Þjóðviljinn - 24.12.1970, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 24.12.1970, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 24. desember 1970 — 35. árgangur — 294. tölublað. □ Þjóðviljinn er í dag þrjú blöð, 12 + 8 + 8 síður. Q Næs’ta blað kemur ekki út fyrr en þriðju- □ daginn 29. desember. □ Þjóðviljinn óskar lesendum sínurn og lands- □ mönnum öllum gleðilegra jóla. GLEÐILEG JÓL ■«>-. Ssmkomukg um kjör háseta á fiskibátunum FuIItrúar háseta á bát- unuin ok útvegsmanna náðu samkomulagi um s,jómanna- kjörin á fundi í fyrrakvöld og haföi fundurinn staðið í hartnær tvo sólarliringa. í gær voru fundir í vcrð- lassráði sjávarútvegsins, en fiskverðiö var ekki komið hcgar h'aðiö fór í prentun í gærkvöld. Mun samkomu- lag sjómanna og útvegs- manna hafa tekið mið af fiskverðinu og mun liafa verið gert ráð fyrir 25°/« hækkun fiskverðsins. Voru samningarnir undirritaðir af hálfu Sjómannasambandsins með fyrirvara um fiskverðið og ákvæði um fæðispeninga. Regis Debray laus, fíaug í gær tíl Chile Regis Debray SANTIAGO, Chile 23/12 — Rit- höfundurinn franski Regis De- bray fór í daig flugleiðjs frá Bol- hhu til Chile ]>ar sem hann he£- ur fengið griðastað. Debnay var f dag látinn laus úr fangeisi, en hann hefur afplánað um fjögur ár af 30 ára fangel.sisdómi sem hann hlaut fyrir „byltingairstarf- semi“ en hann fiór til Bolivíu til þess að hvtta þair ,,Ohe“ Gue- vara. Félagi hans, argentinski málarinn Cirobusto, sem dæmd- ur var saimtímis honum var með honum í ílhiigvólinni, en einnig voru látnir lausir fjórir bolivískir skæruliðar sem barizt höfðu með Guevara. (Sjá einnig fnét'i á 5. síðu). TUGÞUSUNDIR FÆRÐAR í HÆSTA SKATTAÞREP 1971 - vegna of lágrar skaffvisitölu Q Miðað við meðalvísitölu framfærslukostnaðar árin 1964 og 1970 og skattvísitölu áranna 1965 og 1971 tekur ríkissjóður tugi þúsunda af skattgreið- endum með nauðþurftatekjur. Skattvísitalan var ákveðin með lögum nr. 90 árið 1965 og var þá sett á 100 og notuð við álagn- ingu á tekjur ársins 1964. Öljóst er við hvað skattvísitala á að miðast — tekjur eða vísitölu framfærslukostnaðar og vegna þessara óljósu ákvæða laganna um skattvísitölu o. fl. hefur fjármáilaráðherra iðulega skotið sér undan því að ákveða nýja vísitölu og notað jafnvel þá sömu ár frá ári. Þannig hefur myndin skekkzt æ meira og sífellt vaxandi verðbólga veldur því að tekjur sem fyrir sex ár- um eða skemmri tíma voru há- tekjur eru í dag lágtekjur. Skattvísitala var ákveðin 100 1965, sem fyrr getur. 1966 var skattvísitalan 112,5, 1967 var hún ákveðin 129,0, 1968 var hún óbreytt og eiftnig árið 1969. 