Þjóðviljinn - 24.09.1969, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.09.1969, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Mlðrvifeudiagur 24. september 1969. — málgagn sósialisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Utgefandl: Utgáfufélag 0|ó5vll|ans. Ritstjórar: Ivar H. lónsson (áb.), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttarltstjórl: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýslngast].: Olafur Jónsson. Framkv.stjórl: Eiður Bergmann. Rltstjórn, afgrelðsla, auglýsíngar, prentsmlðja: Skólavðrðust 19. Simi 17500 (5 linur). — Áskrlftarverð kr 150,00 á mánuðl. — Lausasöiuverð kr. 10.00. Meðalár VillSUJ aðbyltingar- stjóminíS- Vietnam verði viðurkennd? árabilinu 1962 - 1966 bjuggu íslendingar við einstök góðæri. Ár eftir ár settu sjómenn okk- ar ný aflamet og á sama tíma hækkaði afurða- verðið í sífellu á erlendum mörkuðum. Á þessu árabili hækkuðu útflutningstekjur okkar um meira en 100%, en þær tekjur urðu í heild uim 20 miljörðum króna hærri á þessu tíimabili en þær hefðu orðið í meðal'árum. Hver einasti raunsær maður gerði sér það ljóst á þessum árum að svo einstæð höpp gætu ekki orðið varanleg; jafnt afla- magn sem verðlag hlyti á nýjan leik að nálgast meðallag. Þvi hefði það átt að vera sjálfsögð fyr- irhyggja á þessum velgengnisárum að nota drjúg- an hluta af hinum nýju fjármunum til þess að efla atvinnuvegi þjóðarinnar og styrkja efnahags- kerfi hennar. En viðreisnarstjómin lét kröfur Alþýðubandalagsins um slíka stefnu sem vind um eyru þjóta. Togaraútgerðin var látin úreldast, þróun bátaflotans varð mjög einhliða, freðfisk- framleiðsla dróst saman, íslenzkur iðnaður lenti í vandkvæðum — en verzlunarmusteri, þjónustu- hallir og bankar spruttu upp eins og gorkúlur á haugi. Þannig urðu undirstöður efnahagskerfis- ins veikari en yfirbyggingin miklu umfangsmeiri og kostnaðarsamari. jþessar staðreyndir þúrfa menn að muna þegar málgögn ríkisstjómarinnar þrástagast á því að íslendingar hafi síðustu árin búið við einstæða ytri örðugleika. Sú kenning er fölsun. Umskipt- in eru fólgin í því einu að óvenjulegu velgengnis- skeiði lauk og meðalár tóku við. Afkoma þjóðar- búsins er nú ósköp svipuð og hún var 1962 ag 1963, en þau ár var ekkert' atvinnuleysi á íslandi og raunverulegar ráðstöfunartekjur manna mun meiri en nú. Erfiðleikar launafólks stafa einvörð- ungu af rangri stjórnarstefnu, framtaksleysi og fyrirhyggjuskorti þeirra sem með völdin fara. , ð Vopn ríkisstfórnarinnar r Jslendingar hafa nú af því tveggja ára reynslu að ríkisstjórnin fæst ekki til þess að gera þser ráðstafanir sem duga til þess að tryggja atvinnu- öryggi í landinu. Keppikefli ríkisstjómarinnar er hins vegar það að hagnýta atvinnuleysið í átök- um við launamenn. Kjarasamningar þeir sem gerðir voru í ár og í fyrra mótuðust af þessum aðstæðum; með atvinnuleysinu voru launamenn neyddir til að sætta sig við mun skarðari hlut en þjóðartekjurnar réttlæta. Á sama hátt notar rík- isstjómin atvinnuleysið til þess að lama andstöðu þjóðarinnar gegn innrás erlends fjármagns. Mönnum er sagt að þeir eigi um þá tvo kosti að velja að vera atvinnulausir í landi sínu eða eft- irláta útlendingum að nýta orkulindimar. JJíkisstjóm sem þannig leyfir sér að nota at- vinnuleysið vitandi vits sem vopn gegn lands- mönnum tekur skammsýn s'téttársjónarmið og hagfræðikreddur fram yfir þjóðarhag. — m. í fréttatilkynningu £rá Þjóð- frelsishreyfingunni í Suðuir- Víetnam segir, að öll ungkrata- samtök Norðurlanda, þar með talið ungkratasambandið á Is- landi, haii sent forseta bylting- arstjómarinnar í Suður-Víet- nam heillaósikaskeyti í tilefoi af stdfnun byltingarstjómarinnar. Þetta skeyti var sent sameigin- lega frá samtökunum sem þing- uðu saman í Osló dagana 16-, 17. og 18. ágúst sl. Verður þetta efeki sikilið á annan hátt en þann, að