Þjóðviljinn - 28.11.1971, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.11.1971, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÖÐVTLJTNTsr — SunniuKÍagur 28. móiveinlber 1971. — Málgagn sósialisma, verkalýðshreyfingar og pjóðfrelsis — Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Sigurður Guðmundsson, Svavar Gestsson (áb.). Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýslngar, prentsmiðja: Skólavörðustig 19. Simi 17500 (5 línur). — Askriftarverð kr. 195,00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 12,00. FriBlýsing íslandshafa JjY umræður fóru fram um utanríkismál á alþingi á dögunum hreyfði Jónas Árnason, alþingis- maður, athyglisverðri hugmynd um friðlýsingu hafsvæðisins umhverfis ísland. Jónas tengdi hug' anyndina m.a. sífelldum umræðum um flotastyrk Sovétríkjanna á hafinu umhverfis ísland. Um þetta mál sagði Jónas Ámason í ræðu sinni, að mjög komi til mála, „að við íslendingar felum sendinefnd okkar hjá Sameinuðu þjóðunum, að beita sér fyrir tillögu þess efnis að tiltekið svæði hér á Norður-Atlanzhafi, sem allra stærst svæði, sem ísland væri á, yrði friðlýst. Þama myndum við fara að dæmi Ceylon-manna, sem flytja nú á þingi Sameinuðu þjóðanna tillögu um friðlýsingu Indlandshafs. Þetta kann að virðaist óraunhæf til' laga, en það er margt sem virtist óraunhæft í fyrra og árið þar áður, sem er raunhæft í dag, svo örar eru breytingarnar. Það var samþykkt í allsherj- arnefnd Sameinuðu þjóðanna að taka þessa til' lögu fyrir, og ég aflaði mér upplýsinga um við- horf fulltrúa til hennar, og það er ekki annað sýnna, en að hún verði samþykkt á þessu þingi, — sem sagt tillaga um friðlýsingu alls Indlands- hafsins, sem er allmiklu stærra en allt það svæði, en ég var að nefna rétt áðan.“ ]\|áli sínu til frekari stuðnings las Jónas kafla úr ræðu aðalfulltrúa Ceylons hjá SÞ, Aimera- singhe, en hann er reyndar sá maður, sem næst Jacobson er talinn líklegur til þess að verða kjörinn aðalritari Sameinuðu þjóðanna. En þessi fulltrúi Ceylons sagði meðal annars um friðunar- 'tillöguna: „Kjarninn í tillögu Ceylons er að gerv- allur útsær Indlandshafs verði lýstur friðhelgur gagnvart vigvélum hvort heldur er til sóknar eða varnaæ og að einungis megi nýta hann í friðsam- legum tilgangi. Herskip og önnur skip er hafa vígvélar um borð fái að vísu að sigla yfir hafið, en ekki hafa þar neina töf á, nema um sé að ræða neyðartilfelli. Hið sama á við um kafbáta, siglingar þeirra 1 og á Indlandshafi verði bann- aðar, nema sannað sé, að förin sé farin í frið- samlegum tilgangi. Flotaæfingar, njósnir á sjó og tilraunir með vopn verði með öllu óleyfilegar.“ yíst er að hér hreyfir Jónas Ámason stórmáli og er vert að leggja áherzlu á það, að nauðsyn ber til að ríkisstjóm íslands taki þetta mál strax til athugunar, — og hugmynd Jónasar er einmitf ákaflega tímabær í dag, ekki sízt vegna s'tórauk- innar hreyfingar meðal landsmanna gegn hernám- inu, eins og meðal annars kemur fram í hátíða- höldum stúdenta 1. desember. — sv. Ingiberg Magnússon ritar um myndlist: Postulínshundar og tannburstabros : Arnar Herbertsson og Magnús Pálsson sýna um þessar mundir verk sín í Gallery Súm við Vatns- stíg. Súrrealistískar teikningar Arnars sýna okkur inn í veröld fulla af óhugnaði og þjáningu. Áhorfandanum er líka gefið til kynna af hverju þetta er sprottið. „Efsta sætið er autt", valdagræðgi, hégómaskap. Tómeygar kvik- myndageddur senda okkur tilfinn- ingalaust tannburstabros út úr myndum hans. Hvar er .ekki „Herbergi vonleysisins" og „Her- „Skák“ birtir skákir Fischers og Petrosjans Októberihefti tímaritsins Skák kom nýlega út, og fjiallar meg- inefni þess um einvígi Fisch- ens og Petrosjans. FjaTLar Friðrik Ólafisson fýnst stuttlega um einvígið almennt en rek- ur síðan allar skákirnar og skýrir þær allýtarlegia. Af öðru efni má