Þjóðviljinn - 19.07.1969, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 19.07.1969, Blaðsíða 8
g —í&o&wmmm—’BEweawSacor *. 'fm-weo ROTTU- KÓNGURINN EFTIR JAMES CLAVELb — Hamingjan hjálpi mér, sagði Peter skelkaður. — Ég gæti eins reynt að fljúga eins og að reyna að selja eitthvað. — Þú getur flogið. — Án flugvélar á ég við. Þeir fóru að hlæja og glaðir yfir því að vera vinir á ný gengu þeir af stað gegnum frumskóg- inn.'Þegar þeir voru komnir fram- hjá svæðinu, þar sem vörðurinn var á sveimi, fóru þeir eftir mjó- um stíg og brátt voru þeir hálfam kílómetrq frá búðunum. Kóngur- inn var á undan, Svo komu þeir auga á byssu- stinginn sem beindist að þeim •og námu snögglega staðar. Japaninn sat upp við tré og horfði beint á þá. Skelfilegt glott !ék um andlit hans og byssusting- urinn studdist við hnéð á honum. Þeir -hugsuðu báðir hið sama. Guð minn góður! UtA’am Road! Það er úti um bkkur, Drepum hann! Kóngurinn var skjótari í við- brögðum sínum. Hann æddi að varðmanninum, þreif af honum byssuna og lyfti skeítinu til að berja hann í höfuðið. Peter Mar- Iowe bjóst til að grípa fyrir kverk- ar honum, en eimhver eðlisávísun varaði hann við, og hann dró að sér hendurnar. — Burt með þig! Peter Marlowe tók viðbragð og dró kónginn burtu. Varðmaðurinn hafði ekki hreyft sig. Sama illgirnislega glottið var enn á andliti hans. — Hvað er þetta maður? Kóng- urinn tók andköf, skelkaður og enn með riffilinn á lofti. t .»-«,Komdu héðar.. í guðs bænum flýttu þér. Peter Marlówe þreif ri'ffilinn úr jliöndjjm kóngsins og fleygði hon- um að dauða Japananum. Þá kom kóngurinn auga á slöng- una hjá manninum. — Hamingj- an góða, stundi hann þegar hann gekk nær til að athuga þetta nánar. Peter Marlowe reif og togaði í hann- — Komdu héðan. Hlauptu í Guðs bænum.. Hann hljóp allt hvað af tók burt frá trjánum. Kóngurinn þaut á eftir honum og þeir námu ekki HARGREIÐSLAN Hárgreiðslustofa Kópavogs Hrauntumgu 31 Sími 42240« Hárgreiðsla. Snyrtingar. Snyrtivörur. . Fegrunarsérfræðingur á staðnum. Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Ðódó Laugav 18. III. hæð (lyfta) Sími 24-6-16. Perma Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SÍMI 33-0-68 staðar fyrr en þeir komu í rjóður. — Brtu bandóður? stundi kóng- urinn. — Þetta var bara slanga. — Það var eiturslanga, hvæsti Peter Marlowe- — Þær lifa í trjánum og eru bráðdrepandi. Þær skríða upp trén og láta sig detta niður á fórnarlambið. Ein var á hnjám hans og önnur un'd- ir honum/ I raun og veru eigum við að vera þeim þakklátir. Jap- aninn var enn volgur. Hann hef- ur ekki verið dauður nema í nokkrar mínútur. Hann heíði grip- 34 ið okkur, ef hann hefði ekki orð- iö fyrir biti. Og við megum vera þakklátir fyrir að hafa lent í þessu rifrildi. Það gaf slöngunum tíma. Viö höfum aldrei verið nær dauðanum. — Já, við skulum koma burt héðan, sagði kóngurinn, og hroll- ur fór um hann. Þegar þeir voru komnir að gaddavírnum, settust þeir oj? biðu- Þeir gátu ekki enn skriðið gegn- um hann. Enn voru bf margir úti á sveimi. Það vpru alltaf vofur á ferð um búðirnár, þeir sem ekki gátu sofið og þeir sem voru hálf- sofandi. Það var gott að hvíla sig, hnén skullfu undir þeim og þeir voru þakklátír yfir því að vera á lífi. En