Þjóðviljinn - 03.06.1972, Síða 4

Þjóðviljinn - 03.06.1972, Síða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 3. júnl 1972 OuDdOODt) STANLEY KUBRICK OG „RAUÐGULA GANG- YERKIД Malcolm McDowell meö fallus-skúlptúrinn I I I I i I I I I I I I I Meðal frægustu kvikmynda. sem komið hafa frá Bandarikja- mönnum á siðustu árum er vafa- laust 2001: A Space Odyssey. Höf- undur hennarer sá viökunni kvik- myndastjóri og framleiðandi Stanley Kubrick. Hann hefur gert tiltölulega fáar myndir um ævina, en allar hafa þær vakið gifurlega athygli. Eftirtalin nöfn ættu að sýna ágæti þessa manns og frægðarferil: The Killing Frægðarbrautin (Paths of: Glory), Spartacus, l.olita, I)r Strangelove.Þessar myndir hafa allar verið sýndar hér á landi, en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hefur sú kvikmynd, sem nefnd var hér i upphafi — Space Odyssey — ekki ennþá borizt til landsins, þó liöin séu fjögur ár frá frumsýningu hennar. Ættu nú annaðhvort Háskólabió eða Laugarásbió aö sjá sóma sinn i þvi að kynna þetta margum- rædda verk (myndin er gerð i 70 mm ef ég man rétt) islenzkum kvikmyndaspekúlöntum. Nýjasta kvikmynd Kubricks, A Clockwork Orange.hefur, eins og flestar hans myndir, vakið mikla athygli og hlotið frábærar viðtök- ur gagnrýnenda. Er þess skemmst að minnast, að kvik- myndagagnrýnendur i New York kusu hana beztu mynd ársins. Aðaihlutverkið ieikur Malcolm McDowell, sem ætti að vera isl. biógestum að góðu kunnur fyrir leik sinn i Ef. . . og Hinn brák- aði reyr (The Raging Moon), sem var einskonar ,,Love-story” á hjólastólum. (Báðar þessar myndir voru sýndar i Háskóla- biói). Handritið gerir Kubrick sjálfur, en það er samið eftir samnefndri sögu Anthonys Burgess. Einsog Space Odyssey er Clockwork Orangescience-fiction eða visindaskáldskapur, en myndin gerist ekki i himingeimn- um eins og Spacc Odyssey heldur á jörðu niðri. Framtiðarsýn Kubricks er full af ofbeldi, grimmd og tilfinningalausum samskiptum manna. Ef 2001: A Space Odysseyer hrakningasaga (odyssé) i geimnum, þá er A Ciock Orange hrakningasaga mannlegs persóhuleika. Umhverfið er London i náinni framtið. Alex (McDowell) erfyrir liði hóps ungra glæpamanna, sem einskis svifast, en helzta ánægja þeirra er að beita fólki ofbeldi, myrða það og nauðga kvenfólki. Aðaláhugamál Alex eru nauðgan- ir, viðbjóðslegt ofbeldi og — Beet- hoven. Alex er handtekinn eftir að hafa drepið konu með fallus- skúlptúr. 1 fangelsinu er reynt að framkvæma á honum heilaþvott með það siðferðilega markmið fyrir augum að breyta persónu- leika hans. Auk þess sem hann fær nokkrar sprautur i þvi augna- miöi, er hann nauöbeygður til að sjá kvikmyndir, fullar af ofbeldi og kynæsandi efni, þangað til hann er að þvi kominn að kasta upp. Að lokum er gerð á honum visindaleg aðgerð, svona til aö sannprófa það, aö mögulegt sé að hafa stjórn á sál einnar mann- eskju. Þegar Alex loks snýr aftur til þess heims, sem hann kom frá, hittir hann m.a. örkumla rithöf- und, hvers eiginkona hafði verið svivirt og deydd af Alex. Rithöf- undurinn hefnir sin og beitir and- legum pmingum. Eftir allt þetta ofbeli á ofbeldi ofan fá yfirvöldin slæma samvizku gagnvart Alex og ákveða að bæta hér úr. Loks er reynt að endurskapa hans fyrri persónuleika, og tekst það. Það form sem Kubrick velur myndinni er að sjáifsögðu i sam- ræmi við innihaldið. Til