Þjóðviljinn - 15.07.1972, Side 7
Laugardagur. 15. júli. 1972 WÓÐVILJINN — StÐA 7.
Þegar reglugerðin um 50 milna fiskveiðilögsögu
hefur verið undirrituð og þannig orðin að islenzkri
löggjöf, þá er ekki úr vegi að rifja upp helztu
áfangana að þvi marki s.l. 14 ár. Rétt er að minna á,
að reglugerðir um útfærslu landhelginnar byggja
allar á landgrunnslögunum frá 1948. Þvi þarf ekki
að samþykkja lög um útfærsluna, heldur er hér um
að ræða reglugerðir, sem byggja á fyrrnefndum
lögum og öðlast lagagildi við undirritun. Þannig
færðu íslendingar út landhelgina með einhliða
reglugerð árið 1952, í 4 mílur.
Frá fundi Alþingis 15. febr. s.l. er ályktunin um stækkun landhelginnar i 50 mflur var einróma sam
þykkt.
svæðum til ársins 1964. Jafnframt
skuldbundu íslendingar sig til að
tilkynna þessum þjóðum frekari
útfærslu landhelginnar með sex
mánaða fyrirvara og hlita því að
málið færi fyrir Alþjóðadómstól-
inn i Haag.
Eftir þennan samning var litið
aðhafzt i landhelgismálinu og nær
ekkert unnið að kynningu á
erlendum vettvangi á rétti
Islendinga til landgrunnsins alls.
Hins vegar varð á þessum tima
fram til 1970 mjög mikil breyting
á skoðunum þjóða á viðáttu land-
helgi, og varð þróunin i þá átt, að
æ fleiri þjóðir tóku sér allt frá 12
upp i 200 milna landhelgi. Þá
gerðist það einnig, að Bretar
stækkuðu sina landheígi i 12 milur
með einhliða aðgerð, án þess t.d.
að tilkynna íslendingum þá
stækkun.
Landhelgismálið
aftur á dagskrá 1970.
Það var fulltrúi Alþýðubanda-
lagsins i utanrikismálanefnd,
Gils Guðmundsson, sem fyrst
lagði til árið 1970 að utanrikis-
málanefnd Alþingis tæki land-
helgismálið til rækilegrar at-
hugunar. 1 framhaldi af þeirri til-
lögu tók þáverandi forsætisráð-
herra, Bjarni Benediktsson,
málið upp i rikisstjórninni og fékk
samþykkt á rikisstjórnarfundi 4.
júni 1970, að skipuð skyldi sérstök
landhelgisnefnd með fulltrúum
allra flokka. 1 nefndina völdust:
Bjarni Benediktsson, Emil
Jónsson, Lúðvik Jósepsson,
Þórarinn Þórarinsson, Hannibal
Valdimarsson.
Landhelgismálið
á Alþingi 1971
Landhelgisnefnd flokkanna hóf
þegar störf og voru þar nokkuð
skiptar skoðanir um, hvernig
forma ætti tillögur um útfærslu,
hvenær hún ætti að eiga sér stað,
við hvaö ætti að miða og hvernig
lita ætti á landhelgissamningana
frá 1961. Hver flokkur lagði fram
sinar tillögur. Vorið 1971 var
siðan unnið að samræmingu
þessara tillagna, en ekki náðist
samstaða um eina tillögu. Við-
reisnarflokkarnir lögðu sina til-
lögu fram og stjórnarandstaöan
aðra. Lagði stjórnarliðið til að
skipuð yrði nefnd til að skilgreina
landgrunnið miðað við sem næst
400 m dýptarlinu, möguleg hag-
nýtingarmörk eða 50 milur, og
átti sú nefnd siðan að skila frum-
varpi til laga um rétt tslendinga.
Stjórnarandstaðan sagði i tillögu
sinni, að færa skyldi út land
helgina i 50 milur eigi siðar en 1.
sept. 1972, ákveðin skyldi 100
milna mengunarlögsaga, og lýsti
landhelgissamningana frá 1961
ekki lengur bindandi fyrir
tslendinga.
Viðreisnarstjórnin lét meiri-
hluta Alþingis samþykkja sina
tillögu, eniAlþingiskosningunum
13. júni 1971 féll stjórnin, en land-
helgismáiið hafði verið eitt helzta
hitamál kosninganna.
Landhelgismálið
hjá vinstri stjórn
Vinstri stjórnin undir forsæti
Ólafs Jóhannessonar var mynduð
14. júli 1971 og fyrsta málið i mál-
efnasamningi hennar var land-
helgismálið. Þar segir:
,,Að landhelgissamningunum
við Breta og Vestur-Þjóðverja
verði sagt upp og ákvörðun tekin
um útfærslu fiskveiðilandhelgi i
50 sjómilur frá grunnlinum og
komisú útfærsla til framkvæmda
eigi siðar en 1. september 1972.
Jafnframt vcrði ákvcðin hundrað
sjómilna mengunarlögsaga.”
Þegar var hafizt handa um
framkvæmd þessarar stefnu.
Sérstök áherzla var lögð á kynn-
ingu landhelgismálsins á alþjóða-
ve‘tvangi, og einnig kynntu full-
trúar tslands i Hafsbotnsnefnd
Sameinuðu þjóðanna fyrirhugaða
útfærslu 1. sept. 1972 i 50 milur.
