Þjóðviljinn - 15.10.1968, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.10.1968, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 1S. október 1968 — ÞJÓÐVIUINN — SlÐA Bréznef: í vor var boðaft að herða skyldi á baráttu gegn borgaralegum hugmyudum. Fáir vita með neirmi vissu hvemig sovézkur almenning- uir brást við innrásinni í Tékkó- slóvakíu. Flestir hafa sjálfsagt verið vamarlitlir gagnvart túlk- un sovézkra blaða og annarra fjölmiðluntartae'kja á atburðun- um — þótt' þessi túlkun vœri í senn svo fáránleg, að m-ann set- ur orðlausan, og svo gloppótt að illmögulegt virðist að fá í hana heila brú. Það gerði og á- róðursmönnum haagira um vik, að rússnesk alþýða „sór rautt“ hvenær sem tal berst að ein- hverjum huigsanlegum háska frá Vestur-Þjóðverjum, en það var einmitt mjög haft á oddi þessa daga. Hitt er jafnvíst, að íjölm.arg- ir þeirra sem virkairi eru í af- stöðu sinni til heimsins, hafa hlotið þekkinigu, menntun, þeir litu bessi mál allt öðrum augum en Izvestía og Pravdia. Þessir menn gerðu sér grein fyrir því, að sósíalísk ríki Mið- og Aust- ur-Evrópu þurftu einskis meira við en enducmýjunar og til- raunastarfsémi, sem miklu djúp- stæðari var en breytingar á stjóm iðnfyrirtækjia, heldur spannaði allt þjóðfélagið. Þess vegna fylgdust þeir með þróun rnála í Tékkóslóvakíu eítir beztu getu með áhuiga og sam- úð. Þessvegna var innrásin þeim miklð áfall, vafalaust. Ekki sízt vegha þess að hún boðaði ekk-" ert gott vonum þeirra um já- kvæða þróun í eigin landi. ★ Dómamir í Moskvu á föstu- daginn var boða heldu-r ekki nema illt eitt. Allt að fimm ára útlegðardómur og þriggja ára fangabúðadvöl er nokkumveg- inn i eins harkalegt andsvar valdbafa og hugsazt getur við tilraun til < mótmælaaðgerða undir þrem kröfuspjöidum. Lagabókstafur gat heimilað þriggja ára fangelsi fyrir aJla, en þrír sakbominga hlutu „að- eins“ útlegðardóm. Þessi „mildi“ gefur hinsvegar ekki tileíni til viðurkenningar. Það er miklu * þægilegra fyrir yfirvöldiri að einangra þau Pavel Lítvínof og Larissu Daníel í 4-5 ár á af- skekktum sitað en að setja þau í fangelsi. Pavel er sonarsonur Maxíms Lítvínofs, fyrrum utan- ríkisráðherra, og Larissa er eig- inkpna handtekins rithöfundar. Þau hafa haft sig mest í frammi í mótmælum gegn fyrri réttar- höldum og kröfugerð á hendur yfirvöldunum, sem reikna daun- ið líklega á þann veg að sú starfsémi veikist að mun þegar þetta fóik hefur ve.rið fjariægt. Þessi réttarhöld gefa enn eitt tilefni til að reyna að svara spumingunni: á hvaða leið eru Sovétríkin? ★ Um 1955-’56 hqfst í Sovétríkj- unum þróun sem hefur ver- ið flestum sæmilegum mönnum ánægjuefni. Þessi þróun for fram á tveim sviðum. Það verð- ur sú aukning á framleiðsiu, siem kemur ekki fyrst og fremst fram í efldum þungaiðnaði og hemaðarmætti, einsog á á,rum endurrei sn ar eftir styrjöld, held- ur kemur þessi aukning öllum almenningi til hagkbóta í æ beinní og ríkari mæli. Lífskjör- in batna: það hafa á þessum t-íma orðið ýmsar launahækk- anir, ákveðin skref .til launa- jöfnun-ar, útfærsla á ellilauna- kerfi og gíðarf en eikki sízt hef- ur verið tekizt af röggsemd á við stærsta kjaramálið, húsinæðis- vandræðin, sem varu svo gifur- lag að enginn getur úr fjarlægð gert sér skynSamlega grein fyr- ir þeim. Samfara þessari þróun geris-t önnur, ekki síður merki- leg, á sviði menningar- og sam- félagslifs. Það losnar um hið takmiarkalausa eftirlit, hina algjöru ritskoðun: það er öðru- vísi rætt um hlutina, viðræður eru- opnari, bækur og greinar írumsamdar