Þjóðviljinn - 08.09.1968, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 08.09.1968, Blaðsíða 5
Suaniudagur 8. septemi>sr 1968 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA g Kraftar skipta ekki mestu málí Rætt við Óskar Sigurpálsson: Óskar sagði að það væru um það bil 6 ár síðan bann byrjaði að æ£a lyftingar, en' fyrstu tvö árin hefðu æfingar verið mjög stopular vegna allskonar byrj- unarörðugleika, en segja mætti að hann hefði æft stanzlaust sið- ustu 4 árin. — Hvemig stóð á áð þú byrj- aðir að æfa lyftinigar, Óskar? — Ja, ég veit það nú eigin- lega ekki; við vorum nokkrir strákar sem æfðum ýmsar íþróttir eins og gengur, m.a. fimleika og einhvern veginn æxlaðist það svo að við tókum uppá því að æfa lyftingar. — En var ekki vont að afla sór nauðsynlegra tækja, þar sem þessi íþrótt hafði ekki ver- ið gtunduð hér áður? — Jú, það voru engin tæki til og fyrstu tækin mín smíð- aði ég sjálfur, en ég vann um þær mundir við jámsmíði. Nú, eftir að áhugi tók að myndast fyrir þessu, þá var stofnuð sér- stök lyftingadeild innan Glímu- félagsins Ármanns og félagið keypti öll nauðsynleg tæki til þjálfunar. — Hver sagði ykkur til eða þjálfaði í byrjun? — Það var enginn til þess þá , og er ekki enn, því að það er ekki neinn þjálfari til hér á landi í lyftingum. AHa okkar kunnáttu höfum við fengið með því að lesa erlend blöð og tíma- rit um þessa íþrótt. og að sjálf- mn þjálfari er til leiðbeining- ar? — Ja, ég veit ekki hvað á að segja um það; ef maður á þess kost að fara utan til keppni þá sögðu gjöldum við þess. Ég hef til að mynda lært alveg gífur- lega mikið á að fara út til Nor- egs og Finnlands í sumar, eink- um í sambandi við alla tækni, því að hana er ekki svo gott að læra af lestri blaða. — Er þá nokkur leið að ná fuUkomnum árangri, fyrst eng- lærir maður að sjálfsögðu'mjög mikið og getur æft það þegar heim kemur, en það er 'áuðvitað bagalegt að hafa ekki þjálfara. Svo er annað; það er ekki hægt að halda lögleg kappmót hér. því að það hefur enginn dóm- araréttindi í lyftingum hér á landi og það er of dýrt að fá hingað erlenda dómara, því að þeir þurfa að vera þrír. — Nú var Olympíulágmarkið í milliþungavigt í lyftingum 437,5 kg. Hvað hefur þú náð beztum árangri? — Eins og ég sagði áðan, þá er ekki hægt að halda lögleg keppnismót hér, en á æfingu hef ég lyft 440 kg. í snörun pressu og jafnhöttun. — Telurðu að þú getir bætt þetta mikið? ’—■ Ég er alveg sannfærður um það og ég er nærri viss um að með aukinni tækni ætti ég að geta komizt yfir 500 kg. — Náð heimsmetinu? — Farið nokkuð nærri þvi að minnsta kosti. — Þetta er ef til viH bama- leg spuming, en þarf ekki ó- skaplega krafta til að stunda þessa íþrótt? — Þama gætir rnikils mis- skilnings hjá fólki. Það þarf- ekki neina ofsa krafta til að stunda lyftingar, það þaxf fyrst og fremst taekni og snerpu, það er hún sem úrslitum ræður. Að vísu þarf krafta með, en ekki - eins mikla og margur heldur. — Hvað heldur þú að þú haf- ir lyft þyngstu frá jörðu? — Það veit ég ekki. Ég hef aldrei reynt það neitt sérstak- lega. Einu sinni lyfti ég steini sem er uppi við Árbæ. Hann er 304 kg. Ef til viH gæti ég lyft meiru, ég veit það ekki. — Er engin hætta á slysi í lyftingum, svo sem að menn missi lóðið ofan á sig? — Nei, það er mjög lítil hætta á slysi og ef til viH minni en í öðrum íþróttum. Ef menn finna sig vera að missa lóðið, þá pin- Framhald á 9. síðu. Olympíufarar Islands 1968 Óskar Sigurpálsson Einn íslenzku Olympíufar- anna, Óskar Sigurpálsson, er hvað minnst kunnur meðal íþróttaáhugamanna, endá íþrótt hans, lyftingar, nær óþekktar hér á landi þar til fyrir tveim til þrem árum. Þáttur Óskars í að vinna þessa karlmannlegu íþrótt upp hér á landi er stór og framfarir hans í lyftingum ævintýralegar, jafnvel þó ekki sé miðað við hinar frumstæðu aðstæður hér á landi til að iðka lyftingar. Ef til viU vegna ^aHs þessa eða kannski heldur vegna aðdá- uruar landans, svo öldum skipt- ir, á sferkum mönnum, fór- um við á fund Óskars Sigurpáls- sonar til að rabba við hann um þessa íþrótt, og fá nánari lýs- ingu á hvað lyftingar eru í raun og veru Guðmundur Gíslason Ellen Ingvadóttir Olympíunefnd íslands hef- ur sem kunniugt er ákveðið að senda 8 keppendur á Olympíu- leikana sem haldnir verða í Mexíkó í októbermánuði n.k. Þeir sem sendir verða eru: í SUNDI: Leiknir Jónsson, sem keppir í 100 og 200 m. ■brin.gusundi. — Guðmundur Gíslason, sem keppir í 20o m og 400 m. fjórsundi, 10o m. flugsundi og 100 m. skrið- sundi. — BUen Ingvadóittir, sem keppir í 100 og 200 m. bringus. og 20(> m. fjórsundi. Hrafnhildur Guðmundsdóttir, sem keppir í 20o m. fjórsundi og 100 og 200 m. skriðsundi. í FRJÁLSUM ÍÞRÓTTUM: Guðmundur Hermannss., sem keppir í kúluvarpi. Valbjörn Þorláksson, sem keppir í tug- þraut. Jón Þ, Ólafsson, sem keppir í hástökki. f LYFTINGUM: Óskar Sig- urpálsson, í milliþungavigt. AHt þetta íþróttafólk er löngu þjóðkunnugt fyrir afrek sín á sviði íþrótta, enda flest búið að keppa í mörg ár og sumir af íþróttamönnunum taka nú þátt í Olympíuleikum í þriðja sinn, svo sem Val- bjöm, Jón Þ. og Guðmundur Gíslason. Guðmundur Hermannsson Tón Þ. Ólafsson Hrafnhildur Guðmundsdóttir Valbjörn Þorláksson Leiknir Jónsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.