Einkum var þessi kynning öflug i
ágústmánuði s.l.. Skömmu fyrir
1. sept 1971 sendi islenzka rikis-
stjórnin tilkynningu til brezku
stjórnarinnar og þeirrar vestur-
þýzku, að stjórnin liti svo á, að
samningarnir frá 1961 væru ekki
lengur bindandi og að landhelgin
yrði færð út i 50 milur 1972. Siðan
hafa verið miklar umræður um
málið bæði innan lands og utan.
Samþykkt Alþingis i
febr. s.l.
Þann 15. febrúar 1972 sam-
þykkti sameinað Alþingi einróma
með 60 atkvæðum tillögu i land-
helgismálinu eins og utanrikis-
málanefnd samhljóöa hafði gegn-
ið frá henni. Aður hafði breyt-
ingatillaga stjórnarandstæðinga
verið felld með 32 atkv. gegn 28.
Þingsályktunartillagan eins og
hún var samþykkt hljóðar svo.
„Alþingi itrekar þá grund-
vallarstefnu íslendinga, að land-
grunn Islands og hafsvæðið yfir
þvi sé hluti af islenzku yfirráða-
svæði, og ályktar eftirfarandi:
1. Að fiskveiðilandhelgin verði
stækkuð þannig, að hún verði 50
sjómflur frá grunnlinum allt i
kringum landið, og komi
stækkunin til framkvæmda eigi
siðar en 1. september 19727.
2. Að rikisstjórnum Bretlands og
Sambandslýðveldisins Þýzka-
lands verði enn á ný gerð grein
fyrir þvi, að vegna lifshagsmuna
þjóðarinnar og vegna breyttra
aðstæðna geti samningar þeir um
landhelgina, sem gerðir voru við
þessi riki 1961, ekki lengur átt við
Mynd úr þorskastriðinu 1958. Enn mótmæla Bretar. Enn er haft i hótunum við Islendinga.
og séu Islendingar ekki bundnir
af ákvæðum þeirra.
3. Að haldið verði áfram sam-
komulagstilraunum við rikis-
stjórnir Bretlands og Sambands-
lýðveldisins Þýzkalands um þau
vandamál, sem skapast vegna út-
færslunnar.
4. Að unnið verði áfram i samráði
við fiskifræðinga að ströngu eftir-
liti með fiskistofnum við landið og
settar, eftir þvi sem nauðsynlegt
reynist, reglur um friðun þeirra
og einstakra fiskimiða til þess að
koma i veg fyrir ofveiði.
5. Aö haldiö verði áfram sam-
starfi við aðrar þjóðir um nauð-
synlegar ráðstafanir til þess að
koma i veg megnun sjávar og
heimilar rikisstjórninni að lýsa
einhliða yfir sérstakri mengunar-
lögsögu á hafinu umhverfis Is
land .”
Viðræður við Breta og
Vestur-Þjóðverja.
Allt frá þvi rikisstjórn og Al-
þingi gáfu út yfirlýsingu um út-
færslu landhelginnar i 50 milur
hafa átt sér stað viðræður á al-
þjóöavettvangi um landhelgis-
málið. Þær hafa þó fyrst og frem-
st verið við þá aðila sem við
sömdum við á sinum tima 1961,
þ.e. Breta og Vestur-Þjóðverja.
Hafa allmargir viðræðufundir
verið haldnir og hafa utanrikis-
og sjálvarútvegsráðherra haft
þær viðræður með höndum af Is-
lands hálfu. Talið var, að nokkuö
hefði miðað i samkomulagsátt
um tima, og voru taldar likur á að
bráðabirgðasamkomulag næðist
um fiskveiðar þessara þjóða inn-
an 50 milna markanna vissan um-
þóttunartima. Þann 12. júli
slitnaði þó upp úr þessum viðræö-
um á fundi i Reykjavík. Þótt
slitnað hafi upp úr þessum við-
ræðum að sinni, telja flestir enn
likur á að samkomulag sé mögu-
legt fyrir 1. sept.
50 milurnar islenzk lög.
1 gær undirritaði Lúðvik
Jósepsson sjávarútvegsráðherra
reglugerð um 50 milna fiskveiði-
lögsögu við Island. Þar meö hefur
ráðherra staðfest með undirskrift
sinni, að 50 milna fiskveiðilög-
saga sé islenzk lög, og samkvæmt
reglugerðinni kemur 50 milna
lögsagan til framkvæmda 1. sept.
1972. Þar meö er enn einum
áfanganum náð i baráttunni fyrir
rétti ,|slendinga til yfirráða yfir
náttúruauölindum sinum við
strendur landsins, — mikilvægum
áfangaí sjálfatæðisbaráttu þjóöar
er byggir^TTfsafkomu sina á
sjávarafla.
Skipsbáturinn á Eastbourne á leið milli skips sins og togarans Northern Foam, þar sem islenzku varð-
skipsmennirnir voru teknir fastir 1958. Þá beittu Bretar valdi til að neita okkur um 12 mflna landhelgi,
sem þeir sjálfir hafa nú.