Þjóðviljinn - 15.09.1971, Page 4
4 SlÐA — ÞJÖÐ'VTLJ'INN — Miðvilcudagur 15. swpt«mb«r 1971.
— Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis —
Útgefandi: Utgáfufélag Þjóðviljans.
Framkv.stjóri: EiSur Bergmann.
Ritstjóri: Sigurður Guðmundsson.
Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson (áb.).
Fréttastjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. Síml 17500
(5 línur). — Askriftarverð kr. 195,00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 12,00.
Sölukreppa á áli
það er fremur hljótt um boðbera erlends fjár-
magns á íslandi þe9sa stundina. Þeir sem áttu
sér draum um 20 álver hafa sig lítt í frammi.
Ástæðan er sú, að útlit er fyrir sölukreppu á áli
næstu tvö árin, og Álverið í Straumsvík liggur
með 17.000 lestir óseldar af 27.500 lestum sem
framleiddar hafa verið frá ársbyrjun til ágúst-
loka. Talið er líklegt að offramleiðsla á áli í heim-
inum verði í ár um 800 þúsund lestir. Til að leysa
rekstrarörðugleika álvera hafa álframleiðendur
stofnað fyrirtæki til að kaupa og liggja með um-
frambirgðirnar. Ætlunin er að hindra þannig
verðfall á heimsmarkaðnum. Þeir sem áður lýstu
yfir að ekki væri treystandi á fiskinn 1 sjónum
við uppbyggingu atvinnulífs á íslandi, reka sig nú
á markaðsvandamál í heimi stóriðjuhringa og af-
leiðingar skipulagsleysis framleiðsluháttanna í
þjóðfélögum einkagróðans. Erfiðleikarnir, sem and-
stæðingar erlendrar stóriðjustefnu bentu á þeg-
ar samið var við Swiss Aluminium, eru að koma
fram. Svo vel vill til, að íslenzka þjóðin hafnaði
í kosningunum í vor álstefnu draumóramannanna.
Vinstri stjórnin hefur mótað þá stefnu að atvinnu-
lífið skuli vera íslenzk eign og ætlunin er að koma
upp fjölbreyttum fullvinnsluiðnaði íslenzkra af-
urða sjávarútvegs og landbúnaðar. Sú stefnubreyt-
ing var vissulega orðin tímabær.
Lát Khrásjofs
j fyrradag var jarðsettur í kyrrþey leiðtogi Sov-
étríkjanna á árunum 1953-64 Níkíta Khrúsjof.
Hinir nýju Valdhafar létu undir höfuð leggjast
að sýna hinum látna, sem á sínum tíma var stór-
brotinn stjórnmálamaður og litríkur persónuleiki,
þá virðingu er honum bar. Hræðsla sovézkra
kommúnista við að fjalla á hlutlægan og marx-
ískan hátt um tímabil og persónur í sögu sovét-
skiptolagsins bendir ótvírætt til ótta við að leggja
raunsætt mat á fyrri átök og draga lærdóm af
fenginni reynslu. Að dómi flestra sósíalista eru
vinnubrögð sem þessi í hæsta máta lágkúruleg og
andstæð marxískri söguskoðun. — óre.
Aðild Kína
þa« eru blygðunarlaus ósannindi þegar Morgun-
blaðið heldur því nú fram að fráfarandi ríkis-
stjórn hafi viljað stuðla að því að Kína fengi að-
ild að Sameinuðu þjóðunum. Fráfarandi ríkisstjóm
gégndi ætíð skipunum Bandaríkjastjórnar í afstöðu
sinni til aðildar Kína; var ýmist um það að ræða
hvort Pekingstjórnin ætti að hafa sæti Kínverja
eða hvort 2/3 atkvæða ætti að þurfa til þess að
Kínverjar fengju aðild. íslenzka ríkisstjórnin
greiddi reglunni um 2/3 atkvæði og lagði á þann
hátt stein í götu fyrir aðild Kína. — En það er
von að Morgunblaðið skammist sín fyrir þessa
afstöðu forustumanna utanríkismála síðustu árin.
— sv.
SKUGGSJÁ
Brenglað
fréttamat
Þegar islenzk blöð láta
vinna erlendar fréttir, er
jafnan byggt á fréttum frá
nor&ku fréttastofunni NTB.
Nú hefur það lengi verið
regla meðal blaðamanna sem
vilja rísa undir því nafni að
taka NTB-fréttum og frétta-
mati NTB með varúð. Mætti
nefna um þetta nokkur dæmi,
en á sunnudaginn var barst
hingað til lands frétt frá
NTB, sem sýnir ótvírætt að
fréttamat þessarar stofnunar
er í meira lagi brenglað.
