Þjóðviljinn - 24.12.1970, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 24.12.1970, Blaðsíða 2
2 SlÐA — ÞJÓÐVIIaJINTJ — (Fimimtiuidiaeu'r 24. desember 1070. Athugasemd frá Ragnari Arnaids Tvær Iciðréttingar verð ég að gera í tilefni af orðaskipt- um okkar Ólafs Gíslasonar í Þjóðviljanum 20. og 22. des- ember um framsöguræðu mína á flokksráðsfundi AB í baust. í svargrein minni hefur prentvjilupúkinn það eftir mér, að vinstri airmur hinnar sósí- alisku hreyfingar hafi á sín- Eiturefni Framlhald af 12. sídu. í Kambodju, dreifðu bandarískar flugvélar efnum sem innihéldu um 50% arsenik á 200.000 hekt- ara svæði i landinu. Sagði pró- fessorinn, að þetta hefði m. a. leitt til þess, að 1/3 af gúmmí- ekrum landsins hefðu eyðilagzt. Prófessor Ton That Tung frá Norður-Vietnam tfuillyrti að fjöldi kvenna í Suður-Vietnam hefði fætt vansköpuð böm vegna eit- urdreifingar Bandaríkjamanna, t>g franskur prófessor, Alexandre Minkowskí að nafni kvað mjög erfitt að gera sér grein fyrir því, hver áhrif dreifing eitur- efriá heíði á menn. um tima staðnað „í ofsatrú á á leið Sovétríkjanna til sósíal- ismans“. Sjálfsagt má það til sanns vegar færa, að þetta hafi sums staðar gerzt. Hins vegar stóg annað í handriiti mínu og er rétt að það komi fram, en ég orðaði það svo, að vinstri armurinn hefði viða staðnað í oftrú á leið Sovétrikjanna til sósíalismans. ' Grein Ólafs birtisit í Þjóð- viljanum rúmum mánuði eftir að hún barst blaðinu. í vel- virðingarbeiðni sem blaðið birti af þessum sökum afitan við greinina, er svo ólánlega til orða tekið, að lesendur kjmnu að ætla að grein Ólafs hefði legið allan þennan tima undir kodda hjá mér. En það er ekki alveg rétt. Ag vísu var líttnefnd grein send mér hing- að norðu.r og tafðist í mínum fórum svo sem eina viku, en lengsit héld ég að hún hafi dvailið í vörzlum póstmanna og í allmarga daga munu jólaaug- lýsingar hafa stjakað henni af síðum blaðsins. Varmiahlíð. 23. des. 1970. Ragnar Arnalds. Tveir herrar Á jióttaföstunnl drottnar guð sá sem mamnimon nefnist yfir áíþingi Islendinga, ogríkihans verður sífellt urnfan gsmei ra, svo seon marka má aif þvíað orðið miljarður er nú óðum að taka við a£ miHjóminni sem hversdagsleg staarð. Hins veg- ar fer lítið fyrir hinum upp- hafnari yiðfangsefnum á þingi i aðventunni, og ekki eru þar haldin nein litlu jól þar sem forsetar Jesia úr jóflaiguðspjall- inu og þingmenn syngjaheims um ból. Hafi einhver haift á- hyglgjur af sólarheill þing- manna af þessium sökum kann honum þó að haf a létt nokfcuð þegar frá því var greint í fréttum að alþingi hefði samþyfclkt lög um mál- eifni evangelisk-lúterslaa trú- fllokfcsins rótt fyrir lok jóJa- föstunnar; það hlaiut þó alla- vegana að vera til marks um það að mammon ætti einhver vígi óunnin. Lög þessi fólu í sér smá- vægilega fyrirfcomuilagsþreyt- ingu á fyrri löggjöf um kirkjuþing og kirkjuráð. Sú löggjöf fjallar um það hvem- ig evangélísk-lúterski trú- flokfcurinn eigi að fara að því að halda þing sín, hvemig og hvar eigi að fcjósa þíngfuill- trúa, hverjii’ hafi kosningarétt og kjörgengi og þar fram eft- ir götunum. Nú er þessi lög- gjöif aifar einfcennilegt fyrir- bæri Á Islandi er aragrúi af frjólsum félagssamtökum og þau eru í mfelJu að hallda þing. Hins