Þjóðviljinn - 03.06.1972, Side 8

Þjóðviljinn - 03.06.1972, Side 8
8. StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 3. júnl 1972- r Listahátið hleypur af stokkunum i annað skipti á morgun með niu myndlistarsýningum, tveim frum- sýningum á islenzkum leikverkum, dönskum ball- ett, barnaóperu, fernum kammertónleikum, fern- um sinfóniutónleikum, einum átta stjörnutónleik- um, fyrir utan hátt i tiu dagskrár með bókmennta- texta, visnasöng, þjóðlögum, jazz. Og er þá hvergi nærri allt upp talið LISTA- HÁTÍÐ Jón Leifs: margumrætt verk, fullt af þjóðlegum metnaöi i inúsik. I Benjamin Britten Jussi Jalas Hátiöin hefst á morgun, sunnu- dag, kl. 14 i Háskólabíói og er henni heilsað meö hátiðaforleik eftir Þorkel Sigurbjörnsson, hinu mætasta verki. Þá flytur mennta- málaráðherra, Magnús Torfi, á- varp og söngmennt i landinu brýzt siöan fram I þeim Guörúnu Á. Símonar og Guömundi Jóns- ysni.sem bæöi kynna sig i Verdi og sameinast I Mozart. Það fer einkar vel á þvi, aö heiðra við þetta tækifæri minn- ingu ástsæls skálds nýlátinns, Jó- hannesar úr Kötium. Það er Kristín Anna Þórarinsdóttir sem les, leikkona sem kann öðrum betur að fara með magnaðan texta af sjálfsögðum þrótti og aldrei tilgerðarlegum. En mest fer aö sjálfsögöu fyrir flutningi á Sögusinfóniu Jóns Leifs sem ýmisleg rök má færa fyrir að sé mjög eðlilegur gestur á slikri hátið. Hér er i senn um að ræða verk sem tengt er sterkum þjóðlegum metnaði i tónlist og þá var höfundur þess, Jón Leifs, stofnandi þess Bandalags is- lenzkra listamanna, sem er einn af helztu aðilum hátiðarinnar. Einn helzti hljómsveitarstjóri Finna, Jussi Jalas, tvivegis áður gestur íslendinga, kemur til að stjórna Sögusinfóniunni, sem hann reyndar frumflutti i Helsinki árið 1951. Þau tiðindi urðu á sinum tima efni i ótal fimmaurabrandara um menning- armál: siðan hafa svo mörg tíöindi gerzt i tónlist að brandara- smiðir eru þagnaðir. Það gerist næst tiðinda, að opnaðar eru niu myndlistarsýn- ingar, og ekki er liklegt að meiri tiðindi hafi gerzt i sjónarheimi á þessu landi. Tvær sýninganna eru norrænar og fer að sjálfsögðu mest fyrir þeirri stóru samsýn- ingu sem boðið er upp á á Mikla- túni. Sérsýningar eru á verkum Sigurjóns ólafssonar og Kjar- vals,SÚM-arar beita sér gegn yf- irvættis akademiskum hátiðleika á tveim stöðum eða þrem og njóta til þess aðstoðar afriskrar listar I Casa Nova. Úm kvöldið gerast svo þau tið- indi I leikhúsum, að haldin er „forsýning” á Dóminó, nýju leik- riti eftir Jökul Jakobsson, sem hefur úr hversdagsleikanum ofið fingerð tengsli við fólk, sem traustari hafa raynzt en hjá öðr- um leikskáldum af hans kynslóð. Eru nú fjögur ár liðin siðan sýnt var i Iðnó leikrit hans „Sumarið 37”, en þar i milli hefur hann látið til sin taka i sjónvarpi. Leikstjóri er Helgi Skúlason. Þetta sama kvöld og hiö næsta gefst mönnum kostur á að sjá norræna dagskrá sem miklu lof- ar. „A björtum nóttum” heitir þessi dagskrá og standa að henni Liv Strömsted og Liv Glaser. Bæði Hamsun og Bach koma við sögu. Og á mánudag er það Björnstjerne Björnson. Liv Strömsted vann marga leiksigra i Noregi á striðsárunum og á árunum eftir strið. En eftir miðjan siðasta áratug sneri hún sér að upplestri i bundnu og ó- bundnu máli fyrir alvöru og hefur getið sér gott orð fyrir i norsku hljóðvarpi og sjónvarpi. Liv Strömsted Dommersnes var ein af fyrstu erlendum leikurum sem sóttu Island heim — fór þá með hlutverk Nóru i Brúðuheimili Ibsens viö mikla hrifningu — þó ekki nóga til þess að Islendingar tækju sig til og semdu leikrit um það „Hvert Nóra fór þegar hún gekk út”. Það kom i hlut Dana að annast þau mál. Liv Glaser er i för með nöfnu sinni. Hún hefur unnið sér gott nafn sem túlkandi verka Ed- wards Griegs, en þar fyrir utan Mozarts, Brahms, Hindemiths og annarra meiriháttar manna. Og það má heldur ekki gleyma þvi að Sjálfstætt fóik er sýnt I Þjóðleikhúsinu þetta kvöld. A mánudag gerist það svo fyrst, að frumflutt er I Bústaðakirkju barnaóperan Nóaflóðið eftir brezka tónskáldiö Benjamin Britten, sem er sá tónsmiður samtiðarinnar sem með einna árangursrikasta hætti hefur feng- izt við að semja óperur. Það er Gunnar Cortes sem stjórnar flutningi óperunnar. Þess sakar ekki að geta, að þau Kristinn Hallssonog Ruth Magnússonfara meö hlutverk Nóa og konu hans, en Rúrik Haraldsson er hvorki meira né minna en rödd guðs. Hlutverk eru mörg i óperunni, en börn og unglingar úr nokkrum skólum borgarinnar fara með all- drjúgan hluta þeirra: dýrin i örk- inni. Um kvöldið eru frumsýndir I Þjóðleikhúsinu einþáttungar eftir Birgi Engilberts og heita þeir „Hversdagsdraumur” og „Ósig- urinn”Birgir var aðeins 19 ára að aldri þegar fyrsta leikrit hans, Loftbólurnar, var sýnt i Þjóðleik- húsinu: þrir menn mála enda- iausan vegg i endalausri eftir- vinnu, glórulitlir orðnir i þessu endalausa kapphlaupi. Þetta leik- rit var svo flutt i sjónvarpi hér og I Noregi. Ári siðar sýndi Grima annan einþáttung eftir Birgi, Lifsneista. Þá hefur Loftbóiur komið út á prenti ásamt einum þætti enn, Sæðissatira. Birgir Engilberts gerir sjálfur sviðs- myndir við verk sin, enda hefur hann numið leikmyndagerð, en leikstjórar eru þeir Benedikt Arnason og ÞórhallurSigurðsson. Fleira gerist ekki þann dag. En við munum halda áfram að gefa yfirlityfir dagskrá hátiðarinnar á degi hverjum. Liv uiaser Garðar Cortes Birgir Éngilberts Verðlaunaleikrit Jökuls Jakobssonar, Dóminó, er frumflutt á sunn kvöld.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.