út úr móður sinni. Það hafði ver- 'ið talað um að stofna danshljóm, sveit, en svo hafði það lognazt út af eins og annað. i ¦ Fyrir tveim árum höfðu þau keypt vélh.iól handa piltinum, gegn vilja Cannings. Bella hafði verið á nálum í hvert skipti sem bann vair úti á hjólinu, en samt hafði hún verið staðráðin í því að gefa honum hjólið. Fimm sinnum á átján mánuðum hafði hann verið sektaður fyrir að fara ekki eftir umferðarijósum og tvisvar fyrir of hraðan akstur. Eftirtvo skilorðsibundna dóma hafði rétt- ubmi tekið af honium ökuleyfið í sex mánuði. Canning hafði skipað honum að selja hjólið og bvazt við vand- ræðum í samband; við það, en það hafði allt gengið rólega fyr- ir sig. Bob hafði sagt að hann væri búine að M nóg af bví hvwt sem var, og Bella hafðd ver- ið ánægð. Canning vissi aldred hvað piiturinn hafði gert við pen- ingana; sennilega bafði hann eytt þeim í spilamennsku. Hann hefði átt að kynnia sér það; bann sýndi of mikla linkind, allt til að hafia Bellu góða. Hún hafði í raunánni ákveðið að taka Matthew sem Ieigjanda til þess að hún gæti séð Bob fyr- iir vasapeningum; því sem húin sparaði með ráðdeild, sóaði hún óhikað í son þeirra. Fyrir þrem vikum hafði Bob heimtað af þeim fimmtiu pund. Hann hafði beðið Canning um peningana og þegar hann neitaði, æddi hann að heiman í fússi. Þá hafði Canning haldið að Bella myndi sleppa sér fyrir fullt og allt, en daginn eftir hafði hún róazt dálítið. Það var auðvitað vegna þess að hún hafði fengið fréttir af Bob; sennilega hafði hún hitt bann í Minchester án þess að segja Canning af því og gefið honum fáein pund; en hún hafði ekki talið hann á að koma heim. Bob hafði brotizt undan aga, sem alltaf hafði verið of laus í reip- unum. Hve mikið gat hann ásakað sjálfan sig? Canning velti þessu fyrir sér í þungu,skapi. Hann hreyfði sig til. Sólar- glæta var að byrja að sýna sig í hominu á glugganum, gulur sól- stafur. Fuglamir voru rn^ kyrr- látari og önnum kafnir. Hann opniaði gluggann og leit út yfir vinalega akrana og fjarlæga skóg- ana. sem Bella leit á sem felu- stað fyrir hjólið. Grjótnámið var í aðra átt; í vestur. Hann hallaði sér len-gra út, leit niður og sá hvar reiðhiólið stóð upp við vegg- inn, gamalt svart skrapatól, sem einhver myndi sakna þennan morgun. Hann sneri sér við, tók fram rakdótið sitt, rakaði sig vandlega og fór síðan í bað. Hann hlaut að hafa verið í hálftíma að minnsta kosti í baðherberginu. Þegar hann fór þaðan út, voru herberg- isdymar hjá Matthew lokaðar, dymar hjá Celiu opnar. Hann sá skugga hennar hreyfast til hjá snyrtiborðinu. Hún heyrði til hans. — Ert það þú, pabbi? — Snemma á fótum, eða hvað? Canning tókst að brosa frainan í dóttur sína sem hallaði sér aftur- ábak á snyrtiborðsstólnum. Hún var að greiða sítt, korngult hárið sem féll niður á herðarnar; hon- um leiddist hvað hún setti það oft upp á höfuðið. H.