Þjóðviljinn - 05.07.1970, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 05.07.1970, Blaðsíða 1
Sunnudagur 5. júlí 1970 ¦— 35. árgangur — 148. tölublað. Reikningar Reykjavikurborgar 1969: Skuldir ríkisins við borgar- sjéi nema 115,5 milj. kr. ¦ Reikningar Reykjavíkurborgar voru til umræðu á borg- arstjórnarfundi nú í vikunni. Gagnrýndi Adda Bára Sig- fúsdóttir (Alþ.bl.) skuldir ríkissjóðs við borgarsjóð en þær nema tæpum 115,5 milj. kr. Sigurjón Pétursson (Alþ.bl.) gerði athugasemdir við uppsetningu reikninganna og gagnrýndi teknaöflun borgarinnar, en megintekjustofnar borgarinnar eru teknir af launatekjum borgaranna og fast- eignagjöld eru ekki í neinu samræmi við tekjuskattinn miðað við efnahag og aðstæður. Hvar ska! byggf nýtt hús fyrír sfjornarraðsð? Ljósmyndari Þjóðviljans, Ari Kárason, tók þessa mynd fyrir skömmu yfir hlula ' af miðbæjarsvæðinu, en eins og kunnugt er hafa að undanförnu farið fram talsverðar umræður um skipulagningu þess í sam- bandi við fyrirhugaða bygg- ingu nýs stjórnarráðshúss. A myndinni miðri sézt pamla st.jórnarráðshúsið, cn ein af þeim tillögum sem fram hafa komið í sam- bandi við þettamá! er ein- mitt um það að byggja nýtt st.iórnarráðshús að baki þess gamla og í stíl við það. — Hvernig lízt mönnurn á þá hugmynd? Adda Bára taldi með öllu óvið- unandi að nota yrði fjárnruni borgarinnar til að standa undir lögboðnurn gjöldum ríkissjóðs. Þá ræddi hún um óeyddar fjár- veitingar og gagnrýndi það að ekki hafa enn verið notaðar, 19,1 milj. kr. sem veittar hafa verið til barnaheimila, þrátt fyrir mikla þörf á fleiri barnaheimil- um. Sagði hún að þessir peningar væru notaðir sem rekstrarfjár- magn borgarinnar. Þá ræddi Adda Bára um Ráðhússjóð borg- arinnar, en borgarsjóður er tal- inn skulda honum 46,5 milj. eða sem nemur nær öllum sjóðnutm, þannig að hann er sem slíkur ekfci til. Sigurjón Pétursson sagðist verða að játa að hann hefði fengið sikemmtilegri bækur til afiestrar en borgarreikninga Reykiarvíkurtoiorgar en hins vegar væri öllum ljóst að þessir reikn- ingar hefðu mikla þýðingu: hann Heifturle elfast agar i BELFAST 4/7 — Átökin á írlandi hafa blossað upp á nýj- an leik. Munu að minnsta kosti tveir menn hafa fallið og tugir særzt í heiftarlegum óeirðum í gærkvöld. Brezkir her- menn komu á útgöngubanni í helztu hverfum kaþólskra í nótt.. og . mun , ófriðaröldurnar eitthvað hafa . lægt með morgninum. . opavogsDii&r Kópavogsbúar sem ætla ferð ABR. — Ferð verður í frá Félaigsheimili Kópavogs kl. 7,30 stundvíslega á sunnudagsmorgun. sáttafundur í ÍsstútáfinaeyjuiQ Sáttafundur hóÆst í vinnu- deilunni í Vestmannaeyjurn : kl. 8 í fyrrakvöld og stóð hann til kl. 2 um nóttina. Annar fundur hófst svo kl 11 í gærmorgun og átti hann að hefjast aftur kl 2 s.d. að afloknu niatarhléí. Þjóðviljinn átti stutt tal við Engilbert Á. Jónsson. formann VerkailýðstCélags 'Vestmannaeyja í hádeginu í gær og sagði hann að bunglega horfði um sani- komula.g. Auk verkalýðsíé- lagsins er Verkakvennafé- lagið Snót aðili að samo- ingauimleitunum þessuan. Viðsjár hafa magnazt mjög undanfarna daga. en heitt heíur verið í kcilunum frá því Berna- detta Devlin var handtekin fyrir uni það bil vi'ku. Fyrir fóum dög- um neituðu mótmiællendur að verða við þeirri þeiðni kaþólskra að. aflýsa sinni áriegu- sigur- göngu, sem -farin er. um miðjain júlí til að minnast sigurs. mót- mælenda . yfir kaþólsikum • árið 1690. Vegna þessa- akarst