sú nótt, hugsaði kóngurinn. Ef Peter hefði ekki verið með mér, hefði ég nú verið steindauð- ur. Ég ætlaði að stíga ofan á Jap- anann þegar ég lyfti rifflinum. Löppin á mér var ekki nema sex tommur frá honum. Ég hata slöngur. Þessi bölvuð skriðdýr. Og þegar kóngurinn róaðist ögn, jókst virðing hans fyrir Pet- er Marlowe. — Þetta er í annað sinn sem þú bjargar lífi mínu, hvíslaði hann- . — Þú varst á undan að ná riffl- inum. Ef Japaninn hefði ekki ver- ið dauður, þá hefðir þú drepið hann. Ég var of seinn á mér. — Ég var fyrir framan þjg, maöur. Kóngurinn brosti. — .Heyrðu Peter. við erum ágætir .saman. Með útlit þitt ög gáfur mínar ætti okkur að vera borgið. — Líttu á, sagði Peter Marlowe og þaggaði niður í honum, Grey kom gangandi handan við gadda- vírinn. Þeir sáu hann stanza fyrir utan bandaríska braggann. Þeir sáu hann bíða í skugganum og stara út yfir gaddavírinn, næstum beint á þá. — Heldurðu að hapn viti um þetta? hvíslaði Peter Marlowe- — Ég er ekki viss. En það er ekki óhætt að skríða inn fyrir núna. Við verðum að bíða. Þeir biðui Himinninn fór' að lýsast. Grey stóð í skugganum og horfði á bandariska braggann- Kóngurinn vissi að Grey gat séð rúmið hans þaðan sem hann stóð. Hann vissi að Grey gat séð að hann lá ekki í því. En teppin voru tekin af því og það gat verið að hann væri úti á sveimi með þeim sem voru andvaka. Það varðaði ekki við lög að vera and- vaka. Þeir biðu. Þeir sáu að Grey skimaði enn einu sinni út yfir girðinguna og síðan fór hann burt. Þeir fylgdust með honum þangað til hann hvarf fyrir horn- ið hjá fangelsismúmum. — Þetta getuir verið bragð, sagði kóngurinn. — Við skulum gefa honuin nokkrar sekúndur enn. Sekúndurnar voru eins og klukkustundir þegar farið var að birta og skuggarnir að dvína) Nú sást enginn í nánd vjð girð- inguna. — Komdu; það er nú eða aldrei- Þeir þutu að girðingunni og eft- ir andartak voru þeir komnir gegnum hana og niður í skurð- inn. — Farðu heim í braggann, Rajah. Ég bíð andartak. — Allt í lagi. Þrátt fyrir stærðina var kóng- urinn léttur á fæti og var fljót- ur heim í skála sinn. Peter Mar- lowe skreiddist upp úr skurðin- um. Eðlisávísun fékk hann til að doka við á skurðbakkanum og horfa út yfir girðinguna. Svo sá hann út undan sér að Grey kom fyrir hornið og stanzaði. Hann vissi strax að það hafði sézt til hans. — Marlowe. — Ó, eruð það þér, Grey. Getið þér ekki sofiö hpldui’? sagði hann og teygði sig. — I-Ive lengi hafið þér verið hér?...... ............. — Nokkrar mínútur. Ég var orðinn þreyttur á rápinu, svo að ég settist. / — Hvar er vinur yðar? — Hver? • — Kaninn, hvassti Grey. — Ég veit það ekki. Ætli hann sé ekki sofandi. Grey horfði á . kínverska bún- inginn. Blússan var rifin um axl- irnar og rennvot af svita. Leir og trjálauf voru á maga hans og hnjám. — Hvernig hafið þér farið að því að verða svona skítugur? Og af hverju eruð þér svona sveitt- ur? Hvað er á seyði? — Ég er skítugur vegna þess — er nökkuð athugavert við heiðar- legan skít, sagði Peter Marlowe um leið og hann reis á fætur og burstaði af buxuoum sínuim. — Og ég er sveittur af sömu ástæðu og þér eruð Sveittur. Þér vitið — hitabeltið, hitinn og það allt sam- an. . . . — Hvað eruð þér með í vösun- um? — Þér haldið auðvitað