eða þýddar, sem áður hefðu talizt til sannrar og refsiverðrar villtrúar. Þestsi þró- un var enganvegin jöfn og greið, það skiptust á hret og hlýviðri og það var mjög mismunandi hve langt þróun til skynsamlegs umræðugrundvallar gekk á ein- stökum sviðum þjóðlífsins. Þeim gekk miklu betur, sem starfa skyldu að ■ féla,gslegum vanda- málum uppbyggingár borga. en þeim, sem unnu á vettvangi hins mikla vandræðabams rúss- neskrar sögu, bókmenntanna. En allt um það: þjartsýni þess sem óskaði sovézku fólki góðs hlutskiptis virtist á góðum rök- um reist. Hvert þjóðfélag á sór viss-t hlutfall milli frelsis, svig- rúms og þvingana, beinn.a og ó- bcinna, ótta við afleiðingar um- mæla og gjörða. í tíð Stalíns var óttinn í forsæti sem stjóm- tæki. Þessi ötti var að velta úr sessi, hörfaði undan fyrir heil- brigðairi forsendum þjóðfélags- legrari hegðunar. E.n þótt margt væri gott um þessa þróun að segja verður því ekki frnm bnldið að á þessum tíma hafi skapazt það óstand í Sovétríkjunum, sem sósíalisti mættí vel við una. Forréttind- in voru' of mikil. kjör margra of kröpp, eftiriitið og ritskoð- unin of ströng. Það komu ekki þær stundir að hægt væri að segja: }>et.ta er gott. Það var hiinsvegar þróunin sjálf sem bjartsýnin byggði á. Svo virlist sem sjálfar liinar efna- hagslegu framfarir í lamlinu væru komnar á það stig, að framhalcl þeirra tryggði alliir- ugga ,sókn til meira réttlætis, meira frelsis. Að milli efna- hagslegs grundvallar þjóðfé- laigsins og félagslegrar yfir- byggingar væru þau beinu tengsli sem leysa mundu flest- an vanda smátt og smátt. Hitt er svo jafn óumflýjan- leg staðreynd og hún er alvar- leg að þessi skoðun stenzt ekki prófraun veruleikans. * Sá sem áður hefur gist Sovét- ríkin og kemur þar í ár, hann sér að fólk er betur klætt en fyrir svosem þrem árum, hefur úr meiri varning að velja, hann heyrir ánægjulegar fréttir af húsnæðiskjörum .gam,alla kunningja. En að því'er til tek- ur pólitísks lífs, menningarlífs. félagslegrar tilveru, fær hann miklu lakari fréttir, hvort sem þeir koma til hans á vegferð hans eða um skoðun bóka og blaða. Vonin. um áframhald- andi þróun á vettvanigi gagn- rýni, umræðu. skoðanamyndun- ar hefur ekki rætzt. Sú saga verður ekki rakin nema í stórum dráttum og margt sem í vantiar. En mér er nú efst í- huga að setja skilorðs- bundinn upphafspunkt við málaferlin gegn Sinjavskí og Daníel, sem fram fóru fyrir tæpum þrem árum. Þeir höfðu, eins og menn muna. skrifað bækur sem taldar voru niðrandi fyrir Sovét.ríkin og sent hand- rit úr laridi til útgáfu. Síðan hafa nokkur réttarhöld farið fram, þessum skyld á ýmsan hátt. Þaiu voru að vísu ekki góðs viti, en það gat þó dregið nokkuð úr ugg manna vegna þeirra, að það fólk kom fyirir rétt, sem hægt var að flækja í lagakróka,— svo var látið líta út sem menri væru ekki dæmd- ir fyrir talað orð eða skriíað heldur t.d. vafasöm tengsl við erlenda aðila, „óspektir á al- mannafæri" o.s.frv. (Höfundar bóka sem ekki voru gefnar út í Sovétríkjunum en komiu út á Vesturlöndum án þeirra til- verknaðar hafa t.d. ekki sætt handtökum). En þessi réttar- höld síðustu 2-3ja ára eru að- fær að sjálfsögðu ekki tækifæri til_að svara. í þessa veru mætti neína mörg dæmi. Á undanfömum misserum hafa vísindamenn og listamenn, striðshetjur og sam- yrkjubúsformenn, skrifað marg- vísleg bréf til .miðstjómar flokks síns og annarra stofnana. Þeir hafa skírskotað til stjóm- arskrár, mannúðar, Leníns og Tolstojs og farið fram á, upp- töku mála, vægari refsingar, takmörkun eða afnám ritskoð- unar o.