Þjóðviljinn - 04.11.1969, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.11.1969, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÓÐWEEJlNN — ÞTÍðj«idiagc8r 4. nóvemlber 1009, DIODV — málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson. Auglýsingastj.: Olafur Jónsson. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 165.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 10.00. Tíu ára bið j forusíugrein eins Reykjavíkurblaðanna á laugar- daginn var minnt á þá staðreynd að ,,um 600 rnanns þarfnast sjúkrahúsdvalar hér á landi vegna geðkvilla og um 100—150 þurfa vist á endurhæf- ingaæstöð. Nú eru hinsvegar til í landinu rúmlega 230 rúm fyrir geðsjúklinga, um 200 á Kleppsspítal- anum og 32 á Borgarsjúkrahúsinu. Milli 30 og 40 manns dveljast á Reykjalundi til endurhæfingar“. Svo er frá því skýrt að Geðverndarfélagið sé að gera ráðsfafanir til að auka nokkuð rými fyrir sjúklinga á batavegi í Reykjalundi. Og blaðið dreg- ur þá ályktun af þessum 'tölum og telur efalaust að „stærstu verkefni sem bíði á sviði heilbrigðis- mála, eru einmitt þau sem varða geðsjúklinga“. J^ú skyldu menn halda að hér væri vitnað í for- ystugrein í stjórnarandstöðublaði. Svo er þó ekki. Þessi lýsing á algjöru öngþveiti og neyðar- ástandi á þessu sviði heilbrigðismála er flutt í blaði heilbrigðismálaráðherrans sjálfs, Morgunblaðinu. Og þvl er ekki að heilsa til skýringar eða afsökun- ar að stjómarflokkarnir núverandi séu nýsetztir í valdastóla, heldur hafa þeir átt saimfellt stjómar- tímabil í áratug, og þann 'tíma hafa íslendingar haft miklu meiri peningaráð en nokkru sinni í sögu sinni. Þessar aðstæður fyrir ríkisstjórn sömu flokka gerir stjómartímabil þeirra gersamlega ó- sambærilegt við valdatíma nokkurrar annarrar rík- isstjórnar, ekki sízt ef góðærið mikla er haft í huga. En á þessu sviði kemur í ljós að heilbrigðisstjórn- in virðist einungis hafa verið að bíða í heilan ára- tug, bíða eftir því að skapaðis't algjört neyðar- ástand vegna vantandi sjúkrahúsrýmis fyrir geð- veila. Meira að segja þegar aðalblað ríkisstjórnar- innar segir frá því að öngþveiti hafi skapazt í þess- um málum, er það sannarlega ekki til að tilkynna framkvæmdir til úrbóta, þeim mun stærri í snið- um sem biðin og vanrækslan hefur þjakað lengur. Málgagn heilbrigðismálaráðherrans hefur engan annan boðskap að flytja en almenn orð um þörf- ina og gott starf Geðverndarfélagsins sem síz't skal vanmetið, og svo þessi hógværu orð um biðina. „Hér er mikið verk að vinna sem ekki má bíða öllu lengur að hafizt verði handa um“. J^tjórnarflokkarnir og heilbrigðismálaráðherrar þeirra hafa með því að „bíða“ í tíu ár stóraukið vandræðin á þessu sviði heilbrigðisþjónustunnar. Um það bil sem sístækkandi hluti landsmanna býst til að velta þeim flokkum úr völdum sem á einu sviðinu eftir annað hafa vanrækt í heilan áratug að byggja upp þjóðfélagið, en látið blinda og sið- lausa gróðahyggju ráða því hvað yrði um f jármuni landsmanna, birta þeir þá yfirlýsingu að öllu leng- ur verði ekki beðið að hefjast handa um úrbætur í sjúkrahúsmálum geðsjúklinga í landinu. Með