Þjóðviljinn - 04.02.1972, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN — Pöstudagur 4. febrúar 1972.
Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis —
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. *
Framkv.stjóri: Eiður Bergmann.
Ritstjórar: Sigurður Guðmundsson, Svavar Gestsson (áb.).
Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. Simi 17500
(5 línur). — Áskriftarverð kr. 195,00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 12,00.
Stéttastríð
j^emadetta Devlin hefur verið mikið fréttum
blaða og útvarps á undanförnum árum. Þegar
hún lagði til atlögu við innanríkisráðherra á
„mestu lýðræðissamkomu heimsins, brezka þing-
inu“ (tilvitnun í Mbl.) vakti það enn athygli alls
heimsins og þau svör sem hún gaf fréttamönnum
eftir þann atburð munu mörgum í minni sem sáu
til hennar í sjónvarpsfréttum. Þau svör vom
sprottin úr langri baráttu hrjáðrar þjóðar sem býr
við innlenda stéttakúgun og erlendan yfirgang.
jpátt hefur vakið meiri athygli í fréttunum síð-
ustu mánuði en linnulaus átök á Norður-írlandi.
Oftast eru þessi átök kölluð trúarbragðaátök milli
kaþólskra og mótmælenda, en staðreyndin er sú að
þarna er um stéttastríð að ræða, sem harðnar sífellt
eftir því sem mótmælendahópurinn gengur blygð-
unarlausar fram í því — í krafti brezku stjórnar-
innar — að halda kaþólskum niðri í lífskjörum
og menningaraðstöðu. Þegar 13 menn voru myrt-
ir í Londonderry á^svívirðilegan hátt af herliði
brezku stjórnarinnar var sá atburður s.taðfes'ting
þess í hverjar ógöngur ástandið á Norður-írlandi
er komið. Á sama tíma blasir við að brezka stjórn-
in, norður-írska stjórnin og stjórn írska lýðveldis-
ins eru allar jafn úrræðalausar og allar jafn í-
haldssamar og í eðli sinu andsnúnar sterkum al-
þýðuhreyfingum. Þannig er stjórn írlands ófær um
að leiða hreyfingu fra vegna þess að almenningur
er miklu róttækari en sú stjóm gæti sætt sig við
— og framferði stjómanna í Belfast og London
hefur tryggt írska lýðveldishemum mikinn stuðn-
ing alls almennings. Fyrir ekki alllöngu voru liðs-
menn IRA einangraður og hundeltur hópur, en
nú er kaþólsk alþýða hvarvetna reiðubúin til þess
að veita þeim stuðning og skjól fyrir byssukjöft-
um brezkra hermanna.
gú spuming sem ráðamenn írlands og Breta
standa framimi fyrir í dag er fyrst og fremst sú
hvort þeir gera sér grein fyrir því að íhaldssöm
stjómaraðferð þeirra getur leitt þá í algerar ógöng-
ur og orðið upphaf að voldugri lýðhreyfingu á
eyjunum báðum. Á sama tíma og óánægia verka-
lýðsins fer vaxandi samfara miklu atvinnuleysi
gerist það að Heath-stjórnin rekur endahnútinn
á inngöngu Breta í Efnahagsbandalag Evrópu. Að
öllu samanlögðu er því ástæða til þess að gera ráð
fyrir því að stjórn Heaths muni eiga í vök að verj-
ast á næstunni og úrslit mála í hinu marghrjáða
Norður- írlandi geta oltið á því hvort verkalýð
Bretlands og írlands tekst í sameiningu að velta af
sér oki afturhaldssamra stjórnarvsi^'1
$•
^jaráttumönnum alþýðunnar Norður-írlandi
fylgja heillaóskir allra íslendinga og það f
ánægjulegt að Bemadetta Devlin skuli einmitt
um þessar mundir vera væntanleg til íslands.