vegar hefur alþingis- mönnum ekki til hugar komið að setja löggjöf um þinghald þessara félaigai, hvoriki stjóm- málafélaga, verklýðsifélaga, menningarfélaga, mannúðarfé- laga né ainnarra, þetgar evangelísk-lúterski trúflJokkur- inn er undan skilinn. Alþingi lítur réttilega svo á að mönn- um eigi að vera bað frjálst að stofna félöe og haga starf- semi þeirra að eigin geðþótta, enda er sú afstaða ein í sam- ræmi við ákvar' i stjómar- skrárirmar um flédagafrelsi, skoðanafrelsi og trúfreilsi. Það er aðeins evangélísfc-lúterski trúfllokkurinn sem ekki hefur frelsi til að ákveða hvemig hann hagar þingum sínum. Hitt er þó ennþá furðulegra að það var trúfloktourinn sjólfr ur sem beitti sér fyrir bví að þessi löggjöf var sett 1957. Og eikiki er síður frióðlegt að at- huga hvers vegna þau tilmæli komu fram. Eina ástæðan var sú að evangelísk-lúterski trú- flokkurinn vild: flá peninga úr rfkissjóði fyrir að halda þing og leggja á sig störf í þágu trúarinnar. 1 13du grein lag- anna segir svo: „Kirkjuþings- menn fá greidda úr ríkissjóði dagpeninga og ferðakostnað. Kýs kirkjulþingið þriggja rnanna þingfararkaupsnefnd, sem endursfcoðar reikninga kirfcjuþingsmanna, en kirfcju- mólaráðherra úrskurðar þá og ákveður upphæð dagpeninga". Og í 17du greininni er komizt svo að orði: „Kirkjuráðsmenn fá greiddan framlagðan kostn- að og aðstoð eft'r reikningi, er kirkjumálaróðuneytið úr- skurðar". Einnig hér er um algert einsdæmii að rasða. önn- ur frjáls félagasamtök, þar á meðal alllr aðrir trúflokkar, standa sjáiltf straum af þing- haldi sínu, og eru þau þing ýms þó mjög kostnaðarsöm. H:ns vegar virðist það hafa verið sameiginlegt mat þjóð- kirkju og alþingis, að hvorki evangeflislkir klerkar né leik- menn myndu fást til aö þ'.nga nema tryggt væri að þeir fengju greiðslu samkvæmt uppmælingataxta fyrir lofr söngva sína og bænagerð. Það eina máii sem virtist skera sig úr á þing: á jóila- föstunni, reyndist þairinig einnig til marks um ríki mammons. Engu að síður er bað vafalaust rétt sem Matt- heus hefur etftir Kristi: „Eng- inn getur þjónað tveimur hemtm, því að annaðhvort mun hann hata annan og elska hinn, eða aðhýllast annan og iítilsvirða hinn. Þér getiðekki þjónað guði og mammon" — Austri. ! í ! k i Sigurjón Pétursson, borgarráðsmaður: AÐ FELA FÉ Sigurjón Pétursson borgar- ráðsmaður Alþýðubandalags- ins mun á næstunni fjalla um ýmsa þætti borgarmála í nokkrum pistlum I Þjóðvilj- anum. Birtist sá fyrsti i dag, annar kemur I blaðinu milli jóla og nýjárs og sá þriðji fljótlega upp úr áramótunum. Þegar reikningar Reykja- víkurborgar etu. sk'oðaðir, kemur ætíð í ljós að ýmsir liðir hafa farið fram úr fjár- hagsáætlun en aðrir hafa ekki notað alla sína fjárveitingu. Þetta kann að virðast eðli- legt og jafnvel óihjákvæmi- legt. Fyrirfram er aldrei hægt að sjá fyrir öll útgjöld eða allar tefcjur. Það, sem er e. t. v. eftirtektarvert við þetta er það að það gætir vaxandi tilhneigingar hjá valdhöfum borgarinnar til að vanáætla tekjur en ofáætla kostnað. Þannig óætlanir gefa þeim möguleika á að róðskast með, oft mikla, fjármuni sem eru óbundnir þ. e. uitan fjórhags- áætlunar. Nýsamþykkt fjárhagsáætl- un Reykjavíkurborgar fyrir árið 1971 er talandi tákn um þessa tilhneigingu. Þegar full- trúar