ún_var með lit- arhátt móður sinnar, ljóst, skært hörund og himinblá augu, nef og höku móðurinnar, en munn Cann- ings, stóran og hláturmildan. — Ég hlýt að hafa heyrt þegar Bob kom. Hvenær kom hann? Canning steig inn í herbergið og kyssti hana á ennið. Hún var í gljáandi bleikum slopp með handklæði á ö^ilunum. — Hvernig vissirðu að hann var kominn? „ — Matti sagði mér það, við fengum okkur tebolla niðri í eld- húsi. Hann vaknaði líka við eitt- hvað. Við ætlum að fá okkur göngu fyrir morgunverð! Hún var áköf og hamingjusöm; stundum velti hann fyrir sér hvort henni væri eins ókunnugt um hina erf- iðu sambúð foreldranna og hún vildi vera láta. Stundum var eins og hún bæri sáttarorð milli þeirra án þess að vita af því sjálf. Canning horfði á hana halla sér til baka og gljásilkið falla að brjóstunum og hann gat gert sér í hugarlund að Matthew væri eins ástfaeginn af henni og hann hafði eitt sinn verið af Bellu. — Viltu koma líka? — Ég læt ungviðið um allt slíkt. Komið ekki of seint í morg- unmatinn. Canning fór niður. Matthew var enn í herbergi sínu^ svo að hvorugt þeirra tæki eftir þótt hann færi út. Hann opnaði bak- dymar sem lágu frá litla, gull- hreina eldhúsinu og steig út í svalt morgunloftið. Reiðh.iólið var innan seilingar. Hann færði það til, dró það með sér yfir að end- anum á bílskúmum. Það rúmað- ist milli skúrsins og limgerðisins og Matthew og Celia tækju ekki eftir því þar. Hann gekk til baka, leit á eldhúsklukkuna og sá að hún var ekki enn orðin sjö. Celia fór á skrifsfofuna sína í Min- chester klukkan hálfníu, venjan var að borða morgunverð klukk- an átta. Hann var svangur, fékk sér nokkrar kexkökur og setti síð- an ketilinn yfir. Meðan hann beið þess að vatnið syði, fór hann að taka fram mataráhöldin; hann hafði þá eitthvað að gera. Matthew kom niður fyrst. Hann sá hann og gekk brosandi inn fyrir. — Árrisull núna? Get ég nokk- uð hjálpað? — Nei, þakk Matti. Það var leitt að við skyldum^ vekja þig. — Það var ekki nema gott. Við Celia ætlum að ganga yfir að griótnáminu og til baka, sagði Matthew. Hann var næstum einn og níu- tíu" á hæð, grannur, næstum mag- ur, en mjög herðabreiður. Breið- leitt andlit hans var þrungið lífi og sjálfstrausti og sömuleiðis gráu augun. Hárið var stuttklippt og skolleitt, ennið hátt og breitt. Eiginlega var hann fríður; bros- ið var sérlega aðlaðandi; hann var glaðlyndur eins og Celia og virtist hafa ánægju af flestu í tilverunni. Grái tvídjakkinn fór vel á honum og gráu buxumar voru nýpressaðar; reyndar var hann alltaf vel til fara, án þess þó að vera spiátrungslegur. Hann rak eigið fyrirtæki í. smáum stíl sem airkitekt og mælingamaður með skrifstofu í Minchester; Cel- ia vann hj'á lögfræðifyrirtæki í sömu byggingu. SKOTTA RAZNOIMPORT, MOSKVA RUSSNESKI HJOLBARÐINN ENDIST Hafa enxt 70.000 km akstur samkvæmt vottorai atvlnnubllsflöra Faest hjá flesfum hlöIbafOasðlum & landinu Hvepgl lægra vero ,., /ntk^íí SfM11-7373 TRADIHG CO. HF. MANSION-rósabón gefnr þægilegan ilin í stofuna Fjölskyldan ætlar að eiga kyrrlátt kivöld svo að þú verður víst að koma seinna í heimsókn! NORDÍTÍENDE Cabinet Athugið Geri gamlar hurðir sem nýjar. Kem á staðinn og gef upp kostnaðaráætlun án endurgjalds. Ber einnig á nýjar' hurðir og nýlegar. Sími 3-68-57. Ódýrf! - Ódýrt! Dömubuxur, telpnabuxur, skyrtupeysur heilar og hálferma á drengi, terylenebuxur, gallabuxur. úlpur, '* Siggabúð Skólavörðustíg 20. ÚTSALA Útsala í nokkra daga. — Stórlækkað verð, O. L. Laugavegi 71 VÉLALEIGA Símonar Símonarsonar. Sími 33544. Önnumst múrbrot or flesta loftpressuvinnu. — Einnig skurðgröft.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.