Þjóðviljinn - 04.11.1969, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 04.11.1969, Blaðsíða 9
Þriöjudagiur 4. nóvember 1969 — ÞJÖÐVILJINN — SlÐA 0 Framsöguræða Magnúsar Kjartanssonar um rannsóknarnefndartillöguna Heimildir raktar um stofnkostna Búrfellsvirkjunar og orkusöluna Við fyrstu umreeðu fjárlaga vakti ég máls á kostnaðinum við Búrfellsvirkjun, rakti hver hann væri orðinn og hver hann myndi verða þegar Búrfells- stöðin yrði fullgerð, og benti á að framleiðslukostnaður á raf- orku frá Búrfellsvirkjun væri nú um það bil tvöfalt meiri en verð það sem álbræðslan greið- ir, og að endanlegur framieiðslu- kostnaður, eftir að Búrfells- virkjun væri takin til starfa á fullum afköstum, yrði um fjór- um aurum hærri á kílóvatt- stund en greiðsla bræðslunnar. Þannig væri nú þegar sýnt að við værum skuldbundnir tilþess með samningi að seJja bræðsl- unni orku undir kostnaðarverði og yrði árleg meðgjöf okkar fyrstu árin yfir 100 miljónir króna, en síðar um 45 miljónir króna á ári- Þessar frásagnir vöktu mjög almenna athygli, og þeir menn sem bera ábyrgð á samningun- 'am við svissneska ádhringinn töldu sig áð vonum komna í vanda. Hv- raforkumálaráðherra reis upp hér á þingi daginn eft- ir f járlagaomræðurnar og kvaðist þurfa að koma á framfæri leið- réttingu, en því miður tókst ekki betur til en svo að hann varð að viðurkenna í miðjum um- ræðum að hann heifði ekki lesið frás&gn mína, og því gat hann að vonum ekki heldur gert grein fyrir svokallaðri leiðréttingu sinni. Síðar um daginn fengu öll fjölmiðlunartæki senda at- hugasemd frá Jóhannesi Nordal seðlabankastjóra, stjómarfor- manni Landsvirkjunar, og Ei- rfki Briem verkfræðingi, fram- kyæjndastjóra Landsvirkjunar, þar sem á ýmsan hátt var reynt að bera brigður á þær tölur sem ég hafði birt, og mun ég ræða efni þessarar athuigasemd- ar hér á eftir. Síðan hafa tekið við hin venjulegu blaðaskrilf- 1 Vísir sagði á forsíðu að ég hefði -G> Dómarabréf Framhald af 4. síðu. s keppni UÍA. Hitt er svo ann- að mál, að það eitt að sdgra Huigin í knattspyrmu þykir Þrótturum ekirert til að státa af og eitt sér liítið gleðiefni. Jói minn, okkur sýnast öil þín skrif benda til, að þú hafir staðið á bak við MiJdka og ekfci séð sem bezt hvað fram fór, en getið þér til uim framvindu leiksins eftir hrópum hinna kralkjkanna í kringum, þig. Senni- lega heifði verið skynsamlegra af þér að veita vanbrigðum þín- um útrás með því að kastaskít og hrækja á dómarann eins og félagar þínir, í stað þess að stofna miannorði þínu í voða með bamailegum bréfaskriftum. Með fýrirfram sikjóta birtinigu. þökik fyrir Björn Magnússon, Hörður Þorbergsson, Bencdikt Sigurjónsson, Einar Rafnsson, allir frá Ncskaupstað. Tímarit Framhald af 2. síðu. Forstjóri Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, Pétur Gunnars- 'on, skrifar formóla að hinu fyrsta hefti- Ritstjóri er Sturla Friöriks- son, en í ritnefnd eiga sæti Friðrik Pálmason, Gunnar Ól- afsson bg Halldór Pétursson- Káputeiknimig er éftir Kristínu Þoikelsdóttuir, teikaxtra- reynzt uppvís að hrikalegri reikningsskekkju, en í fbrustu- grein Morgunblaðsins hefur ver- ið sagt að tölur þær. sem ég greindi frá hafi verið vísvitandi ósannindi og þlekkingar- Hvar eru heimildirnar? í einni af ræðum þeim sem hv. raforkumálaráðiherra flutti spurði hann hvar ég hefði feng- ið þá vitneskju sem ég greindi frá um