bar-1 áttu utan þings og innan var Jóhann Hafstein heil- brigðismálaráðherra knúinn til þess að gera ráð- stafanir sem þýða að smíði kvennaspítala hefs't tveimur árum fyrr en hann hafði æ'tlað. Fljótvirk- ara til úrbóta ætti að vera að ýta hinum þreyttu ráðherrum frá og breyta urn stjómarstefnu. — s. MARK. Páll Pálmason átti enga möguleika tiil varnar þegar Eyleifur skoraði fyrsta mark KR. Bikarkeppnin: KR — ÍBV 3-1 Sigur KR sízt of stór — Mæta nú Skagamönnum í undanúrslitum H KR-ingar hafa á stundum verið nefndir sérfræðingar í Bikarkeppninni, enda unnið hana oftar en nokkurt annað íslenzkt lið. Leikur þeirra við ÍBV s.l. laugardag var aðeins staðfesting á þessari kenningu. Svo algerir voru yfirburð- ir þeirra í leiknum ,að spurningin var ekki um það hvort liðið sigraði, heldur hve stór sigur KR-inga yrði. Allar aðstæður til knatt-’ spymukeppni vonu eins góðar og hugsazt gatur á þessum árs- tíimja, snjótföl, logn og sólskin. Því miður urðu vallarstarís- mönnium á þau mistók. að bera salt á vöUinn til að eyða snjó- fölirmx, fyrir bragðið varð völl- urinn forarsvað. Áður en leik- uiinn hótfst, streymdu bJom- Eins og áður segir voru beir Eyleifiur Haísteinssion og Óskar VaRtýsson beztu menn vallar- ins. Hér er til efs, að Eyleifur hafi nokkm sirini verið betri en um þessar mundir og það er ómetanlegiur skaði fyrir landsliðið að hann skuii ekki geta farið mieð því til Bermúda.' Meiri skaöi er það þó, úr því Eyléifur gat ekíki farið, að „landsliðseinvaildurinn“ skyldi ekki vera svo hepplnn að velja Óskar í hans stað, þar semþedr leika sömu stöðu, en því mdður er þetta etkki fyrsta öheppnin í mannvali landsliðoins á þessu ári. Dómiatri var Einar Hjartarson. Greinilegt var að hann ætlaði ekki að láta þennan leik verða jatfn harðan og þann fyrri og tókst honutm það fyllilega. Nú mæta KR-ingar Skagamönnum í undanúrslitaleik, sem senni- lega getur eltiki farið fram fyrr en undir lok mánaðatrins, vegna utanfarar landsliðsins. — S.dór. FYi og Breiða- blik unnu Hið nýja knatfspyrnumól, sem KRH gengst fyrir með þátt- töku 2. deildar-liðanna á stór- Reykjavíkursvæðinu, hófst eins og ætlað hafði verið s.l. sunnu- dag. í Hatfnairfirði léku PH ogÁr- mann og sigruðu FH-ingar með 2 miörkuim gegn 1. Þrátt fyrir tapið áttu Ánmienningamirlheld- ur mieira í ledknum, en einstök markivarzla Kairis Max í marki FH kom í veig fyrir sdg- ur Ármenninga. Hvað etftirann- að varði Karl aif snilld) ogund- ir lokin var sem framherjar Ármenninganna hetfðu misst kjarkinn til að reyna markskot vegna fraimlmistöðu Karis. 1 Kópavogi lók Breiðablik' gegn. Þrótti og unnu Breiða- bldksmenn auðveldian sigur 9:2. Það kernur reynar ekki á ó- vart, aö BreiðaMik skyldi vinna Þrótt, hdnsvegar er þetta medri munur en búizt hatfði verið við. í Þróttarliðiið vantaðd nokkraaf beztu mönnum liðsins, en Breáðablik mun hafa verdð raeð sdtt bezta lið. önnur umtferð verðúr leiikin um næstu helgi. Sundæfingar Ægis Starfsár sundfélagsins Ægis hófst hinn 1. október s-1- 1 Ægi eru aðeins stundaðar sundíþróttir. Sundæfingar fé- lagsins eru alla virka daga en inntaka nýrra