íslenzkir ungkratar krefjist þess, að byltingarstjórn- in í Suður-Víetnam verði við- urkennd. Hljótum við að fagna þessu mjðg, sérstaklega þar sem utanríkisráðherra Islands er Al- þýðuflokksmaður. Ættu ungir jafnaðarmenn því að hafa sér- lega góða aðstöðu til að þrýsta á íslenzku ríkisstjómina til að viðurkenna byltingarstjópnina í Suður-Víetnam. Hitt er aftur á ,móti grunsam- legt, að íslenzkir ungkratar hafa RÓTTÆKIR PENNAR í umsjá Æskulýðsfylkingarinnar - sambands ungra sósíalisfa Ritnefnd skipa: Ólafur Ormsson, Guðmundur Hallvarðsson, Magnús Sæmundsson og örn Ólafsson. -<s> 24. þing ÆF 24. reglulegt þing Æskulýðs- fylkingarinnar hefst föstudaigs- kvöldið 3. október. Helztu mál þingsins veröa: 1. Stefnuskrá Æskulýðsfylking- arinnar. 2. Verklýðsmál. 3. Sjálfstæðisbarátta. 4. Æskulýðsfylkingin og vinstri hreyfingin. 5. Skipulagsbreytingar ÆF. Framkvæmdanefnd ÆF. Hvað segir Emil? gjörsamlega þagað hór heima um kröfur sínar um að bylt- ingarstjómin verði viðurkennd- Skæðar tungur herma, að þegar íslenzkir ungkratar hitta skoð- anabræður sína á Norðurlönd- um, vilji þeir teljast menn með mönnium, og þykist fordæma stefnu Bandaríkj anna í Víetnam, en hér á íslandi sé þeim bannað að láta nokkrar slíkar skoðan- ir í ljós- Væri því full ástæða tíl að krefja unga jafnaðanmenm skýrra svara um það, hvortþeir fagni stofnun byltingarstjómar- innar í Suður-Víetnam, eins og stóð í heillaóskaskeyti þeirra, hvort þeir styðji eindregið Þjóðfrelsishreyfinguna í S-Viet- nam, eins og þeir þóttust gera á fundinum í Osló. B. Hernámsandstæð- ingar úti á iandi! Sérver hernámsandstæðingur verður að eignast hljómplötuna með Sóleyjarkvæði Jóhannesar úr Kötlum í tóngerð Péturs Pálssonar. Flestir minnas'f flutnings Pét- urs og félaigaj á Sóleyjarkvæði árið 1965, en þá fluttu þau það á vegum Samtaka her- námsandstæðinga í Reykjavík og á nokkr- uim stöðum úti á landi. Nú er hljómplatan komin út, þar sem Pétur, Arnar Jónsson, Kristín Anna, Mar- grét Guðmundsdó'ttir, Karl Guðmundsson og fleiri syngja og lesa. — Leikstjóri er Eyvindur Erlendsson. Sendið okkur línu og við sendum plöf- una um hæl í póstkröfu. — Platan er einn- ig fáanleg í flestum hljómplötuverzlunum. / ÆSKULÝÐSFYLKINGIN, Tjarnargötu 20 — Rvk. 24. þing Fylkingarinnar og verkefnin framundan Rætt við Ragnar Stefánsson, fors. ÆF, sartlbands ungra sósíalista Ragnar Stefánsson hefiur nú í rúmlega þrjú ár verið helzitt forustumaður Æsikulýðsfylking- arinnar, sambands ungra sósíal- ista. Ragnar hefur verið forseti Æ.F. á því tímabili sem starff Æskulýðsfylkingarinnar hefur verið öflu-gra og þróttmeira út á við en nokkum tínma áður. Æskulýðsfylkingin hefur skipu- lagt fjölda aðgerða til situðnings þjóðfrelsisbaráttu Víetnambúa, til stuðnings kröfunum um brottför bandariska hermáms- liðsins frá ísllandi og úrsöign Is- lands úr N-A T.O., og stiaðið fýr- ir aðgferðum tíl stuðnimgs bar- áttu verkamanma gegn fjand- samlegu rfkisvaldi atvinnurek- enda. Þessar aðgerðir hafa vak- ið mikla aithygli og deilur í þjóð- félaginu, oftar en eirru sinni hafa td. lögregluyfirvöld séð ástæðu til þess að heita kyllfum og öðrum bareflum gegn frið- sörnum aðgerðum Æ-F. Æskudýðsfylkingin er orðin virkt afl, sem lastur niú æmeira að sér kveða í baráttuni gegn auðvaldsþjóðfélaginu á íslandi, í baráttunni fyrir sósíalísku þjóðskipulagi á Islandi. Róttækir pennar áttu eftir- faranndi viðtal við Ragnar Stetf- ánsson, forseta Æ F. nýlega. — Hvað er helzt að frétta af starfi og baráttu Æskulýðsfylk- ingarinnar, Ragnar? — I byrjun öktóber verður haldið 24. þing ÆF. í Reykja- vík- Á síðasta reglulega þingi, sem haldið var í fyrra var gerð sú lagabreytíng að þdng skuli framvegis haldið árlega. Helztu verkdfni 24. þingsins verða að fullmóta stefnuskrá Æ-F-, einn- ig murt fjallað ítarlega um til- lögur sem fela í sér mjögveiga- miklar