kostnað við Búrifells- virkjun. Alþýðublaðið virtist telja þetta athyglisvert sjónar- mið því það spurði á forsíðu hvaðan mér væri kominn þessi fróðleikur og hefur síðan fylgt því viðhorfi eftir í grein eftir stjórnmálaritstjórann. í þessu sjónarmiði virðist það felast að kostnaður við Búrféllsvirkjun sé eitthvert leyndarmál, að ég hafi verið að' stunda einskonar njósn- ir með því að hnýsast í leyni- plögg sérfræðinga og ráðherra- Þetta er að sjálfsögðu fráleitt sjónarmið sem verður að kveða niður; það er ekiki aðeinis réttur alþingismanna að afla sér vitn- eskju um opinber mál sem varða alla þjóðina, heldur tvímælalaus skylda þeirra- Og mér er að sjálfsögðu engin launung á því hvaðan ég hef vltneskju mína; hún er að langmestu leyti sótt í þessia bók. Þetta er ein af sfcýrslum þeim, sem bandaríska verkfræðifirmað Harza, sem hannaði Búrfells- virkjun og hefur fylgzt- með öllum framkvæmdum þar, gef- ur út. Slífcar skýnslur eru gefnar út árslfjórðungslega og sú bók sem ég er með hér, er nýjasta skýrslan, gefin út i júlímiánuði í sumar- og hún nær fram til 30- júní. Ráðherrann (hlýtur að kannast við þessa Skýrslu. F.n þangað er sótt sú vitneskja, sem ég greindi frá, 1 bðkinni er að finna skýrslur, töflur bg línurit um alla þæbti verksins- Tafla nr. 30 fjallar um kostnað við fyrri áfanga Búr- fellsvirkjunar. Þar er fyrst tafla sem ber ylfirskriftina „Original estimated costs“ — það er að segja „upphafleg kostnaðaráætl- un“. Niðurstöðutölumar eru þær að í upphafi hafi verið áætlað að kostnaður í gjaldeyri yrði 19-500 000 dollarar, kostnaður í íslenzlcri mynt 6-354.000 dollar- ar„ eða heildarkostnaður 25-854- 000 dollarar- Síðar í þessari töflu er svo kostnaðurinn eins og hann er metinn, miðað við 30. júní 1969. Þá er lcostnaður í gjald- eyri metinn 24 028000 dollarar, kostnaður í íslenzkri mynt 8-544.000 dollarar, bg heildar- kostnaður 32.572000 dollarar- Hér er semsé um að ræða hækk- un frá upphaflegri áætlun úr 25,8 miljónuim dollara í 32,6 miljónir dollara eða um 26%, rúman fjórðung. Þetta em þær tölur sem ég gerði grein fyrir í ræðu minni við fyrstu um- ræðu fjáriaga- Sé einJiver hriika- leg reikningissfcékkja. í þessuim tölum er það sök bandarísfca verlcfræðifyrirtækisins Harza en ekki mín- Séu þessar tölur vís- vitandi uppspuni og blelakingar, eins og Morgunblaðið sagði í iforustogrein, er það Harza sem hefur ástundað svo fráleita iðju- Liðir sem ekki eru með Tala sú sem Harza gefur nú upp um endanlegan, heildar- kostnað við fyrri áfanga Búr- fellsvirkjunar er engan veginn tæmandi. Á töflu þeirri sem ég hef ritnað til eru taldir upp neðanmáls kostnaðarliðir sem. ekki eru meðreiknaðir, á þessa leið: „Water rights, interest during construction, commit- ment fees, custom duties, taxes, financing cbst and devaluation loss on local cost component not inclúded‘‘. Það er að segja þarna eru ekki meðreiknaðir liðirnir greiðsla fyrir vatnsréttindi og ýmis réttindi önnur, vextir á byggingartímanum, toJilar, skatt- ar og gengistap á innlendum kostnaði. Og hér er að sjálfsögðu um mjög verulegar fjárhæöir að ræða sem unnt er að meta með sæmilegri nákvæmni. Tökum fyrst liðinn gengistap á innlendum kostnaði. f athuga- semd þein’a Eiríks Briems og Jóhannesar Nordals er öldungis ekki reiknað með þessum lið. Þeir segja ofur einfaldlega að heildarkbstnaður verði 3760 milj- óriir króna, 'deila