1970 verður visitalan 140 og á næsta ári verður skattvísitalan 168, hækkar um 20% frá fyrra ári. Skattavísitalan er notuð til þess að ákveða persónufrádrátt þ. e. skattfrjálsar tekjur og þeg- ar núverandi ríkisstjórn tók við lýsti hún því yfir að einungis yrðu lagðir skattar á hærri tekj- ur — lágtekjur fengju að vera í friði fyrir skattlagningu. En nú er svo komið að allir þeir sem á þessu ári hafa haft yfir 188 þúsund krónur fá tekju- skatt. Einstaklingar fá frá- dregnar frá skatti 134.400 krón- ur, þ. e. einstaklingur sem hefur 13 þúsund krónur á mánuði verður að borga tekjuskatt hafi hann ekki annan skattafrádrátt. Frá 1964 hefur vísitala fram- færslukostnaðar hækkað um 95,7% og til þess að halda í1 við þá hækkun ætti frádráttur hjóna frá tekjum til tekjuskatts að vera 219.200 kr. — ríkissjóður stelur 30 þúsund krónum og skattleggur þær í hæsta þrepi fyr- ir vikið. Persónufrádráttur ein- staklings ætti að vera 178.000 krónur — fjármálaráðherra hirð- ir yfir 40 þúsund af einstaklingn- um, sem eru svo skattlögð í hæsta þrepi, því að þrepin fær- ast til að sama skapi sem per- sónufrádrátturinn. Hefði skattvísitalan fylgt fram- færsluvísitölunni væri hún því 196 stig í stað 168 og vantar því 18 stig upp á að skattvísi- talan nái meðaltalsvísitölu fram- færslukostnaðar á þessu - ári. HAPPDRÆTTX ÞJÓÐVILJANS Dregið i gærkvöld í gærkvöldi var dregið í Happdrætti Þjóðviljans 1970 hjá borgarfógetaembættinu í Reykjavík, en þar sem fulllnaðarskil hafa enn ekki borizt í happdrættinu verða vinninigsnúmer’in geymd inn- sigluð hjá borgaxfógeta í nokkra daga. Innheimtumenn og um- boðsmenn happdrættisins eru hvattir til að ljúka störfum sem allra fyrst svo hægt verði að birta vinn- ingsnúmerin Tekið er á móti skilum á afgreiðslu Þjóðviljans að Skólavörðu- stíg 19 kl. 10-12 og á-skrif- stofu Allþýðu'bandalagsins að Laugavegi li M. 10-12. Þjóðvil.iinn bakkar þeim fjölmörgu stuðningsmönn- um sínum, sem liagt hafa blaðinu lið nú sem 'oft áð- úr með því að káupa rniða í happdrættinu ' og óskar þeim öllum gleðilegra jólla. Húsiiæðismálastofnun ríkisins: Veitt embættí frumkvæmdu■ stjóru og skrifstofustjóru Hópur uppþotsmanna fer ránshendi um matvælaverzlun i Gdansk Félagsmálaráðherra hefur skip- að Sigurð Guðmundsson, fram- kvæmdastjóra Húsnæðismála- stofnunar ríkisins og Skúla Sig- urðsson skrifslofustjóra sömu stofnunar. Tekur embættisveit- ingin gildi frá og með 1. jan. næst komandi. ^ Umsækjendur um starf fram- kvæmdastjóra vora tveir Sig- uröur Guðmundsson, skrifstofu- stjóri stofnunarinnar og Guð- mundur Vigfússon. Fj-allaði stjóm stofnunarinnar um umsóknirnar og taldi báða umsæ'kjendur hæfa til starfsins, en ráðherra sldpaði Sigurð. Eggert G. Þorsteinsson var skrifstofustjóri til ársins 1965, og hefur Sigurður gengt embættinu síðan. Umsækjendur um það starf vom hins vegar fjórir, þeir Skúli Sigurðsson, lög- fræðingur, sem hlaut embættið, Guðjón Sverrir Sigurðsson, fyrr- um starfsm. Iðju, Amar Ingólfs- son og Páll S. Pálsson bókari. Mælti húsnæðismálastjóm með Skúla Sigurðssyni. Minnis- | ! blað um J ■ r ■ ■ b, |oíin — S baksíða \ 2 Gierek flokksritari boðar tveggja ára verðstöðvun Munnaskiptí í æðstu embættum í Póllandi Cyrankiewicz forsætisráðherra verður forseti í