Pólitískar og
persónulegar
Sem kunnugt er á Sjálf-
stæðisflokkurinn í miklium
innri þrengingwn um þessar
mundir. Birtast þær einkum
í þvi að vaxandi óánægju
gætir innan flokksins með
forustu (Leysi) Jóhanns Haf-
steins og Geirs Hiailgrímis-
sonar. Þetta hefur meðal ann-
ars komið mjög greinilega
fram síðustu mónuðina þar
sem svo langt hefur gengið
að eldri og reyndari forustu-
menn Sjálístæðisflokksins
haf'a gert út sendinefndir á
fund Jóbanns Hafsteins til
þess að veita honum jafnt
persónulegar sem pólitískar
áminningar,
Ráðning fram-
kvæmdastjóra
Styrk forusta Jóbanns Haf-
steins á Sjálfstæðisflokknum
kom tii dsemis fram á dög-
unum þegar ráða átti fram-
kvæmdastjóra flokksins, er
Þorvaldur Garðar kaus að
þjóna sjálíum sér sem starfs-
maður þingflokks Sjálfstæðis-
flokksdns, Jóhamn Hafstein og
Geir Hailgrímsson komust þá
að þeirri niðurstöðu að heppi-
legast myndi að ráða Magn-
ús Gunnarsson sem fram-
kvæmdastjóra Sjálfstæðis-
flakksins. Hóf Jóhann í
kraftj formennskunnar að
safna þessari hugmynd fylgi
og hélt áfram þeirri iðju aJIt
til þesis fundar er átti að
gangá frá ráðningu fram-
kvæmdiastjóra En þegar til
kom hafði Jóhanni Hafstein,
hinum mikilhæfa leiðtoga,
láðst að taka tillit til þess, að
í Sjálfstæðisflokiknum er einn-
ig maður, sem heitir Gunnar
Thoroddsen. Sá var í fram-
boði i síðustu forsetakosn-
ingum og vildi þvi sízt sam-
þykkjia Magnús Gunnarsson
sem framkvæmdagtjóra. Jó-
hanni Hafstein brást boga-
listin aldrei þessu vant; þrátt
fyrir linnulausan undirróður
fyrir hugmynd sinni varð
hann að gefast upp fyrir vaidi
Gunnars Thoroddsens Og Sig-
ufður Hafstein var ráðinn
framkvæmdastjóri Sjálfstæð-
isflokksdns. Af þessu atviki
má marka hversu kornjð er
forustu Jóhanns Haf stein í
Sj álfetæðisflokknum.
Á kostnað
Jóhanns
Svo langt nær nú orðið
óónægjan með foruistu Jó-
hanns Hafsteins og Geirs
Hiallgrímssonar að bún befur
nú náð inn i forustugreinar
Mórgunblaðsins. Þó hefur
Morgimblaðið verið talið sér-
staMega hli’ðhollt Geir HaU-
grímssyni. En ástæðan til þess
að óánægjan með forustu Jó-
hanns og Geirs nær inn í
Morgunblaðið er sú sem hér
skal greina:
Fyrir nokkru var haldinn
forustumannafúndur í Sjálf-
stæðisflókiknum Þar var raett
um Morgunblaðið. Kom þar
fram mögnuð gagnrýni — ef
ekki skammir betur nefnt —
á Eyjólf Konráð Jónsison. sem
er aðalritstjóri stjórnmála-
sknfa Morgunblaðsins. Var
þessi gagnrýni svo beinskeytt
að ritstjórinn fékk eigi rönd
við reist og sat gneypur und-
ir hverri skammaræðunni á
fætur annarri. Og Geir Hall-
grimsson — pólitískur leið-
togi Moggaklíkunnar — mátti
ekki heldur mæla á þessum
fundi. Þama er skýringin á
þeirri gagnrýni sem kemur
fram á forustu Jóhanns Haf-
steins i forustugrein Morg-
unblaðsins i gær. Geir ætl-
ar sjáifur að reyna að sleppa
á kostnað Jóhanns
í framkvæmd
og túlkun
í forustugreininni er fyrst
saigt að Sjálfstæðisflokkurinn
bafi á s'íðustu áratugum átt
meginþátt í því að móta
utanríkisstefnu íslands. Síð-
an að fflokkurinn hafi lagt
grundvöllinn a 3 atvinnumál-
um landsmanna (samanber at-
vinnuleysig á síðasta kjör-
tímabili viðreisnarstjómar-
innar — innskot mitt) o» á
þessum grunni utanrikis- og
atvinnumálastefnu verði
Sjálfstæðisflokkurinn „að
skoða á ný margl í stefnu
Sjálfstæðisflokksins eins og
hún hefur verið framkvæmd
og túlkuð í dægurbaráttu
stjórnmálanna." En Jóhann
Hafstein fær ekkf einasta
þessar ákúrur að bann hafi
bæði framkvæmt og túlkað
stefnu Sjálfstæðisflokksins á
fráleitan bátt, þess er líka
getið að stefnumótandi starf
innan flokksins hafi farið úr
skorðum og verið í rýrara
lagi. Með tilliti til þessa verði
að breyta til og gera flokkinn
að vettvangj „endursfcoðunar
á afstöðu flokksins til fjöl-
margra mála.“ — Þar með
hefur MorgunblaðiS gefið for-
ustu Sjálfstæðisflokksdns
einkunnir er snerta stefnu-
mótun flokksins í grundvall-
aratriðum
En ekki þykir nóg.að gert.