að allir séu með vasana fulla af bannvöru. Það er ekki bannað að ganga um í búðunum þegar maður getur ekki sofið. — Stt er það, svaraði Grey, — en það er bannað að fara út fyrir búðirnar. Peter Marlowe horfði kæruleys- islega á hann, en honum var ó- rótt. Hvern fjandann átti Grey við með þessu? Vissi hann eitt- hvað? — Það væri hreinasta brjál- æði að reyna það. — Já, satt er það. Grey horfði á hann lengi og alvarlega. Svo snerist hann á hæli og gekk burt- Peter Marlowe starði á eftir honum. Hann gekk sjálfur í hina áttina og leit ekki í áttina að bandaríska bragganum: 1 dag kæmi Mac heim af sjúkrahúsinu. Peter Marlowe brosti þegar hann hugsaði um gjöfina sem hann myndi færa honum við heimkom- una. ' ÞRIÐJA BÓK 15 Það var rétt eftir dögun- Peter Marlowe lá hálfsofandi í fleti s’nu. Hafði þetta verið draumur? spurði hann sjálfan sig og allt í einu var hann glað- vaknaður. Svo snerti hann var- lega klútbleðilinn sem þéttirinn var vafinn í, og vissi að það hafði ekki verið neinn draumur. Hann fór fram úr bg vakti Larkin. — Hæ, Peter, sagði Larkin og barðist við svefninn- — Hvað er á seyði? Það var erfifct fyrir Peter að þegja um fréfctina af þéttinum, en kominn líka. Loks kom Mac. Hann var gulleitur í andliti, augu hans blóðhlaupin og hendur han,s skulfu, en hitasóttin var um garð gengin. Hann gat aftur brosað. — Það er gott að þú ert kom- inn aftur, sagði Larkin. — Já, er það ekki? Peter Marlowe tók fram litla pakkann, hirðuleysislegur í fasi- — Já, annars, sagði hann með uppgerðar kæruleysi. — Kannski geturðu gert eitfchvað við þetta. Mac vafði utanaf pakkanum áhugalaust. — Hamingjan hjálpi okkur, sagði Larkin. Tökum að okkur viðgerðir, breytingar, viðbyggingar, gler- ísetningu og mótauppslátt. Útvegum einn- ig menn til flísalagninga og veggfóðrunar. Athugið: Tökum einnig að okkur verk upp til sveita. — Vönduð vinna með fullri ábyrgð. — Sími 18892. FéiS þér (slenzk gólftepp! frði TEPPU Zlltimct TEPPAHÚSIfl Ennfremur ódýr EVLAN teppf. Sparið tíma og tyrirhöfn, og verzfiK á einum stað. SUÐURLANDSBRAUT10. REYKJAViK PBOX1311 Jarðýtur - Traktorsgröfur ' Höfum til leigu litlar og stórar jarðýtur, traktors- gröfur og bílkrana til allra framkvœmda, innan sem utan borgarinnar. arövixinslan sf Síðumúla 15. — Símar 32480 og 31080. Heimasímar 83882 dg 33982. HÚSEIGENDUR Tek að mér að skafa upp og olíubera úti- hurðir og hverskonar utanhúss viðar- klæðningu. — Upplýsingar í síma: 20738. Trésmiðaþjóqustan veitir húseigendum fullkomna viðgerða- og við- haldsþjónustu á öllu tréverki liúseigna þeirra, ásamt breytingum og annarri smíðavinnu úti sem inni. — SÍMI 41055. HÚSAÞJÓNUSTAN s.f. MÁLNIN GARVINNA ÚTI — INNI Hreingerningar, lagfœrum ýmis- legt s.s. gólfdúka, flísalögn, mós- aik, brotnar rúður og fleira. Þéttum steinsteypt þök. — Bindandi -tilboð, ef óskað er., SÍMAR: 40258 og 83327 SÓLÓ-eldavélar Framleiði SÓLÓ-eldavélar af mörgum stœrðum og gerðum. — Einkum hagkvœmar fyrir sveitabæi, sumarbústaði og báta. Varahlutaþjónusta. ■ Viljum serstalclega benda á nýja gerð einhólfa eldavéla fyrir smærri báta og litla sumarbústaði. ELDAVÉLAVERKSTÆIH JÓHANNS FR. KRISTJÁNSSONAR h.f. Kleppsvegi 62 — Sími 33069.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.