minnihlutans bentu á þessar augljósu veilur í gerð fjárhagsóætlunarinnar var þeim helzt engu svarað, eða að sagt var, eins og borgar- stjóri sagði þegar einn þátt- urinn var ræddur: Þessar tekjur skila sér, hvort sem áætlað er fyrir þeim eða ekki. Þess vegna greiði ég atkvæði gegn tillögu minni- hlutans. Við skulum nú líta á einn þátt fjárbagsáætlunarinnar, það er tefcjuöflun borgarsjóðs, og athuga saman þá fjárhags- áætlun sem borgarstjórnar- íhaldið lagöi fram — og sam- þykkti, og tillögur rikkar minnihlutafulltrúanna og á hverju við byggðum þær. Til er tekjuliður sem heitir „Gjaldársútsvör“. ÞeSsi útsvör greiða þeir, sem látnir eru greiða útsvör á því sama óri og tekjur skapast, t. d. úttendingar. Á árinu 1970 voru þessi út- svör áætluð 7 miljónir króna. Borgarfulltrúar Alþýðubanda- lagsins töldu þetta vanáætlað og gerðu tillögu um að þessi tekjustofn yrði áætlaður 8 miljón krónur. Það felldi íhaldið. 30. nóv. s. 1. voru þessar tekjur komnar í 8.728.431,00 eða rúmlega 728 þús. hærri en borgarfulltrúar Alþýðu- bandalagsins lögðu til að þær væru áætlaðar og 1.728 þús. hærri en íhaldið samþykkti að áætla þær. Dálagleg fúlga það! Tillaga fjárhagsáætlunar fyrir árið 1971 er að þessi liður verði 9 miljónir. Með hliðsjón af þeirri miklu hækkun er varð á þessum lið á síðasta ári og eins þegar litið er til þess að allt kaup- gjald hefur hækkað, og það hve atvinnuhorfur eru betri nú en á undanfömum árum, þá lögðu minnihlutaflofckarn- ir í borgarstjórn til að þetta yrði áætlað kr. 11 miljónir í stað 9 milj. Auðvitað var það fellt. Annað dæmi: Byggingaleyfi voru áætlu’ð fyrir árið 1970 kr. 1.200 þús. 30. nóv. s.l. var þessi tekjustofn kominn í kr. 2.086.006,00i. í fjárhags- áætlun fyrir árið 1971 áætlar meirihluitinn að þetta verði kr. 2 milj. eða Iægra en það var orðið í nóvemberlok s.l. Þetta lögðum við minni- hlutafulltrúarnir í borgar- stjóm til að yrðj áætlað 2.600 þús. og miðuðum þá við fyrri áætlun og það sem inn er komið og töldum okkur á- ætla variega. Einnig þetta felldj íhaldið og ekki aðeins þetta heldur allar tjllögur okkair til að leið- rétta greinilega ágalla áætl- unarinnar. Sigurjón Pétursson Eitt dæmi enn: Þegar leigú- tekjur byggingasjóðs voru á- g ætlaðar, „gleymdist" að á- £ ætla fyrir leigutekjum af í- qj búðum í Breiðholiti III, en í- jk búðum þaT verður úthlutað ® á fyrrj helmingi næsta árs. k Þagar fulltrúar minnihlut- N ans bentu á þetta og gerðu Ej tillögur um leiðréttingu, þó ® felldi meirihl-jtinn það og borgarstjóri gerði þá grein fyrjr atkvæði sínu, sem vitn- að var í áðan: — Tekjurnar koma, þótt ° ekfci sé áætLað fyrir þeim, g Förum við kannski bráðum p að hætta að gera fjórhagsá- n ætlun því tekjumar koma JJ hvort sem er? Kannski hætt- ■ um við líka við reikningdnn, k. því tekjumar eyðaist án hians. B Væri svo hægt að leggja N kosningar niður þá væri nú ^ fyrst gott fyirir íhaidið að stjóma í Reykjavík. Spychalski marskálkur sem lét í Cyrankiewicz (t.v.) ræðir við gær af embætti forseta Póllands vesturþýzkan fréttamann nýiega AAannaskiptin í Póllandi Framihald af 1. síðu. jörðum ísl. kr.) sem variðmyndi til að bæita láglaunafólki og bá sérstaklcga bammörgum fjöl- skyldum verðhækkanimar á Íífs- nauðsynjum. Hann bœttí því einnig við að