þ.u.l. — mörg hafa þessd bréf borizt eftir krókaleiðum til útlanda. En í vor hélt Bréznef, aðalritari flokksins, ræðu um hugmyndafræðilega baráttu, sem han,n vill herða að mun, berja á „borgaralegum“ hug- myndum ekki sizt um frelsi, og í ræðu hans mátti heyra ógn- anir í gairð þeirra sem hafa verið að skrifa undir „ábyrgð- airlaus bréf“. Og það hefur ekki staðið á þessari „baráttu“. Þjarmað hefur verið að undir- skriftafólki á ýmsan hátt með viðvörunum, brottreksitri úr flokknum (sem er ekkert grín- mál í Sovétríkjunum), ellegar úr starf; — og enginn veit hve mangir hafa orðið fyrir slíkiri meðferð, en vissulega meira en nógu margir til þess að vekja upp sterkan kvíða vegna þeirra sem hafa haft kjark til að ganiga á móti straumnum. ★ Hvað vill þetta undirskrifta- fólk? Auðvitað er það mis- Pavel og Larissa: þrjú mótaiælaspjöld, fimm útlegðarár, eins hluti vanidamálsins. Það er t.d. mjög alvarleg staðreynd fyr- ir möguleika á gagnrýni í lánd- iniu, að um hríð hefur ekkeirt fengizt birt eftir einn ágæt- asta rithöfund landsins, Solzjen- ítsín — en sumir menn taka svo djúpt í árinni að kalla hann samvizku Rússlands. Siðast í vor var nýrri sögu eftir hann kippt út úr Novi 'mír, því riti sem helzt hefur staðið undir virðingu sovézkrar menningar. Og nú síðast hofur hlnð eins og Literatúmaáa gazéta la>gt Solz- jenítín í eimelti, birt dylgjufull- ar greinar í tilraun til að hafa af honum mannorðið, sem hann jafnt, bréf þeirra og skýrslur, sem komizt hafa til Veetur- Evrópu eru gjama full með alls- konar bamaskap, mjög }x>ku- kenndan ídealisma, fegran ein- stakra meintra göfugmenna o. s.frv. En slika hluti er ekki hægt að ásaka þetta fólk fyrir að réttu lagi — þetta er oft tengt beinlínis við það óeðlilega andrúmsloft, sem hugmyndir þess þróast í. Það sem stam- einar þetta fólk er einfaldlega sameiginleg markmið: meiri mannúð, meira ritfrélsi, skoð- anafrelsi. Og þótt vestrænum sósiíalista finnist eitthvað skrýt- ið við sum við’ orf þoirra, þá Solzjenítsín: hlutskipti merks rithöfundar segja ekki alla sögu, eru þó drjúg vísbending. \ V ' - mega menn að sjálfsögðu ekki gleyma því að frelsi verður einnig að tákna f relsi til að haf a „hæpnar“ eða „rangar“ skoð- anir — og koma þeim á fram- færi. Krústjof sagði einhverju sinni: „Við veitum frelsi til gagnrýni þeim sem eru með sósialisma en ekki þeim sem eru honum andvígir“. Þetta væri kannski ekki sem verst svo lanigt sem það nær — en hinu hafa hvorki Krústjof né aðrir sovézkir ráðamenn svar- að hver ætti að ákvarða hvenær gagnrýni er sósíalísk og hvenær andsósíalisk — ef úrskurður er á hendi þeirra valdstofnana einna sem mesta þörf hafa fyrir gagnrýni er hætt við að niður- staðan verði heldur dapurleg, auk þess sem hún er síbreyti- leg eftir því hverjir með völd f-ara. Það sem er ,,andsovézkt“ í dag var það ekki í hitteðfyrra. ★ Menn gætu e.t.v. spurt: af hverju svo lan.gt tal um frelsi? Einn gæti sagt: það eru aðeins sárafáir menn meðal hverrar þjóðar sem þurfa á skoðanafrelsi að halda — alla aðra skiptir mestu, að tryggð séu lífskjör þeirra og efnalegt öryggi. Annar: svangur maður er ekki frjáls, atvinnuleysingi ekki heldur — þesskonar ó- írelsi eru sovézkir lausir við. Þriðji: miklir menntunarmögu- leikar í Sovétríkjunum bæta í sjálfu sér við frelsi manna til að skapa sér hlutskipti. Hinn fjórði: Sovétríkin bafa þrátt fyrir allt breytzt gífurlega — málaferlin 1968 eru t.d. stór- hátíð í sama-nburði við myrkra- verk ársins 1938. Fimmti: gleym- um því