félaga er í Sund- höll Reykjavtfkur mánudaga og miðvikudaga kl. 20 00 Sundfcnattleiksæfingár verða fyrst um sinn á mánudögum kl- 21-45 og tfimmtudögum kl. 21-40 vendir i fang ' Ellerts Sdhram^, fýrirliða KR, vegna þess að hann var að leika sinn 250.1eik með KR. Lét fcrmiaður KSÍ leiikmenn beggja liöa hyllaEll- ert imieð férföldu húrrahrópi fyrir þetta afrek. og eru nýir félagar velkomnir. BRÉF FRÁ NORÐFIRÐI Hvort það var a£ þessu til- eÆni eða ednhverju öðru, þá lók KR-liðið betur í þessum leik, en það hetfur gert um langan tíma, og érangurinn varð eift- ir þvtf. Fyi'sta markið kom á 13. mínútu og var Eyleitfur Haf- stednsison, bezti maður vallar- ins ásamt Óskari Vailtýssyni, þar að verki. Eyleitfur elti sendingu, sem við eðlilegar að- stæður hetfði farið út fyrirenda- rnörk, en boltinn stoppaði í polli, þar sem Eyledlfur náði honum og skoraði óverjandi fyrir Pál í iBV-maxkinu. Eyjamenn jötfnuðu á 21. xnín. þegar Haraldur Júlíusson fylgdi vel etftir skoti á KR-markið sem Guömundiur Pétursson ■yarði, en missti boltann frá sér, og Haraldur skoraði auðveldlega. Rétt áður hafði Sævar Tryggva- son verið í dauðafæri, en mis- tókst að skiora. Aðeins 4 miínútum stfðar skoraðd Baldvin Baldvinsson fallegasta imark leiksins með skalla eftir sendingu frá Þór- óllfi Beck. Það liðu svo ekki nema 2 mín. þar til Halldór Bjömsson skoraði 3ja markið með föstu skoti, eftir að boltinn haÆði stoppað í sama pollinuim og hjá Eyleifi er hann skoraöi fyrsta markið. Það má þvtf segja að þessi pollur haíi kom- ið KR-ingum að góðum notum. Þannig var staðan í leikhléi og í stfðari hálfleik var eklt- ert mark sfcorað, þrátt fyrir mýmörg tækifæri og voru þau nær öll eign KR-inga. Eittsinn bjargaði Ellert þó á línu sikori frá Val Andersen. Sigur KR- inga var fyllilega verðskuldað- ur og hefði getað orðið mun stærri.. Iþróttasíðunni hefur borizt eftirfamndi grein frá Norðtfirði: „Neskaupstað 26. okt. 1969. Háttvirti ritstjóri. Fiimmtudaginn 23. otot. s. lj þirtist á fþnóttasíöu Tíimains bréf, er Jóhamn P. Hansson á Seyðisfirði skrifaðtf og netfndi „Knattspymiuhneyksli á Aust- urlandi“. Fjallaði það um úr- siitaieik í Bikarkeppni U.Í.A., milli Hugins (Seyðisf.) ogÞrótt- ar (Nesk.), sam fram fór á Seyðistfirði 27. sept. s.l. I þessu bréfi lýsir Jóhann af mikiu otf- forsi því gerræði, sefri knatt- spymuráð UlA beitti Seyðfirð- inga varðandi þennan ledk og aldeilis ótrúlóga blutdrægum dómara. — Þar sem umdirrit- uðum þykir brófritari halla réttu máli heldur óvægilega, viljum við að eftiríarandi stað- reyndir málsins komi fram, svo og okkar viðhorf til þessa. Eins og allir vita, sam eitt- hvað þekkja til knattspymu- mála, er það ekki í verkahring knattspyrnuráðs viðkomandi sambandssvæðis að skipa dióm- a.ra á leiki á vegum ráðsins, heldur er það hlutverk knatt- spymudómaraifélags svæðdsins. Samlkvæmt upplýsingum stjórnar Kruattspymudómarafé- lags Austurlands ‘(K.D.A.) var Óli Fossberg, Eskiíirði, skipað- ur dómari uimrædds leiks. Dag- inn áður en ledkurinn átti að hetfjast tilkynnti Óli fortföll. