Þjóðviljinn - 03.06.1972, Page 2

Þjóðviljinn - 03.06.1972, Page 2
2.S1ÐA —ÞJÓÐVILJINN— Laugardagur 3. júni 1972 ^KRISTALL i mörgum gerðum. KRISTALL i mörgum stærðum. KRISTALL á mörgum verðum. Bjóðum eingöngu hinn heimsþekkta Bæheimskristal frá Tékkóslóvakiu. Litið inn. TÉKK-KRISTALL Skólavörðustig 16. Simi 13111. AUGLÝSING um styrki úr Menningarsjóði Norðurlanda Árið 1973 mun sjóðurinn hafa til ráðstöf- unar fjárhæð sem svarar til um 63 millj. islenzkra króna. Sjóðnum er ætlað að styrkja norrænt menningarsamstarf á sviði visinda, skólamála, alþýðufræðslu, bókmennta, myndlistar, tónlistar, leiklist- ar, kvikmynda og annarra listgreina. Meðal þess, sem til greina kemur að sjóð- urinn styrki, má nefna: 1. Norræn samstarfsverkefni, sem stofnað er til i eitt skipti, svo sem sýn- ingar, útgáfa, ráðstefnur og námskeið, 2. samstarf, sem efnt er til i reynslu- skyni, enda sé þá reynslutiminn ákveðinn af sjóðstjórninni, 3. samnorræn nefndastörf, 4. upplýsingastarfsemi varðandi norræna menningu og menningar- samvinnu. Styrkir úr sjóðnum eru yfirleitt ekki veittir til verkefna, er varða færri en þrjár Norðurlandaþjóðir sameiginlega. Umsóknum um styrki til einstaklinga er yfirleitt ekki unnt að sinna. Þeir, sem sækja um styrki úr sjóðnum til visindalegra rannsókna, þurfa að hafa i huga, að styrkir eru yfirleitt þvi aðeins veittir til slikra verkefna, að gert sé ráð fyrir samstarfi visindamanna frá Norður- löndum að lausn þeirra. Að jafnaði eru ekki veittir styrkir úr sjóðnum til að halda áfram starfi, sem þegar er hafið, sbr. þó 2. lið hér að fram- an. Sjóðurinn mun ekki, nema alveg sér- staklega standi á, veita fé til greiðslu kostnaðar við verkefni, sem þegar er lok- ið. Umsóknir skulu ritaðar á dönsku, norsku eða sænsku á sérstök eyðublöð, sem fást i menntamálaráðuneytum Norð- urlanda og hjá Nordisk kulturfond, Sekretariatet for nordisk kulturelt samarbeid, Snaregade 10, 1205 Köbenhavn. Umsóknir skulu stilaðar til sjóðsstjórn- arinnar og þurfa að hafa borizt skrifstofu sjóðsins eigi siðar en 15. ágúst 1972. Til- kynningar um afgreiðslu umsókna er ekki að vænta fyrr en i desember 1972. Stjórn Menningarsjóðs Norðurlanda. STJÓRNARKJÖR í EIMSKIP Pokillur Suðumesjamaður sertdi okkur línu og ba& okkur að spyrj- ast fyrir um það, hvernig háttað vceri stjómarkjöri í Eimskipafélagi íslands og hver fceri með atkvœði þau, sem vceru i eigu Eimskipafó- lagsins sjálfs. Öttarr Möller hysti úr spurmngunum á eftirfarandi hátt: Aðgöngumiðar voru afhentir fyrir þessu hlutafé: 1. Bikissjóður ................................. kr. 4.108.000,00 2. Hlutafé Vestur-íslendinga ..................... — 3.549.000,00 3. AtJrir hluthafar............................... — 29.443.000,00 Alls kr. 37.100.000,00 Allt atkv*6isbært hluafé í félaginu nemur nú kr. 61.932,250,00 Qg eru því afhentir aðgöngumiðar fyrir 60,06% af öllu adcvaaðiáweru hlutafé. Atkvaeðaseðlar eru afhentir þannig: 1. Fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs ......... 16.432 arkv. 2. Fuiltrúar Vestur-íslendinga .................... 8.267 — 3. Öðruin hluthöfum en umboðsm. V-íslendinga og fjármákráðherra ................................ 