Þjóðviljinn - 24.12.1970, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.12.1970, Blaðsíða 3
ElBHMÉttÆaeaB^Sfc-ðiesEJribep Í8TO — ■ EöO©iTOfeJlliNiM — SfBA J Valborgarnótt er með poppsniði. — Myndirnar eru teknar á æíingu í Þjóðleikhúsinu. Eins og kunnugt er frums'ýnir Þjóð'.eikhúsiö annan í jólum Paust Goethes. Þetta er þad verk í heimsbókmenmtunum sem hefur hvað mest verið fjallaö um af lærðum mönnum allt frá jwí það varð til (og meðan það varð til reyndar einnig), og þó það væri ekki sýnt á leiksviði fyrr en að höif- und: látnum, hefur það um meira en aildar skeið verið mik- ið verkefni leikhúsmönnum. Og eins og er með ödl meiriihóttar verk, þá telur hver ný kynsilóð sig þurfa að túlka það á sinn hátt, les það og leikur með mismunandi áherzium. Ekki skal að sinni farið út í þá sélma að rekja efni Fausts eða gera grein fyrir þeim skiln- inigi á verkinu sem algengastur er nú á tímum. Hitt gæti verið forvitnilegt að rifja það upp, hvað höfundurinn sjádlfur, „Þ-ýzki Æpaðurinn Goethe“ hafði um það að segja. Verður i því samhengi rifjað upp nokkuð af þyi,. ,$<í(ry liinn iðjusami trúnað- armaður hans og ritari, Ecker- mann, sikrifaði upp af viðræð- um sínum og annarra við Goethe á síðustu æviárum hans — á tímiabilinu frá 1823 til 1832. Erfitt HVAÐ SAGÐI GOETHE UM FAUST? 10. janúar 1823 situr Goethe á tali við ensikan verkfræðing og liðsforingja, sem kveðst m.a. vera að lesa Faust og finnst hann erfiður. Qoethe hló að þessum um- mælum Englendingsins. Aðvísu, sagði hann, hefði ég ekki ráð- lagt yður fl að taka til við Faust að svo komnu móllii. Verk- ið er óðs manns æði og fer langt út fyrir allar venjulegar tilfinningar. En með því þér hafið nú byrjað á þessu án þess að spyrja mig, þá verðið þér að krafsa yður fram úr því. Faust er svo sérkennilegur ein- staklingur, að það eru aiðeins fá- ir menn sem geta fytgzt með sálarástandi hans. Sömuieiðis er MepihistopheHes erfiður á sinn máta — bæði vegna róðs- ins sem hann fer með og vegna þess að nann er lifandi niður- staða mikinar skoðunar á heim- inum Áhrif og frumleiki 18. janúar 1825 er um það rætt heima hjá Goethe, að Byron BretatröM hafi saikað Goethe um að taka hitt og . þetta ófrjálsri hendi og korna ,fyi'ir í Faust. Þessu svarar Go'ethe þannig: Ég hefi ekkii einu sinni lesið flest af þeim dýrmætum sem Bvron lávarður tilfærir, og enn eíður hugsaði ég til þeirra' þeg- ?ð ég var að búa til Faust. En Byron er þá aðeins mikill þeg- ar hann yrkir, hann verður harn um leið og hainn fer að huesa. Þvi kann hann ekki heldur að veria sig gegn svin- uðum og óslkdljanlegum árásum Faust (Gunnar Eyjólfsson) og Mefistó (Róbert Arnnnusson) Sigríður Þorvaldsdóttir og Gunnar Eyjólfsson í hlutverkum sin- um í Fást. á sflSffian hfmn, sem hams land- ar bera fram gegn honum — hann hefði átt að mótmæla þeim hairðflegar. Hann hefði átt að segja: Það sem er þam.a á ég, ag það skiptir efclri máli, hvort ég hefi tekið það úr mannlífinu eða úr bók — það eina sem máli sfeiptir er hrvort ég hefi notað það rétt. Waíiter Scott, hélt Goetihe áÆram, notaði eitt atriði úr leikriti mínu Eg- mont, og hafði fullan rétt t:1 þess, og vegna þess að hann gerði þetta af skilningi þá ber honum heiðuir fyrir . . Hinn breytiilegi djöfull Byrons er á- framhald af Mephistopheles mínum, og það er dkkt nema rétt. EÆ hann hefði orðið að sneiða hjá fyrirmyndinni, hefði niðurstaðan orðið verri. Og Mephistopheles minn syngur Ijóð eftir Shaikespeare, og því ætti hann ekfci að gera það? Því ætti ég að leggja það á mig að finna eitthvað sjálfur, þegar