Enn segir: „Eitt stærsta við-
fangsefmð sem Sjállstæðis-
flokkurinn stendur frammi
fyrir í dag. er afstaðan til
æskunnar og þeirra pólitísku
hreyfinga sem verið hafa í
röðum ungs fólks á sdðustu
árurn. Það er staðreynd sem
horfast verður í augu við, að
ungt fólk hefur á síðari ár-
um hneigzt til fylgis við
vinstri sinnaða stjómmála-
flofcka í vaxandi mæli. ..“
Sjálfstæðisflokfcurmn hafi
heldur ekki „megnað að
vekjg áhuga þess (unga fólks-
ins) á þeim boðskap, sem
Sj álfstæðisflokkurinn ’ vill
koma á framfæri .. .“
Fyrsti vísir
nýrrar stefnu
Og nú æflar Sjálfstæðis-
flokkurinn semsé að breyta
til og reyna að laða að sér
ungt fólk. Vafalaust er það
fyrsti vísir nýrrar stefnu
flokksins. sem fram kemur í
forustugrein Morgunbliaðsins
í fyrradag. Þar er skrifað
um bað skass Bemadettu
Hevlin og hneykslazt á því.
að hún skyldi ..ráðast á
brezka ráðherra í mestu lýð-
ræðissamkomu heimsins. (ja
héma) brezkia þinginu, klóra
þá og bárreyta. Slík fram-
koma vekur ekki traust.“
Vafalaust em þessi ummæli
Morgunblaðsins til þess ætl-
uð að vek.ia samúð unga
fólksins á íslandi með inn-
anríkisráðihierra Breta þeim
sem Bemadetta klóraði í
kinnina Líklegt er að Morg-
unblaðið sé hér þó á villi-
götum i þeirri nýju stefnu
Sjálfstæðisflokksins að laða
til sín ungt fólk Gera má
ráð fyrir að ungt fólk hafl
fremur samúð með þeim sem
misstu vandamenn sína og
vini í morðunum i tx>ndon-
derry en innanríkisráðherra
Breta þó að hann hafi fengið
fáeinar rispur af hendi
Bemadettu sem eins konar
kvittun af hólfu kaþólskra á
Norður-frlandi fyrir morðin
í Hondonderry. -
Söluskattur af bókum
renni til ríthöfunda
— Svava Jakobsdóttir mælti fyrir tillögu þess efnis
Á fundi sameinaðs þings í
gær mæltt Svava Jakobsdóttir
fyrir tillögu til þingályktunar
um endurgreiðslu söluskatts tH
rithöfunda, er hún flytur á-
saimt Bjama Guðnasyni og
Ingvar' Gíslasyni.
Tillagan er á þessa leið:
„Alþingi ályktar að skora á
ríkisstjórnina að gera ráðstaf-
anir til þess, að andvirði sölu-
skatts af bókum renni tll rit-
höfunda og höfunda fræðirita
sem viðbótarritlaun”.
