Þjóðviljinn - 03.06.1972, Page 7

Þjóðviljinn - 03.06.1972, Page 7
Laugardagur 3. júni 1972 —ÞJÖÐVILJINN—StDA 7 Að undanfömu hefur athygli manna í Evrópu mjög beinzt að vandamálum sem lúta að vemd- un umhverfis og skynsamlegri hagnýtingu náttúruauðlinda. Evrópulönd em í hópi þeirra ríkja sem háþróuðust em í heimi — þar er iðnvæðing á háu stigi sem og orkuneyzla og vélvæðing landbúnaðar og hagnýting efna- iðnaðar í hans þágu. Þau lönd eru næsta fá í Evrópu semi eiga stórar spildur af ósnortinni liátt- úru fyrir utan þjóðgarða og ein- staka fjallahémð. Árekstrar manns og náttúru i álfunni magnast og vegna þess, að mörg landanna hafa hvert um sig ekki möguleika eða ráð á að leysa vandamál á sviði nátt- úravemdar. Oft má heyra bölsýnar radd- ir um að það sé ómögulegt að leysa þessa kreppu með frið- samlegum aðferðum. Þessir menn sjá sökudólg í hverju horni: mannfjölgun, efnahags- þróun, iðnaði, vísindum, tækni. Þeir líta á þessa þróun sem eitthvað það sem manninum er um megn að stjórna. Meðal þeirra resepta sem okkur er boðið upp á má nefna áskoranir um að stöðva mannfjölgun og hagvöxt, „binda fyrir" tæknina og breyta menningarlífi manha — og er þá fátt eitt talið. Án þess að taka upp deilur við þessa menn, skulum við rétt minna á, að flestar röksemdir þeirra em með einum eða öðrum hætti endurómur af kenningum Malt- husar. Það er óhugsandi að færa út samstarf í Evrópu á grund- velli þessara hugmynda. Eða hvernig hugsa menn sér það samstarf sem hefur það að mark- miði að gera mannfjölda „stöð- ugan" eða jafnvel draga úr hon- um? Við lítum svo á, að takmark samstarfs um þessi mál sé að gera ákveðnar ráðstafanir til að leysa vandamálin með áætlim- um og spádómum til lengri eða skemmri tíma. Tökum til dæmis tækni og rýrnun náttúruauðlinda. Margir framtíðarfræðingar Iíta á skort á náttúruauðæfum sem óyfirstígan- lega hindrun. En ef við munum einhvern tíma í framtíðinni fá að reyna skort á náttúruauðæf- um, hvers vegna ættum við ekki að velta því fyrir okkur núna, hvernig við getum Iært að nota þau sparlega í stað þess að reyna að finna ráð til að fækka neyt- endum? Það er rökréttara að beina vísindalegu starfi að því að finna framleiðsluaðferðir sem miðast við endurnotkun hráefna. Það er til dæmis vitað, að nými nútíma bifreiða á verðmæm náttúmefni eins og olíu er að- eins 3%. Ef við gætum tvö- eða þrefaldað þessa nýtni, þá mundu breytast verulega hugmyndir okkar um það, hve lengi mann- fólkið gæti búið að nægu elds- neyti. Bílvélar em helztu mengunar- valdar í andrúmsloftinu. Það em tvær hliðar á einu og sama máli, að draga úr eitrun í út- blásturslofti þeirra og að gera flutningakerfið virkara — og vissulega geta Evrópulönd gert sér vonir um að ráða við þetta vandamál. Eða tökrnn til dæmis skyn- Konstantín Ananintsjéf, deildarstjóri i Visinda- og tœknideild sovézku stjórnarinnar er höfundur eftirfarandi greinar um hugsanlegt samstarf um verndun umhverfis. vernd og samstarf í Evrópu samlega notkun vatns. Nú bland- ast um helmingur vatnsbirgða úrgangsefnum frá iðnaði og borgum. Það er raunverulegur grundvöllur fyrir samstarfi um að taka upp lokaða hringrás vams í iðnaði