nefna „Af erlendum vettvangi“, þar sem birt eru úrslit ýmissa erlendra skák- móta, en einnig er rakin þar skák Spasskys og O. Kinnmark frá Svíþjóð, töflu þar sem birt eru ný íslenzk skákstig, og fimm skákir frá Norðurlanda- mótinu 1971. bergi þagnarinnar" til á tímum svonefndra allsnægta, á tímum sjúklegra styrjalda, ofbeldis og kúgunar. Maðurinn lifir ekki á brauði einu saman og víst er að óvíða hefur þögnin orðið dýpri né vonleysið átakanlegra, en í herbergi nútímamannsins, mitt í öllum skarkalanum og möguleik- unum til fegurra mannlífs. Arnar leyfir okkur einnig að skyggnast inn í „Herbergi gleð- innar" en kaldranaleg er sú þar sem naktir mannslíkamar á eggjum rakvélarblaða. Teikning arnar þykja mér vera bezti hlut- inn af sýningu Arnars, þrungnar innihaldi og afburða vel gerðar. Grafíkmyndir hans ollu mér aftur á móti nokkrum vonbrigðum. Línuteikningin í þeim er þó víða góð, en grátónarnir eru imdarlega magnlitlir. Um þær myndir sem Arnar hefur prentað í litum hirði ég ekki að fjölyrða, því grafík- myndir sem ekki eru góðar í svart hvítu, verða sjaldnast betri eða verri við að þær séu prentaðar í Iitum. Að öllu samanlögðu tel ég þó að Arnar geti með velþókn- un litið yfir það sem hann hefur gert, því margt af því er harla gott. Magnús Pálsson sýnir tvær gagnvirkar seríur af hundum, gerðar úr gipsi og grasi úr Mos- fellssveit. Hundarnir hans Magn- ------------------------:----------- Magraús Pálsson listaverk ifofistibm m lía&siaii? f?i. AE INDVERSK UNDRAVERÖLD x ÍMJæ GWÍ Jólavörurnar komnar , Mikið úrval fallegra og listrænna muna, tilvaldra til jólagjafa. Einnig reykelsi og reykelsisker. Kjörnar jólagjafir í JASMIN Snorrabraut 22. mmðft úsar vaxa upp úr grasi og verða aftur að grasi. Einfölduð líffræði- leg saga, ef við viljum taka það svo. Hundamál og alls kyns hundalógik hafa verið vinsad hér að undanförnu, svo það er hreint ekki illa til fundið að sýna okkur æviskeið hundsins í stórum drátt- um, þótt þetta geti vissulega átt við fleira en hann. Hver lifir ekki á einhvern hátt á ávöxtum jarð-^ arinnar? Magnús segir sjálfur að hundarnir sínir minni mjög á postulínshunda fyrri tíma, enda mun það eina hundahald sem leyfilegt er á þessum síðustu tím- um. Það má sjálfsagt deila um hvort hundar þessir skuli teljast til meiriháttar listaverka frekar en postulínshundarnir fyrrum. Sjálf- um finnst mér þeir uppfylla allar þær formkröfur sem eðlilegt er að gera til slíkra verka. Mér finnst það auk þess ekki óskemmtileg tilhugsun að ímynda mér þá komna inn í stássstofu, undir harðviðarþilju eða grjótvegg. Að Iokum mætti benda hæstvirtri út- hlutunarnefnd listamannalauna á allan þann kjarnmikla gróður sem vex í Mosfellssveitinni, ef hana skyldi vanta á jötuna, þegar næst kemur að hinni árlegu fóðurgjöf til íslenzkra listamanna. Sýning þeirra félaga Arnars og Magnúsar er að sönnu ekki ýkja frumleg né byltingarkennd, en þó Iíkleg til að ýta við einhverjum frómum sálum, ef þær skyldu leggja leið sína í Gallery Súm nú í skammdeginu. Ingiberg Magnússon. Dagstofu-húsgögn Borðstofu-húsgögn Svefnherbergishúsgögn Góð greiðslukjör og verð mjög hagstætt HNOTAN húsgagnaverzlun, Þórsgö*tu 1. Sími 20820. Langtum minni rafmagns- eyðsia og betri upphitun meS nDHi RAFMAGNSÞILOFNUM Hinir nýju ADAX rafmagns- þilofnar gera yður mögulegt að hita hús yðar upp með rafmagni á ódýran og þægi- legan hátt. Jafnari upphitun fáið þér vegna þess að ADAX ofnarnir eru með tvöföidum hitastilli (termostat) er virkar á öll stillingarþrepin. Auk þessa eru ADAX ofnarnir með sér- stökum hitastilli er lætur ofn- inn ganga á lágum, jöfnum hita, sem fyrirbyggir trekk frá gluggum. Leitið nánari upplýsinga um þessa úrvals norsku ofna. 3 ÁRA ÁBYRGÐ EINAR FARESTVEIT & CO HF Bergstaðastræti 10 Símar: 16995 —- 21565 J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.