I greinargerð með tillögunni
segir m. a- (Millifyrirsagnir eru
blaðsins).
Bókaþjóðin og kjör
rithöfunda
„Rithöfundar hafa löngum
barizt fyrir viðurkenningu á
rétti sínum . til sómasamlegrar
greiðslu fyrir ritstörf sín. Kröf-
ur rithöfunda geta tæpast tal-
i?t óhóflegar, þar eð þær mið-
ast einvörðungu við það. að
rithöfundar geti gefið sig ó-
sikipta að samningu bóka án
þess að þurfa jafinframt að
eyða starfsorku sinni og tíma
í önniur störf sér til lófsibjarg-
ar. Æ fleiri viðurkenna þá
staöreynd í orði, að ritstörf
verði ekki stunduð sem lfet-
grein. nema þau njóti skiln-
ings og viðurkenningar sem fullt
starf. Samt hefur sorglega lítið
þokazt áleiðis í bagsmunabar-
áttu rithöfuinda, og nú er svo
komið mólum, að Islendingar
— hin foma bókaþjóð — verða
að horfast í augu við það, að
rithöfundar þeirra búa við
verri kjör en þekkjast annars
staðar á Norðurlöndum.
Undirstaða bókagerðar
Útgáfukostnaður meðalbókar
(um 250 bls.) mun áætlaður 1
milj. króna. Af þessum heild-
arútgjöldum kemur í hæsta
lagi 1/10 í hlut rithöfundarins.
Algengust riflaun em frá 70—
100 þús kr. Einstaka rithöf-
undiar fá rúmlega 100 þús..
margir minna ©n 70 þús- Rit-
höfundurintt ber því minnst úr
býtum allra þeirra sem við
verk hans eru riðnir, enda þótt
starf v>nns hljóti að teltast un^
irstaða allra annarra bókagerð-
arstarfsgreina.
Ef ríkið viðurkennir á annað
borð hlut skálda og ritihöfunda
í íslenzku menningarlífi, hlýtur
það að hlaupa hér undir bagga.
Stuðningur ríkisins við ritíhöf-
unda er sáralítill. A fjárlögum
þessa árs vom rúmlega 8 milj.
kr. veittar til Ustamanmalauna,
heiðurslauna o-g starfsstyrkja.
Þessi upphæð sSkiptist milli
hinna ýmsu listgreina, og því
rennur elcki nema hluti hennar
til rithöfunda. Þá má og benda
á, að hluti þessa framlags renn-
ur í ríkissjóð aftur sem skatt-
tekjur.
Framlag sem mun
skila sér
Auk annars óbeins hagnaðar
ríkisins af störfum rithöfunda,
svo sem skatttekna af starfs-
launum allra, sem verk íslenzkra
höfunda leggja beinan gmnd-
völl að. faer ríkið 11% í sölu-
skatt af hverri seldri bók.
Þessi upphæð nam á sl. ári
rúml. 19 milj. kr. af inrulendum
bðkum. (Áætluð upphæð fyrir
árið 1971. Innskot Þjóöviljans).
Þessi upphæð er að meginhluta
Svava Jakobsdóttir.
arður af störfum islenzikra höf-
unda, og rithöfundar telja ó-
eðlilegt. að ríkiö hagnist á
þennan hátt á bókisölu, meðan
svo er ástatt, að nær ógern-
ingur er fyrir þá sjálfa að gefa
sig að ritstörfum.
Flm. þessarar þáltill. leggja
því til að söluskattur af bók-
um rewni til höfundanna sjálfra
sem viðbótarriflaun. Þessaxa
viðbótarritlauna skuiu einnig
njóta höfundar þeirra fræðirita,
sem til menningarauika horfa
fyrir þjóðina. endS eru ritlaun
fyrir- slíkar bækur engu hærri
en fyrir skáldverk. Ber að líta
á slíka greiðslu í formi við-
bótarritlauna sem framlag, er
muni skila sér margfaldlega í
öflugu bökmennta- og menn-
ingaristarfi”.