Þjóðviljinn - 31.12.1968, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 31.12.1968, Blaðsíða 4
SÍÐA — ÞJÓÐVTWXNN — X>ri3iudagur 31. ðesemnlber 1068. Otgefandi: Sameiningarflokk/ui alþýöu — Sósíalistaflokburinn. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurðusr V. Friöþjófsson. Auglýsingastj.: Ölafur Jónsson. Framkv.stjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórn. afgreiðsla. auglýsingar. prentsmiðja: Skólavöröustig 19. Sími 17500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 150,00 á mánuði. — Lausasöluverð krónur 10,00. / deiglunni 'r ^rið sem nú er að kveðja hefur verið mjög tíð- indasaimt í íslenzkum stíómmálum. Viðreisn- arstefnan hefur mistekizt svo gersamlega að ekki verður deilt um ófarnað hennar, og í kjölfar þess hefur fylgt mjög alvarlegt efnahagsástand, stór- lega skert kjör launamamna og vaxandi atvinnu- leysi. Óvissan í efnahagsmálum hefur leitt af sér hliðstæða óvissu í stjórnmálaþróuninni; hefðbund- in viðhorf manna hafa riðlazt mjög á árinu, og birt- ust þau umskipti einkar greinilega í forsetakosn- ingunum, sem urðu mjög sögulegur stjómmálaat- burður. Öll þjóðmálin eru nú í deiglunni í ríkara mæli en verið hefur um langt skeið, óvissan um fraimtíðina meiri. 'r' ^ þessum tímamótum hafa íslenzkir vinstrimenn endurskipulagt stjórnmálasamtök sín. Sósíal- istaflokkurinn hættir störfum um þessi áramót eft- ir að Alþýðubandalagið hefur verið gert að fornrr legum sósíalistískum flokki. Á þeim tímamótum er vert að minnast þess að barátta Sósíalistaflokks- ins varð mjög árangursrik; hanuim tókst að tryggja mjög stórfelld umskipti á kjörum og réttindum al- þýðufólks, mestu lífskjarabyltingu sem íslands- sagan kann frá að greina. Engu að síður munu flest- ir binda hugamr við framtíðina á þessum tíma- mótum, þá baráttu sem Alþýðubandalagið verður að heyja til þess að tryggja nýja og gerbreýtta laindsmálastefnu, atvinnuöryggi og sómasamleg lífskjör, áætlunarbúskap og þjóðleg viðhorf. Ýms- ir atvinnustjórnmálaimenn spá misvel fyrir þeirri baráttu, en spádómar þeirra skera ekki úr um neitt; gengi Alþýðubandalagsins er háð ákvörðunum þús- unda alþýðumanna um larid allt. Öll saga hinnar sósíalistísku baráttu á íslandi er saga um samtök fólksins sjálfs; gengi viínstrihreyfinga er háð því að þær séu fjöldahreyfingar, þar sem fómarlund og hugsjónatryggð em aflvakar. Slík fjöldabarátta hefur aldrei verið nauðsynlegri en nú, þegar vegið er að afkomu og öryggi hvers vinnandi manns, þeg- ar hver launamaður um sig finnur hversu lítils hann er megnugur eiinn, en veit jafnframt af reynslunni að samtök alþýðumanna geta verið sterkasta aflið á íslandi. Aðeins með fjöldabaráttu er hægt að tryggja þau óhjákvæmilegu imannrétt- indi að allir eigi kost á starfi; aðeins samtök fólks- ins sjálfs geta fært öllum almenningi þau lífskjör sem þjóðfélagið megnar að veita ef rétt er stjóm- að. Aldrei hefur verið mikilvægara etn nú að ís- lenzkir vinstrimenn muni þau einföldu sannindi að sameinaðir geta þeir lyft gre'ttistökum, en sundr- aðir verða þeir leiksoppar þjóðfélagsafla sem ekki megna að uppfylla þær vonir sem íslendingar binda við samfélag sitt. J£f íslenzkir vinstrimenjn muna hið einfalda ’ lög mál um styrk samheldninnar verður AlþýSu- bandalagið það þjóðfélagsafl sem lyftir landsmönn- um úr óvissu og ugg þessara áramóta til nýrrar og árangursríkrar sóknar. í trausti þess óskar Þjóð- yiljinn íslendingum gleðilegs nýs árs. — m. GLEÐILEGT NYTT AR! Þökibum viðskiptin. Nýborg s.f., Hverfisgötu 76 NYTT AR! Þökbum viðskiptin. GLEÐILEGT NYTT AR! GLEÐILEGT NYTT AR! Þöbbum viðskiptin. Þökkum viðskiptin, Nýborg s.f., Hverfisgötu 76 NYTT AR! Þökibum viðskiptin. Ragnar Arnalds: Á TÍMAMOTUM Um þessi áramót kemur út fyrsta tölublað af nýju málgagni AlþýSubandaiagsins, pg hefur það hlotið nafnið VÍÐSJÁ. Er blað- inu ætlað að koma út viku- til hálfsmánaðarlega, þegar útgáfa þess verður komin á fastan grundvöll, en af fjárhagsástæðum verður það ekki, fyrr en síðar á þessu ári. Eðlilegt þótti, að áramótagrein um stjórnmálaviðhorfin, sem ég hef ritað, yrði