í þá uppíhæð með 88 bg fá þannig dóllara- kostnað sem nemur 42,7 milj- ónum dolJara- En málið er ekki svona einfalt. Þetta verk hefur verið unnið á þreföldu gengi, fyrst var dollarinn 43 krónur, síðan 57 krónur og loks 88 krón- ur. Gengistapið kemur fram af því að erlend lán hafa verið tekin 'fyrir svo til öllum kostn- aðinum- Auðvelt er að skýra þetta atriði út með dasmi fyrir þá sem ekki hafa hugsað þessa hlið málsins. Meðan gengi doJl- arans var 43 krónur viar inn- lendur kostnaður af fram- kvæmdunum ca. 215 miljónir króna, eða fimm miljónir doll- ara. Þessi taia, 215 miljónir króna, er látin standa óbreytt í ,. útreikningum þeirra Eiríks Briems og Jóihannesar Nordals, en þegar kemur að því að end- urgreiða fimm miljón dollar- ana sem teknir voru að láni til þess að standa undir þessum kcstnaði er andvirði þeii’ra brð- ið 440 miljónir króna vegna gengislækkananna- Þama kem- ur fram gengistap sem nernur 225 miJjónum króna og það verð- ur Búrfellsvirlíjun að greiða með þeim tekjum sem hún fær tfrá viðskiptavinum sínum. Það gengistap sem þannig kemur fram á árunum fram að gengis- lækíkuninni haustið 1968 mun nema um 290 miljónum lcróma, eða sem svarar 3-280000 doll- urum. Heildarkostnað- urinn Þegar þessi kostnaður er með- talinn verður heildairkostnaður samkvæmt áætlun Harza 35.852- 000 dollara. Þá eru ótaldir vextir á byggingartímamium secn vænt- anlega nema um 10% eða 3,6 miljónum dollara. Þá vantair í þessa tölu, eins og getið er, um í skýrsilu Harza, lán’skostnað — sem trúlega hefur verið um 1% — greiðslu fyrir vatnsréttindi, eftirgjöf á tollum frá ríkinu,^ þann hluta tolla sem Lands- virkjun hefur orðið samningi samJovæmt að greiða vegna verktaka, og skatta fyrir sitarfs- menn þandarisíka verkfræði- firmans- Erfitt er að rneta þessia liði af£ fullri náfcvæmni, en kumn- ugustu menn telja að þeir verði ekkl undir 2,5 miljónum doll- ara- Ætti þá fyrri áfangi Búr- fells að kosta um 42 miljónir dbllara eða um 3.700 miljónir króna- Þá er enn óreiknuð gas- ,aflsstöðin sem mun kosta hátt á þriðja hundrað miljónia króna. Sé hún meðtalin verður kostn- aðurinn um 4 000 miljónir,króna, og orkuverð á kílóvattstund yfii’ 45 aurar — á sarna tíma og svissneska álbræðslan greiðir 22 aura. 1 þessum útreikningum er algeríega sleppt kostnaðarliðum sem enn kunna að bætast við. Til dæmis stendur nú yfir deila milli verktakanna og Lands- virkjunar og mun hún snúast um hvorki meira né minna en 7— 800 miljónir króna sem verktak- amir vilja fá í viðbót við þær greiðslur sem áður hefur verið samið um. Þetta er sá kostnaður sem telst til fyrri áfanga. Erfiðara er að meta áframhaldið með nobkurri nákvæmni, viðbótar-vélbúnað og miðlunarmannvirki. í fyrra var lagt hér fyrir þing frumv- til ' laga um breytimgu á lögum um Landsvirkjun. Frumvarpið fól í sér lántökuheimild vegna virkjunarframkvæmdanna, og þar var greint frá þeirri áætlun Landsvirkjunarstjómar aðstofln- kostnaður seinni áfanga Búr- fellsvirkjunar væri áætlaður 661 miljón króna eða 7,5 miljón- ir dollara- Sé miðað við þá tölu, sem hvbrki Landsviricjun né hv. ráðherra geta gagnrýnt, verður heildarkostnaður yfir 50 miljón- ir dollara eða um 4-500 miljónir króna- Kostnaður á ktlóvatt- sbund — með þeirri útreiknings- aðferð sem Jóhannes Nordal og Eiríkur Briern nota í athuga- semd sinnl verður þá um 26 aur- ar í kilóvattsibund. Greiðsla