Þjóðviljinn - 16.08.1972, Side 3
Miðvikudagur 16. ágúst 1972' ÞJ6ÐVILJINN — SIÐA 3.
Afstaða
Hollendinga
mjög neikvæð
Þjóðviljinn birtir hér á
eftir orðrétta afstöðu
hollenzka utanrikisráðu-
neytisins til útfærslu
íslenzku landhelginnar:
Orðsending hollenzku stjórnar-
innar er a þessa leið:
„Rikisstjórn Hollands harmar
ákvörðun islenzku stjórnarinnar,
um að halda til streitu áformum
sinum um útfærslu fisveiðilög-
sögunnar hinn fyrsta september
næstkomandi, en hún leiðir af sér
að erlendum fiskiskipum verða
bannaðar veiðar innan fimmtiu
milna frá grunnlinu,
Eins og við höfum áður skýrt
frá i bréfi til sendiráðs tslands i
London, dagsettu 14. febrúar 1972,
þá eru okkur fullljós úrslitaáhrif
fiskveiða á islenzkt efnahagslif,
Eigi að siður er hollenzka stjórnin
þeirrar skoðunar, að vandamál
fiskstofnaverndunar verði að
leysa innan viðs ramma, og taka
þá tillit til allra þeirra aðila er
hagsmuna eiga að gæta.
Einhliða ákvörðun tslendinga
um að eigna sér fiskveiðilögsögu
á úthöfum er skaðleg fyrir þá
þróun alþjóðlegra laga og réttar,
sem að islenzk stjórnvöld hafa
alla tið metið mikils.
Rikisstjórn Hollands heldur
fast við afstöðu sina: hún getur
ekk sætt sig við útfærslu lögsög--
unnar i 50 milur, og hún viður-
kennir ekki að reglur þess efnis
eigi við um hollenzka borgara,
flugvélar og skip.”
Kaldakvísl
í Þórisvatn
í gær var Köldukvísl veitt
í Þórisvatn, en sú fram-
kvæmd er liður í virkjun
vatnasvæðis mið-
hálendisins.
Með þvi að veita Köldukvisl i
vatnið verður það 80 ferkiló-
metrar að flatarmáli, og stærst
stöðuvatna i landinu, en yfir-
borðsaukning er 10 ferkilómetrar.
Mjög mikill munur verður á
yfirborðshæð vatnsins sumur og
vetur, eða 20 metrarshækkar um 5
metra frá meðaltalí að sumrinu,
en lækkar um 15 metra á vetrum.
Það er verktakafyrirtækið
Þórisós, sem sér um fram-
kvæmdir við Þórisvatn, en þær
framkvæmdir er ætlað að kosti
um 330 miljónir króna.
Yfirverkfræðingur er Páll
Hannesson.
—úþ
Átta lögfræðingar
í dómaraembætti
Forseti tslands hefir hinn 14.
þ.m. samkvæmt tillögu dóms-
málaráðherra, skipað 8 lög-
fræðinga i dómaraembætti,
Borgardómarar við borgar-
dómaraembættið i Reykjavik
voru skipuð:
Auður Þorbergsdóttir, fulltrúi,
Björn Þ. Guðmundsson,
fulltrúi, og Hrafn Bragason, aðal-
fulltrúi.
Sakadómari við sakadómara-
embættið i Reykjavik var skipað-
ur: 1
Jón A. ólafsson, aðalfulltrúi.
Héraðsdómarar við embætti
bæjarfógetans i Hafnarfirði og
sýslumannsins i Gullbringu- og
Kjósarsýslu voru skipaðir:
Birgir Mar Pétursson, fulltrúi,
og Steingrimur Gautur Kristjáns-'
son, aðalfulltrúi,
Héraðsdómari við embætti
bæjarfógetans i Kópavogi var
skipaður:
Ólafur St. Sigurðsson, aðal-
fulltrúi.
Héraðsdómari við embætti
bæjarfógetans á Akureyri og
sýslumannsins i Eyjafjarðar-
sýslu var skipaður:
Freyr ófeigsson, fulltrúi.
Hér má sjá hluta af beitingavélinni, langri og flókinni vélasam-
stæðu.
