Þjóðviljinn - 24.09.1969, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 24.09.1969, Blaðsíða 1
Mikil upplausn i HSi kraia á Akranesi: Sex framámenn fSokksfé- lagsins hafa gengið úr því í haust en í Miðvikudagnr 24. september 1969 — 34. árgangur — 207. tölublað. Stephen Bishop leikur einleik með Sinfóníunni Fyrstu tónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar Islands á þessu starfsári verða haldnir í Háskólabíói á morgun, fimmtud. 25. septcni- ber, og hefjast kl. 21.00. Stjórn- andi er Alfred Walter og einleik- ari Stephen Bishop. Á efnis- skránni eru þessi verk: Anac- reon forleikurinn eftir Cherubini, Píanókonsert nr. 5 í Es-dúr op. 73 eftir Beethoven og Sinfónía nr. 7 í d-moll op. 70 eftir Dvor- ák. StepheA Bishop er fæddur í Los Angeles órið 1940 og kom l'yrst fram opinberlega sem pí- anóleikari þegar hann, va.r aðedns 11 ára. í Bandaríkjunum stund- aði hann nám hjá Lev SchoL'r, þar til árið 1959 er hann fór til Englands til framhaidsnáms hjó Myra Hess. Stephen Bishop hólt sina fyrstu fónieika í London ár- ið 1961 og fékik þá hina Ibeztu dóma gagnrýnenda. Hann hefur fengið mikið lof fyrir túlkiun sína á verkum Beethovens og armarra klass'ískra tónstkálda, svo og eánn- ig fyrir sérstœöan flLutning á nokkrum konsertum eftir tón- skáld 20. aldarinnar. Stephen Bishop hefiur búið í London siíð- astliðinn 9 ár og haidið þar fjölda tónileika og leikið inn á hljóan- plötur. Hann hefur leikið meö hljómisveitum víða um heim og hvarvetna hlotið mjöggóða dórna. Nökikrir aðigöniguiriidar að þess- um tónleikum eru til sölu hjá bókabúð Lárusar Blöndails og bó'kaverzlun Sigfúsar Eymiunds- sonar. Þjóðviljinn hefur fregnað, að mikil upplausn sé nú í liði krata á Akranesi og munu ekki færri en sex af framá- mönnum í félafiinu hafa sagt sig úr því nú í sumar. Einn þeirra sexmenninganna er formaður félagsins, Leifur Ás- grímsson, og annar Ríkharður Jónsson, hinn kunni knatt- spyrnukappi, sem einnig hefur verið formaður félagsins. Hinir mennirnir fjórir munu og flestir eða allir hafa átt sæti í stjórn félagsins einhvern tíma. Esjan í Keykjavíkurhöfn, rétt áður en hún lagöi af stað til Bahama. Skipt hefur verið um nafn á skipinu sem kunnugt er og heitir það nú Lucaya. — (Ljósm. Þjóðv. R.H.). Esjan kvaddi ísland § gær Haustsýning FÍM framíengd Haustsýning Féiags íslcnzkra myndlistarmanna, sem Ijúka átti á sunnudagskvöld, hefur veriö framlengd um eina viku, Iýkur hcnni kl. 22 sunnudaginn 28. þm. Sýningin er í nýbyggingu Iðn- bkólans á Skólavörðuholti. Pessi framlenging er gerð vegna góðra undirtekta. í fyrri viku höfðu 1800 manns skoöað sýninguna og níu miyndir höfðu selzt. Þar af hefur Listasafn rik- isins keypt sjö amyndir og heif- ur safmið ekki fyrr sýnt sýn- ingu slíkan sóma. Haustsýningin er stærsta og fjölbreyttasta sýn- ing F.I.M. til þessa. Esjan, eða Lucaya, eins og skipið heitir nú, lagði úr höfn kl. 3 í gær en skipið hei'ur scm kuunugt er verið selt til Ba- hama fyrir iiölega 20,2 milj- ónir króna- Tíu skipverjar af 14 manna áihöifn hafa ráðið sig til starfa á skipimiu í eitt ár hjá hinum nýju eigendum- Mun skipið framvegis flytja farþega stórra skemmtiferðaskipa í land á Ba- hamaeyjum. Yfirmennirnir fjórir fara með skipið til Ba- hama en koma síðan heim. Esjan var smíðuð 1939 í Aal- borg Værlft A/S i Álaboi'g og sigldi til Islands 17. september það ár, og hefur því verið rek- in af Slkipaútgerð ríkisins í 30 ár. Ekki miuiiu sömu orsaikir liggja til úrsagna