í- odda milli deiluaðila og-sikárust brezk- ir hermenn í leikinn. . . • . Átökin, sem náðu hámarki sa'nu í gær, virðast fyrst og fremst haifa verið milli kaiþóPskra og brezkra hermanna. Þeir siíð- arnefndu ásamt lögregJuinni höfðu fundið nokkrar vopnabirgðir kaiþ- ó'lskra og gert þær upptækair, og olli það mikilli gremju i herbúð- um kaþóilikka. Höfðii þeir reist víggirðingar og neituðu þráfaild- lega að hverfa þaðan á brott. Lögreglan og brezku hermenn- irnir ¦ reyndu þá að hrekja þá í burtu með haindsiprengjutm, en það varð til þess að kasta ofíu á eldin'n, og kaþódikikar svöruðu með því að kasta heimatilhúnum spreng.ium á hópinn svo og flöskum, grjóti og öðru lauslegu. Logaði nú allt í óeirðum í bæj- arhlutum kaitaóils'kra í Be'lfast. kveikt var í húsuim, bíluim velt. og hundruð brezkra hermanna. ruddust inn á svæðið, —" oa varð bað tffl þessá að maigna í- standið enn að mun. Hópar kaþólskra manna genigu á móii hermönnunum brezfeu, reiðubún- j ir að legg.ia til atlögu.'Konur oe j börn ætluðu að reyna að aiftra , þeiim frá þiví að áegigjain presita, I en þeim var ýtt til Miðar og upphófust nú mikJir gðtubardag-' ar og logaði allt hverfið aðsögn s.iónarvotta. Brezkir sik'riðdrekar. vca-u brátt sendir inn á ófriðarsvæðið og hverfið umkringt af 100 brezk- úm herimönnum. Bairdagarnir stóðu í um það bil þrjár stundir, en þá létu kaþólsikir undan síga. Höföu þá tveir menn faJllið og margir særzt. Aðallega var bar- izt í srvoinefndu Faills Road-hverfi, en þar blasti mikil eyðileggiing við í niorgun, nokkur hús höfðu bmnnið, og önnur höíðu orðið fyrir veruleguim skemmdum. • Útgðngubann, sem komið var á í Palls Road-hverfi, gildir á- fraim um sinn, enda þótt allt sé með kyrrum kjörum núna. Áður en átökin brutust út, hafði Reginald Maudiing innan- ríkisráðiheirra gefið neðri deild þingsins skýrsliu, þai sem hann kveður á um, að brezka þingið muni taka harðara á hverskyns uppþotum og óeiirdum. >á fái brezku hersveitirnar heiimdld til að hleypa af, þegar leiðtoigunum finnst það nauðsynlegt. Talið er, að þessi uimimæli hljóti að hafa kynt undir öfriðarbálið á Irfanidl. sýndi hreyfingar á þeim f.iár- munum sem flest okkar hafa lagt verulegan hluta af tekjum sínum til og því skipti það miklu máli hvernig þessum upp- hæðum væri varið. Hann gagn- rýndi hvernig ýmsar færslur eru settar inn á reikninginn' . og nefndi sem dæmi liðinn 1—04. Þar stendur Breiðholtsskóli fyrsti og annar áfangi — 327? milj. Hvað hann þetta minna á gam- ansögu: byggingameistari gaf reikning fyrir 1 stk flugturn og síðan kom upphæðin á eftir. Sagði Sigurjón að í borgarreikn- ingunum væru allar verklegar framkvæmdir í stykkjatali, ó- sundui-liðaðar. Vildi hann láta sundurliða upphæðirnar, þó ekki væri nema þannig hversu mikið af upphæðinni er greitt sam- kvæmt tilboðum í verk og hversu mikið er umfram tilboðið í verkið. Þá taldi hann óeðlilega fært þar sem fiallað er um nýbygg- ingu gatna og holræsa. Þegar kemur þar að niðurstöðutölum koma frádi'áttarliðir, og þeir ýmisir æði stórir. Það eru heim- æðagjöldin, sem dragast frá gangstéttunum. þ.e. bensínskattur sem dregst frá akbrautunum. Taldi Sigutrjón eðlilegra að þessi gjöld væru innheimt s&m skattur af einhverjum og væru færð til tekna en ekki sem frádráttur. Fannst honum óeðlilegt að Muti af tekjum borgarsióðs eða ein- hi-erra stofnana borgarinnar skuli ekki vera færðar tekna- megin heldur aðeins vera notuð til þess að