Beitinga
menn senn
úr sögunni?
VéL, sem beitir á við 3-4 menn
komin til landsins
Nú getur svo farið að
sú gamla stétt manna,
beitingamenn líði undir
lok. Ekki er ósennilegt
að beitingamenn séu
með elztu stéttum hér á
landi.
Astæðan fyrir hvarfi
þessararstéttar er beitingavél
ein mikil sem komin er hingað
til lands og að þvi er fróðir
menn telja mun hún taka við
allri linubeitingu i fram-
tiðinni, hvort heldur er hjá
landróðrarbátum eða útilegu-
bátum. Vél þessi er hin
flóknasta og ákafl. skemmti-
lega saman sett. Hún er norsk
uppfinning og smiði, og það
var Asþór RE, sem fór fyrir
skömmu fyrstu reynsluferðina
með þessa vél og gafst hún i
alla staði vel.
Vélin hreinsar önglana eftir
að fiskur hefur verið goggaður
af linunni, stokkar linuna upp
og beitir hana siðan og allt án
þess að mannshöndin komi
þar nokkuð nærri, nema hvaö
stýra þarf beitusildinni að sér-
stöku færibandi á vélinni, en
þaðan fer hún i niðurskurð og
siðan krækist hún á öngulinn.
Mikil vinna var að setja
þessa vél niður en þar voru þó
yfirstignir byrjunarörðugleik-
ar, sem i ljós komu, þannig að
i framtiðinni verður það ekki
mikið verk að setja vélarnar
niður og enn minna verk að
taka þær upp þegar skipt er
um veiðarfæri.
Skipstjórinn á Asþóri RE
Þorvaldur Arnason, sagði að
það væri engum vafa undir-
orpið að þetta væri það sem
koma skal i Hnubeitingu,
enda væri illmögulegt orðið að
fá menn i þá vinnu. t þessari
reynsluför fékk Asþór rúm 30
tonn á 10 dögum.
Nú þegar hafa 12 útgerðar-
menn látið i ljós áhuga á að fá
sér svona vél en þeir ætla að
biða eftir reynslunni af
þessari sem er um borð i
Þorvaldur Arnason skipstjóri
á Ásþóri RE.
Asþóri. Verð vélarinnar mun
vera milli 1,5 til 2 milj. kr. og
er þá niðursetning ekki með-
talin. —S.dór.
I
I
I
Þessi mynd var tekin fyrir nokkrum dögum yfir einn af hinum stóru kartöfluökrum þeirra Þykkbæinga,
en þar er útlit fyrir meðaluppskeru i ár.
Utlit fyrir meðal
kartöfluuppskeru
Aö því er Eðvald B.
Malmkvist yfirmatsmaöur
garðávaxta sagöi í viðtali
við Þ jóðviljann í gær, er út-
lit fyrir meðaluppskeru á
kartöflum i ár. Ef tíð helzt
góð og ekki þarf að taka
upp kartöflur fyrr en undjr
miðjan september, fer
uppskera hér sunnanlands
sennilega nokkuð uppfyrir
meðallag, en annars gerir
hún ekki meira en að halda
sér í meðallagi.
Otlit er fyrir nokkuð gooa upp-
skeru á Hornafiröi, en aftur á
móti hafa kartöflur verið seinni
til i Eyjafirði, en þessir tveir
staðir, ásamt suðurlandsundir-
Iendinu, eru mestu kartöflu-
ræktunarstaðir landsins.
Nýjar islenzkar kartöflur komu
á markaðinn um siðustu mánaða-
mót en i svo litlum mæli að þær
hafa hvergi nærri nægt eftir-
spurn. Hinsvegar er útlit fyrir að i
næstu viku verði komið það mikið
magn af islenzkum kartöflum á
markaðinn að nægja muni.
1 fyrra kom upp sveppasýki i
islenzkum kartöflum og var sá
sveppur áður óþekktur hér á
landi. 1 sumar hafa kartöflu-
bændur unnið að þvi að sótt-
hreinsa uppskerutæki sin og hús-
næði til að koma i veg fyrir að
þetta endurtaki sig, en álitið er að
sveppurinn stafi af ónógu hrein-
læti.
—S.dór.