Þjóðviljinn - 03.06.1972, Síða 5

Þjóðviljinn - 03.06.1972, Síða 5
Laugardagur 3. júni 1972- ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5. Við upptöku atriðis i „Clockwork Orange”. Það er Stanley Kubrick sem heldur á myndavélinni. Innanrikisráðherrann heimsækir fangelsið þar sem Alex dvelst. verið ágreiningur um það, hverju listin eigi að þjóna, og ég skal vera sá siðasti sem kemur með einhverja skilgreiningu i þvi sam bandi. Sp.: Hve mikinn undirbúning þarftu áður en þú byrjar töku atriðis? SK: Eins mikinn og klukkustund- irnar i deginum og dagarnir i vik- unum. Ég hugsa um kvikmynd daginn út og daginn inn. Ég reyni að vinna úr öllum hugsanlegum hugmyndum með tilliti til hinna mismunandi atriða, sem þegar hafa verið tekin, en ég hefi komizt að þvi, að þegar loksins er komið að þeim degi, þá er upptakan á fram að fara og maður er mættur til staðar ásamt leikurunum og hefur þegar séð nokkur þeirra at- riða, sem búið er að kvikmynda, þá er allt orðið öðruvisi en það átti að vera. Þú kemst að raun um, að þú hefur ekki rannsakað atriðið fullkomlega. Þú kannt að hafa igrundað það frá röngu sjón- arhorni ellegar að þú hafir ein- faldlega ekki uppgötvað einn þeirra möguleika, sem nú i sam- hengi við allt það, sem búið er að taka, er einfaldlega betri en allt annað, sem þú hafðir úthugsað áður. Siðasta augnablikið fyrir upptökuna er svo stórfenglegt, að allar undanfarandi bollalegging- ar verða að vikja fyrir þeim áhrifum, sem maður meðtekur undir þessum kringumstæðum, nema þvi aðeins að maður aðlagi sig þeim og viðurkenni stundum hið skelfilega óöryggi, sem mað- ur leggur úti, en þá getur maður aldrei fengið það bezta út úr atriðinu. Sp.: Hvernig vinnurðu, þegar kemur að þessu siðasta andartaki fyrir upptökuna? SK: Þegar ég byrja nýtt atriði, þá er það mér mest i mun að láta eitthvað gerast, sem er þess virði að vera fest á filmu, innan þeirra takmarka sem temað og atriðið krefjast. Sú stund, þegar maður byrjar að æfa nýtt atriði, er hvað mest ákvarðandi hvað þetta snertir. Þú kemur á staðinn: menn standa og éta bollur og drekka te, biðandi eftir skipun um að gera eitthvað. Þú veröur að halda fólkinu utan svæðis meðan þú undirbýrð þig og taka allan þann tima, sem nauðsynlegur er til aö gera allt klárt. Það er engin leið að útskýra, hvernig þetta verður allt til. Vitaskuld hafa smekkur og imyndunarafl sitt aö segja i þessu sambandi, ag þaö er á þessu afgerandi augnabliki, sem kvikmyndin verður raun- verulega til. Þegar ljóst er, að maður hefur fundið eitthvað, sem er ómaksins vert, verður upptakan aðeins spurning um aö framkvæma (og lagfæra, ef með þarf) það, sem maður hefur þeg- ar undirbúið. Þau vandamál, sem upp kunna að koma meðan á tök- unni stendur, eru ekki þesskonar vandamál, sem ég hefi áhyggjur af. Ef leikarinn gerir ekki eitt- hvað á ráttan hátt, mun honum ábyggilega takast það um siðir. Eyðileggi kvikmyndatökumaður- inn einhverja töku er enginn vandi aö endurtaka hana. Þvi sem ekki veröur breytt og þaö sem sker úr um, hvort myndin heppnast eða ekki, eru þessar fáu klukkustundir, sem þú dvelst al- einn með leikurunum á staðnum, meðan hitt starfsfólkið biður fyrir utan drekkandi teið sitt. Stundum finnst þér atriðið alls ekki vera nógu-gott. Þú kemst að raun um, að það hefur enga þýð- ingu, þegar þú sérð það leikið. Það vekur ekki hjá manni þær til- finningar, sem er nauðsynlegt að það geri eða er mjög upplýsandi og áhugavekjandi, eða er gert á þann máta, sem bezt má verða. það er ýmislegt sem getur orsak- að það, að þú hefur ekkert i hönd- unum sem er þess virði að vera fest á filmu. Það eina sem þér kemur i