Shaike.speare hafði sagt einmitt það sem þurft1. í þessu tilviki? Norrænn arfur 1 samræðum 26. marz 1826 kvartar Goethe yfir því, að sér hafi lengi fundizt að Þjóðverja skorti vei-ðug viðfangsefni fyrir skáld, sem sækja mætti til sögu þeirra. Hann segir að hann hafi verið heppinn með ..Götz von Berlichingen“ og bætip svo við: ,,En þegar ég vann að „Werther“ og „Faust“ þurfti ég aftur að grípa í minn eigin barm, því það erfðagóss, sem úr var að vinna, gat ekki skilað mér langt. Ég fékkst aðeins einu sin.ni við djöfla og nornir; ég var glaður yfir því að hafa gleypt minn norræna arf og sneri mér að borðum Grikkja. En hetði ég vitað eins vel þá og nú, hve margt ágætt hefur hér verið til um aldir og árþúsund- ir. þá hefði ég eikki skrifað eina elnustu línu heldur snúið mér að öðru Þann 3. maí 1827 fer Goethe einkar vinsamlegum caxðum um ritdóm J. Ampéres nokkurs, ura^ franskar þýðingar á leikverk- um hans og segir þá meðal anríárs: Hann er ekk: hvað sízt and- ríkur í umsögn sinni um Faust þar eð hann túlkar ekfci aðeins hina myrfcu og ófullnægðu eft- irleit aðalpersónunnar heldur og hið bitra háð Mephistophelesar sem hlluta af miínu eigin eðli . .. Hverniq veit ég það? Þann sjötta maí 1827 fer svo fram allfrægt samtal, þar sem Goethe er rétt einu sinni spurð- ur að því hvaða „hugmvnd" liggi að baki einu verka hans. Þjóðverjar eru annars ein- kennilegt fólk, sagð!. hann. Þeir gera sér lífið erfiðara en eðli- legt er með hinum djúpstæðu hugmyndum og hugsunum sem þeir leita altestaðar að. Hafið einhverntíma hugrekki til að gefa ykkur áhrtfum á vald, láta slkemmta yfcliur, koma við ykk- ur, lyfta ykkur upp, já, einnig að láta kenna ykkur og hvetja ykkur til einhvers sem mikll- fenglegt er: en hugsið ekki áilllt- af um það. að þetta væri allt hégómi ef ekk!. kæmi til einhver abstrakt hugmynd og hugsun. Svo koma þeir og spyrja hvaða hugmynd ég i-eyni að klæða holdi í Faust. Rétt eins og ég viti það sjálfur og geti látið það í ljós. Af himnum of- an, um jörðina og n!.ður til Vít- is — þetta mætti kannski nota í neyð. en þetta er engin hug- mvnd heldur einfaildllega rás at- burða. Og seinna. þegar djöfull- inn tapar veðmálinu og það kemur í ljós að það er hægt að frelsa mannesikju, sem þrátt fyrir alvarlegar vililur leitar hins betra — þá er það að vísu virk og góð hugsun, sem sk)Ir- ir margt. en hún e’- enrin hu*r- mynd sem liggur að baki heild- •inni eða hverju atriði sér á narti. Það hefði reyndar verið laglegt, eða hitt þó heldur, ef ég hefði viHjað taka bað auð- uga. litríka. marghrotna líf, sem ég sýni í Faust, og þræða það upp á mjóa snúru einhverrar hugsunar, allsstaðar nálægr- ar . . . Margar fleir: umsagnir Goet- hes um Faust má finna í við- ræðum hans við Eckermann, en hér hafa verið valdar þær einar, sem lúta að Faust í hei'ld, eða fyrri hlutanum — um síðari hlutann, sem var í smíðum á þessum árum, er sagt margt fróðlegt, en með því hann verður ekki á fjölum Þjóðle'k- hússins, þá verður hér látið staðar numið. SINE- fólk! Fundur í HÚSINU Kirkjustræti 10 kl. 3, sunnudaginn 27. desember. Hafið með ykkur púða. STJÓRNIN. JOLATRÍS■ SKCMMTUN Félags járniðnaðarmanna verður haldin miðvikudaginn 30. desember í Tjamarbúð, frá kl. 15.30 til 19.00. Aðgöngumiðar seldir á skrifstofu félagsins þriðjudaginn 29. desember frá kl. 3-7. NEFNDIN. BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 35. MOTORSTILLINGAR HJÚLASTILLINGAR ' LJÚSASTILLIN^jAR Sjmj Látið stilla i tíma. 4 O 4 n Fljót og örugg þjónusta. I O "* | U U

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.