Þjóðviljinn - 24.09.1969, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 24.09.1969, Blaðsíða 5
SfSðviiRrHd&gMr 24. septemlber 1969 — ÞJÓÐVHtJfNN — SÍÐA tj Tékkóslóvakía, Morgunblaðið og Nato 3. grein I Q í þessari síðustu grein er fjallað um þá kenningu sem oft er haldið fram í Morgunblað-. inu og víðar — að nauðsynlegt sé að halda lífi í NATO til þess að viðhalda valdajafnvæginu milli blakkanna. Sýnt er fram á að kenningin er haldlaus og einskær blekking, því að risaveld- in hafa einmitt reyrt deilumálin í hnút með þeim valdatækjum sem hernaðarbandalögin eru í þeirra höndum. Eftir LOFT GUTTORMSSON, sagnfræðing Polaris-flugskeyti skotið úr kafi. ■v<. V' Sé gildi þessarar kenningar metið í ljósi íenginnar reynslu, kernUr eítirfarandi í ljós: 1) — Kenningin er í mót- sögn við sjálfa sig. Viðhald hern a ðarb andalagann a hindir ar eitt út af fyrir siig að lausn fó- ist á þeim deilumátum sem lágu stofnun þeirra til grund- vallar. Þetta á sérstakleiga við um Þýzkalandsmálið: . Á því fæst engin lausn innan ramma núverandi hern aðarbl akka, og má einu gildá hversu íagurlega NATO-ráðherrar tala á mál- þingum um viðleitni bandalags- ins til að „draga úr spenn- unni“ og „bæta sambúðina“. Með inngöngu V-Þýzkalands í NATO skv. Parísarsamningun- um 1954 viðurkenndu öll að- - ildarríkin vesturhlutann sem hinn eina lögmæta fulltrúa Þýzkalands. Þar af leiðandi þræta þau enn þann daig í diag íyrir tilveru ausfcur-þýzka rík- , isins sem hef’ur þó sfcaðið í nær fcvo áratuigi- Það segir sig sjálft, að með slíkum stirútshætti. verður engu áorkað í sam- komulagsátt. NATO-stefnan hefur reyrt Þý7.kalandsmálin í svo fastan hmit að hann verð- ur engan veginn leystur svo lengi sem Parísarsamningarnir frá 1954 halda gildi sínu. Menn getá betuir áttað sig á ógöngum N/\TO-s.tefnunnar þegar þess er minnzt að Var- sjárbanöalagið vár myndað sem beint andsvar gegn þeirri ákvörðun Adenauers og Dul- lesar að endurhervæða V- Þýzkaland og keyra það inn í NATO á þeim forsendum sem að framan greinir. í II. grein Varsjársamningsins er tekið fram, að samningurinn falli úr gildi jafnskjótt og komið hafi verið á sameiginlegu öryggis- kerfi í Evrópu, með alhliða samningi Evrópuríkja um slíkt kerii. Nú hafa öll aðildarríki beggja bandalaigainna fallizt í orði kveðnu á hugmyndina um slíkan alhliða öryggissamning, milii Evrópuiríkjanna — að einu undanskildu, nefnilega V- Þýzkalandi. Það er hin gamla krafa vestur-þýzkra ráða- manna — og stuðnimgur NATO við hana — um að V-Þýzka- land verði eini fhllfcrúi sam- einaðs þýzks ríkis (Alleinver- tretungsamftassung) sem öðru fremur girðir fyrir að þessi hugmynd nái fram að ganga. 2) — Hugtakið valdajafn- vægi, sem þessi kenning bygg- ist á, er einskær blekking sem er til þess eins fallin að veita risaveldunum skálkaskjól til að balda vígbúnaðarvélinni í gangi. Það ætti að vera íull- Ijóst, eftir það sem , á und'an er gengið, að afvopnun verður ekki grundvölluð á siíkri þlekk- ingu, Eða hvenær hefur hið svok allaða , .valda j af nvægi“ milli hernaðarbla'kkanna verið fyrir hendi? Hafi það komizt á með' stofnun NATO, þá hlýtur það líka að hafa kollsteypzt þegar Sovétríkin fengu