aillra þessara sex m-anna úr Alþýðuflokksfélagi Akraness, en ljóst er að „verk- stjóramálið" svoneifnda mun valda úrsögn a.mi.k. sumra þedrra. Mál þetta kom upp í vor og varðai' formanninn fyrrvei'- andi, Leif Ásgrímsson, en hann var verkstjóri hjá Akranesbae og haifði gegnt því starfi í um 10 ára skeiö. ■Eins og kunnugt er hafia Al- þýðuflokkurinn og Sjélfstæðis- flokkurinn samvinnu um stjórn A.kranesbæjar og hafa haft það alllengi. í vor vildu Sjálfstæðis- mennirnir ráða miainn, sem verið hefur verkstjóri við Afcraneshöfn og þótt afbragðsiAaður í starfi sínu þar, yfirverkstjóra lijá bæn- um og mun Hálfdén Sveinsson, aðalleiðtogi Allþýðuifilokksdns í bæjarstjórninni, ha-fa verið búinn að fallast á það fyrir sitt leyti, þótt hann síðar snerist gegn því. Lauk deilu samstarfsfilokkanna út af verkstjóramáldnu svo að Leifi var sagt upp starfi og nýr verk- stjóri ráðinn. Naut Sjálfsitæðis- f'lokkurinn til þess aitfylgis minni- hlutafilokkanna í bæjarstjóminni. jMunu margir Aliþýðuflókksmenn I hafa talið, að með þessu heifðu 1 Sjálfstæðismenn röfið samstarfs- Í;og má'lefriasamni'nig þann, er i Sjálfstæðisffllofckurinn og Alþýðu- ------------------------------------- filoklkurinn höfðu gert með sér um stjórn bæjarins. Vildu sumir, að bæjarfulltrúar Alþýðufilokks- • ins létu hart mæta hörðu í þessu máli og hótuöu samstarfsslituíri við Sjálfstæðisflokkinn, ef Leifur yrði látinn víkja. Á þvi gugnuðu hins vegar Hálfdán og Guðmiund- ur Sveinbjörnsson. Ekki er þó talið, að verkstjóra- mólið ráði úrsögn ailra þessara sex mianna, t.d. mun Rikharður Jónsson haía verið bendlaður við Hannibalisma áður en það kom tdl sögunnar. En eitt er víst: Mik- il upplausn er í röðum krata. Flytur erindi íOsló Stúdentasamtökdn norsku — Det norske studentersaimfund — liafa boðið Magnúsi Kjartans- syni, ritstjófa Þjóðviljans, að flytja erindi um stjórnmálaa- standið á íslandi. Érindi sittflyt- ur Magnús í Osló annað kvöld og nefnir það „Lítið þjóðfélag — S'tór auðféiög". Verður þarfjail- að um erlenda stóriðju ó ís- landi, hernámið, efnahagsþróun- ina og önnur helztu viðfangsefni í íslenzfoum stjómmálum um þessar mundir. Útlit er fyrir að dilkar verði fvrra mun rýrari - Hins vegar verSur miklu fleira sláfraS nú en jbé Ragnar Jónsson, háseti, einn af tíu skipverjum som hafa ráðið sig á skipið til cinis árs- — Það er ckki hægt að vera hér í atvinnuleysinu, sagði hann við blaðamanninn. Dómþing háð í Skjólbrekku í dag: Málaferli hafín út af eignar- rétti á botninum á Mývatni í dag kl. 4 síðdegis mun Jóhann Skaptason sýslumaður á Húsavík setja dómþing að Skjólbrekku í Mývatnssveit og verður þar tekið fyrir mál, er Veiðifélag Mývatns höfð- aði í sumar, í umboði eigenda og umráðamanna jarða er lönd eiga að Mývatni, á hendur fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Krefst Veiðifélagið þess, að landeigendum verði dæmdur eigna- og umráðaréttur yfir öllum botni Mývatns — og þar með hráefminu í kísilgúrinn. sem dælt er af botni Mývatns. Mál þetta var þingfest 28. ágúst sl. en í dag mun verjandi legigja fram gögn 'í miáiliriiu en síðan verður væntanlega veittur frestur og e.t.v. teknar áfcívarðanir um frekari málsmeðiferð, saigði sýslu- maður Þingeyingia í viðtali við Þjóðviljann í gær. Páll S. Páls- son hrl. fflytur mólið fyrir hönd VeiðiÉélagains, en verjaindi er ^ Sveinn siagði, að sláturtíð væri að vísiu svo nýlega hafin, að enn lægju engiar ör.uggar tölur fyr- iir um það, hve dilkiarnir í ár væru