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir stjórnar KDA fékkst enginn annar dómari á Eskifirði né noktorum öðrum stað austan lands (þar með talinn Seyðis- fjörður), utan Neskaupstaðar. Jón Steingrímur Baldursson, sem Óli mun hafa bent á í sdnn stað, sagðist eigi geta dærnt leikinn, þar sem hann yrði að öUum líkindum á leiðinni til Akureyrar umxæddan dag. Er hann og allir aðrir knattspyrnu- dómarar á Austurlandi kallaöir til vitnis um að rétt sé með farið. Þegar Ijóst var orðið að eikiki fengist dómari utan Neskaup- staöar var leitað til þeirra 2ja dlómara, sem um var að ræða. Skoruðust báðir undan og sagð- ist anoar þeirra hafa ráðstafað tíma sínum þennan dag. Blasti þá við að leikurinn yrði að falla niður. Var þá gengið til Gunn- ars Inga Gunnarsisonar, sem þá var nýkjörinn formiaður Þrótt- ar, og honum skýrt frá ástand- inu. Gekkst hann að lokiuminn á að dærna leikinn með tilliti til þess að amnars félli hann nið- ur, saimkvæmt þeim ummælum Þorvalds Jóhannssonar, for- manns Hugins, að frestun kasmi ek'ki til greina. Það er ölluim ljóst og ekki sízt Gunnari Inga, •að óæskilegt er að dómari i tonattspymuleik sé fraimáimiaður í öðru þeirra félaiga er við eig- a:st, en í þessu tilviki var elkfci um neitt val að ræða. Þar sem Jöham.n Hansson var nemandi á nýafstöðnu dómara- námskeiði, sem Hannes Þ. Sig- urðsson stjórnaðx á Eskifirði, hlýtur honum að vera kunn- ugt um þau lög dómarasamtak- anna, að dómuruim er óhedmilt að gagnrýna dómarastörf kollega sinna á opinberum vettvangi, en það gerir hann þó engu að síður. Af þessu drögtum, vtfð þá sjálfsögðu ályktun, að Jóhiann sé ekki dómari, með öðrum orðum hafi fallið á dlómara- prófi. Það að slíkur maðuræUi sér þá dul að gaigmrýna dóma Gunnars In,ga, sem á stfnum tfrna- lauk ágætu diómaraprótfi og hietfúr verið einn vtfrtoasti dómari á Austurlandi unidan- farin tvö sumur, finnst okkur undirrituðuim vœgast ságt hjá- kátlegt merki um skiort á sjálfs- gaignrýni. Það er skoðun ' und- irritaðra að þau furðulegiu at- vik, sem Jóhann þóttist sjá í leiknum eigi sér enigan sitað i raumveruleikanum og í raun- inni hvergi, nema í ódómþærum hugskotuim örfárra vonsvikinna Seyðfirðinga. Sannleikur máls- ins er sá að Hugins-menn léku af meiri hörku en knattspymu- legri getu, og teljum viðundir- i’itaðir það fjarstæðu eina að á- saka Gunnar Inga um hlut- drægan dóm. „Sú handaskolun", sem Jó- hann telur að hafi orðið á leik Hugins vegna hlutdirfegni dóm- arans, virðist þrátt fyrir allt hafa verið mun mdnni í þess- um leik en öðruim leikjum Hug- ins gegn Þrótti í sumar, ef mark má tafcaáúrslitumþei'rra, sem hafa orðið sem hér segir: 8:1, 4:0, 5:2, og nú síðast 3:0. Varla þa,rf að taka fram að Þróttur sdgraði í ölluxn leiki- unum, en geta má þess að fyrst- talda lelkinn dæmdd þjálfari Seyðfirðinga, en hann mun ekki hafa dómararéttindi. — Eins og sjá má á fyrri leikjum liðanna þarf Þróttur hvorki áðstoðdóm- ara né annarra til þess aðsigra Huigin í knaittspymu. — Að sjálfsögðu rfkir ánægja meðal leikmanna Þróttar vegna þrið'ja slgurs þeirra í röð í Bitoar- Framhald á 9- síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.