Þjóðviljinn - 24.12.1970, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.12.1970, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVIUTNN — Fimmtudagur 24. desember 1970. —— — Málgagn sósialisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsls — Otgefandl: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb.)i Magnús Kjartansson, Sígurður Guðmundsson. Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson. Fréttastjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Siml 17500 (5 linur). — Áskriftarverð kr. 195.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 12.00. Pa.blo Picasso: Móðir og bam „effC'r", ftjT Jesús Maríuson Jesús sonur Maríu ér bezti bróðir minfl: hann býr í hjarta fnínu •— þar kveikir hann í rökkrinu rauða márgt eitt sinn á reykelsinu sínu. Og jafnan þegar allir hafa yfirge'fið mig og enginn vill mig hugga þá birtist hann sem stjarna í austri og sýnir sig á sálar minnar glugga. Og þó hef ég ei beitt slíkum brögðurti nokkum rrtiann: ég hef brennt á vör hans kossinn og hrækt síðan á nekt harts og rtítt og slégið hann og rteglt hanrt Uþp á krossinn. En hvað svo sem ég geri er hann mín éirta hlíf er hrynur neðsta þrepið því hvað oft sem hann deyr þá er e'ftir éitthvérf líf seim enginn getur drepið. Og Jesús soUur Maríu rnaétir öss éitt kvöld sem mannlégléikárts kraftur: æ vértu ekki að grafa ’ónum gröf mírt blinda öld — hann géngur sífellt aftur. Jóhannes úr Kötlum. — Úr Sjödægru. Sjötíu og fimm ára á jóladag; Margrét Óhfsdóttir Hraunbraut 6, Kópavogi Margrét Ólafsdóttir, biúsfreyja að Hraunbraut 6 í Kópavogi, verður 75 ára á jóiladag. Margrét er Hrútfiröingur að ætt og uppruna. Hún fæddist að Kolbeinsá í Bæjarhreppi, dóttir hjónanna Elísabetar Stefánsdóttur og Ólafs Bjöms- sonar. Ólst hún þar upp í hópi margra systkina. Síðar bjó hún þar sjálf um skeið eftir að hún giftist Guðlaugi Jónssjmi. Ennfremur áttu þau um tíma heima á Borðeyri og loks á nýbý'li er Lyngholt heitir og er rétt fyrir innan Borðeyri. Eftir að þau brugðu búi fluttust þau suður, fyrst til Reykjavíkur og síðar í Kópavog, og hefur heimili þeirra verið þar i mörg ár. Margrét og Guðlauigur eru bæði vel gefin og hafa hlotið mikla mannkosti í vöggugjötf. Þeim hefur orðið briggja bama auðið en þau em: Böðvar, kennari og skáHd, búsettur í Kópavogi, Sigurbjörg iðnverka- kona, einnig búsett í Kópavogi, og Júlíana, húsfreyja að Hrúts- stöðum í Dalasýslu. Ekki hefur eplið þar fallið langt frá eik- inni, því að öll hafa þau erft greind og mannkosti foreldra sinna. Heimili Margrétar ólafsdótt- ur hefur jafnan staðið opið ættingjum og vinum t>g sá hóp- ur er ekki smár sem notið hefur gestrisni hennar og mýndarskapar í húsmóður- starfi. Efeki hefur þó alltátf verið auður í garði þótt annað mætti ætla af móttökum og viðurgerningi á heimili hennar. En það er ekki einungis eðlis- læg rausn hennar sem hefur gert heiittiH hénnar aðlaðandi fyrir vini og venzlafólk, held- ur einnig sú alúð og hjarta- hlýja sem þar mætir hverjuxn ög einum og þá ekiki síður smátfólkinu en þeim fullorðnu. Hefj ég kynnzt þvá allvel hve böm, og nú f seinni tíð einnig bamaböm vina hennar og skyldmenna hiafa laðazt að Margróti og heimili hennar og fundið sig þar mikla aufúsu- gesti. Samúð Margrétar með beim sem minna hafa mátt sín og á einhvern hátt hafa farið halloka í strangri lífsbaráttu hetfur jafnan verið einlæg og afdrátt- arlaus. Hún hefur siálf kynnzt erfiðri lífsaðstöðu alþýðufólks t>g dregið af því rétta iærdóma. Hún hefur stutt hreyfingu al- þýðunnar af heilum hug og lagt sitt atf mörkum til þess að tímamir framundan mættu verða betri og bjartari en þeir sem hennar kynslóð átti við að búa í uppvexti og mótti lengi við búa. Þetta átti ekki að verða nein afmælisgrein, aðeins stutt kveðja frá mér ■ og fjölskyldu minni til bín, Margrét ■ mín, í tilefni bessara tímamóta í ævi binni. Og ég veit að undir bá kveðiu og hnkkir fvrir liðna timia taka alii,r beir mörgu sem notið hafa velviidar þinnar. rausnar og vináttu á langri leið Þú