ál- bræðslunnar verður hins vegar aðeins 22 aurar í kílóvattstund, en bað jafngildir því að árieg greiðsla álbræðslunnar verði til frambúðar ca- 45 * miliónum króna undir kostnaðarverði, eins og ég rakti í ræðu minni við fyrstu umræðu fjáriaga. Þáttur Jóhannes- ar og Raunverulega verður kostnað- urinn þó nokkm meiri. Þegar Jóbannes Nordal og Eiríkur Briem tala um að virkjunin við Búrifell gefi 1720 miJjón kíló- vattstundir á ári reikna þeir með óraunsæjum nýtingartírna. Álverið á sem bunnugt er að fá 140 megavött, og þar verður væmitanlega um að ræða 8.500 sbunda nýtingartíma á ári eða 1-100 gígavattstundir. Afgangur- inn, 70 megavött sem ætlaður verður íslenzkum viðskiptavin- um, nýtist aldrei svona vél- Til dæmis er nýtingarbími Sogs- virkjunar um 5 000 stundir á ári. Þótt alltaf væri nóg vatn handa Búrfellsvirkjun fæst aldrei miklu meiri nýting en um 7000 stundir á ári- Með því móti fást út úr virkjuninni tæpar 1600 Gwh, bg er slíioxr reikn’ingur raumsærri en taJa þeirra félaga, 1720 Gwh- En þá yrði kostnaðarverð á kílóvatt- stund raunar 28 aurar. Mig langar .að minnast & enn eitt atriði úr athugasemd þeirra Jóhannesar Nordals' og Eiriks Briems, sem sýnir hversu langt þeir seilaist til röksemdanna- Þótt ekki sé búið að fuJlprófa aflvélainar þrjár í Búrfelli og þrjár séu ekki einusinni komnar til landsins, segjast þeir gera sér vonir um að þær muni skila allt að 15% meiri aifköstum en reiknað hefur verið með i áætl unum, og á grundvelli þeirrnr vonar lækka þeir raforkuverðið um þrjá aura á kflóviaitbstund í áætlunum sínum. Að sjálfsögðu er fráleitt að fullyrða noMcuð um afköst aflvéla sem ekki er feng- in reynsla af. Auik þess er það engin nýjung að aflvélar geti skilað meiri orJcu en áætlanir sýna, en þau afkösit eru hagnýtt í sérstökum toppum en ekki að staðaldri. En í samfoamdi við Búr- fellsvirkjun er um ýmsa aðra óvissu að ræða, t.d- áhrif hugs- anlegra ísamyndana sem geta orðið mjög' afdrifarílc. Vonandi gengur allt jafn vel og hugurinn ginnisí, en við áætlanir verður að miða við staðreyndir — ekki vbnir einar- I heild verð ég að segja að málflutningur þeirra Eiríks Briems og Jóhanmesar Nordals hefur valdið mér miklum von- brigðum- Þeir eru einhverjir æðstu trúnaðarmenn þjóðarinn- ar, annar þeirra sjálfur aðal- bankastjóri seðlabankans, og það er skylda þeirra að leggja fyrir okkur staðreyndir, eins og þær eru og draga ekkert und- an, hvort sern' mönnum falla þær staðreyndir betur eða verr- Þess í stað ástunda þeir blekk- ingar í athugasemd sinni og reyna að fela staðreyndir með almennum áróðri. .Mér finnst ástæða til að víta hér „á alþingi þessa framkomu opinbeiTa trún- „aðarmanna. Skammir duga ekki gegn staá- reyndum Ég hef nú gert grein fyrir því hvernig útreikningar mínir eru fengnir- Undirstaðan er áætlun sem Harza hefur gert fyrir þrem- ur mánuðum. Við þá áætlun hef ý ég bætt kostnað a rli öum, sem Harza viðuricennir að eklci eru meðtaldir, og kostnað við seinni áfanga met ég eins og hann var áætlaður í fyrra af Landsvirkj- unarstjóm, þegar frumvarp um lántöfcuheimild var lagt fyrir al- þingi. Ég hef þannig lagt fram öll gögn fyrir þá sem hafa hug á því að vefengja útreikninga mína. En þá verða menn að gera það með fullum rökum en ekki almennum staðhæifingum og póKtískum skammaryrðum í fbr- ustugreinum blaða. Það mál sem ég hef hér vak- ið athygli á er