117.772 — 142.471 atkv. Eigið hlutafé Eimskipafélagsins nemur kr. 5.937.500,00, atkv. 23.750. Þégar sölu aukningarhluta lýkur ca 38 milj. króna, nemur eigin hlutafjáreign Eimskips tæpum 6j% af hlutafénu. Samkvæmt lögum félagsins fer stjórn félagsins með atkvæasðisrétt- ian við stjómarkjör fyrir það. —úþ Óttarr Möller, framkvæmda- stjóri Eimskipafélagsins. Nöldur um trygginga- mál Þessa yfirskrift gefur Björn Bjarnason sjálfur athugasemd- um sínum um tryggingamálin. Þótt Bæjarpóstur sé ekki sér- fræðingur í þessiun máium, þá virðist honum einsýnt, að hér sé ekki um það að ræða að breytingarnar á tryggingalög- gjöfinni hafi skert kjör þeirra, sem eiga rétt á lífeyri fyrir aldraða meðlimi stéttarfélag- anna, heldur hafi breytingin á tryggingalögunum þvert á móti tryggt þeim betri kjör en lög- in um lífeyri fyrir aldraða með- limi stéttarfélaganna gerðu. Sú spurning, sem hér er því um að ræða er sú, eins og Björn vekur máls á ,hvort hækka eigi tekjuhámark það, sem lögin um lífeyri aldraðra gera ráð fyrir, þannig að samanlagt verði ætfð um hækkaðan lífeyri að ræða. Um það atriði kunna að vera skiptar skoðanir. — Þess má geta, að almennur Iífeyrir allra einstaklinga, sem náð hafa 67 ára aldri, er kr. 6.468,00 á mán- uði og hjóna kr. 11.642,00. En hér koma arhugasemdir Björns: „Það var óneitanlega nokkur bót fyrir aldraða meðlimi stétt- arfélaganna þegar lögin um líf- eyri þeirra voru samþykkt, einkum eftir þær breytingar er gerðar voru á þeim fyrir frum- kvæði þeirra Magnúsar Kjart- anssonar og Eðvarðs Sigurðs- sonar. Þessi aukaellilaun mátti Iíta á sem þakldætisvott þjóð- félagsins fyrir frarrdag þeirra á langri starfsævi. En með þeim lofsverðu breytingum er gerðar hafa ver- ið á tryggingalöggjöfinni hverf- ur þessi viðurkenning með öllu og ekki aðeins það, held- ur bakar þeim, sem þessa líf- eyris njóta, fyrirhöfn umfram aðra ellilíféyrisþega, sem ekki þurfa að sækja bæturnar nema á einn stað. Það borgar sig því ekki lengur að sækja um líf- eyri aldraðra hjá stéttarfélögun- um, því fæstir fá það háar bætur að þeir þurfi ekki einn- ig að sækja um viðbótarellilaun, sem þeir fá greidd mánaðar- Iega en lífeyri aldraðra fá þeir greiddan á þriggja mánaða fresti. Til þess að gera ekki að engu tilgang verkalýðshreyfing- arinnar þegar hún samdi um þessar bætur til handa öldruð- um meðlimum sínum verður að finna viðunandi lausn á þessu máli. Ég verð að játa að ég hefi hana ekki tiltæka, þó mér hafi dottið í hug, hvort ekki mætti hækka nokkuð tekjuhámark þeirra er njóta líf- eyris aldraðra. Þrátt fyrir þær veigamiklu breytingar er gerðar hafa verið á tryggingalöggjöfinni í tíð nú- verandi stjórnar, er þó ein grein trygginganna, sem alger- lega hefir orðið afskipt, og á ég þar við Lögin um atvinnu- leysistryggingar. Þrátt fyrir verulegar Iaunahækkanir að undanförnu hefir engin breyt- ing orðið á bótagreiðslum, nema sú er stafar af hækkandi vísitölu og þar við bætist að skilyrðin til að öðlast rétt til atvinnuleysisbóta hafa ratm- verulega þrengst, þegar tekið er tillit til styttingar vinnuvik- unnar. Eins og kunnugt er, er það skilyrði fyrir bótarétti að hafa unnið minnst 1144 stund- ir á síðastliðnum 12 mánuðum, og var þessi stundafjöldi mið- aður við að vera sem næst hálft vinnuár, en með styttingu vinnuvikunnar verður það tölu- vert meira en sem svarar hálfu vinnuári. Mér er kunnugt um að Eð- varð Sigurðsson hafði hug á að fá fram breytingar á lögunum, en veikindi hans komu í veg fyrir það. Það má ef til vill segja, að sem betur fari þurfi ekki marg- i'r að framfleyta sér og síniun af atvinnuleysisstyrk eins og nú standa sakir en þó svo sé, meg- um við ekki í skjóli þess láta þessa þýðingarmiklu löggjöf drabbast niður. Björn Bjarnason" Leiðrétting í blaði Þjóðviljans, sem helg- að var afmæli Halldórs Laxness, rithöfundar, las ég ljóð eftir föð- ur minn heitinn, Jónas Jónasson frá Hofdölum, þar sem skakkt var farið með aðra miðlínu fyrsta erindis, er» rétt er Iínan þannig: — En ríki og kirkju hann geld- ur skylduskatt —, og svo mun ljóðið standa í Iðunni, ekki kirkjuskatt, eins og orðað er í blaðinu. Þætti mér vænt um ef Ieið- rért yrði, þótt seint sé. Hólmfríður Jónasdóttir Ægisstíg 10, Sauðárkróki

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.