að ná fram ákveðnum áhrifum notar hann allar tegundir af linsum og ýmist er kvikmyndavélin kyrr- stæð eða á sifelldri hreyfingu. Þess má geta, að þau atriði, sem tekin eru ,,hand-held” (þ.e.a.s. kvikmyndatökumaðurinn heldur 'á vélinni i hendinni en notar ekki hjálpartæki s.s. „statif”) eru tekin af Kubrick sjálfum. Hér á eftir fer úrdráttur úr við- tali við Stanley Kubrick, sem birtist samtimis i Sight and Sound og Kosmorama fyrir skömmu, en þar ræðir SK um ofbeldi i kvik- myndum, undurbúningsvinnu fyrir kvikmyndatöku og hlutverk leikara. Sp: Það ofbeldi, sem Alex verður að þola með heilaþvottinum er i rauninni enn hræðilegra en það, sem hann fremur sjálfur .... SK: Það var skilyrðislaust nauð- synlegt til að leggja áherzlu á of- beldishneigð Alex, að öðrum kosti mundi hafa átt sér stað siðferði- legur misskilningur, þegar haft er i huga hvað yfirvöldin ætlast fyrir með hann. Ef hann væri minni fantur en hann er, gæti maður sagt sem svo: ,,Ó, já, hann á ekki skiliö þessa sálfræðilegu meðhöndlun: hún er einum of hræðileg og hann er alls ekki svo slæmur, þegar allt kemur til alls.” En þegar þú hefur séð hann ganga i gegnum þessar viðbjóös- legu aðgerðir og þér er ennþá ljóst hvilikur djöfulskapur það er af hálfu yfirvaldanna að gera hann svo ómannlegan i þvi skyni að vekja hjá honum einhverja góðmennsku, þá hygg ég að hinni mikilvægustu siðferðilegu hug- mynd bókarinnar sé komið til skila. Það er nauðsynlegt fyrir hvern mann að geta kosið á milli góðs og ills, jafnvel þó að hann kjósi hið illa. Að svipta hann þessu vali er að gera hann að ein- hverju verra en manneskju — „rauðgulu gangverki” (clock- work orange). Sp.: Samlikingin við Richard III er eftirtektarverð vörn gegn þeirri ásökun, að myndin kyndi undir afbrot, ofbeldishneigð o.þ.h. En þar sem Richard er fjarlæg, söguleg persóna, er þetta þá fullnægjandi vörn? SK: Það er engin vissa fyrir þvi, að ofbeldi i kvikmyndum eöa sjónvarpi orsaki ofbeldi i sam- félaginu. Að ganga til móts við áhuga einhvers á ofbeldi á þenn- an hátt er sama og að sniðganga þær grundvallar-orsakir, senrég vil nefna, en þær eru eftirfarandi. 1. Erfðasyndin: trúarlega sjónarmiðið. 2. Óréttlátt efnahagslegt arðrán: marxiska sjónarmiðið. 3. Tilfinningalegt og sálfræðilegt vonleysi: Sálfræðilega sjónar- miðið. 4. Upprunalegir þættir byggðir á Y-krómósóm kenningunni: lif- fræðilega sjónarmiðið. 5. Maðurinn — hinn skaðvæni api: framþróunarsjónarmiðið. Að reyna að gera listina ábyrga fyrir gjörðum manna i lifinu er sama og að snúa hlutunum við. Listin reynir að breyta lifinu, en hún skapar ekki lifið eða er vald- ur af þvi, hvernig það er. Sp.: Ér til slikt ofbeldi i kvik- myndum, sem þér finnst vera þjóðfélagshættulegt? SK: Ég geri ekki ráð fyrir, að það sé eitthvert samhengi á milli of- beldis i kvikmyndum og ofbeldis i samfélaginu. Ef svo væri, þá er einungis um að ræða skyndilega hvöt til ofbeldis vegna áhrifa frá þvi ofbeldi, sem er „til skemmtunar”: þ.e.a.s. þess kon- ar ofbeldi, sem við sjáum i James Bond-myndunum og Tom og Jerry-seriunum. óraunverulegt ofbeldi, skynsamlegt ofbeldi, of- beldi, sem er sýnt sem brandari. Þetta er einasta tegund ofbeldis, sem gæti haft þær afleiðingar, að einhvern langaði til að prófa það, en ég er hinsvegar sannfærður um, að jafnvel ekki þess konar of- beldi hafi áhrif. Sp.: Hvað