ekki að Sovétríkin sigr- uðu Hitler og misstu 20 miljón- ir manna. Sjötti: Frelsi á víð- astihvar mjög í vök að verjast í heiminum. Auðvitað er margt sntt í slík- um röksemdum, ekki skal borið á móti því. En ég tel það sé engu að síður nauðsynlegt í dag að draga fram annmarka slíkra röksemda: Það er nefni- lega hættulegt að slaka á kröf- um til sósíalisma um frelsi. frelsi án umskrifta og óþarfr- ar heimspekilegrar þoku. Veit ég vel að þeir tímar eru í sögu þjóða, tímar allsleysis og hörmunga, tímar }>egar reynt er að sigrast á algjörri fáfræði og eyðileggingum styrj aldar — á slíkum tímum er það liklega út í hött að tala fagurlega um frelsi. En í sögu Sovétrikjanna eru slíkir tímar liðnir. Við get- um sagt sem svo, að frelsi sé hugsjón sem aldrei verður náð. En þá skiptir mestu á hvaða leið men-n eru, að frelsi eða frá því. Það er íirapalleg þversögn, þegar þróað iðnaðarríki, sem hefur staðið í umfangsmikilli útbreiðslu þekkingar og mennt- uniar, svo að ýmsu leyti hefrir verið til fyrirmyndair. þegar Í¥>tta sósíalískf ríki snýr af þró- un til frelsis fyrir tilverknað forystumamn'a sinna. Og hér er um meira að ræða en þversögn. Sovétríkhi eru komin á það þróunarstig, þegiar lífskjör og lífskjaraibaetur verða harla lítils' virði án eflingar rit- frelsis, skoðanafrelsts og amn- arra skyldra réttindia. Ef menn hafa frelsi möguleika til að efla sérmenntun sina, bæta sér tekjur, „vinna sig upp“, um leið og svið pólitískra, félagslegra afskipta, menningarlegs sköp- unarstarfs er hættusvæði undir mögnuðu eftirliti tnrtryggins rikisvalds, þá hlýtur slik skipt- ing að hafa hin alvarlegustu áhrif á hið þjóðfélagslega sið- gæði. Erfitt er að sjá hvemig hægt er að komast hjá því við slíkar aðstæður að menn þokist yfirleitt undan þunga áhættann- ar frá félagslegum afskiptum að fullnægingu einkaþarfa sinna, þ.e. að því smáborgaralega *' neyzluástandi sem marxistum Vesturlanda hefur verið mikiU þyrnir í augum. Um leið og hið félagslega svið lendir að méstu í hlut metorðastritara og já- manna. Og vonandi átta menn sig á því. að hér er ekki ein- ungis um að ræða möguleika tiltekinna rithöfunda tiL að skrifa sem þeim bezt þykir heldur — í stórum dráttum — um það andrúmsloft sem skap- að er möguleikum hvers ein- staks manns til að vera virk- ur þ.ióðfélagsþegn, koma því á framfæri sem honum finnsf brýnast óttalaust. bæði í stóru og smáu. Hér er einnig um að ræða það andmmsloft sem ör- lagaríkar ákvarðanir eru tekn- ar í, eins og t.d. ákvarðanir um T ékkóslóvakíu. ★ jWfenin gefa að sjálfsögðu snurt: Er hugsanlegt að ástandið lagist? Að sjálfsögðu vitum við að heimurinn breytist 'og mun halda áfram að breytast. En engu að síður er í dag rétt að vara við snémmbærrj bjarfsýni. Eg segi fyrir sjálfan mig: Hefði ég fyrir einu ári verið að því spurður, hvort ég h-efði áhyggj- \ir af framtíð Sovét.ríkj anna, hefði ég svarað neit-andi. f d,ag er svarið annað. Eins og nú er málum háttað í Sovétrikjunum , er vart hugsanlegt að meiri- háttar hreytingar verði á stjóm- arháttum nema þeir hefjist með slerkum ágreiningi og breyting- um innan æðstu stjómar lamds- ins. Fyrir fjórum árum kvartaði Togliatti yfir því að enginn fengi af slíkum ágreiningi að vita, þegar upp kemur, og enn er söm launiung a þeim stöðum og áður: spádómar eru því mjög út í hött, því miður. Hitt esr nokkumvegin ljóst að loftvög er ostoðug, frelsi og þvingun hanga einhvemvegin 1 lapsu loftá í Sovétríkjunum í dag — Frpmhald - 9. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.