stórmál, og ég tel það skyldu allra aíþingis- manna að gera sér fulla grein fyrir því- Þetta er ekki aðeinis stórmál vegna þess að í því felst mat á fortíðinni, samningum þeim um raforkusölu sepi gerð- ir vora við álbræðsluna- Við, andstæðingar þeirra samninga, vöruðum við því að svona myndi fara. en okkur er að sjálfsögðu fjarri skapi að hælast um þótt reynslan hafi staðfest aðvaran- ir okkar- Stjórnar’flokkamir og sérfræðingar þeirra töldu sig auðvitað vera að gera rétt og það er ekkert ánægjuefni að þær liugmyndir hafa reynzt tál- sýnir. Það sem skiptir megin- móli er hins vegar að hagnýta þessa reynslu til þess að leggja á ráðin um framtíðina. Við höf- um nú um langt skeið heyrt ó- rökstuddan áróður þess efnis að framtíð Islendinga eigi að vera í þvi fólgin að gera nýjar stór- vjrkjanir, þar á meðal einhverja mestu vatnsaflsviikjun heims á ''-.'.stfiörðum, til þess að selja exjendum auðhringum orkuna með svipuðum lcjörum og ál- bræðslan nýtur- Um það verð- ur naumast deilt að það getur aldrei fært okfcur blómlega framtið að selja raforku undír kostnaðarverði og verða að skattleggja íslenzka atvinnu-. vegi bg íslenzfcan almenning til þess að greiða með raiforicunni til útlendinganna, Nú þegar er svo ástatt að heildsöluverð frá Landsvirkjun til rafveitna á Suð- uriandi er 48 aurar á kílóvatt- stund, á sama tíma og álbræðsl- an greiðir 22 aura. Áfbrmað er að þetta verð hækki um 15% alveg á næstunni, oflan á 15%i hækkun sem kom til fram- kvæmda í fyrra. En þótt verðið á raforlcunni til íslendinga haldi áfram að hækka, helzt það ó- breytt handa álbræðslunni; við verðum að greiða .sifhækkandi verð til þess að standa undir hallanum af viðskiptunum við útlendingana. Ég bið 'aJJa aliþing- ismenn sem mál mitt heyra að hugleiða þessar staðreyndir af fullri alvöru og af fullu raain- sæi- Þetta eru ástæðumar Ifyrir þvf að ég hef ásamt hv- þm. Þórami Þórarinssyni flutt tillögu um rannsóknameflrid. Við höfúm engan hug á því að ná okbur niðri á hv. ráðherra eða sérfræð-* ingum hans; þetta mól er miklu stærra en svo að venjulegar póli- tískar skilmingar eigi rétt á sér í samibandi við það- Hér er um að ræða óhjákvæmilegt rann- sóknarefni, þar sem allar stað- reyndir verða að koma Nfram í dagsJjósið, og ég tel það skyldu hveirs einasta þingmanms að kynna sér þessar staðreyndir persónulega, vegna þess að á okbur hvílir sú áhyrgð að taka á’kvarðanir um framitóðina- Kastaðist úr bíl Harður árekstur varð á rniót- um Ibanigiholtsvegar og Skeiðar- vogs á sunnudaigBkvöJdið. Kást- aðist annar ökumiamna, 65 ára gam- aQl, út úr bifredðinni og slas- aðist. Var hann fluttur á sJysa- varðstofuna og lá þar enn er blaðið hafði tai af rannsóknar- lögreglunni s.d. í gær. Þó var ekJd taJið að mieiðsli hans væru lífshættuleg. Kvöldið áður voru nokkirir drengír að kJifra í niýbygiging- unni við GaimJa garð, þ.e. fé- la.gsheimili stúdenta. Féll einn drenigjanma niður og miun hafa fallið þrjá metra. Medddisthann og var fluttur á slysavarðstof- una. SKÓR SKÓR SKÓR SKÓR SKÓR SKÓR SKÓR SKÓR tó O Gerið góð kaup ’ M O M Kveninnjskór Vmnubovnsur tsS XfX Margir litir VÖRUSKEMMAN cn Milrið úrval Grettisgötu 2 Ballerinaskór % Karlmannaskór Bamaskór í úrvali 9 litir 'O Mikið úrval GOTT VERÐ Allar stærðir bd m xn SKÓR SKÓR SKÓR SKÓR SKÓR SKÓR SKÓR SKÓR ■ >Wt5tr Kwam 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.