Fréttaskeytið
Þessi frétt NTB var á þessa
leið: „Reykjavik 12/9 (frétta-
maður NTB). Stærsta blað
Reykjavíkur. Morgunblaðið
hvetur til umræðufunda með
ríkisstjómum Islands og ann-
arra Norðurlanda um fjTir-
hugaða útfærslu fiskveiðilög-
sögunnar við lsland 1. sept-
ember næsta ár. Ástæðan fyr-
ir þessari kröfu blaðsins er
viðtal við norska utanríkisráð-
herrann Andreas Cappellen
þar sem hann segir að Nor-
egur geri sér grein fyrir
nauðsyn íslendinga til útvíkk-
unar fiskveiðilögsögunnar."
Fréttaskeytið var lengra, en
tilefni þess var semsé leiðari
í Morgunblaðinu, rétt eins og
Morgunblaðið sé opinber tíð-
indi á Islandi. Hér er ékki
vakin athygli á þessu máli
til að gera lítið úr nauðsyn
þess að ræða landhelgismálið
við ríkisstjómir Norðurland-
anna; tilgangurinn er sá einn
að benda á sérkennil. frétta-
mat þeirrar stofnunar sém
telur leiðara í Morgunblaðinu
heimsfréttir.
_
Onnur dæmi
frá NTB
Þegar þau tíðindi voru að
gerast á Islandi að þeir Bjöm
og Hannibal voru að yfirgefa
þingflokik Alþýðubandalagsins
var gjarnan fjallað um slíkt
í fréttaskeytum NTB. Aff nú
ekki sé minnzt á þau ósköp
er Karl Guðjónsson sagði
skilið við þingflokk Alþýðu-
bandalagsins og gerðist banda-
maður Alþýðuflokksins. Það
mál hlaut heimsfréttameð-
höndlun í fréttaskeytum frá
fréttaritara NTB í Reykjavík.
Að öllu þessu samanlögðu má
ljóst vera að ástæða er til
þess að taka NTB-fréttum með
varúð — sérstaklega ef valið
á fréttamönnum fréttastofunn-
ar er jafnkostulegt og hér á
íslandi.
Fjalar.
3 umferðar-
klábbar héldu
aðalfundi sína
Um síðustu helgi héldu þrír
klúbbanna öruggur akstur að-
alfundi sína.
Sá fyrsti, fyrir Dalasýslu, var
haldinn s.l. laugardag í Félags-
heimilinu Tjamarlundi að Stað-
arhóli í Saurbæ. Sóttu hann 24
menn. Stjómin var að þessu
sánni öll kosin úr Norður-Döl-
um, og er formaður hennarSig-
urður Þórólfsson bóndi í Innn-
Fagradai.
Annar fundurinn, fyrír Aust-
ur-Barðastrandarsýslu, var hald-
inn sama laugardagskvöld í Fé-
lagsheimilinu Vogalandi 1
Króksfjarðamesi. Þar komu 58
menn til fundar. Stjómin var
endurkosán, og er formaður
hennair Halldór Daiqvist Gunn-
arsson verzlunarmaður.
Þriðji og síðasti fundurinn,
fyrir Strandasýslu. var svo
Framhald á 7. síðu.
Minning
Björgvin Gíslason, bóndi í Krossgerði
Fæddur 19. janúar 1910, dáinn 3. september 1971
Kæri móðurbróðir.
Rigningasumarið 1950 vorum
við tveir á gangi á gamla veg-
inum á Berufjarðarströnd, og
stefndum út í átt til Krossgerð-
is þar sem þú hafðir þá verið
bóndi á annan áratug. Þá vairst
þú fertugur en ég var tólf ára
snáði í sveit hjá þér. Við höfð-
um um margt að næða, —
heimsmálin, pólitíkina, ætt-
fræði, staðaheitj og kennileiti
í viðræðum votum við jafn-
ingjar — að minnsta kosti
fannst mér það, og oft mót-
mælti ég sikoðunum þínum og
þú svaraðir mér méð fullkomnu
jatfnaðargeði hins lýðræðissinn-
HÁRGREIÐSLAN
Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav 18 m hæð (lyfta) Siml 24-6-16
Perma Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21 Síml 33-9-68
2500 klukkustunda lýsing
við eðlilegar aðstæður
(Einu venjulegu perurnar
framieiddar fyrir svo
langan lýsingartíma)
NORSK ÚRVALS
HÖNNUN
Heildsala Smásala
Einar Farestveit & Co Hf
Bergstaðastr. 10A Sími 16995
aða manns. Raunar held ég að
oft hafir þú hvatt mig til að
mótmæla skoðunum þínum. Al-
gengara var samt að ég spurði
og þú svaraðir. Um hellinn,
sem fólk faíldi sig í þegar
Tyrkjaránið var, um ættfeður
okkar, — ábúendur Krossgerðis
í margar kynslóðir, um ræktun
mýrlendisins og hvemig þú
ætlaðir að stækka túnið úr
fjórum hekturum £ sex, um
hvorf hestarnir hugsuðu og um
hvað þeir hugsuðu.
E.t.v. höfum við ekki rætt um
þetta allt saman í þessari
gönguferð í rigningunni út
ströndina. En það voru mörg
önnur tækifæri til viðræðna,
einkum þegar ég var að tefja
fyrir þér við heyskapinn.