og þróa spar- samar framleiðsluaðferðir (nú fara 1.500 rúmmetrar af vatni í að framleiða eina smálest af áli og 2.500 í smálest af gerfi- þræði). Mengunarvaldar á land- búnaði em heldur ekki óviðráð- anlegir vegna þess að við þekkj- mn líffræðilegar aðferðir til eftirlits með jarðvegi og plönt- urn, sem draga úr þörfum fyrir efnanotkun, og þar með úr hætt- um á því að vatn spillist. Árangur samstarfs milli Evrópulanda væri áþreifanlegri, ef vísindamenn réðust að þeim' brýnu vandamálum sem Evrópu- menin mæta nú þegar í hvers- dagslegu lífi sínu. Það er ekki erfitt að sjá fram á það, að fyrsti vettvangur slíks samstarfs em framleiðsluaðferðir — sam- starf um aðferðir og útbúnað sem maðurinn notar í vinnslu sinni á náttúruauðæfum. Náttúmvernd er alþjóðkgt vandamáL Það má flýta fyrir lausn þess ef Evrópulönd taka á sig sameiginlega ábyrgð á um- hverfi og lífsskilyrðum í álfunni, því að vandamálin em þeim öllum sameiginleg og verða ekki leyst í einangmn. En menn skulu ekki ætla að við styðjum aðeins „tæknifræði- legar" lausnir. Tæknilausnir verða að byggja á fræðilegum at- hugunum á grundvallaratriðum náttúmverndar. Einkum hefur það mikla praktíska þýðingu að rannsaka breytingar þær sem maðurinn veldur á bíósferunni sem og áhrif loftlagsbreytinga. Þaö er ijósr áð þcssar rannsókn- ir verða ekki framkvæmdar nema tii komi samræming á starfi og reynslu vísindamanna margra landa. Viðfangsefni slíkra rannsókna væri annað hvort stór hluti meginlands Evrópu eða álfan sem heild, ásamt höfum og hafstraumum sem hana umlykja. Þá er ástæða tiil að leggja sér- staka áherzlu á vistfrasðilegt jafnvægi, vistfræðikerfi og svæði þar sem náttúran hefur varð- veitzt ósnortin. Þórt maðurinn hafi umkringt sig með húsdýr- um og nytjajurtum em örlög hans háð firnamildum fjölda líf- vera í lofti, legi og á láði, eink- um smáverum. Verndun nauð- synlegra tegunda planta, lífvera og smávera er þýðingarmikill hlutur af umhverfisvemd í héild. Einna efst á dagskrá em rann- sóknir á lífforða evrópskra hafa og leit að leiðum til að vernda hann. Einkum er hér átt við Eystrasalt og Miðjarðarhaf sem mengast og deyja með mildum hraða. Eitt helzta verkefni verð- ur að líkindum að vernda þessi höf fyrir þungamálmum ofi olíu- úrgangi. f þessu sambandi má minna á hina miklu nauðsyn á samstarfi Eystrasaltsríkjanna átta, en sumir hlutar þessa þýðingar- mikla forðabúrs em þegar dauðir á vissu dýpi. Er um mjög erfitt vandamál að ræða, en það má leysa samt, ef góður sam- scarfsvilji er fyrir hendi. Að sjálfsögðu mundu Evrópu- ríki ekki sýna þá eigingirni í samstarfi sínu um þessi mál að fela þær lausnir sem þau finna. Árangur af vísindalegu og tækni- legu samstarfi þeirra um nátt- úmvernd mundi verða sameign alls heims — og þá einnig þróunarlanda Asíu, Afríku og Rómönsku Ameríku. Það yrði eitt sérkenni sam- starfs um þessi mál, að til þess leggja sinn skerf ríki sem búa við mismunandi þjóðhagskerfi. Sovétríkin og önnur sósíalísk ríki hafa safnað mikilli reynslu í þessum efnum, sem þau miðla hvert öðm af innan COMECON. Ýmis Vesmr-Evrópulönd eiga sér og merka reynslu í þessum málum. Tilraunir em gerðar til að koma