Þjóðviljinn - 24.12.1970, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 24.12.1970, Blaðsíða 6
g SlDA — WÓÐVILJINN — Fiinimtuidlagur 24. desiemte" 1970. Hörn Harðardóttir með börnum sínum Ágústu og Ólafi Pálmi Frímannsson ásamt stúlkunum tveim sem verða með honum á slysavakt á aðfangadags- kvöld, Sigriði Biering, til Vinstri, og Sigríði Jóhannsdóttur. Þótt flestir geti horfið frá hversdags s'törfunum og notið jólahelgarinnar í kyrrð og næði þessa daga, er þó um að ræða ýmiss konar starfsemi, sem ekki má stöðvast og nokkur fjöldi manna verður að láta sér nægja tilhugsunina um jólahaldið heima, meðan þeir sinna störfum sínum. En eitthvað reyna þeir væntanlega að gera sér til hátíðabr igða, og hér á eftir má sj'á, hvemig jól eru haldin í bækistöðvum Flugumferðarstjómar, á varðskipum, lögreglustöðvum, strætisvögnum og víðar. JÓL Á VÖKTUM Keyra fólk milli húsa Lítið um slys Á læknavakt á slysadeild Borgarsjúknahússinis á að- fangadagskvöld verður Pálmi Frímannsson, ungur Norðlend- inguir frá Garðshomi á Þela- mörk, sem segist nú vetra að heiman um jólin í fyrsita sdnn á aevinni. — Fyrst ég get ekki komizt norður vegna vinnu um jólin, finnst mér alveg eins gott að vera hér á aðfangadagskvöld og hvar annarsstaðar, sagði Pálmi, sem annars býr á Nýja Garði þegar hann er í Reykja- vík. Hann bjóst við hægu kvöldi, því enginn væri að vinna og lítil umferð og hefði reynslan undanfarin ár verið sú á slysadeildinni að lítið væri um slys eða meiðsl á að- fangadagskvöld, sem betur fer. Helzt eru það brunar og smá- væglegii meiðsl þatta kvöld, hins vegar er ólíkt meira um að vera í borginni á gamlárs- kvöld og nýjársnótt og þá um leið á silysadeildinni og verð- ur þá að hafa þar tvöfalda vakt. Með Páima vinna á að- fangadagskvöld þær nöfnuænar Sigríður Biering og Sigríður Jóhannsdóttir og bjósit bann við að þau reyndu að gera sér það svólítið jóflalegt ef Ktið yrði að gera, jólatré hefðu þau þegar fengið á deildina, hiá- tíðamiatur yrði á sjúkrahúsinu og sennilega fengju þau meira að segja jólatertu seinna um kvöldið. Vonandi rætist það að lítið verði að gera á slysadeildinni á aðfangadagskvöld, bæði þeirra vegna og borgarbúa. Vinnur mamma þín á jólunum? — Það er aldrei meira að gera en um þetta leyti, sagði Höm Harðardóttir sem er meðal þeirra sem verða á vakt á símstöðinni a aðfangadags- kvöld, vinnur á talsambandi við útlönd. En við fáum sendian jólamat i vinnuna, kjúklinga og bam- borgara, og höfum aðsitoðar- stúlku sem leysir okkur af svo við getum borða’ð til skipt- is. Við höfum auðvdtað ekki tíma til að gera okkur neitt til gamans, en það gleður okk- ur að við fáum sendar hingað jólagjafir frá okkiar beztu við- skiptiaivinum. Það eru aðallega sitúlkiur sem afgreiða símtölin við útlönd og vánna sex tíma vaktir, en reikna með að verða flestar fram eftir kvöMi og jafnvel nóttu á aðfangadiagiskvöld, seg- ir Höm. Við erum flestar húsmæður með böm og er náttúlega ó- vinsælt hjá þeim að við séum á vakt þetta kvöld, enda við- kvæðið hjá bömunum núna: — Heyrðu, vinnur mamma þín á jólunum? Minna um eldsvoða en áður — Við höfum frétt að þú verðir á vakt á jólanótt, sögð- um við við Gúsitaf Guðjóns- son varðstjóra hjá Síökkvilið- inu í Reykjavik, er við hringd- am í hann tveimur dögum fyr- ir jól. — Það veit maður aldrei, — svarað; hann, — Við getum bæði verið