lækka koistnað. Stóra atriðið við bennan reikn- ing sagði Sigurjón þó vera hvernig tekna borgarinnar er afl- að, og hverjir greiða gjöldin. — Þar sjáum við strax, sagði Sig- urjón, að tekjuútsivörin eru 794 milj. en fasteignagjöldin eru að- eins 71.9 milj. Þetta þýðir að það er af launatekjum þorgar- anna sem megintekjustofnar Reykjavíkurborgar eru teknir. Framhald á 9. síðu. Skylda ríkisstjórnarinnar ai koma veg fyrir Staðreyndir um afkomu þj'óð- arbúsins sýna ljóslega að efna- hagskerfið stendur fullkomlega undir þeim kauphækkun.u'm sem um hefur verið samið án þess að til nokkurrar verðbólgu þurfi að koma. Hér skal minnst á nokkrar staðreyndir: ¦fc A fyrstu ' i'imui mánuðum þessa árs nam útflutnings- verðmæti sjávarafurða yfir 5.00Ó miljónúm króna en var á sama tíma. í fyrra 3.400 miljónir. Aukningin er þanuig yfir 1.600 milljónir króna eða nær 50%- it I heild hefur útflutningsslari'- semin á fyrstu fimm niíánuð- um ársins aukizt úm 80%. i- A sama tíma hefur innflutn- ingur aukizt um 23^/j), en vöruskiptajöfnuðurinn var engu að síður hagstæður um tæpar 300 mil.iónir króna, en var á sama tíma í fyrra óhag- stæður um rúmar 1.000.;milj- ónir króna. -^r Veruleg verðbólguþróun • er í ýmsum helztu markaðslönd- um okkar, svo að horfur eru á að verð á útflutningsvöuum okkar fari enn hækkandi. •k Tekjur ríkissjóðs verða fyrir- sjáanlega miklum oiiin meiri en fjárlög gerðu ráð fyrir, þar sem aðflutningsgjöld og sölu- skattur munu hækka um mörg hundruð miljóna með auknum inriflutningi. Þessar staðreyndir og margár aðrar hliðstæðar sýna að kjara- samningar þeir sem nú hafa verið gerðir eiga að geta orðið full'komlega raunhæfir, þ. e. að atvinnuvegirnir geta hæglega staðið undir þeim án þess að velta þeim út í verðlagið og rík- issjóður þarf ekki á nýjum tekj- um að halda. Afkoma ýmissa átvinnugreina getuir að vísu ver- uproun ið misjöfn, en þau met er auð- velt að jafna með stjórnarráð- stöfunum. Því skiptir miklu máli að stjórnarvöldum sé veitt sem mest aðhald á næstu vikum og mánuðum til þess að koma í veg fyrir að allt söklcvi í gamla óða- verðbölgulfarið. Raunar. er ljóst að. ríkisstjórnin óttast aðhald og tortryggni almennings, því að hún hefur snúið sér til Alþýðu- sambandsins og farið fram á við- ræður til þess „að koma í veg fyrir víxlhækkanirkaupgjalds og verðlags" Alþýðusamtökiri hafa ævinlega verið reiðubúin til siíki'ar samvinnu, en ríkisstjórn- in getur ekki velt skyldum sín- um og ábyrgð yfir a neina aðra. Hún hefur það gersamlega á valdi sínú að tryggja stöðugt verðlag í landinu. GuBmundur meB 5 vinningu Að loknuim 10 umferðuim á al- þ.ióðlega.. skákimótinu ¦ i.'Carácas i í Venezudla hefur Guðmundur Sigurjó'nsison enn 50% vinninga eftir að hafa teflt við 8 stór- meisfara og 2 alþjóðlega meist- ara. I 9. umferð tapaði Guð- mundur fyrir tékfcneska stór- meistaranuim KavaJek, sem nú er efstur á mótinu' með 8 vinn- inga eftir 10 umferðir. 1 10. um- ferð vann Guðmundur svo ung- verska stórimeisitairamn Barcza og hefur því 5 vinninga. í 11. umférð átti Guðmundur að tefla við Kaifcof frá Sovét- rikjunum sem er núverandi heimsimieistari unglinga og einn efnilegasti sikákniaður sem 'fram heíur komið í Sovétríkjunum á síðari árum t 12. umferð teflir Guðmundur við stórmeistar- ann Parma l'rá Júgóslavíu, ©n að þyí loknu á hann léttari and- stæðihga eftir í 5 síðustu um- íerðunuim.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.