mikið rýrari en í fyrra, það myndj og vera mjög mis- jafnt eftir bæjum frekar en lands'hlutum,. því. íregnir víðast hvar af landinu hermdu að fall- þunginn vaeri minni í ár en í fyrra þegar á heildina er litið. Hiaustslétrun hlótfst í síðustu viku á ýmsuim stöðumi úti á landi og sagði Sveinn, að t.d. á Blöndu- ósi hefði meðalfallþungi dilka fyrstu vitou sláturtíðarinnar reynzt hálfu kílói minni en í fyrra. Og svipaðar tölur befðu heyrzt víðar að norðan og aiU'St- an, t.d. fró Vopnaíirði. Hér á Suður- og Vesturlandi er ljósit, að dilitoar eru''mun rýr- áiri nú en í fyrraihaust. Hins veg- ar er slátrun svo nýbyrjuð að ekki er hægt að segja trni það enn hve miklu miunar, t.d. hófsf Sigurður Ölafsson hrl. fyrir hönd ríkisdris. Sýslumiaður sagði að mól þetta væri algert prófimól, því aldrei hefði gengið dómur í slítou eða skyldu miáli fyrr hér á landi. Sá hluti vatnsbotnsins, sem um er deilt í móli þessu, er svokaMaður „almennimgiur11. þ,e. sá hluti vatnsins sem liggur fyrir uitan hina venjulegu netalö'gn, En bað hefur aldrei verið vefengt, sagði sýslumaður, að jarðimar er að vatninu liggja eiga eins langt út | slátrun hjá Sláturfélagi Suður- í vatnið og netalögn nær. i Iands ekki fyrr en .í fyirradag. Framhald á 13. síðu. Um fjölda þess fjár’ sem slátr- að verður í haust, kvað Sveinn®' ógerning að segja enn, þó væri gizkað á að fjöldinn myndi auk- Samkvæmt upplýsingum sem Þjóðviljinn fékk í gær hjá Sveini Tryggvasyni, framkyæmdastjóra Framleiðsluráðs iandbúnaðarins, virðast horfur á, ast um am-k; 10% frá í fyrra, að fallþungi dilka 1 hausf verði talsvert rýrari en heyieysis bænda. og í fyrra var í fyrra um land allt að kalla. Hins vegar má búast aUs slatrað 84I'6f*° fjar- við að allmiklu fleira verði slátrað í haust en í fyrrá, þannig að kjötframleiðslan minnkj ekki. Óbreytt kjötverð Nú um helgina var ákveðið haustverð á kjöti og er þar um að ræða mjög litla hækkun eða aðeins' 40—60 aura á. kílóið. Þannig hækkar t.d. I. fflokkur af súpukjöti úr tor. 109,20 í kr. 109,60. toílóið og læri úr kr. 123.90 kílóið í kr. 124.40. Og hausar, ’ slátur, mör og annar innmatur lækkar heldur í verði frá því síðasta verðákvörðun var gerð. Verðhækkun á ull og gærum Margir munu sjálfsagt hafa búizt við mikilli hækkun á kjöti og kjötvörum nú í, haust eftir hina miklu mjólkurhækkun sem varð um síðustu mánaðamót. Mun neytendum því almennt hafa létt mjög er þeir heyrðu kjötverðið. Orsök þess að kjöt- verðið hélzt svo til óbreytt er hins vegar sú, sagði Sveinn Tryggvason, að ull og gærur liafa hækkað svo mikið í verði að nemur svo- til allri þeirri liækkun er bændur áttu að fá á gruudvallarverðinu. Hvar gœti slikf gerzf — nema hér ★ Þad hefur vakið athygli á Ákranesi, ad meðal nýrra kennara við gagnfræða- skólann þar í haust er maður, sem saksóknari rík- isins hefur nýverið höfðað sakamál á hendur í sam- bandi við Sementsverk- smiðjumálið svonefnda, er þessum manni gefið að sök að hafa átt hlutdeild í að draga undan skatti og i bókhaldsóreiðu. ★ Hér skal að sjálfsögðu cnginn dómur felldur yfir þessum manni, það er hlut- verk dómstólanna. Og sjálf- sagt er þetta hinn mætasti maður um margt. Hitt myndi hvergi geta gerzt nema á íslandi, að maður sem vikið hefur verið úr starfi og bíður dóms fyrir þær sakir sem að framan hafa veríð nefndar, skuli til þcss settur af fræðsluyfír- völdum, að kenna ungling- um í verzlunardeild gagn- fræðaskóla bófehald.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.