vetnis- sprengjuna í hendur árið 1953. Og hafi það orðið að veruleika 1955. þá hlýtur það að hafa snarazt um 1957. þegar spútn- ikinn , kom til sögunnar. Og hvernig skyldi hafa verið kom- ið fyrir valdajafnvæginu tíu árum síðar. Við lok hinnar svo- nefndu Polarisáætlunar Banda- ríkjanna? Þá höfðu Bandarík- in. ýmisit á eiffin vegum eða undir stjórn NATO (sem má einu gilda), yfir að ráða 41 kiarnorkuknúnum kafbát sem hver var búinn 16 Polariseld- flaiugum með kjarnorkuhleðsl- um þ.e. samtals 656 eldflau.gv um er skjóta má með andiar- taiks fyriirvara frá hinum si- hreýfanlegu kaftátum sem hringsóla að staðaldri í öllum heimshöfum. Hver kafbátur hefur meðferðis þrisvar sinn- um meira sprengimagn en not- nð var í allri siðari heims- .styrjöldinni. öllum eldflaugun- um sextán má hleypa af stokk- unum neðansjávar á éinum' stundarijórðungi. Svo er að sjá sem Polarisáætlunin hafi ekki trj'ggt valdiajafnvægið sem skyldi. Sovétríkin eru sögð vera komin áleiðis með eld- flaugavarnir. Bandarikin hyggj- ast mæta þeim með „Póiseidori'- eldflaugum, sem geta flutt . 10 kjarnorkusprengjur þannig að hver hæfi tiltekið skotmark! Má ekkí Ijóst vera að hugfcak- ið valdajafnvægi er sikálka- skjól hentugt fyrir hergagna- iðnaðinn. en að sama skapi banvænt heimsfriðnum? Þáð er fásiníia að gera sér vonir um. að risaveldin komist að sam- komulagi um gagnkvæma af- vopnurj rpeðan fylgiríkin láta þeim haldia'St uppi að togast á um keisarans skegg. 1 3) — Allt frá 1952 hefur afvopnunarnefnd á vegum SÞ setið á rökstólum um „jafn- hliða afvopnun undir eftir- liti“. í raun og veru eru það hernaðarþla'kkirniar sem ræðzt hafa við. Eftir seytján ára þref heíur enginn r'aiunhæfur árangur náðst í afvopnunar- ■Wpjppiwnii Með cndurhcrvæðingu Vestur-Þýzkalancls sem Iciddi af sér stotnun Varsjárbandalagshis var Evrópu cndanlega skipt á niilli tveggja hcrnaðarblakka. — Myndin: Vcstur-þýzki herinn sýnir l'lugskcyti sín- málunum. Hinn kunni banda- ríski stjórnarerindreki og sagn- fræðingur George F. Kennan lagði svohljóðandi mat á af- stöðu NATO til "þeirra mála fyrir fimm árum (Foreign Af- ■ fairs, 1964): „Sannleikurinn er sá, umbúðalaus, að vesturveld- in hafa á undanförnum árum gerzt æ andvígari öllum ráð- stöfunum sem gætu dregið úr hemaðarspennunni. Þau vísa ekki aðeins á bug hugmynd- inni um víðtæka heimkvaðn- ingu erlendra hersveita frá vesturhluta álfunnar (þ.e. Evr- ópu) þótt hún héldist í hendur við samsvarandi heimkvaðn- ingu sovézkra hersveita, held- ur virðast þau og firábverf hverju einu sem mætti stuðla að samkomulagi eða griðasátt- mála milli' NATO og Varsjár- band'alagsins. Þau taka fjand- samlega afstöðu til allra samn- inga um að fjarlægja kjarn- orkuvopn frá Evrópu með gagnkvæmum aðgerðum. Enn- fremur hafa þau ekki gefið neitt áþreifanlegt merki um að þau séu á nokkurn hátt fús til að reisa skorður við endurher- væðingu Þýzkalands . . Hið eftirtektarverðasta við þessa raunasögu er að samtím- is þrátefli hernaðarblakkanna í Genf haía einstök fylgiríki þeirra gert elnhliða ráðstafan- ir til að „draga úr spennunni“. Og að svo miklu leyti sem á henni hefur slaknað í Evrópu undanfarinn áratug, er það