hug á slíkum augnablik- um er, að það sé betra koma i veg fyrir það i tima, breyta þvi og skapa eitthvað nýtt, heldur en halda áfram að gera sömu vit- leysuna. Þetta er sá timi, sem er beztur og verstur i senn: Það er sá timi, þegar þú ert hvað hug- myndarikastur; upp koma hlutir sem þú hefur ekki hugsað úti áð- ur, án tillits til þess hverstu mikið þú hefur hugleitt sjálft atriðið. Það er einnig sá timi, þegar þú stendur álengdarog þér finnst þú vera mjög óánægður með það sem þú sérð, hafandi enga hug- mynd um, hvað gera skal. Sp.: Stjórnar þú leikurunum að öllu leyti, eða væntirðu þess af þeim, að þeir komi sjálfir með einhverjar hugmyndir? SK: Allar hugmyndir koma frá mér. Það er hlutverk leikstjór- ans. Ég stjórna leikurum; venjulega er það skilið þannig, að leikstjórinn þrögvi vilja sinum uppá erfiða leikara eða að hann kenni fólki, sem ekki kann að leika. Ég reyni að tryggja mér beztu leikarana i heiminum. Vandamálinu má likja við vanda- málin sem hljómsv.stjóri þarf að glima við. Það er litilskemmt- un i þvi að reyna að fá stórfeng- legan flutning hjá hljómsveit, sem eingöngu er skipuð náms- mönnum.Það er nógu erfitt að ná fram öllum smáatriðum og blæ- brigðum hjá beztu hljómsveit veraldar. Þú vilt fá beztu sólóista heimsins, og sama er að segja um leikarana. Það er ekki nauðsyn- legt að kenna þeim hvernig á að leika eða aga þá eða þröngva vilja þinum uppá þá, vegna þess að slik vandamál eru venjulega ekki fyrir hendi. Leikari mun næstum þvi alltaf gera það, sem þú biður hann um að gera, ef hann er færum það; og þar sem allir góðir leikarar geta gert hvað sem er, er ekki um nein slik vandamál að ræða. Þess i stað getur þú einbeitt þér að þvi, sem þú vilt að þeir viti, hvert sé sálar- ástand persónunnar, hver sé til- gangurinn með atriðinu, um hvað sagan fjalli. Þetta eru hlutir, sem oft á tiðum valda misskilningi en krefjast einfaldleika og ná- kvæmni. Hlutverk leikstjórans er að gera leikaranum hugmyndir sinar skiljanlegar, ekki að kenna honum að leika eða fá hann til að leika með einhverjum brögðum. Það er ómögulegt að láta leikar- anum i té, það sem hann hefur ekki þegar fengið með hæfileikum sinum. Þú getur gefið honum hugmyndir, fengið honum um- hugsunarefni og hvernig hann eigi að haga sér. Hlutverk leikar- ans er að skapa tilfinningar. Að sjálfsögðu getur leikari haft viss- ar hugmyndir, en slikt er ekki i hans verkahring. Þú getur gert miðlungsleikara verri en hann eri þú getur gert slæman leikara að miðlungsgóðum. Frábær leikur kemur frá leikurum, sem hafa mjög mikla hæfileika plús hug- myndir lejkstjórans. Annað hlutverk leikstjórans er að hugsa fyrir smekkvisinni. Hann verður að skera úr um, hvort það sem hann sér veki áhuga, hvort það sé viðeigandi hvort það sé fullnægjandi, hvort það sé trúverðugt. Þessar ákvarðanir getur enginn annar tekið. SJ6 tók saman. I og Sovétmanna Sameiginleg yfirlýsing um samvinnu og alþjóðamál alþjóðlegra samtaka á umræddu sviði. Samvinna um umhverfis- vernd Hafizt verður handa um að framkvæma samstarfsáætlanir varðandi umhverfisvernd. Með sameiginlegum rannsóknum og ráðstöfunum hyggjast Banda- rikin og Sovétrikin gera sitt til að viðhalda hagstæðu umhverfi fvrir heilsu manna i löndum sinum og i öllum heimi. 1 Moskvu verða haldnir samráðsfundir um raun- hæfar samstarfsáætlanir. Með tilliti til umfangs ensku kennslu i Sovétrikjunum var af bandariskri hálfu lýst yfir þeim ásetningi, að örva rússneskunám i Bandarikjunum. Og hvað segja þeir um Víetnam? Hvor aðili um sig túlkaði við- horf sin til styrjaldarinnar i Frh. á bls. 15

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.