stað Spychalski, Piotr Jaroszewicz nýr forsætisráðherra VARSJÁ 23/12 — Eins og við hefur verið búizt hefur verið skipt um menn í ýmsum æðstu embættum í Póllandi, en mannaskiptin eru bein afleiðing uppþotanna í nokkrum pólskum borgum í síðustu viku eftir að tilkynnt hafði verið að landbúnaðarvörur og aðrar lífsnauðsynjar yrðu hækkaðar verulega í verði. Helztu breytingamar sem gerð- ar haifa verið á æðstu st.iórn laindsins eru þær að Joszeif Cyr- ankiewicz lætur nú af emibætt' forsætisiráðherra sem hann hef- ur gegr.t lengur , en nokkur starfsbróðir hans í Bvrópu, eða í 21 ár (að frádregnuim tveimur érum í upphafi sjötta áratutgsins þegar hann var varaforsætisráð- herra). Cyrankiewicz tekur við emibætti ■ íorseta af Spychalsikj marsikiálki, en því embætti fylgja emgin raiuoveruleg völd. Nýi forsætisráðherrann í embætti forsætisráðherra hef- ur verið skipaður Pjotr Jarosze- wicz, sem verið hefur varafor- sætisráð'herra og vairaifulltrúi í framikvæmdanefnd filokiksins. — Hann hefur eiinkum annaztsam- skipti Pólverja við önnur ríki sem aðild eiga að efnaihagssam- vinnunefnd ríkja Austor-Evrópu. Hann er sórfræðingur í iðnaðar- og ef.nahagsmálum og hefur verið varaforsætisráðherra í átj- Því haifði verið spáð þegar á mánudaginn að hann myndi taika við af Cyrankiewicz, sem geld- ur þess að hann fordæmdi upp- þotin, þótt kunnugir segi aðhann hafi sjálfur verið andrvígur á- kvörðuninni um verðhækkanim- ar sem hleyptu þeim af stað. Rreytingar á flokksstjórn Samitfmis hafa verið gerðar breytingar á æðstu stoifinun Verkamannaflokksiins pólska, — framkvæmdanefindinni. Jaroszewicz verður nú fuill- gildur meðilimur í nefndinni, sömuleiðis Mieczyslaw Moczar sem var einn æðsti leiðtogi and- spyrnuihreyfiin'garfnnar gegn Þjóð- verjum á hemámsárunum, og hefuir verið m jög umræddur og umdeiMur á síðustu árum fyrir Unnid að viðgerðum eftir uppþotið í Gdansk í síðustu viku augflijósa viðleitni til að nota sér stuðning fyrri féiaga sinna £rá stríðsárunum, „partisananna" svonefndu, til að etflla áih.rif sín eða jafnvel brjótast til valda í fldkknum. Vcrðstöðvun í tvö ár Edward Gierek, hinn nýi leið- togi fflokksins, sem tók við af Gomulka um síðustu hefligi, skýrði pólska þjóðþinginu fré því í dag að ákveðiö hefði verið aðstöðva allt verðlag í landinu næstu tvö ár, nema á vö.rum sem firamiboð er misjafint á efitir árstíðum, svo sem grænmeti, ávöxtum, mjólk o.s.frv. Láglaunafólk styrkt Þá skýrði Gierek fré því að pólska rikdð réðii yfir um 7.000 miljónum zloty (rúmlega 20mil- Framhald á 2. siðu. JÓLAFAGNAÐUR Jólafagnaður Vemdar verður haldinn í Templarahöilinni, Eiríksgötu 5 á aðfangadag. Framreiddur verður hátíðarmat- ur og jólapöklcum úthlutað. All- ir, sem ekki haifa tækifæri til að dvelja með vinum eða vanda- mönnum á þessu hótiðakvöldi eru velkomnir á jólafagnaðinn. Húsið verður opnað M. 3 eftir hádegi j dag.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.