frumkvæði þeirra að þakka. Það er ekki siður eftirtektar- vert að hlut.aðeigandi risaveldi hefur sýnt slíkum frumkvæð- um vanfcrú eða beina andúð. Sovétstjórninni var síður en svo gefið um það siálfstæða frumkvæði sem Pól ver j ar sýndu á sínum tíma með Rap- acki- og Gómulkaáætlununum. Þær náðu heldur ekki fram að ganga með því að'vesturveld- in vísuðu beim á bug. Rúmen- um tókst betur tii, með þvi að losa tengislin við Varsjárþanda- lagið, og svipað gerðu Frakkar gaignvart NATO. undir stjórn de Gaullo. Bæði risaveldin litu þessa þróun óhýru auga: en dæmi Rúmena og Frakka eru til vitnis um að hin smærri ríki sætta sig illa við að vera bundin á klafa annarrar blakk- arinnar ef þau verða vör við upplausnarmerki í hinni. Af því leiðir að frumkvæði þeirra er I raun og veru ekki ein- hliða. heldur vekja sams kon- ar viðbrögð innán andstæðr- ar blakkar. Vissulega hefur „slökuninni" miðað hægt með þessu móti en mest er um það vert að hún hefur verið að veirki allan timann, meðan reynt hefur verið árangurs- laust í seytján ár að nota hern- aðarblakkirnar sem tæki til „að draga úr^ spennu“. ■ír ☆ ☆ |-jVÍ er ekki að neita, að leið * hins einhliða frumkvæðis eru einnig fcaikmörk sett. Tékkó- slóvakar reyndu að rata hana, fylgja sjálfstæðri stefnu í inn- anríkismálum. en voru stöðv- aðir af herjum risaveldisins. Vilji menn draga lærdóm af ógæfu þeirra, ber umfram allt að varast að snúa faðirvorinu upp á andskotann, eins og Morgunblaðið hefur gert i heilt ár. Hlutskipti Tékkóslóvaka getur því aðeins verið röksemd f.vrir viðhaldi NATO og áfram- haldandj þátttöku fsa.ands í því að menn vilji viðþalda status ciiio, gera veg risaveldanna sem mestan og svigrúm smáríkj- anna sem minnst. Það er því furðulegt að Morgunblaðinu skuli haldast - uppi að sarnhryggjast Tékkó- slóvökum í einu orði. en lof- syugja NA-TO í hinu, og reka svo endaihnútinn á alla ósam- kvæmnina með þvi að lýsa samúð sinni -með grísku þjóð- inni. , Fyrstu sovézku spútnikarnir sýndu ad Sovétríkin stóðu Bandaríkj- unum fyllilega á sporði í framleiðslu flugskeyta. — Myndin er af Spútnik II. sem skotið var á braut í nóvember 1957. SECRET X USCINCZVR OHWHR 16«.» Civií. ATr/JRi J. A* Xmtttmcf SOF wiil t»* cancl*lr4 priar 1« ci* Initi*u*n t>f U tccordtns* «itk ísjloviaf cauntry yrlarlUoot Z^Graoc*. iTnrkoy. ikfant Carjnaojr. s ?rút», 2,N.Aor!»nJ». £ BaljjUm. £ LnximUmri. X* n.am.rk, s..'í'u} go.HHAyPA.KV.sWiW,*, «, C»n»m»twlf CUII tamtaaaJ »iU falla* mlllury iihmiU. k. SConaJ. CivJ ktUtf* unU. wUt ir.Ijr i^»n cnamrt tirvjcr. J.P. UC COXNEJLL. Ciao.rkJ USAT Dip.tjr CamaiaaO.r In CklU AJ>htiKÖICt*l 1. Orf.nlaatt*** ArkilkUa r*r Mtkalajc 2. ÐrUntiIona J, <t*tu« Oí Tetocia A(ra.m*a< 4, Ciril AUnira Mxruilof 5, Sknvpjr PracJ.Wktla* t, 'CommldUna **< Catruri'H.r* AUTHBNTlCATtONt & ».*. mtr MijtrOwcttl, UÍAm*r Pirrct.r, J.J öirl«!»* Chkk(* ) |» USCINCCUR OPUAN N* UJ.l N-t SECRET McConnel — skjalið með leynistimpli, þar sem eru tilgreind þau lönd þar sem „bandarískum hersveitum er heimilt“ á hættutím- um „að grípa til þeirra aðgerða sem bandaríska yfirherstjórnin telur nauðsynlegar‘‘. *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.