á samstarfi í Evrópu um umhverfisvernd, á vegum Efnahagsmálanefndar S. Þ., um Evrópu, en það starf hefur ekki borið nógu víðtækan árangur vegna þess að Þýzka alþýðu- lýðveldið á ekki aðild að nefnd- inni. Samstarf um umhverfisvemd i Evrópu er kall tímans og Sovét- ríkin em að sínu leyti reiðu- búin til að taka þátt í því með sem virkustum hætti. APN. Rúmenska sendi- nefndin farin Nýlega var stödd hér á landi á vegum Alþýöubandalagsins 4ra manna sendinefnd frá Kommúnistaflokki Rúmeniu. Nefndarmenn flugu utan fyrir fáum d.ögum. Formaður nefndarinnar var Mihai Gere, einn af framkvæmdastjórum miðstjórnar njá flokkr.tim. Sendinefndin skoðaði sig nokkuð um, bæði hér sunnan- lands og fyrir norðan, hitti að máli ýmsa forystumenn i opin- beru lifi og átti viðræður við fulltrúa frá framkvæmda- stjórn Alþýðubandalagsins. 1 þessum viðræðum milli Alþýðubandalagsins og Kómmúnistaflokks Rúmeniu kom m.a. fram sameiginlegur áhugi á að afnema skiptingu Evrópu milli tveggja and- stæðra hernaðarbandalaga,og hætt sé að beita valdi eða hóta með valdbeitingu i samskipt- um þjóða. t þessum anda yrði að vinna að friði i heiminum. Lögð var áherzla á nauðsyn þeirrar meginreglu i sam- skiptum rikja, að byggt sé á gagnkvæmri virðingu fyrir sjálfstæði hverrar þjóðar og yfirráðarétti hennar til eigin landsvæða, svo og fyrir jafn- rétti þjóða á milli, þannig að ekki komi til þess að einstök riki gripi til ihlutunar um innri málefni annarra. Þessa meginreglu töldu báðir aðilar að hafa bæri i heiðri — hvaða þjóðskipulag sem um væri að ræða — og byggja þannig upp nánri sam- vinnu milli þjóða til gagn- kvæms hags. Sérstaka þýð- ingu var talið hafa að allar þjóðir, stórar og smáar, taki með jöfnum rétti virkan þátt alþjóðasamstarfi i þvi skyni að iausn sé fundin á þeim meiriháttar alþjóðadeilu- málum sem nú blasa við mannkyni. Aðilar voru sammála um það að baráttan fyrir friði væri ekki hvað sizt undir þvi komin,að unninn yrði bugur á árásarstefnu og hernaðarað- gerðum hætt á þeim svæðum heims þar sem spennan er nú mest. t þessu sambandi lýsa þeir yfir eindregnum stuðn- ingi við hetjulega baráttu þjóðanna i Indó-Kina og for- dæma harðlega siðustu hern- aðaraðgerðir Bandarikja- manna þar. Það er ófrá- vikjanleg krafa að loftárásum sé hætt og Bandarikjamenn flytji herlið sitt á brott frá Indó-Kina án tafar. Þjóðirnar i Vietnam, Laos og Kambódiu verða að hafa leyfi til að ákvarða örlög sin sjálfar án utanaðkomandi ihlutunar. Fiskverzlanir loka á laugardögum A félagsfundi Fisksalafélags Reykjavikur og Hafnarfjarðar 25. mai var eftirfarandi tillaga sam- þykkt einróma. Fundur i Fisksalafélagi Reykja- vikur og Hafnarfjarðar sam- þykkir að loka fiskbúðum á laugardögum á timabilinu frá 15. júni til 1. september, en hafa jafnframt opið til kl. 19.00 á föstu- dögum. Astæðan fyrir þessum breytta opnunartima segja fisksalar fyrst og fremst vera minni fisksala á sumrin. Austurrikisdeild alþjóða lög- fræðinganefndarinnar heldur þing hér á landi dagana 2.-6. júni n.k. Aðalumræðuefni þingsins verð- ur: Svipting mannréttinda, sem afleiðing af misnotkun þeirra.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.