Þjóðviljinn - 19.11.1968, Page 5
Þridjudaguir 19. nóverruber 1968 — ÞJÓÐVTLJTNTí — SlÐA g
Fyrri landsleikur fslands og V-Þýzkalands: 21-22
Opin vörn íslenzka liðsins og iéleg
markvarzla í upphafi leiks olli tapi
Þegax staöan var 5—3 Þjóð-
verju-m í hag misnotuðu íslend-
ingarnir vítakast, sem ekki varð
til að bæta úr skák. Þannig
hélzt þetta út fyrri hálfleik að
Þjóðverjamir höfðu 2—3 mörk
yfir, þó komst munurinn einu
sinni niður í 1 mark, 11—10.
1 leikhléi var staðan 13—11
þýzkum í vil.
Ingólfur Ósikarsson þyrjaði
síðari hálfleikinn á því að
skora og minnka þilið niður 1
eitt mark, en gsafan virtást
þeim algjörlega fráhvertf, því
að innan stundar var aftur
kominn þriggja marka munur.
13—16.
Þegar hér var komið höfðu
aðeins þrír menn í ísl. liðinu
sfcorað öil mörkin, þeir Jón
Hjaltalín, Geir og Ingólfur, ofí
segir þetta sína sögu um hversu
einhliða sókntarleikurinn var.
Nærri miðjum síðari hálfleik
var staðan orðin 15—19, fjög-
urra marka munur, og tflestir
búnir að gefa upp alla von.
Þá gerði Hilmar Björnsspn,
landsliðsþjálfari, nokkuð sem
telja verður djarft en heppn-
aðist fulilkomlega, hann setti
alla yngri mennina inná og
þeir voru svo sannarlega
tnauistsins verðir, því að nú
fyrst fór liðið að leifca við getu.
Það má segja að Einar Mapn-
ússon halfi riðið á vaðið, þegar
hann sikoraði tvö mö<rk í röð 01"
munurmn var aftur orðinn tvö
mörk, 19—17, en ÞjóðVerjamir
skoruðu þá sitt 20. miark og
Jón Hjaltalín 18. mark landans.
Geir Hallsteinsson með knöttinn, þrír Þjóðverjar sækja að honum. Framhald á 9. síðu.
■ Það skyldi þó aldrei vera, að íslenzkir handknatt-
leiksmenn séu komnir með álíka minnimáttarkennd gagn-
vart Þ'jóðverjum og þeir höfðu gegn Dönum á sínum tíma?
Það er von að maður spyrji, þvi að ég fullyrði að við höf-
um unnið sterkara lið en þetta þýzka landslið sem lék hér
s.l. laugardaig.
gæft að þriggja marka forskot
vinnist upp í handknattleik, en
eins og greinilega var komið
í ljós þá var ísl. landsliðið ekki
við sitt bezta og vonin um að
þeim tækist að vinna upp þetta
forskot því heldur lítil.
Knötturinn ligguv inni. Þorateinn fær ekki varið.
■ Þessi doði í íslenzka
landsliðinu varði fram í
miðjan fyrri hálfleik, en þá
var munurinn orðinn það
mikill að þeir voru allan
tímann sem eftir var að
vinna hann upp, og það
tókst á síðustu mínútunum,
þegar staðan varð 21 :21 og
heppni ein réði hvorum
megin sigurmarkið lenti.
Auk þessa lélega kafla hjá
ísl. liðinu voru markverð-
imir okkar báðir langt frá
sínu bezta allan tímann, en
þýzki miarkvörðurinn Meyer
varði af hreinni snilld og
bezt þegar mest reið á fyrir
lið hans. Þetta á að sjálf-
sögðu sinn stóra þátt í ó-
sigrinum.
Eins og fyrr segir var byrjum
leiksirus silakasti kafli islenzka
liðsins, því að þegar um það
bil 10 mínútur voru aif leik
var staðan orðin 3—0 þýzkum
í vil. Ingólfur Ósikarsson sikor-
aði fyrsta mark landans en
Þjóðverjarnir svöruðU strax
fyrir sig og staðam þá 4—1.
Að víisu er það ekki sjald-
íslendingur og Þjóðvcrji eigast þarna við. Jón Hjaltalín kemiir
aðvífandi til hægri. — Ljósmyndirnar tók Ari Kárason.