snertir Clockwork Orangeer það þá ekki liklegt, að áhorfendurnir áliti sem svo, að þú styðjir sjónarmið Alex og gangir að vissu leyti i ábyrgð fyrir hann? SK: Það er mitt álit, að hvers konar list eigi ekki að þjóna öðru hlutverki en þvi að vera listaverk. Það hefur að sjálfsögðu alltaf Efld samskipti Bandaríkjamanna Leiðtogar Sovétrikjanna og Bandarikjanna gerðu með sér samkomulag á ýmsum sviðum meðan á heimsókn Nixons til Sovétrikjanna stóð. Að henni lokinni sendu stjórnir beggja rikja frá sér sam- eiginlega yfirlýsingu um samningana og árangur viðræðnanna, og fer megininntak hennar hér á eftir, allmikið stytt. Spornað við árekstrum á opnu hafi Aðilar urðu sammála um aö halda áfram viðræðum með það fyrir augum að ná samkomulagi um siglingar og mál, er að þeim lúta. Þeir telja, að slikt sam- komulag muni stuðla mjög að aukinni verzlun milli Sovétrikj- anna og Bandarikjanna. Aðilar náðu samkomulagi um ráðstafanir til að koma i veg fyrir árekstra á opnu hafi og yfir þvi milli herskipa og herflugvéla SSSR og USA. Þetta samtomulag gerir ráð fyrir, að samið verði um ákveðnar reglur, þegar flugvélar og skip eru á ferð mjög nálægt hvert öðru, og er þvi ætlað að draga úr möguleikum á hættuleg- um árekstrum. Vísinda- og tæknisamstarf Alyktað var, að samvinna á sviði kjarnorku, geimrannsókna, heilsuvernd o.þ.h. sé báðum lönd- um til hagsbóta og samskiptum þeirra i heild til framdráttar. Aðilum kom saman um, að aukið visinda— og tæknisamstarf sé hagsmunamál beggja rikja og stuðli að áframhaldandi bættri sambúð milli þeirra. Þvi var undirritað samkomulag um sam- vinnu á sviði tækni og visinda. Til að semja um og fullgera áætlanir um gagnkvæmt samstarf verður sett á laggirnar blönduð sovézk- bandarisk nefnd til að sjá um vis- inda- og tæknisamstarf. Samvinna á sviði geimvís- inda. Með tilliti til þess hlutverks, sem SSSR og USA gegna á frið- samlegum rannsóknum á himingeimnum, lögðu aðilar sér- staka áherzlu á mikilvægi frek- ara samstarfs sin á milli i þessum efnum. Til að auka öryggi i geim- ferðum og gera sameiginlegar til- raunir i framtiöinni kleifar komu aöilar sér saman um að vinna að þvi, aö unnt veröi að tengja sam- an sovézk og bandarisk geimskip og geimstöðvar. Fyrsta sam- eiginlega tilraunin til að tengja geimskip með stýrimanni, þar ,sem gert er ráð fyrir gagnkvæm- um heimsóknum geimfara úr einu fari i annað, er áformuð árið 1975. Visindaakademia SSSR og Flugmála- og geimrannsókna- stofnun USA skulu hafa á hendi undirbúning og framkvæmd til- raunarinnar i samræmi við þær reglur og aðferðir, er samið verð- ur um. Samvinna á sviði heil- brigðismála. Samkomulag um samvinnu a sviöi heilbrigðismála leggur grunn aö gagnkvæmum skiptum á þekkingu og samstilltri atlögu aö sameiginlegum óvinum: sótt- um og sjúkdómum. Fyrst veröur lögð áherzla á vandamál, er snerta allt mannkyb, svo sem krabbamein og hjarta- og æða- sjúkdóma, sem og læknisfræði- lega hlið umhverfisverndar. Skylt er aö hafa i huga, að þessi sam- vinna verður siðar gerð viðtækari og mun einnig ná til annarra vandamála heilsugæzlu, er báðir aðilar hafa áhuga á. Aðilar lýstu yfir fullum stuðningi við áformin um samstarf á sviði heilbrigðis- mála og komu sér saman um, að stjórnvöld beggja landa skyldu halda áfram að taka þátt i starfi

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.