mátt g.iaman vita bað á bessum afmæiisdegi að við metum bis öll mikils og óskum bess af einlægum huga að eiga big að og á meðal okkar f mörg ár enn. En í þvi felst að siálfsögðu nokkur eigingimi sem éa veit að bú skiiur og fyrirgefur eins og svo margt annað. Guðmundur Vigfússon. Hjálparsveit skúta heldur flugeldusýningu ú sunnudug Ef veður leyfir mun Hjálp- arsveit skáta í Reykjavík gang- ast fyrir flugeldasýningu við Skátabúðina við Snorrabraut, sunnudaginn 27. desember. Verða þar sýndar allar gerðir flugelda, blysa og sóla auk þess sem skotið verður upp svokölluðum Tívolísólum og gkrautflugeldum. Sýningin hefst Stundvíslega klukkan 17.00 og er áætlað, að hún standi yfir í tæpar 15 mínútur. Tilgangurinn með sýnjng- unni er, að vekja athygli flugeldamarkaði Hj álparsveit- arinnar, en sveitin hefiur und- anfarin tvö áir gengizt fyrir flúgeldasölu fyrir áramótin. Að þessu sinni ver’ð'a flugeldamark- aðdmir tveir, eins og fyrr seg- ir í Skártabúðinni við Snorrá- braiut og svo í Volvosalnum Við Suð'urlands'braut. Auk þess verður sielt úr öllum bifreið- um sveitarinnar, en þær eru fjórar. Verða þær ó eftirtöld- um stöðum: Við Melabúðina Hagámel; við Austurstræti; við Austúfver. Háialeitisbraut; og við Breiðholtskjör Amarbakka. Eins og fytfr vetfður lögð á- herzla á gott vöruú.rval og góða þjónuistu og hefur úrvalið aldrei verið íjölbreýttara. M. a. verða nú til sölu svokallað- ar Tívolisólir, og fylgjia þeim sérstakir skotþalliar. Eins og fyrr, verða nú til söki hinir vinsælú fjölskyldu- pokar. Verð þeirra er frá 300.On til 500.00 kr„ eri verðgildi pok- anna ér 10% hserra, eða 330*00 til 550,00 krónur. Etf þá veitt- ur 10% afsláttur ef keyptir erú slíkir pokar. Fl ageldasalan er helzti tekjú- l'iður Hjálparsveitarinnar, en þrátt fyrir, að allt starf sveit- arinnar sé unnið í sjálfboða- liðsvinnu, þá er kostnaður við reksitur sveitarinnar mjkill og fer ávallt hækkandi. Til dæm- is var kostnaðurinn á síðasta starfsári tæplega 700.000,Oo kr. Framlög frá ríki og borg voru þá aðeins ca. 15% af kostnað- inum, þannig að sveitin væri illa stödd, ef fliugeídasölunnar nyti ekki við. (Frá Hjálparsveit skáta í Reykjavík). ur og skartgripir KORNELIUS JÖNSSON skólavördustig 8 •V-i & Prentmyndastofa Laugavegi 24 Sími 25775 y.K. Gerum allar tegundir S.K **- myndamóta fyrir yður. Frú Rufmugnsveitu Reykjuvíkur til rufmugnsnotendu Rafmagnsveitunni er það kappsmál, að sem fæstir verði fyrir óþægindum vegna straumleysis nú uim jólin sem endranær. Til þess að tryggja öruggt rafmagn á að- fangadag, jóla- og gamlársdag, vill Raf- magnsveitan benda notendum á eftir- farandi: Reynið að dreifa elduninni, þ.e. jafna henni yfir daginn eins og kositur er. ☆ ☆ ☆ Forðizt, éf unnt er, að nota mörg straumfrek tæki samtímis, t.d. raf- magnsofna, hraðsuðukatla og brauð- ristar — einkanlega méðan á eld- un stendur. ☆ ☆ ☆ Farið varlega með öll raftæki til að forðast bruna- og smertihættu. Illa meðfamar lausiataugar og jóla- ljósasamstæður eru hættulegar. — Útiljósasamstæður þurfa að vera vatnsþéttar og af viðurkenndri gerð. ☆ ☆ ☆ 1 r ... Eigið ávallt til nægar birgðir af vartöppum (,,öryggjum“). Helztu stærðir eru: 10 amper ............... Ijós 20-25 amper ............. eldavél 35 amper ................ íbúð Ef straumlaust verður, skuluð þér gera eftirtaldar ráðstafanir: ☆ ☆ ☆ Takið straumfrék tæki úr sam- bandi. — Ef straumleysið tekur að- éins til hluta úr íbúð, (t.d. élda- vél éða Ijós) gétið þér sjálf skipt um vör í töflu íbúðarinnar. ☆ ☆ ☆ Ef öll íbúðin er straumlaus, getið þér einnig s'jálf skipt um vör fyr- ir íbúðina í aðaltöflu hússins. ☆ ☆ ☆ Ef um víðtækara strau’mleysi er að ræða, skuluð þér hringja í gæzlurtienn Rafmagnsveitu Reykja- víkur. Bilanasími er ............. 18230 Á skrifstofutíma er sími .... 18222 ☆ ☆ ☆ Vér flytjum yður beztu óskir um GLEÐI- LÉG JÓL og EARSÆLD Á KOMANDI ÁRI, rnéð þökk fyrir samstarfið á hinu liðrta. kFMAGNSVEITA ÍEYKJAVÍKUR (Geymið auglýsinguna.)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.