steindauð á jólun- um og meira að segja tvisvar. Af hverju ég segi tvisvar? Nú þú veizt væntanlega, að það er læknisfræðilega sannað, að maður getur dáið tvisvar og kiannskí oftar, því að nú eru til allskonar gervjlíf, / Jæja, en ef allt fer, eins og gert er ráð fyrir, verð ég á vakt báðar jólanaetumar. Ég kemst að visu í mat kl. 6 á að- fangadagskvöld, og vonast til að geta borðað hann í róleg- heitum, og ef ekkert kemur fyrir ætti ég að geta setið ró- legur tii kl. hálfátta. En það hefur komið fyrir í þessj 30 ár, sem ég hef verið í slökkvi- liðinu, að maður hefur verið kallaður til starfa í miðjum Lögreglusitöðin nýja á Akur- eyri hefur verið myndarlega skreytt í tilefni jólahátíðar- innar, og lögreglumennimir, sem eru á vakif á aðfangadags- Úr stjórnsal stöðvarhússins við Búrfell. Þar eru þeir nú búnir að setja upp jólatré. Slökkvistöðin I Reykjavík hátíðahöldunum. Þannig var það m.a. þegar Þingholtsstræti 28 brann á aðfangadagskvöld. Þá varð ég að þjóta þangað hálfétinn og alla nóttina börð- umst við við eldinn. Húsið brann að visu til kaldra kola, og lítið varð úr jólalhaildinu hjá okkur, en við gátum þó glatt okkur við að hafa heft útbreiðslu eldsins. Maður verð- ur að horfa á björtu hliðamaæ á tilverunni. En nú á dögum kemur miklu sjaldnar fyrir að í kvikni á aðfangadagskvöld, heldur en var, þegar olíufíringar og léleg kynditæki voru í flestum húis- um, og áður en rafljós leystu kertaljósin af hólmi a@ miklu leyti og við reynum að láta íana vel um okkur á sitöðinni og halda jólin eftir föngum. Látum okkur ekki leiðast á vaktinni — Við reynum að gera okkur það eins jólalegt og rólegt og hægt er, sagði Þór Jónsson vélstjóri við BúrfeUsvirkjun, en bann verður á vaikt í stöðv- arhúsinu þar á aðfangadags- kvöld ásamit Ólafi Frímianns- syni, og Halldór Eyjólfsson verður við ísvörzluna. Þór kvaðst ekki eiga von á að mikið yrði að gera, — nema ef eitthvað breg’ður út af og þá er að taka því, sagði hann. Við arum búnir að setja upp jóla- tré í stjómsalnum og það er góð tilbreyting, ætlum að setja Ijósin á það í dag. — Gerið þið ykkur einhvern dagamun? — Við borðum heima áður en við föihjm á vaktina, en höfum svo kannski eitthvaS gott með, kvöldkaffinu og ef miaður fær bók í jólagjöf þá gluggar maður í hana. Annars tökum við Ólafur það rólega, hlustum sjálfsagt á jólalögin í útvarpinu og röbbum saman og engin hætta á að við látum okkur leiðast þótt við sóum á vakt þetta kvöld. kvöld. geta glatt sig við ljóm- andi jólatré. VaiLgeir Axelsson lögreglumaður segir, að venju- lega sé á kvöldin áfcaiflega ró- legt, og svo virðist sem bæjar- búar fcosti kapps um að halda róleg og gleðileg jól. — Það heyrjr til undantekn- ingar, ef við erum kaltaðir út á aðfangadagsköld, segir hiann, — og um ölvunarútköll er varla að ræða. Það er þá helzt, að fólk, sem þarf að bregða sér bæjarleið. hiringi í okkur, ef eitthvað er að veðri, þvi að bílastöð'Varnar eru lokaðar. Annfcrs höfðum við það mjög rólegt, tökum upp jólakort, sem hingað bafa borizt og við höf- um safnað saman í kassa. Svo skjótumst við venjullega heim og fáum okkur kaffisopa með fjölskyldunum, en áður en vaktin byrjar. eða kl. 8, borð- um við jólamatinn og tökum upp jóla^jafimar þannig að við missúm ekkj algerlega af jólagleðinni með fjölskyldun- um. i I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.