birt í þessu nýja blaði. En þrátt fyrir útkomu þessa blaðs er Þjóðviljinn áfram stærsta og útbreiddasta stuðningsblað Alþýðubandalagsins. Ég vil því biðja hann fyrir áramótakveðju til Alþýðubandalagsmanna um land allt, um leið og ég vík að stöðu Alþýðubandalagsins í dag í örstuttiv máli. Eins og flestum mun kunnugt eiga sér nú stað meiri umskipti og breytingar í hreyfingu róttækra vinstri manna og sósíalista en gerzt hefur um áratuga skeið. Á landsfundi Alþýðubandalagsins í nóvember var samþykkt að breyta samtökunum í stjórnmálaflokk, sem ekki heimilaði meðlimum sínum að vera í öðrum flokkum eða flokkspólitískum samtökum. Þetta ákvæði tók þó ekki gildi þegar í stað. En nú um áramótin er útrunninn sá frestur, sem mönnum var veittur til að segja sig úr öðrum flokkspólitískum samtökum eða til að sjá um, að þau yrðu lögð niður. Sósíalistaflokkurinn hefur nú ákveðið að auðvelda meðlimum sínum að uppfylla skilyrðin fyrir þátttöku í Alþýðubandalaginu með því að leggja samtök sín niður. Gils Guðmundsson hefur lýst því yfir, að hann telji Þjóðvarnarflokkinn ekki Iengur til, þar sem ekkert þjóðvarnarfélag hafi starfað um árabil, og er þeta vafalaust viðhorf annarra þjóðvarnarmanna, sem eru félagar í Alþýðubanda- laginu. Lengi hefur ekkert heyrzt frá Málfundafélagi jafnaðar- manna eða klofningsfélagi því, sem bar heitið „Félag Alþýðu- bandalagsmanna í Reykjavík", og verða þau að teljast úr sögunni, nema annað komi í Ijós. Á nýju ári .e£ .Só^íalistaflókkurinn ekki Iengur útgefandi Þjóð- viljans. Stofnað verður nýtt útgáfufélag um blaðið, sem opið verð- ur öllum Alþýðubandalagsmönnum og raunar öllum sósíalistum, hernámsandstæðingliíh og róttækum ' meðlimum verklýðsfélaga, þótt þeir séu ekki í Alþýðubandalaginu. Alþýðubandalagið mun ekki gefa út sérstakt dagblað, enda hefur það ekki til þess bol- magn, en Víðsjá verður formlegt málgagn flokksins. Jafnframt treystir Alþýðubandalagið Þjóðviljanum til að veita sér nauðsyn- legan stuðning í daglegri sókn og vörn, eins og hann hefur gert um árabil, en við Alþyðubandalagsmenn munum á móti veita Þjóðviljanum það lið, sem við megum. Löngum hefur það einkennt stjórnmálabaráttu bæði hér á landi og víða annars staðar, að vinstrimenn hafa verið klofnir og sjálfum sér sundurþykkir, en íhalds- og auðvaldsöflin oftast sameinuð í traustbyggðum valdaflokkum. Ástæðurnar eru ýmsar m.a. þær, að flokkar Iaunamanna standa yfirleitt heldur veikum fótum fjár- hagslega og þola ekki mikil innri átök, en fjársterk dagblöð og voldugar flokksvélar halda hægriflokkunum saman. Líklega er þó ekki síður þungt á metunum, að of mörgum vinstri mönnum hættir til að láta heimiliserjur sitja í fyrirrúmi og deila harðast á þá, sem næstir þeim standa í skoðunum.. Þetta er vafa- laust ein meginástæðan til þess, að árum saman eru sósíalískar hreyfingar hér og víða /annars staðar. að hjakka í sama farinu. Það smáa sundrar, hið stóra sameinar! Sá maður er blindur, sem ekki sér, hve þörfin er nú brýn, að Alþýðubandalagsmenn og allir einlægir vinstrimenn sameini orku sína gagnvart þeim stórbromu verkefnum, sem framundan eru: að verjast stórárás á lífskjör al- mennings; að snúa vörn í sókn; að leggja grundvöll að nýrri efna- hagsstefnu, sem byggist á félagslegum úrræðum og heildarstjórn í stað blindra gróðalögmála, og loks að knýja fram óháða, þjóðlega utanríkisstefnu á því ári, sem NATO-samninguxinn verður loksins uppsegjanlegur. Á þessum tímamótum þakka ég öllum þeim mörgu, sem átt hafa þátt í að endurskipuleggja starfsemi Alþýðubandalagsins á liðnu ári. Það var ekki auðleyst verkefni, en því er nú að mestu lokið farsællega. Alþýðubandalagið er nú í stakkinn búið að gegna sínu hlutverki. Svo óska ég lesendum Þjóðviljans og Iandsmönnum öllum gæfu og gengis á því ári, sem nú fer í hönd. Sendibílastöðim h.f., Borgartúni 21. r a ' GLEÐILEGT NYTT AR! Þökkum viðskiptin. arðviiuislaxi sf GLEÐILEGT NYTT AR! Þökkum viðskiptin. Faco, Laugavegi 37 og 89 GLEÐILEGT NÝTT ÁR! Þökkum viðskiptin MilM'atorgi, GROÐURHUSIÐ við Si'gtún.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.