verðlag á ýmsum varanllegum neyzluvörum, svo sem hvers fconar heimilistæfcjum, myndi verða lækkað í samræmi við lækfcum á framleiðsiLukostn- aði þe'.rra sem gera mætti ráð fyrir að verða myndi þau tvö ár sem verðstöðvunin á að gilda. Þjóðþingið samiþyfcfcti einróma allar ákvarðanir hinna nýju ráðamanma og staöfesti einnig mamnasfciptin í æðstu emibættum rikisins, en Gierek haflði skýrt þinginiu frá þvi að þaer áfcvarð- anir myndu nú verða ræddar á almennum fundum sem haldmir yrðu um aíllt Pólland á næstunni. Ur matvælaverzlun í Póllandi íkveikjur við Öskjuhlíð Einhverjir pörupiltar virðast hafa óblandna ánægju af því að kveikja í skúrum við rætur Öskjuhlíðar, en tvær íkveikjutil- raunir munu hafa verið geröar þar í fyrradag, og aðrar áður. SlökikviHðið í Reykjaivík var síðdegis í fyrradag kvatt að geymsluskúr á þessum slóðum, en hann hefuir áður orðið fyrir barðinu á pörupiltum. í það sinn tókst að bjarga þaðan höggmynd eftir Guðmund frá Miðdal, en að þessu sinni var fátt verðmætt í skúrnum, og slökkviliðinu tókst fljótlega að kæfa eldinn. Um síðari brunann var tilkynnt skömmu síðar, og fór þá slötokvi- lið flugvallarins á vettvang, og réð niðurlögium eldsins. Dómsuppkvaðning í Burgos á laugurdtsg MADRID 23/12 — Fullvíst þykir nú, að d&nur í múli Baskanna 16 í Burgos, sem herréttur fjallaði um nýlega, verði kveðinn upp á laugardag, en því hefur verið frestað nokkrum sinnum án skýringa. Þá segir í óstaðfestum fregnum, að ræningjar vestur-þýzka konsúlsins Beihl hafi lofað að láta hann lausan, ef gengið verði að þremur kröf- um þeirra. 1 fyrsta lagi fara þeir fram á, að enginn af föngunum 16 verði dæmdur til dauða, í annan stað krefjast þeir, að 37 fangar úr röðum Baska verði látnir lausir, og loks að landamæragæzlu verði hætt, svo að þeir geti flúið frá Spéni. Frétt þessa birti dag- blaðið Diario Basco í San Se- bastian, og formælandi vestur- þýzka sendiráðsiris kvaðst hafa lesið hana, en vildi ekki stað- festa hana. Sú tilgáta hefur komið fram, að hætt verði við fyrirhugaðan dauðadóm yfir 6 úr hópnum og kann því svo að fara, að spænsk stjómvöld hyggist ganga að fyrr- greindum kostum ræningja Beihl Tilgátan er m. a. rökstudd á þann veg, að dauðadómar verði vart kveðnir upp um jólin. Mennirnir 6, sem hingað til hafa verið áHtnir eiga dauða- dóm yfir höfði sér hafa allir lýst því yfir, að þeir starfi í sam- tökunum Eta, sem berjast fyrir sjálfstæði Baskahéraðanna og sósíölsku þjóðskipulagi. Þeir eru ákærðir fyrir hlutdeild í morði Melcton Manzanas, sem var lög- reglustjóri í San Sebastian. Svo sem fram hefur komið hafa réttarhöldin í Burgos vakið mikla reiðiöldu á Spáni og er- lendis, og hafa andstæðingar Frankó-stjómarinnar efnt til margvíslegra aðgerða og verk- falla í mótmælaskyni við þá málsmeöferð sem mennirnir hafa hlotið. SinfóníuhljQmsveit íslands: / Tonleikar í Háteigskirkju þriðjudaginn 29. desember og miðvikudaginn 30. desember kl. 21.00. ☆ ☆ ☆ Stjórnandi: Ragnar Björnsson. Einleikari: Haukur Guðlaugsson organleikari. Flutt verðia verk eftir Bach, Handel og Mozart. ☆ ☆ ☆ Áskriftarskírteini á 1. bekk til og með 13. bekk gilda á tónleikana 29. desember og frá 14. bekk til 28. bekk gilda 30. desember.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.