Jón Hjaltalín bjargaði landsliðinu
frá stórtapi í síðari landsleiknum
Breytti 10 marka mun í 5 á síðustu mínútunum
■ Það var einstaklingsiframtak Jóns Hjaltalíns, sem
bjargaði því, að þessi leikur varð ekki svartasti blettur-
inn á íslenzkum handknattleik. Þegar einungis 10 mínút-
ur voru til leiksloka var staðan 13—23 Þjóðverjunum í hag
og al'lsherjar vonleysi hafði giipið um sig í íslenzka liðinu.
nema hjá Jóni sem sikoraði 5 mörk í röð og Einar Magnús-
son 1 án þess að Þjóðver'junum taekist að svara fyrir sig
nema einu sinni. Þetta er eitthvert glæsilegasta einstak-
lingsframtak sem maður hefur séð og mikil ósköp hlýtur
landsliðsnefnd og öðrum forráðamönnum handknattleiks-
ins að vera hlýtt til Jóns eftir þetta. Það hefði verið erfitt
fyrir landsliðsnefnd að afsaka tap uppá 10 marka mun
fyrst hún gerði engar breytingar á liðinu eftir fyrri leik-
inn, sem þó var ærin ástæða til, með það fyrir augum að
styrkja vömina sem var algiörlega í molum í báðum
leikjunum.
fraaga í K'aupmannahölfn á sín-
Það sýndi sig strax í byrj-
un, að það eitt að skipta um
markmann, var til einsikis fyrst
vömin var ekki styrkt. Það er
næstum sama hvaða markmanni
hetfði verið stillt upp fyrir aft-
an þessa vöm, sá markmaðlur
er varla til sem hefði fietað
breytt þar einhverju. Það var
aðeins fyrstu mínútur leiksins
sem hann hélzt í jafnvaafii og
eftir að Ingólfur hafði jafnað
2—2 opnaðist ísl. vörnin eins ofi
flóðtfiátt og allan fyrri hálfleik-
inn gátu Þjóðverjamir næstum
labbað í gegn þegar þeim sýnd-
ist. Það var svo sann-arlega
martröð að sjá markatölumar
breytast úr 6—5 fyrir Þjóðverja
í 16—8, en þanmig var staðan
í leiklhléi. Manni býðiur í grun
að álhortfendum hafi verið svip-
að innanbrjósts og þeim Islend-
inguim sem sán „14—2“ leikinn
um tíma.
1 leikhléi töluðu menn um
12—15 marka mun að lokum og
það skyldi engum láð þó hann
væri svo svartsýnn, því að
menm áttu ekiki von mikilla
breytinga í síðari hálfleik. Það
varð samt sú raumin á að ísl.
liðið var allt annað og betra
í síðari hálflleik, þó það næði
aldrei sínu bezta sem varla ei’
von með 8 marka mun á bakinu
í byrjun síðari hálfleilíis.
Islenzka liðið náði fljóblega
að minnka muninn niður í 6
mörk, en um miðjan hálfleik-
inn dofnaði afltur yfir liðdnu ofi
munurinn komst í 10 mörk, 23
—13. Algjört vonleysi virtist
hafa gripið um sig í liðinu og
það var svo sannarlega ekkert
undarlegt, en enn maður, Jón
Hjaltalín, hafði ekki sagt sitt
síðasta orð ofi verður þessi
Vinstrihandarskot — og mark.
lokalþáttur hans áreiðanlega
lengi í minnum hatfður.
Jón Skoraði nú 14. og i’5.
markið, en Einar Magnússon 16.
þá skoruðu Þjóðverjamir sitt
24. mark en þrjú síöustu mörk-
in skoraði Jón svo og bjargaði
landsliðinu tfrá stórtapi.
Þessi úrslit gefa efcki rétta
hugmynd um styrkleikamun
þessara liða, því að jafnvel þó
að vanti nokkra af okkar beztti
varnarleikmönnum þá á þefcta
ísl. lið að geta mun meira en
það sýndi í þessum leik. Þessi
úrslit ættu að kenna landsliðs-
nefnd að velja varnarleikmenn
í stað forfallaðra vamarleik-
marma, en ekki sóknarlei’kmenn
eins og nú var gert. Meðan hún
gerir það efcki, þá nær hún
ekki að velja okkar bezta
landislið.
Mér finnst ekki ástæða til að
nefna nema einn mann sér-
staklega í ísl. liðinu, þ. e. Jón'
Hjialtalín. sem átti frábæran
leik. Aðrir léku 1-angt undir
getu.
Hjá Þjóðverjunum voru
beztir þeir Liibking og Munek,
eins og í fyrri leiknum, að ó-
gleymdum markverðinum Mey-
er, sem var eins og töfra-
maður í marfcinu á stundum.
Dómaramir, þeii- Carf-Olaif
Nilsson og Rölf Andreason,
dæmdu þennan léik skínandi
vel.
Mönk Islands: Jón Hjaltalín
7, Geir Hallsteinsson 2, Ingólf-
ur 3, Gunnlaugur 2, Einair
Magnússon 2, Ólafur Jónsson,
Jón Karisson og Auðunn 1
hver.
Mörk Þjóðverja: Lubking 6,
Munck 7, Bucher 2, Neuhaus
2, Hönning 3, Kusman 1. Múl-
ler 2, Grönninig 1.
I
_