Þetta voru erfiðir tímar fyrir
tólf ára strák sem vildi velta
því fyrir sér hvers vegna þetta
og hitt væri svona, en þú varst
allt öðru vísi en hitt fullorðna
fólkið. Aldrei sagðir þú; Þú ert
kraikki og hefur ekki vit á
þessu. Og furðu sjaildan sagðir
þú; Vertu ekíki að tefja fyrir
mér.
Sumarið 1965 brást síldin í
fyrsta skápti í siíldarævintýrinu
mikla við Austurland. Um vor-
ið hafði hafís komið allt suð-
ur til Beruifjarðarstrandar, og
kal var víða í túnum. Þetta var
fyrsfa harðbýlisárið á tímabil-
inu 1965—1970, '■— fimm önn-<j>
ur harðbýlisár fylgdu í kjölfar-
ið bótt misjafnlega væru þau
hörð.
Þetta stimar heimsótti ég þig
í fyrsta sinn frá þvf að ég var
drengur. Þá va.r túnið orðið um
tíu hektanar. En hluti þess var
nú kallinn. Þú hafðir þá búið
í nýja íbúðarhúsinu í þrettán
ár, og útihúsin voru flest ný.
Hestarnir voru famir og vélar
voru komnair. En þótt brúttó-
tekjur búsins væru meiri en
1950 voru nettótekjumar svip-
aðar, því að kostnaðurinn hafði
au.kizt.
Þú hafðir verið oddviti í
sveitinni I ellefu ár, os þú átt-
ir víst einna mestan þátt í því
að litla sveitin með rúmlega
100 íbúa hafði eignazt myndar-
legt félagsiheimili. — En um
þessi störf bín vita aðrir betur
en ég.
Ég heimsótti þig árin 1969 og
1970 ásamt fjölskyldu minni.
Alltaf naut ég mikillar gest-
risrti þdnnar og ágætarar konu
þinnar, Rósu Gísladóttuir. Túnið
stækkaði ailltaf eitthvað, nýir
hektarar bættust við. Og nii
útihús bættust við l'fka. Og 1970
fékkst bú bér loksins diesel-
rafstöð, en lengi hafðir bú
þrjózkast við að fá þér hana ef
frumbyggja okkair foma lands.
Viðurkenning samfélagsins á
verkunum virtist stundum vera
lítil og framtíð þeirra óviss.
Þetta er hinzta kveðjan frá
systursyni þinum, sem einu
sinni lállaði með þér í rigning-
unni á Berufjarðarströnd. Við
seinni kynni komst ég að þvi
að banngæzka þín 02 skilning-
ur á bamssálinni endurspegluðu
manngæzku og skdlningi á
mannssálinni. Ég þakka þér
kynnin og votta samúð konu
þinni, bömum og ba^-nabörmum
og öðrum sem um sárt eiga að
binda við fráfalll þitt.
því að þú taldir að bændur á
Berufjiarðarströnd ættu rétt á
að fá rafmagn frá Grímsár-
virkjun.
Á þessu ári, 1971, virtíst loks-
ins ætla að birta til í ísletnzk-
um landibúnaði Nú um haustið
var ljóst að árið ætlaði ekki að
verða harðbýlisór andstætt
mörgum undanfömum árum.
Hress virtist þú vera við vinnu
þína 3. septemlber sl. þegar þú
varðst bráðlkvaddur.
Ævi þín var í ytra formi lík
ævi flestra íslenzkra bændasíð-
ustu áratugi. Annað hvort var
að gefast upp eða búa til nýja
jörð úr arfleifðinini á skömm-
um tfrna. En um þig gilti svip-
að og um flesta aðra hina nýju
Nemendar Hlíðadalsskóla
athugið I
Bvrjun skólans frestað um éina viku.
Nemendur komj 27. séptenibér. — Ferð frá Um-
ferðarmiðstöðinni, Reykjavík. kl. 15.00.
Skólastjórinn.
BARNAGÆ2LA
1 ára gömul telpa, sem ér í Öldugötuékólanum frá
kl. 1-3 á daginn þarf að eignast samastað á góðu
heimili í nágrenni skólans, 5 daga vikunnar frá
kl. 9 til 6
Vinsamlega hringið í síma 17.500 á morgun, —
fimmtudag.
Tímarit Hjúkr-
unarfálagsins
komið ut
Tímarit H.Í úkrunarfélags Is-
lands 3. tölublað 1971 er ný-
komið út. Auk anmars efnis
skrifa sérfræðingamir Hjalti
Þórarinsson, Grétar ólafsson og
Gunnar Gumnlaugsson um
skurðaðgerðir við hjarta- og
lungnasjúkdómum og hina
brýnu þörf fyrir hjarta- og
lungnavél hér á landd.
Þá er í ritinu ársskýrsla
stjómar Hjúkrunarfélags ts-
lands og ffleira efni
y