breytingar á skipulagi Æskulýðsfylkingarinnar. Þá verður fjallað um skipuliagningu sjálfstæðisbaráttunnar, það verð- ur að öllurn Ifkindum veiga- mesta baráttumál Æ-F. á vetri komanda- Verkalýðsmálin og starfið að beim verður sjáltfsagt mjög mikið til umræðu á þing- inu, en það mál sem ef ttl vill verður mesta hitamál þingsins er staða Æ.F. innan vinistri hreyfi ngarinnar. Ég sagði áðan að sjálfstæðisbaráttan væri veigamesta mélið, en ég vil leggja á það áherzlu, að ég tel, að í vetur verði verkálýðsbar- áttan og sjálfstæðisbaráttan ekki aðskildar, þesei mál eru nú meira samfléttuð en þau hafia verið nokfcru sinni áður. — Þú saigðir áðan Ragnar, að staða Æ.F. innam vinstri hreyf- ingarinnar yrði é£ tíl vill mesta hitaimálið. Má skilja það þannig að ágreiningur sé um framtíð Æ-F. innan vinstri hreyfinigar- innar á meðal félaga? — Það hefur ekkj prðið vart við slíkan ágreining í seinni tíð, enda hafa þessi mál verið lítið til umræðu innan Æ.F- Æsku- lýðsfylfcmgin hefur einbeitt sér að pólitísfcu starfi út á við, og reynt að láta baráttumálin sitja fyrir, en leitt hjá sér að mifclu leyti innbyrðis ágreiningsimál. Það er liklegt að þetta verði stefnan áfram hjá Æ.F.. þó ekfci sé hægt að fullyrða neitt um það fyrr en að loknu þing- imu. — Hvað áttu við með því að sjálfstæðisbaráttan og verka- lýðsbaráttan séu nú samflétt- aðri en nokfcru sinni fyrr? — Það yrði of langt mál að fara mjög ítarlega út í þá sálma, en ég get nefmt sem dæmi, að aumleg frammistaða íslenzkrar verkalýösforustu undanfarinn áratug, hefur leitt af sér svo léleg kjör islenzkra launiþega að þjóðin er orðin eftirsóknairvert bitbein erlendra auðhrimga. At- vinnuleysið, sem einnig hefur verið Ibarizt slælega gegn, mun verða í vetur eitt sterkasta á- róðursvopn íslenzkra landsölu- manna til frekari sölu á hags- munum þjóðarinnar. I þessu sambandi má nefna bað, að nú munu standa yfir alvarlegar við- ræður milli íslenzfcu ríkisstjóm- arinnar og bandaríks álhrinigs um að reisa nýja álverksmiðju í Geldingamesi (nálægt Reykja- vfk). Segja rná að ef íslenzk . verkalýðshreyfing heldur ekki betur á sínum miálum í vetur en verið hefur, þá muni geta gerzt þeir atburðir sem rnuni veikja mjög aðstöðu íslenzkrar verkalýðshreyfingar um ófyrir- sjáanlega framtíð, og að íslenzk- ir verkamenn geti átt hagsmuni sína og tfiramtið undir eriendum auðhringum í mifclu rijkarimæli én nú er. — Verður ekíki fjallað um bar- áttuna gégm. dvöl bandaríska hersins á Islandi og aðildina að NATO á þessu 24. þingi ÆF? — Því miður er ekki hægt að segja, að nú standi yfir öf luig Ragnar Stcfánsson baráitta gegn aðild Islands að N.A.TO- en vonir standa tíl að þessi barátta fari harðnamdi í haust og í vetur. Það er greini- legt að meðal yngra fólks er mikil amdstaða gegn N-A.T-O- og dvöl þandaríska hersins á ís- landi, með skiptáögðúm óg vel undirbúnum aðgeröum og öfl- ugri baráttu þessa unga fólkis gæti náðst góður árangur. Yms- ir atburðir hafa orðið til að sfcýra betur fyrir almenningi hið raunverulega eðli N.A.T-O-, eins og t.d. valdarán fasísku her- foringjanna í Grikklandi- Flest- um er nú Ijóst að þetta valda- rán var framið með stuðningi N.ATO. og C.I-A., leyniþjón- ustu Bandaríkjanna. Þá hefur stöðugt öfluigri þjóðfrelsisbar- átta íbúa Aisíu og Suður-Ame- ríku orðið til að fletta ofam atf raunverulegu eðli bandariskrar heimsvéldisstefnu. — Hvað með útgáfumálin, verða þau ekki tókin til um- ræðu á þinginu og þá sérstak- lega framtíð NEISTA, málgagns Æ.F.? — Jú, það verður sjálf- saigt eitthvað um þau mál rsett, það hefur réyndar áður verið tekim um það ákvörðun að Neisti skuli korna út mánaðarlega. Þótt þessi á- kvörðun hafi ekki komizt í framkvæmd, tel ég ólíklegt að þeirri ákvörðun ,verði nofckuð breytt á þessu þingi. Framhald á 13. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.